Fréttablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 62
15. mars 2012 FIMMTUDAGUR50 BESTI BITINN Í BÆNUM „Þessi mynd fjallar um það sem skiptir máli í dag. Gildi okkar og samskipti fullorðinna og barna,“ segir Þór Ómar Jónsson. Tökur á kvikmyndinni Falskur fugl í leikstjórn Þórs Ómars eru nýhafnar í Reykjavík. Hún er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfa sonar sem kom út árið 1997 við góðar undirtektir. Bókin fjallar um Arnald Gunnlaugsson, 16 ára ólíkinda tól, sem býr hjá vel stæðum foreldrum sínum. Hann er bæði myndarlegur og gáfaður en leiðist inn á rangar brautir í lífinu. Hinn nítján ára Styr Júlíusson fer með aðalhlutverkið sem vandræða- gemlingurinn Arnaldur. Davíð Guðbrandsson og Alexía Björg Jóhannes dóttir leika foreldra hans. Meðal annarra leikara eru Rakel Björk Björnsdóttir, Aron Brink, Ísak Hinriksson og Krissi Haff. Kvikmyndatökumaður er Christoph Nicolaisen sem tók upp stuttmyndina Toyland sem vann Óskarsverðlaunin 2009. Þór Ómar kynntist honum þegar þeir störfuðu saman við gerð lottó- auglýsingar í Þýskalandi. Gerð myndarinnar Falskur fugl hefur verið í bígerð í tólf ár og núna er hún loksins orðin að veru- leika. Jón Atli Jónasson skrifar handritið en hann skrifaði einmitt fyrsta kvikmyndahandritið upp úr bókinni skömmu eftir útgáfu hennar. Þá vildi Kvikmynda sjóður Íslands ekki veita myndinni styrk. „Þá þótti þetta ekki sýningarhæft með einu eða neinu móti því þetta þótti alltof mikið ofbeldi,“ segir Þór Ómar. Frá því að Jón Atli skrifaði fyrsta handritið fylgdu fleiri útgáfur af því á næstu árum, sumar í samstarfi við Mikael Torfason, sem aldrei voru notaðar fyrr en nú. Fyrir þremur og hálfu ári fékk myndin loksins vilyrði um styrk frá Kvikmyndasjóði en þá breyttust aðstæður hjá aðstandendunum og hún dagaði uppi. „Upp úr ára- mótum ákvað ég að hjóla af stað aftur,“ segir Þór Ómar. „Við ætlum að kanna hver okkar staða verður þegar við verðum búin að taka upp og ætlum að athuga hvort sjóðurinn veiti eftirvinnslustyrk til að klára myndina.“ Hann segir að myndin verði fram að því fjármögnuð af „velviljuðum vinum og vanda- mönnum“. Falskur fugl er fyrsta kvik- myndin sem Þór Ómar leikstýrir upp á eigin spýtur. Hann var áður aðstoðarleikstjóri 101 Reykjavík og hefur leikstýrt auglýsingum á meg- inlandi Evrópu. freyr@frettabladid.is ÞÓR ÓMAR JÓNSSON: FJALLAR UM ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI TÖKUR Á KVIKMYNDINNI FALSKUR FUGL ERU HAFNAR Á TÖKUSTAÐ HJÁ BSÍ Falskur fugl er fyrsta kvikmynd Þórs Ómars Jónssonar. Hún er byggð á bók Mikaels Torfasonar. Handritið skrifaði Jón Atli Jónasson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Póstdreifing - Suðurhraun 1 210 Garðabær - Sími 585 8300 www.postdreifing.is Heyrðu í okkur næst þegar þú þarft á öruggri og hagstæðri dreifingarþjónustu að halda. fjölpósti, blöðum, tímaritum, bréfum og vörum. Okkar hlutverk er að dreifa Sjúkraþjálfari framkvæmir göngugreiningu hjá Heilsulandi Sérfræðingar Heilsulands eru Ásmundur Arnarsson og Jónas Grani Garðarsson sjúkraþjálfarar GÖNGUGREINING „Við erum rétt byrjaðir í fram- leiðsluferlinu,“ segir fram- leiðandinn Erlingur Jack Guð- mundsson hjá Ogfilms um væntanlega heimildarmynd um körfuboltakappann Örlyg Aron Sturluson. Stöð 2 hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn á myndinni. Örlygur þótti mjög efnilegur körfuboltakappi en hann lést af slysförum fyrir 12 árum, þá 18 ára gamall. Örlygur spilaði með körfuboltaliði Njarðvíkur þar sem hann þótti í sérflokki sem leik- stjórnandi. Samstarfsfélagi Erlings hjá Ogfilms, Garðar Örn Arnars- son, leikstýrir myndinni. „ Garðar er frá Reykjanesbæ og