Fréttablaðið - 03.04.2012, Side 8

Fréttablaðið - 03.04.2012, Side 8
3. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR8 Almenna ályktunin sem má draga af þessu er að menn eru að leggja gríðar- lega áherslu á netvarnir. HRAFNKELL V. GÍSLASON FORSTJÓRI PÓST- OG FJARSKIPTASTOFNUNAR VARNARMÁL Atlantshafsbandalag- ið (NATO) hefur boðið út verkefni fyrir sem nemur 9,7 milljörðum króna til að efla netvarnir banda- lagsins. Um er að ræða stærsta samning sem bandalagið hefur gert til að tryggja upplýsinga- öryggi hjá bandalaginu og aðild- arríkjum. Með útboðinu er ætlað að styrkja netvarnarmiðstöð NATO. Miðstöð- in er þegar starfandi, en henni er ætlað að starfa á fullum afköstum fyrir lok árs, og er útboðinu ætlað að tryggja það. Miðstöðinni hefur hingað til fyrst og fremst verið ætlað að tryggja öryggi tölvukerfis banda- lagsins. Fyrir árslok er ætlunin að auka áherslu á aðstoð við banda- lagsríki, til dæmis með því að deila upplýsingum. Þá verða einn- ig sett á laggirnar sérstök við- bragðsteymi sem bandalagsrík- in geta fengið aðstoð frá sé gerð alvarleg netárás. „Almenna ályktunin sem má draga af þessu er að menn eru að leggja gríðarlega áherslu á net- varnir,“ segir Hrafnkell V. Gísla- son, forstjóri Póst- og fjarskipta- stofnunar. Stofnunin starfrækir netörygg- isteymi, svokallaðan CERT-hóp, en Hrafnkell segir hópinn leggja alla áherslu á borgaralegar netvarnir, ekki hernaðarlegar eins og NATO. Hópurinn horfi nú fyrst og fremst til samstarfs við Norðurlöndin, þó ekki sé hægt að útiloka samstarf við NATO í framtíðinni. Reglulega eru gerðar netárásir á stofnanir og fyrirtæki hvar sem er í heiminum. Yfirleitt er ekkert gefið upp um slíkar árásir, þar sem stjórnendur fyrirtækja óttast að traust á fyrirtækjunum hrynji, og hlutabréfaverðið þar með, ef upp- lýst er um netárásir sem fyrirtæk- in ná ekki að verjast. Dæmi eru um slíkar árásir á nokkur af stærstu olíu- og gas- framleiðslufyrirtækjum heims nýverið. Árásirnar voru raktar til Kína. Þar sem þær áttu sér bara stað á skrifstofutíma í Pek- ing telja sérfræðingar víst að kín- versk stjórnvöld standi á bak við árásirnar. brjann@frettabladid.is Netvarnir hjá NATO efldar fyrir milljarða Atlantshafsbandalagið ætlar að verja nærri tíu milljörðum króna í að efla net- varnir bandalagsins. Ætla að koma upp viðbragðsteymum sem aðildarríki geta kallað til sé gerð netárás. Fölsk vinabeiðni aðmíráls kom bandalaginu í bobba. UPPLÝSINGAR Tölvuþrjótar geta beitt ýmsum aðferðum til að nálgast trúnaðarupplýsingar, allt frá myndum á Facebook-síðu til trúnaðargagna um vopnaframleiðslu. NORDICPHOTOS/AFP 1. Hver varð Íslandsmeistari í badminton í níunda skipti um helgina? 2. Hver er formaður Lögmanna- félags Íslands? 