Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 24
24 15. mars 2012 FIMMTUDAGUR Sveitarfélögum er skylt sam-kvæmt lögum að greiða húsa- leigubætur. Þær eru greiddar tekjulágum leigjendum. Tekjur og eignir hafa áhrif á bætur. Fjár- mögnunin er í höndum ríkisins og jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Sveitar félögin sjá um afgreiðslu húsaleigubóta. Grunnfjár hæðir voru óbreyttar frá árinu 2000 til 2008. 1. apríl 2008 hækkuðu húsaleigubæturnar og hækkuðu hámarks húsaleigubætur um 48%. Sérstakar húsaleigubætur Sveitarstjórn getur tekið ákvörðun um að borga hærri húsaleigu- bætur sem viðbót við almennar húsaleigubætur og er þá um sér- stakar húsaleigu bætur að ræða. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði um tekjur og eignir, einnig þarf viðkomandi að sýna fram á að hann eigi við sér- stakan félagslegan vanda að etja. Það er ekki skylda sveitarfélaga að greiða sérstakar húsaleigu- bætur. Það eru einungis 20 af 76 sveitarfélögum sem greiða þær. Nú ber að hafa í huga að þessum sérstöku húsaleigubótum var komið á í tengslum við gerð kjara- samninga 2008 og það hlýtur að skjóta skökku við að öryrkjar skuli ekki ná þessum bótum. Öryrkjar er sá hópur sem minnst bar úr býtum við þessa samninga. Það fá ekki allir sérstakar húsa- leigubætur Það er ekki nóg í öllum tilfellum að uppfylla skilyrði um tekju- og eignamörk. Eitt af skilyrðum er að um sé að ræða leiguíbúð á frjálsum markaði eða leigu hjá félagsbústöðum. Leigjendur hjá Brynju hússjóði Öryrkjabanda- lags Íslands, sem á og rekur 700 til 800 íbúðir, uppfylla ekki skil- yrði um sérstakar húsaleigu- bætur. Þar er um að ræða sérstakt leiguúrræði fyrir öryrkja og upp- fylla þar af leiðandi ekki þau skil- yrði sem sett eru fyrir því að fá sérstakar húsaleigubætur. Ákvæði sem mismunar leigjendum gróflega Í langflestum tilfellum eru þeir sem leigja hjá ÖBÍ (Brynju hús- sjóði) eingöngu með örorkubætur og uppfylla því skilyrði fyrir sér- stökum húsaleigubótum um tekju- og eignamörk, en vegna þess að Brynja hússjóður leigir einungis öryrkjum þá eiga þeir ekki rétt á þeim. 30% af leigjendum félagsbú- staða í Reykjavík eru öryrkjar og fá þeir sérstakar húsaleigubætur. Þess vegna sækja öryrkjar í meira mæli inn í það kerfi – eðlilega. Sjálfsbjörg krefst þess að allir sitji við sama borð Það sjá allir að við þetta verður ekki unað. Sjálfsbjörg krefst þess að allir sitji við sama borð og hafi sama rétt og aðrir þegar kemur að þessu almenna bótakerfi. Annað er gróf mismunun og stenst enga skoðun að mínu mati. Sjálfsbjörg skorar á ráðamenn að taka nú upp rauða pennann og strika yfir þetta ósamræmi og óréttlæti sem þessi reglugerð er. Rauðu strikin eiga að virka í báðar áttir, ekki bara þegar þarf að skera niður þjónustu við fatlaða, heldur einnig þegar um er að ræða svona grófa mismunun eins og fellst í þessu ákvæði um rétt til sérstakra húsa- leigubóta. Sveitarfélögin bera ábyrgð Sveitarfélögunum ber skylda til að útvega fólki húsnæði sem hefur ekki tök á að kaupa eða leigja á almennum markaði. Nú er staðan þannig að með tilkomu Brynju hússjóðs hafa sveitar- félögin getað vikið sér undan því að uppfylla þessa skyldu sína. Þá vaknar sú spurning, hvar væri allt þetta fólk sem nú leigir af Brynju statt í dag ef Brynju nyti ekki við? Svona til upprifjunar, þá var staðan þannig áður en Brynja kom til, að þá hírðust margir öryrkjar í litlum herbergjum