Fréttablaðið - 15.03.2012, Síða 34
KYNNING − AUGLÝSINGInnheimta & reikningaþjónustur FIMMTUDAGUR 15. MARS 20124
Motus rekur skrifstofur á 11 stöðum á Íslandi, en hjá fyrirtækinu starfa um
130 starfsmenn. Um 2.500 íslensk
fyrir tæki og stofnanir nýta sér
þjónustu Motus, þar á meðal mörg
af stærstu fyrirtækjum, stofnunum
og sveitarfélögum landsins.
Hvað er kröfustjórnun?
„Kröfustjórnun (Credit Manage-
ment Services) er hugtak sem
notað er til að lýsa þjónustu
sem tekur á öllu ferli reiknings-
viðskipta, það er frá því ákvörðun
um lánsviðskipti er tekin þar til
greiðsla hefur verið innt af hendi
eða önnur niðurstaða fengin,“
segir Sigurður Arnar Jónsson, for-
stjóri Motus.
Motus er best þekkt fyrir inn-
heimtu vanskilakrafna, en fyrir-
tækið er jafnframt leiðandi á sviði
kröfustjórnunar. Motus aðstoðar
viðskiptavini sína við að bæta fjár-
streymi sitt og langtíma afkomu með
því að veita heildstæða þjónustu. Í
henni felst meðal annars hefð-
bundin innheimta, ferla greining
og ráðgjöf, fjárstreymis greining,
sa ma nbu rða rg rei n i ng , m i l l i-
landainnheimta, innheimtuskóli,
greiðendavefur, viðskiptavefur og
greiðslumatslíkön (scoring model).
„Með því að bjóða skilvirka
þjónustu og leggja okkur fram í
samskiptum við kröfueigendur
og greiðendur tryggjum við bestu
mögulegu framvindu mála,“ segir
Sigurður. „Allar okkar athafnir
miða að því að gera lánsviðskipti
aðila eins ánægjuleg og arðbær og
kostur er.“
Það er ekki að ástæðulausu
að Motus er leiðandi aðili á
Íslandi á sviði kröfustjórnunar,
þar sem þjónusta þess hefur í för
með sér bætt viðskipti til hags-
bóta fyrir kröfueigendur jafnt
sem greiðendur. Motus hefur
skuldbundið sig til að bæta fjár-
streymi og arðsemi viðskiptavina
sinna.
Skoða þarf fleira en sölutölur
Sölutölur segja aðeins hálfa
söguna um rekstur fyrirtækis.
Það sem skiptir höfuðmáli eru þær
greiðslur sem berast og hvenær
þær skila sér. Fjárstreymisvanda-
mál geta kostað stærri fyrirtæki og
opinbera aðila háar fjárhæðir og
þröngvað smærri fyrirtækjum í
gjaldþrot. Þjónusta Motus tryggir
hraðari greiðslu viðskiptakrafna
og lægri rekstrarkostnað.
Greiðslumatslíkön algjör bylting
„Við notum greiðslumatslíkön til
að taka ákvarðanir byggðar á töl-
fræðilegu mati um hvernig inn-
heimtu hverrar einstakrar kröfu
sé best háttað með hliðsjón af
áhættu. Einstök þekking okkar lág-
markar þannig kostnað fyrirtækja
og opinberra aðila við lánsvið-
skipti og afskrift viðskiptakrafna,“
segir Sigurður. Hann telur notkun
greiðslumatslíkana í innheimtu og
á öðrum sviðum kröfu stjórnunar
hafa haft í för með sér algjöra
byltingu í greininni. „Okkar líkön
hafa verið í þróun í 7-8 ár og hafa nú
afgerandi áhrif á alla ferla okkar.“
Við leitum lausna
„Samskipti okkar við fólk ganga
út á að leita lausna,“ segir
Sigurður með áherslu. Þrátt fyrir
að fyrirtæki nýti þjónustu Motus
hafa þau áfram fullt vald yfir því
með hvaða hætti innheimtunni
er háttað og hvaða svigrúm
greiðendum er veitt. Að veita
lengri greiðslufrest dugar yfirleitt
flestum, en gagnvart greiðendum
sem eru með mjög íþyngjandi
greiðslubyrði getur þurft að bjóða
aðrar lausnir. „Við eigum í lang-
flestum tilfellum mjög jákvæð
samskipti við fólk sem hefur
gleymt að greiða eða er að reyna
sitt besta til að greiða úr sínum
málum,“ segir hann.
Ljóst er að aukinn kostnaður
af innheimtu vanskila og tapaðra
viðskiptakrafna færi beint út
í almennt verðlag ef ekki nyti
við þjónustu fyrirtækja eins og
Motus. Skilvirk innheimta stuðlar
að lægra verði á vöru og þjónustu
til almennings.