3. Hvað heitir flokkur Aung San Suu Kyi? SVÖR Yfirmenn í herafla Bandaríkjanna og Bretlands, auk háttsettra embættis- manna í löndunum tveimur, féllu í gildru njósnara þegar þeir samþykktu vina- beiðni á Facebook-samskiptasíðunni sem virtist vera frá James Stavridis, bandarískum aðmírál sem starfar nú sem yfirmaður herafla NATO í Evrópu. Stavridis hafði hins vegar ekki tekið upp á því að setja upp síðu á Facebook, heldur er talið að kínverskir njósnarar hafi staðið á bak við tiltækið, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins Telegraph um málið. Tilgangurinn með þessu var að fá sem mest af persónulegum upp- lýsingum um þessa nýju vini falska aðmírálsins. Hvorki Facebook né NATO hafa gefið upp hversu margir féllu í gildruna. Njósnararnir fengu með þessu upplýsingar á borð við persónuleg netföng, símanúmer, nöfn fjölskyldumeðlima, myndir og jafnvel upplýsingar um ferðalög viðkomandi. Slíkar upplýsingar geta nýst á margvíslegan hátt, til dæmis til að auðvelda tölvuþrjótum að hakka sig inn í mikilvæg kerfi, og mögulega til að kúga viðkomandi til að gera eitthvað vafasamt. Afleiðingarnar af þessu urðu aðrar en einhverjir hefðu getað reiknað með. Í stað þess að setja hömlur á notkun á Facebook-síðunni krefst NATO þess nú að yfirmenn og erindrekar hjá bandalaginu séu með sína eigin Facebook-síðu til að koma í veg fyrir sambærileg atvik í framtíðinni. Vinabeiðni aðmíráls reyndist fölsk 1. Ragna Ingólfsdóttir 2. Brynjar Níelsson 3. Lýðræðisfylkingin Leggur grunn að góðum degi Felix svefnsófi TILBOÐ Kr. 368.900,- Verð áður 461.125,- Svefnsófadagar í apríl Felix tungusófi TILBOÐ Kr. 552.000,- Verð áður 690.000,- Lingen svefnsófi TILBOÐ Kr. 99.000,- Verð áður 123.750,- *3,5% lántökugjald. 12 mánaða vaxtalaus k jör á svefnsófum í aprí l Áttu von á gestum? Mikið úrval svefnsófa með dýnum í sérflokki SÝRLAND, AP Kofi Annan, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýr- landi, tilkynnti öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær að Sýr- landsstjórn hafi fallist á að draga herlið sitt frá íbúðahverfum fyrir 10. apríl. Bashar Ja‘fari, sendiherra Sýrlands hjá Sameinuðu þjóð- unum, staðfesti þetta og ítrekaði að Sýrlendingar styddu sex punkta friðaráætlun, sem Kofi Annan kynnti þeim nýverið. Enn hafa þó engin merki sést um að sýrlensk stjórnvöld ætli að framkvæma það, sem krafist er af þeim í friðaráætluninni. Susan Rice, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, sagðist enn full tortryggni gagnvart Sýrlandsstjórn. „Við höfum séð að þau hafa skuldbundið sig til að binda enda á átökin og í kjölfarið hafa átökin magnast um helm- ing,“ sagði hún. „Þannig að Bandaríkin, í það minnsta, myndu skoða þessi loforð og segja enn og aftur að staðfesting þeirra felst í athöfnum en ekki orðum.“ - gb Sýrlendingar segjast fallast á friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna: Lofa að draga herinn til baka UPPREISNARMENN Í DAMASKUS Enn er beðið eftir að Sýrlandsstjórn standi við loforðin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Lítil meiðsli urðu á fólki í tveimur bílslysum á Holta- vörðuheiði aðfaranótt mánudags. Skafrenningur og hálka var á heiðinni. Í fyrra slysinu rann bíll í hálk- unni og fór út af veginum. Eng- inn meiddist en þegar verið var að draga bílinn upp á veginn kom annar bíll að. Ökumaður þess bíls náði ekki að stöðva og bíllinn rann út af veginum og valt. Fjórir voru í þeim bíl og kvartaði einn yfir eymslum. Fólkið var flutt í Borgarnes til skoðunar. - þeb Vetrarfærð á Holtavörðuheiði: Tveir bílar fóru út af á heiðinni VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.