Fréttablaðið - 15.03.2012, Side 58
15. mars 2012 FIMMTUDAGUR46
sport@frettabladid.is
LANDSLIÐSKONURNAR Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir verða í sviðsljósinu í dag þegar LdB Malmö
fær þýska liðið FFC Frankfurt í heimsókn í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður í beinni á
Eurosport klukkan 15.00 (Stöð 40 á Fjölvarpinu). Seinni leikur liðanna fer síðan fram eftir sex daga. Margrét Lára Viðarsdóttir er
meidd og gat ekki leikið með Turbine Potsdam sem vann 2-0 sigur á rússneska liðinu Rossiyanka í fyrri leik sínum í gær.
Vináttulandsleikur:
Þýskaland-Ísland 33-22
Mörk Íslands: Ólafur Gústafsson 5, Róbert Gunn-
arsson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Ólafur Bjarki
Ragnarsson 3, Stefán Rafn Sigurmannsson 3,
Arnór Gunnarsson 1, Sigurbergur Sveinsson 1,
Hannes Jón Jónsson 1, Rúnar Kárason 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 13.
IE-deild kvenna:
Haukar-KR 78-56
Haukar: Tierny Jenkins 20/19 fráköst/5 stolnir,
Jence Ann Rhoads 15/9 stoðsendingar, Íris
Sverrisdóttir 11, Margrét Rósa Hálfdanardóttir
10, María Lind Sigurðardóttir 10, Guðrún Ósk
Ámundardóttir 5, Gunnhildur Gunnarsdóttir 4,
Auður Íris Ólafsdóttir 3.
KR: Erica Prosser 22/8 fráköst, Margrét Kara
Sturludóttir 16/5 fráköst/3 varin, Hafrún Hálfdán-
ardóttir 14/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2/5 fráköst.
Fjölnir-Njarðvík 87-76
Fjölnir: Brittney Jones 28/5 fráköst/10 stoðsend-
ingar, Katina Mandylaris 23/19 fráköst, Jessica
Bradley 18/9 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 9,
Birna Eiríksdóttir 3, Margrét Loftsdóttir 2, Bergdís
Ragnarsdóttir 2/7 fráköst, Hugrún Eva Valdimars-
dóttir 2/7 fráköst.
Njarðvík: Lele Hardy 24/20 fráköst/7 stoð-
sendingar, Petrúnella Skúladóttir 16/6 fráköst,
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 10/5 fráköst, Salbjörg
Sævarsdóttir 6/5 fráköst, Ína María Einarsdóttir 6,
Sara Dögg Margeirsdóttir 6, Harpa Hallgrímsdóttir
2, Ólöf Helga Pálsdóttir 2, Eyrún Líf Sigurðardóttir
2, Erna Hákonardóttir 2.
Valur-Hamar 95-67
Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 24/5 fráköst,
Unnur Lára Ásgeirsdóttir 19/8 fráköst, Lacey
Katrice Simpson 11/11 fráköst/8 stoðsendingar,
Melissa Leichlitner 10/4 fráköst/5 stoðsendingar,
María Ben Erlingsdóttir 9/4 fráköst, Guðbjörg
Sverrisdóttir 8/4 fráköst, Signý Hermannsdóttir
6/9 fráköst//4 varin skot, María Björnsdóttir 6/5
fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 2.
Hamar: Samantha Murphy 24/6 fráköst/5
stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir
13, Katherine Virginia Graham 12, Marín Laufey
Davíðsdóttir 7/5 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 6, Jenný
Harðardóttir 3, Álfhildur Þorsteinsdóttir 2
STAÐAN:
Keflavík 27 20 7 2050-1880 40
Njarðvík 27 19 8 2237-2038 38
Snæfell 27 15 11 1967-1999 30
Haukar 27 14 13 1986-1919 28
KR 27 13 14 1960-1886 26
Valur 27 12 15 2003-1995 24
Fjölnir 27 9 18 1943-2201 18
Hamar 27 6 21 1874-2102 12
Meistaradeild Evrópu:
Chelsea-Napoli
Leikur í framlengingu er Fréttablaðið fór í
prentun.