EKKI GERA EKKI NEITT
„Ek k i gera ek k i neit t“ eru
einkunnar orð Motus. Þau fela í sér
hvatningu til þeirra sem eru í van-
skilum, en þeim er jafnframt beint
til kröfueigenda og starfsmanna
Motus. „Orðin fela í sér ábendingu
til kröfueigenda um að koma á
skilvirkum innheimtu ferlum og
fylgja þeim eftir og hvatningu til
starfsmanna Motus um að leggja
sig ávallt fram um að finna bestu
lausnina,“ segir Sigurður.
Aðgerðarleysi, frestunaráráttu
og þær neikvæðu tilfinningar sem
henni fylgja þekkja allir. Frestun
erfiðra verkefna magnar yfirleitt
erfiðleikana. „Þannig er það best
fyrir alla að ógreiddir reikningar
séu teknir föstum tökum sem allra
fyrst. Það er mun auðveldara að
finna lausn á málinu því fyrr og
því meira sem kröfueigandi fær
að vita um raunverulega stöðu
greiðanda. En hvað sem þú gerir
– ekki gera ekki neitt!“
Samstarf Motus og Intrum
Justitia
Þrátt fyrir nafnaskiptin er Motus
samstarfsaðili Intrum Justitia,
sem er markaðsleiðandi fyrirtæki
í Evrópu á sviði kröfustjórnunar.
Intrum rekur eigin skrifstofur í 21
landi í Evrópu og er með víðfeðmt
net samstarfsaðila í vel á annað
hundrað löndum.
Nánari upplýsingar um starf-
semi Motus má nálgast á www.
motus.is
Skilvirk innheimta stuðlar að
lægra verði á vöru og þjónustu
MOTUS er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfustjórnunar, en fyrirtækið var stofnað árið 1995 og starfaði áður undir vörumerkinu Intrum Justitia.
Ef fólk vantar nánari upplýsingar um innheimtumál getur það alltaf haft samband og starfsfólk Motus mun
leggja sig fram við að aðstoða það.
„Samskipti okkar við fólk ganga út á að leita lausna,“ segir Sigurður Arnar Jónsson, forstjóri Motus. MYND/HAG
Motus merkir á latínu „hreyfing“ eða „að hreyfa við/að hafa áhrif á“.
Hlutverk Motus er að bæta fjárstreymi fyrirtækja allt frá sölu til þess að
greiðsla hefur átt sér stað, það er að skapa þessa hreyfingu. Merkingin
fellur einnig vel að slagorðum félagsins sem
jafnframt tákna hreyfingu, það er „Við komum
hreyfingu á peningana“ og „EKKI GERA EKKI
NEITT“.
MOTUS GEFUR GULA SPJALDIÐ
Í íþróttum er gula spjaldið aðvörun til þess
sem brýtur af sér. Á sama hátt fær sá sem ekki
hefur greitt gjaldfallna kröfu gula spjaldið frá
Motus. Gula spjaldið gefur þó jafnframt til
kynna að viðkomandi hafi enn tækifæri til að
bæta ráð sitt.
Það getur komið fyrir alla að fá
innheimtubréf frá Motus og lykil-
atriðið er EKKI GERA EKKI NEITT
Með því að bjóða skilvirka þjónustu og
leggja okkur fram í samskiptum við
kröfueigendur og greiðendur tryggjum við bestu
mögulegu framvindu mála.
Gott að hafa í huga:
1. Það er ódýrast og best að
greiða skuldina strax.
2. Ef þú átt von á peningum
fljótlega, geturðu haft sam-
band og fengið greiðslufrest.
3. Ef þú getur ekki greitt skuldina
í einu lagi er einfalt mál að hafa
samband og gera samkomulag
um greiðslu skuldarinnar.
4. Ef þú greiðir á réttum tíma
samkvæmt umsömdum
greiðslufresti eða samkomulagi
hækkar innheimtukostnaður
skuldarinnar ekki.
5. Ef þig vantar nánari upplýsingar
um innheimtumál geturðu
alltaf haft samband og við
munum leggja okkur fram við að
aðstoða þig.
6. Ef þú telur þig eiga í alvar-
legum fjárhagsvanda mælum
við með að þú hafir samband
við bankann þinn eða Umboðs-
mann skuldara til að fá ráðgjöf
um möguleg úrræði.
7. Einfaldasta leiðin til að hafa
samband við Motus er í gegnum
ekkigeraekkineitt.is eða hringja
í þjónustuver í síma 440-7700.
Jafnframt er þér velkomið að
heimsækja okkur á eina af 11
starfsstöðvum okkar sem eru
víða um land.