langaði ein- faldlega að gera mynd til að heiðra minningu Örlygs, en hann var einn af bestu körfuboltamönnum á Íslandi þegar hann lést,“ segir Erlingur en áætlað er að myndin verði sýnd fyrir lok þessa árs. Framleiðslufyrirtækið Ogfilms er nýtt fyrirtæki stofnað af þeim Erlingi og Garðari ásamt Antoni Sigurðssyni og Guðjóni Hrafni Guðmundssyni en þeir voru skólafélagar í Kvikmyndaskóla Íslands. Þessa dagana eru þeir að leggja lokahönd á stutt myndina Grafir og bein sem skartar leikurunum Hilmi Snæ Guðna- syni og Margréti Vilhjálmsdóttur í aðal hlutverkum. Einnig eru þeir bæði með sjónvarpsþætti, kvik- myndir og aug lýsingar á teikni- borðinu. „ Auðvitað er þetta mikil bjartsýni en það þýðir ekkert annað en að kýla á þetta. Þetta er erfiður markaður og þétt setið um öll verkefni en það þýðir ekkert að láta það stoppa sig heldur bara ryðjast áfram,“ segir Erlingur en næsta skref fyrir tækisins er að koma stuttmyndinni á hinar ýmsu hátíðir út í heimi.“ - áp Gera heimildarmynd um Örlyg Sturluson BJARTSÝNIR Þeir Erlingur Jack Guð- mundsson, Anton Sigurðsson, Guðjón Hrafn Guðmundsson og Garðar Örn Arnarsson ætla sér stóra hluti með fram- leiðslufyrirtækið Ogfilms. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Söfnun Baldurs Ragnarssonar, gítar- leikara Skálmaldar, í Mottumars hefur gengið vonum framar. Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að hann væri kominn í 60 þúsund krónur en sú upphæð er núna komin í 118 þúsund. Þar hjálpaði til 20 þúsund króna framlag félaga hans í Skálmöld. Baldur hefur birt „mann- legar erótískar“ myndir af sér á tíu þúsund króna fresti og hefur hann því haft í nógu að snúast í fyrirsætustörfum að undanförnu. - fb „Þessa dagana er nýi staðurinn Snaps í uppáhaldi og ég mæli hiklaust með öndinni.“ Ellen Loftsdóttir, stílisti og listrænn stjórnandi Reykjavík Fashion Festival. „Tökum lauk á mánudaginn og ég er rosalega spennt að sjá afraksturinn,“ segir söngkonan Greta Salóme Stefánsdóttir um myndbandið við lagið Mundu eftir mér sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision- söngvakeppninni í lok maí. Myndbandið var meðal annars tekið upp á Reykja- nesinu, hjá Krísuvík og við Kleifarvatn og segir Greta það vera mjög metnaðarfullt, íslenskt og sterkt. „Ég er búin að fá að sjá smá brot úr því og það lítur út fyrir að verða alveg jafn geggjað og ég hafði vonast eftir, og það á örugglega eftir að vekja mikla athygli,“ segir Greta, en lokaútgáfa myndbandsins verður tilbúin um helgina. Hannes Þór Halldórsson leikstýrði myndbandinu sem var framleitt af Saga Film. „Þeir eru búnir að leggja allt sitt í þetta og ég er rosalega ánægð með samstarfið. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri aðila í verkið,“ segir Greta. En er þá von á pásu hjá Gretu núna þegar mynd- bandið er frá? „Nei, ekki alveg,“ segir hún og hlær, en hún byrjar á fullu að spila aftur með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands eftir helgi, auk þess sem henni gefst nú loks svigrúm til að fara að undirbúa atriðið sjálft. Þátttakendur keppninnar frá öðrum löndum hafa sumir verið að ferðast á milli landa að undanförnu til að kynna sig og lagið sitt, en Greta segir ekki víst hvort íslenski hópurinn komi til með að gera slíkt hið sama. „Við stefnum á að fara í eina ferð, en það fer allt eftir prógramminu hjá okkur og fjárhagnum.“ - trs Metnaðarfullt myndband ÍSLENSKT OG STERKT Greta segir myndbandið við lagið Mundu eftir mér koma til með að verða flottara en hún þorði að vona. FRÉTTIR AF FÓLKI FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS Í kvöld á Stöð 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.