og geymslum víðs vegar um bæinn. Það sem ég er að segja með þessu er að Brynja hefur leyst mikið af þeim húsnæðis vandamálum sem annars hefðu lent á sveitarfélögunum og eiga heima þar strangt til tekið. Þess vegna skýtur það skökku við að þau sveitarfélög sem greiða sérstakar húsaleigubætur neiti að greiða því fólki sem leigir hjá Brynju þessar bætur. Sjálfsbjörg skorar á ráðamenn að taka nú upp rauða pennann og strika yfir þetta ósam- ræmi og óréttlæti sem þessi reglugerð er. Smám saman þrengist umræðan um gjaldmiðils- mál okkar. Flestir málsmetandi menn eru komnir á þá skoðun að ekki verði lifað áfram við íslensku krónuna. Þrátt fyrir gjaldeyrishöft fellur gengi hennar áfram og það styttist í að því gengi verði náð sem erlendir bankar settu á krónuna strax eftir hrunið. Greininga- deild ein spáir því að gengi krónunnar eigi eftir af falla enn umtalsvert næstu árin og óró- leiki á gjaldeyrismarkaði muni halda áfram. Þetta segir okkur að þrátt fyrir strangar gjald- eyrishömlur er ekki hægt að halda gengi krónunnar stöðugu. Hún hefur engan grunn til að fóta sig á. Þessu til viðbótar skulum við muna að á sveimi heima og erlendis eru yfir 400 mrð. IKR – svokallaðar aflands- krónur – sem bíða eftir því að verða breytt í gjaldeyri. Þegar það gerist mun það trauðla róa gjaldeyrismarkaðinn eða hækka gengi krónunnar. Gengi IKR er beintengt inn í vísi- töluna og þar með við lán almennings og fyrirtækja. Þessi lán munu því hækka ótæpilega næstu árin um leið og greiðslu- geta lántaka rýrnar ört. Þetta myndi þýða stórtæka gjaldtöku á almenning og víðtæk gjald- þrot, til viðbótar því sem þegar er orðið. Mun örðugra yrði að glíma við þetta síðara hrun en það fyrra, því svigrúmið nú er minna. Hrun krónunnar er borgað af almenningi, sér- staklega þeim sem tekið hafa verðtryggð lán. Sveigjanleiki krónunnar er ekki kostur eins og sumir vilja vera láta, heldur versti bölvaldur almennings. Núverandi gjaldmiðill er stærsti vandi þjóðarinnar. Hann verður ekki leystur nema skipta krónunni út. Árangur íslenskrar hagstjórnar Þó segja sumir, m.a. hagfræði- prófessorar, að við getum haldið í krónuna með aðhaldi í hag- stjórn. Fræðilega má færa ýmis rök fyrir því, þótt það myndi aldrei loka fyrir spá- kaupmennsku um slíka örmynt. Hagstjórnin yrði því að vera mun aðhaldssamari en með annan gjaldmiðil vegna þess að krónan yrði að sýna ofur styrk á mörkuðum, ef hún yrði gefin frjáls. Meginrökin gegn þessari hörðu hagstjórn eru þó afleit reynsla okkar til margra áratuga af hagstjórnarvilja íslenskra stjórnmálamanna. Þegar krónan var tekin upp á árunum 1922 til 26 var gengi hennar jafnt gengi dönsku krónunnar. Nú kostar hver dönsk króna u.þ.b. 23 IKR, þó hafa tvisvar verið tekin núll aftan af IKR. Með grófri nálgun má segja að gengi DKR móti IKR sé 2.400. Þetta er árangur íslenskrar hagstjórnar í 85 ár. Vissulega er hagþekking meiri nú en fyrr, og hér búa fjölmargir sérfræðingar sem búa yfir góðri þekkingu. Að því leyti stöndum við ekki illa. Hins vegar er mikil brotalöm á íslenskum stjórnmálum. Þar víkur almannahagur gjarnan fyrir sérhagsmunum og mun svo að öllum líkindum verða áfram. Íslensk stjórnmál eru í fjötrum sérhagsmuna auðlinda- atvinnuvega og kjördæma. Ekkert bendir til þess að sér- hagsmunagæsla sé á undan- haldi. Hrunið megnaði ekki einu sinni að hrófla við henni. Þarna er fyrst og fremst fámenni okkar um að