Fréttablaðið - 03.04.2012, Page 18

Fréttablaðið - 03.04.2012, Page 18
18 3. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Daginn sem Snæfríður Emilía komst til læknis var hún aðframkomin. Bústnar kinnarnar voru orðnar innfallnar, hend- urnar beinaberar. Foreldrarnir þekktu vart lengur tveggja ára gömlu stúlkuna sína. Hvað yrði um barnið þeirra? En kraftaverkin gerast enn. Fjórum vikum eftir að fislétt stúlkan var lögð í hvítmálað rúm hafði hún þyngst vel og var farin að brosa. Tveimur mánuðum síðar var hún orðin eins og hún átti að sér að vera. Foreldrarnir önduðu léttar. Síðan litu þeir eitt andartak ringlaðir hvor á annan. Ef dóttir þeirra hefði ekki fengið meðhöndlun hefði hún veslast upp og dáið. Það skal nú upplýst að Snæfríður Emilía heitir í raun og sanni Fatíma. Hún á ekki heima í Grafarvogi eða Grundarfirði held- ur í Tsjad. Slæmu fréttirnar eru að þessar vikur eru mörg börn í Tsjad í sömu stöðu og hún var – bráðavannærð. Góðu fréttirn- ar eru að það er mögulegt að hjálpa þeim. Vannærð börn þurfa alls ekki að láta lífið. Leiðir til að koma í veg fyrir það eru vel þekktar og UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, notar þær á hverj- um einasta degi. Vítamínbætt og orkuríkt jarðhnetumauk, svokallað „plumpy-nut“, er meðal þess sem gerir kraftaverk fyrir börn eins og Fatímu. Þrír pakkar á dag, ásamt hreinu vatni, þurrmjólkurblöndum, saltupplausnum og lyfjum ef þess þarf – og meiri hluti barna nær sér á einungis fáeinum vikum. Í dag hringir UNICEF viðvörunarbjöll- um um allan heim og biður fólk að beina sjónum að einu fátækasta svæði veraldar: Sahel-svæðinu í Vestur- og Mið-Afríku. Þar hefur hættuástand skapast. Miklir þurrkar valda búsifjum í átta ríkjum, upp- skera hefur brugðist, skepnur drepist og vatnsból þornað. Ung börn eru iðulega fyrri til að veikjast en fullorðnir – og fljótari að falla. UNICEF er á staðnum og metur það svo að ein milljón ungra barna eigi á hættu að látast af völdum alvarlegr- ar bráðavannæringar. En það þarf ekki að gerast. Í dag hefst neyðarsöfnun UNICEF fyrir Sahel. Allt starf samtakanna – stærstu barnahjálparsamtaka heims – er rekið með frjálsum framlögum. Á síðunni www. unicef.is má leggja söfnun UNICEF á Íslandi lið. Framlag þitt skiptir máli. Saman getum við komið þúsundum barna til hjálpar á næstu vikum. Hvað er Sahel? Hjálpar- starf Stefán Ingi Stefánsson framkvæmda- stjóri UNICEF á Íslandi Innsýn í viðræðuferlið Þrír meðlimir í samninganefnd Íslands vegna aðildarviðræðnanna við ESB skrifuðu grein um gang þeirra sem birtist hér í blaðinu á laugardag. Þar kom fram að samningskafla um utan- ríkis-, öryggis- og varnarmál hefði verið lokað og að í viðræðum vegna hans hefði samninganefndin lagt þunga áherslu á herleysi landsins. Virðist hafa verið auðsótt að fá þá sérstöðu viðurkennda í yfirlýsingu sem verður hluti aðildarsamnings- ins sem fyrirhugað er að leggja í þjóðaratkvæði. Þar sem aðildarsamningar eru jafn réttháir sáttmálum ESB er um markverða yfirlýsingu að ræða. EVRÓPUSAMBANDSHER! Það þarf ekki að koma á óvart að slík yfirlýsing hafi verið auðsótt enda hernaðarbrölt ekki hluti af ESB-sam- starfinu. Í ljósi þessara tíðinda má þó kannski rifja upp auglýsingar sem Samtök ungra bænda birtu fyrir nokkrum misserum þar sem bar að líta brynvarðan fallbyssubíl og textann: „Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn!“ með stríðsletri. Raunar hafa talsvert fleiri en ungir bændur talað í þessa veru, þar á meðal Heimssýn, og það þrátt fyrir að slíkur her sé ekki til né áætlanir um að koma slíkum her á fót. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessum fráleita málflutningi linni nú. Tröllasögur hraktar Dæmi þetta varpar ágætis ljósi á þann ábata fyrir umræðuna sem felst í að ljúka aðildarviðræðunum. Þá þarf ekki lengur að deila um hvað hægt er að semja um því það mun nefnilega liggja fyrir. Með öðrum orðum ættu ýmiss konar mýtur og tröllasögur um ESB að hverfa úr umræðunni. En það er kannski einmitt þess vegna sem sumir vilja hætta við- ræðunum. magnusl@frettabladid.is COSTA TUNGUSÓFI ! Faxafeni 5, Reykjavík og Skeiði 1, Ísafirði Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Kominn aftur á 20% afslætti Til í svörtu og hvítu með hægri eða vinstri tungu einnig til í taui. Sjá tilboð á betrabak.is N áttúra Íslands er „Íslendingurinn sem raunverulega meikaði það í útlöndum,“ svo vitnað sé í ágæta bak- þanka Sifjar Sigmarsdóttur sem birtust hér í blaðinu á föstudaginn. Í sama blaði er viðtal við Árna Gunnarsson for- mann Samtaka ferðaþjónustu. Að hans mati eru brýnustu verkefni íslenskrar ferðaþjónustu að fjölga ferðamönnum á veturna, byggja upp aðstöðu á ferðamannastöðum og hlúa að náttúrunni. Vinsældir Íslands sem áfanga- staðar ferðamanna hafa aukist gríðarlega á umliðnum árum. Sem betur fer hefur aukningin ekki aðeins orðið á sumarmán- uðum heldur hefur hægt og bít- andi tekist að fjölga einnig ferða- mönnum utan hásumartímans. Þetta þýðir að fjárfesting í ferða- mannaþjónustu nýtist mun betur en þegar ferðamenn þjappast fleiri á styttri tíma og dreifir einnig álagi á fjölsótta staði. Engu að síður verður að gæta vel að því að álag á vinsæla áfangastaði ferðamanna verði ekki meira en staðirnir geta borið á þeim tíma sem þeir eru fjölsóttastir. Auk þess að leitast við að dreifa ferðamannastraumnum meira yfir árið mætti dreifa álaginu á fleiri staði á landinu. Þótt goshverir séu ekki á hverju strái þá má upplifa töfra jarðhit- ans talsvert víðar en á þeim stöðum sem ferðamönnum er nú beint á. Tilkomumikil vatnsföll og fossa má finna hringinn í kringum landið og áfram mætti lengi telja. Alltaf verður þó að gera ráð fyrir að nokkrir staðir á landinu standi upp úr í vinsældum og þurfi því að bera þungan straum ferðamanna. Þessa staði, til dæmis svæðin í kringum Gullfoss og Geysi, verður að gera þannig úr garði að mannvirki verji náttúr- una eins og kostur er, auk þess sem huga þarf að öryggismálum ferðamanna. Þetta kostar peninga. Í viðtalinu við Árna Gunnarsson kemur meðal annars fram að í könnun sem gerð var meðal erlendra ferðamanna á nokkrum vin- sælum áfangastöðum kom í ljós að 95 prósent þeirra voru fúsir til að greiða hóflegt aðgöngugjald að viðkomandi stað yrði fénu varið til uppbyggingar á viðkomandi stað. Kannanir hafa einnig sýnt að meðal Íslendinga nýtur hugmyndin um aðgangseyri að vinsælum ferðamannastöðum talsverðs fylgis. Með slíkri gjaldtöku getur uppbygging þjónustu og vernd vinsælla ferðamannastaða orðið mun markvissari en nú er. Ástæður þess að þeim fjölgar sífellt sem vilja sækja Ísland heim eru ýmsar. Veik staða gjaldmiðilsins gerir að verkum að sá hópur er stærri en áður sem á þess kost að taka sér ferð til Íslands á hendur. Grunnástæða þess að útlendingar vilja koma hingað er þó alltaf Íslendingurinn sem meikaði það í útlöndum; íslensk nátt- úra. Það er fyrst og fremst til að upplifa íslenska náttúru og njóta hennar sem fólk um heim allan sækist eftir að koma til landsins. Það er því nauðsynlegt að hlúa að náttúrunni og verja hana fyrir ágangi um leið og við bjóðum ferðamönnum að njóta hennar. Íslensk náttúra þarf bæði virðingu og vernd: Sterkasta aðdráttaraflið SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.