Real Madrid-CSKA Moskva 4-1
1-0 Gonzalo Higuain (26.), 2-0 Cristiano Ronaldo
(55.), 3-0 Karim Benzema (69.), 3-1 Zoran Tosic
(77.), 4-1 Cristiano Ronaldo (90.+4)
Real fór áfram, 5-2, samanlagt.
Meistaradeildin í handb.:
Wisla Plock-Kiel 24-36
Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kiel.
Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum
keppninnar.
Danski handboltinn:
Nordjsælland-AG 23-24
Snorri Steinn Guðjónsson tryggði AG sigur með
marki 33 sekúndum fyrir leikslok.
ÚRSLIT
Öryggishnappur sem bjargar
Hjúkrunarfræðingar alltaf á vakt
Með öryggishnappi Öryggismiðstöðvarinnar færðu þráðlausan reykskynjara
beintengdan stjórnstöð. Meiri þjónusta sem eykur öryggi þitt og þinna nánustu.
Það er einfalt og kostar ekkert að skipta um þjónustuaðila.
PI
PA
R\
PI
PA
R\
A
TB
W
A
•
W
A
W
A
TB
W
S
ÍA
•
S
1
20
62
20
6
3
Hringdu núna!
Sími 570 2400 · oryggi.is
Stöndum vaktina allan sólarhringinn
HANDBOLTI Eftir að hafa aðeins
verið þremur mörkum undir í hálf-
leik, 16-13, sáu íslensku strákarnir
ekki til sólar í þeim síðari gegn
Þjóðverjum sem unnu afar
öruggan og sannfærandi ellefu
marka sigur.
Íslenska liðinu gekk vel að leysa
6/0 vörn Þjóðverjanna í fyrri hálf-
leik en átti aftur á móti engin svör
við 5/1 vörninni sem Þjóðverjar
spiluðu í þeim síðari.
„Seinni hálfleikur var lélegur.
Við höfðum í raun aðeins eina
æfingu til þess að undirbúa okkur
og þá bjuggum við okkur undir 6/0
vörn og sóknarleikurinn gekk vel
gegn henni. Það var margt jákvætt
við fyrri hálfleikinn en í þeim
seinni vorum við ekki tilbúnir í
slaginn. Þá fjaraði undan liðinu
og menn gerðu sig seka um slæm
mistök. Ég hefði verið tiltölulega
sáttur við svona fimm marka tap
en ellefu marka tap var óþarflega
mikið,“ sagði landsliðsþjálfarinn
Guðmundur Guðmundsson við
Fréttablaðið eftir leikinn.
Hann var að tefla fram illa
reyndu liði í leiknum enda vantaði
flesta lykilmenn íslenska liðsins í
þennan leik.
„Ég fékk fullt af svörum um
hverjir koma til greina í þennan
hóp og hverjir ekki. Hverjir eru
að nálgast hann og hverjir eiga
lengra í land. Þetta hjálpar mér
fyrir að velja næsta hóp,“ sagði
Guðmundur en hvernig voru menn
að standa sig að hans mati?
„Þetta var mjög kaflaskipt. Óli
Bjarki kom inn með fína hluti og
Aron átti flotta innkomu í markið
og varði meðal annars sjö skot
fyrsta korterið. 13 boltar hjá
honum var fínt en Björgvin átti
erfitt uppdráttar þann tíma sem
hann spilaði,“ sagði Guðmundur en
Björgvin varði ekkert skot þær 15
mínútur sem hann stóð í markinu.