kenna. Stjórnmála- menn eru of veikburða gegn ágengum og nálægum sérhags- munum sem tengdir eru við kjósendur í gegnum kjördæmi með útblásinn kosningarétt. Auðlindaatvinnuvegir, einkum landbúnaður og sjávarútvegur, hafa í krafti handhafnar þeirra á íslenskum auðlindum ofurtök á íslensku efnahagslífi. Ef sjálfstæð króna á að eiga framtíð í heimi vaxandi hnattvæðingar og samruna- ferlis þjóðríkja í öflugri efna- hagsheildir, þyrftum við að umskera starfsgrundvöll fyrr- nefndra atvinnuvega, hækka vexti enn frekar og skera niður ríkisútgjöld. Fyrir því er hvorki vilji né geta hjá íslenskum stjórnmálaflokkum. Þetta vita fjölmargir stjórnmálamenn og vilja því hafa gúmmígjald- miðil áfram sem veltir röngum ákvörðunum þeirra yfir á almenning, án þess að til erfiðra lagasetninga þurfi að koma. Kanadadalur Fyrir nokkrum misserum kom upp umræða um að við tækjum upp norska krónu. Það voru einkum Vinstri græn sem töldu það eftirsóknarvert. Fljótlega kom í ljós að sá kostur var illa ígrunduð flóttaleið. Vell auðuga olíuríkið Noregur, sem við eigum engin meiriháttar við- skipti við, reyndist ekki heilla- vænlegur kostur. Næsti flótta- fleki virðist vera Kanadadollar. Hann er gjaldmiðill þjóðar sem við eigum hverfandi viðskipti við og endurspeglar á engan hátt íslensk utanríkisviðskipti. Upptaka hans myndi leiða til mikils viðskiptakostnaðar, því skipta þarf honum öllum yfir í annan gjaldmiðil í öllum okkar erlendu viðskiptum. Við værum mun betur settir með danska krónu á ný líkt og Færeyingar. Upptaka Kanadadals er víðs fjarri hagsmunum landsins og er aðeins ný, heldur kjánaleg hugmynd til að flýja undan þeim veruleika, sem blasir við. Fylgismenn þessarar hug- myndar segja að þetta geti verið millilausn, við getum svo skipt um aftur þegar um hægist. Halda menn virkilega að upptaka nýs gjaldmiðils sé eins og að skipta um nærföt? Nýjan gjaldmiðil taka menn ekki upp nema brýna nauðsyn beri til, því það er kostnaðar- samt og getur auðveldlega skekkt hagkerfið með óvissri útkomu. Ef taka verður upp nýjan gjaldmiðil er aðeins sá gjaldmiðill raunhæfur, sem endurspeglar erlend viðskipti okkar best, með seðlabanka þar sem við getum fengið aðstoð til þrautavara fyrir banka landsins. Þessi gjaldmiðill er evran. Allt annað er hættulegur blekkingarleikur. Hvorki Kanadadal né íslenska krónu Hverjir eiga rétt á sérstökum húsa- leigubótum? Halda menn virkilega að upptaka nýs gjaldmiðils sé eins og að skipta um nærföt? Nýjan gjaldmiðil taka menn ekki upp nema brýna nauðsyn beri til, því það er kostnaðar samt og getur auðveldlega skekkt hagkerfið með óvissri útkomu. Ef taka verður upp nýjan gjald- miðil er aðeins sá gjaldmiðill raunhæfur, sem endur- speglar erlend viðskipti okkar best... Fjármál Þröstur Ólafsson hagfræðingur Samfélagsmál Grétar Pétur Geirsson formaður Sjálfsbjargar – Landssambands fatlaðra Sólin er komin í Kóngsgilið skidasvaedi. is Opnunartímar á skíðasvæðunum í vetur: Virkir dagar kl. 14.00–21.00 Helgar kl. 10.00–17.00 Upplýsingasími 530 3000 ... og ný box, slár og pallar í fjöllin. Ókeypis skíðakennsla um helgar. PIPA PI RR \\ TBW TBWWW A W A WW AAAA A AAA SÍA SÍA SÍA SÍSÍ SÍA SÍA SÍA SÍA SÍSÍA SÍSÍA SÍAÍÍA A 1 11112 07 112 0 2 07 2 07 2 07 2 0 2 079 2 07 22 070079 079 079 079 0079 079 079 00000079 079 079 00079 079 079 0079 079 079 079777977777779797777999999999999999999 33333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.