„Við fengum fín mörk frá Ólafi
Gústafssyni en hann var ekki með
fína skotnýtingu. Skaut þrettán
sinnum að marki og skoraði fimm
mörk. Stefán Rafn kom inn í síðari
hálfleik og stóð sig vel. Ásgeir var
góður í fyrri hálfleik og Sigurgeir
Árni stóð sig vel í vörninni við
hliðina á Vigni. Það var samt við
ramman reip að draga í þessum
leik. Það verður að viðurkennast
og sóknarleikurinn ekki nægilega
vel útfærður.“
Guðmundur hafði aðeins tvær
æfingar til þess að undirbúa liðið
og miðað við það var hann þokka-
lega sáttur við það sem hann sá í
þessum leik.
Landsliðsþjálfarinn var í sér-
stakri stöðu í gær enda var hann
að stýra landsliðinu í höllinni þar
sem hann stýrir liði sínu, Rhein-
Neckar Löwen, í hverri viku.
„Það var óneitanlega mjög sér-
stakt að vera í hlutverki and-
stæðingsins hérna. Það var samt
mjög gaman og góð stemning
hérna. Okkur Robba var sérstak-
lega vel fagnað og skemmtileg
upplifun og sérstök tilfinning. Það
var samt góður andi hérna og ég
naut þessarar reynslu.“
henry@frettabladid.is
ÞETTA VAR ÓÞARFLEGA STÓRT TAP
Laskað íslenskt landslið steinlá, 33-22, gegn Þjóðverjum í Mannheim í gær. Eftir ágætan fyrri hálfleik
breyttu Þjóðverjar varnarleiknum sínum í þeim síðari og hreinlega keyrðu yfir íslenska liðið.
FYRIRLIÐINN Á HEIMAVELLI Róbert Gunnarsson bar fyrirliðabandið í fyrsta skipti fyrir Ísland í gær og það á vellinum þar sem
hann spilar fyrir lið sitt, Rhein-Neckar Löwen. NORDIC PHOTOS/BONGARTS
KÖRFUBOLTI Haukastúlkur unnu
öruggan sigur á KR-ingum í
hreinum úrslitaleik liðanna um
sæti í úrslitakeppni Iceland
Express-deildarinnar í Hafnar-
firði. Eftir jafnan fyrri hálfleik
keyrðu heimakonur yfir gestina í
þeim síðari og aldrei spurning um
hvort liðið væri sterkara.
„Það var markmið okkar fyrir
tímabilið að komast í úrslita-
keppnina og við náðum því,“ sagði
Íris Sverrisdóttir brosandi út að
eyrum. Hún hefur fulla trú á að
liðið geti farið alla leið og Bjarni
Magnússon, þjálfari Hauka, var
sama sinnis.
„Engin spurning. Við höfum
tekið stig af liðunum fyrir ofan
okkur og þau af okkur. Þetta
verður spennandi,“ sagði Bjarni
en þetta er níunda árið í röð sem
Haukar komast í úrslitakeppnina.
KR missti einn besta leikmann
sinn á tímabilinu, Sigrúnu Sjöfn
Ámundadóttur, meidda af velli
í fyrri hálfleik. Ofan á önnur
meiðslavandræði liðsins var það
of mikil blóðtaka í baráttunni
undir körfunni.
„Þetta er bara martröð,“
sagði Margrét Kara Sturludótt-
ir um þá staðreynd að KR væri
komið í sumarfrí. Besti leikmað-
ur Íslandsmótsins í fyrra hefur
spilað undir pari í vetur en hefur
sjálf engar skýringar á því.
„Ég verð að taka mig saman
í andlitinu og stíga upp. Þetta
hefur ekki verið nógu gott,“
sagði Kara. Hún átti erfitt með
að sætta sig við þá staðreynd að
liðið væri komið í sumarfrí þótt
einni umferð sé ólokið.
- ktd
Haukar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á KR í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni:
Haukastúlkur eru til alls vísar í framhaldinu
BARÁTTA Það var ekkert gefið
eftir að Ásvöllum í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI