Fréttablaðið - 03.04.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.04.2012, Blaðsíða 22
22 3. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR Nú hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur komið með enn eitt sjávarútvegsfrumvarpið sem á að leysa allan ágreining um sjávarútvegskerfið. Nú á að ná sáttum við þjóðina – reyndar aðra hluta þjóðarinnar en sjómenn og fiskverkafólk, sem höfum þó af þessarri atvinnugrein lifibrauð. Einn af helstu útgangspunktum ríkisstjórnarinnar er að auka „nýliðun“ í kerfinu með stóraukn- um ríkispottum sem stjórnmála- menn deila eftir eigin reglum og hagsmunum heima í héraði. Þegar stjórnmálamenn tala um nýliðun í greininni sjá þeir fyrir sér syngjandi trillusjómenn haldandi til veiða. Þessi róman- tíska sýn á sjávarútveg er eins og að sjá fyrir sér sveitir lands- ins fullar af fólki – bændur að heyja með ljá og Bjössi á mjólk- urbílnum keyrir um á gömlum Ford T, sækir mjólkurbrúsana heim í hlað og flautar í áttina að heimasætunum. En allir vita að þannig er ekki íslenskur landbún- aður í dag og engum dytti í hug að koma með frumvarp þess efnis að hverfa aftur til þess tíma. Í mínum huga er nýliðun í sjávarútvegi að ungir menn geti farið og menntað sig í vélstjórn eða skipstjórn, komið heim aftur og haft öruggar og góðar tekjur af því að vinna í öruggu starfs- umhverfi. Ég þekki þó nokkuð af mönnum sem skuldsettu sig til að kaupa trillu á 7-10 milljónir og treysta á að geta veitt frítt í boði ríkisins annaðhvort á strand- veiðum eða byggðakvóta. Útgerð þessarra einstaklinga hefur geng- ið mjög illa og það sem hefur bjargað afkomu þessarra manna og heimila þeirra eru afleysing- ar á togurum og nótaskipum hér í Fjarðabyggð. Er þetta nýliðun byggð á öruggri afkomu í öruggu starfsumhverfi? Hins vegar vegnar þeim ágætlega sem fyrir áttu trillurnar, skuldlausar, með nokkra tugi milljóna inni á bók eftir kvótasölu. Þessir einstak- lingar halda nú frítt til veiða í boði ríkisstjórnarinnar og mér segir svo hugur að þeir muni upp- fylla rómantíska sýn Jóhönnu og Steingríms um syngjandi trillu- karlana. Og hver veit, kannski ná þeir að selja sig síðan í annað eða þriðja skiptið út úr kerfinu. Í mínum huga er nýliðun í sjávar- útvegi að ungir menn geti farið og menntað sig í vélstjórn eða skipstjórn, komið heim aftur og … Í aðdraganda biskupskjörs var ég spurður um fyrstu verkefni í starfi ef ég yrði kjörinn biskup. Af þremur forgangsverkefnum er varða ungt fólk, fjármál og starfs- fólk tel ég að mikilvægasta verk- efnið varði æsku þjóðarinnar. Heilbrigð kirkja þjónar fólki. Þjóðkirkjan á að leggja sérstaka rækt við framtíðarfólkið, börn og unglinga, og þjóna barnafjölskyld- um vel. Sem barn naut ég þeirra forréttinda að alast upp í barn- vænu trúarumhverfi kirkjunnar. Þjónusta mín við kirkju Krists í landinu á rætur í þeirri sáningu og umönnun, sem ég naut í æsku. Ég á sjálfur ung börn og uppeldismál eru mér því áhugaefni og daglegt viðfangsefni. Við upphaf 21. aldar er trúarupp- eldi þeirrar kynslóðar, sem nú er að vaxa úr grasi, mikilvægasta fjár- festing kirkjunnar. Brýn verkefni eru að tryggja góða þjónustu við börn og unglinga óháð búsetu og að efla fagmennsku í æskulýðsstarfi. Æskulýðsstarf kirkjunnar er grunnþjónusta, sem á að vera í boði í öllum sóknum. Aðstæður eru ólík- ar og söfnuðir í dreifbýli og þétt- býli hafa ólíkar þarfir. Þess vegna skiptir höfuðmáli að greina þarfir sóknanna á landsvísu og byggja upp frá grasrótinni glaða og ríka kirkju. Uppbygging í barna- og unglinga- starfi hefur margfeldisáhrif því á bak við hvert glatt barn í kirkju- starfi eru ánægðar fjölskyldur. Kirkjan þarf að tryggja faglegt umhverfi fyrir barna- og æsku- lýðsstarf. Það verður aðeins gert með fagmenntuðu fólki, sem hefur umsjón með og ber ábyrgð á starf- inu. Á landsbyggðinni sinna sókn- arprestar barna- og unglingastarfi og þeim þarf að tryggja aðgang að kennsluefni og faglegu baklandi til að sinna unga fólkinu sem best. Nýta þarf samstarfssvæði safn- aða þar sem margar sóknir starfa saman líkt og nýtt átaksverkefni í æskulýðsmálum í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi er vísir að. Þar verður ráðinn æskulýðsfulltrúi í hálft starf til að styðja minni söfn- uði í prófastsdæminu við uppbygg- ingu æskulýðstarfs. Þá þarf að tryggja aðgang ungs fólks að leið- togaþjálfun. Samstarf er lykillinn að árangri. Með því að færa efnisgerð og for- ystu um einstaka þætti æskulýðs- starfs út til safnaðanna nýtist mannauður kirkjunnar til fulls. Þannig gætu sóknir, sem skara fram úr á einstökum sviðum, feng- ið fjárveitingu til að leiða þann málaflokk í ákveðinn tíma og orðið „móðurkirkjur“ þess starfs. Með því að færa verkefni út í söfnuðina má nýta sérþekkingu þeirra í þágu heildarinnar. Hlutverk biskupsstofu verður síðan að miðla því efni, sem til verður og samþætta samstarf safnaðanna. Barna- og æskulýðsstarf er flagg- skip kirkjunnar og ætti að vera for- gangsverkefni á komandi árum. Unga fólkið er framtíð kirkjunnar og starf í þess þágu kallar fjölskyld- ur í landinu til liðs við kirkjuna. Flaggskip þjóðkirkjunnar Nýliðun fyrir hvern? Biskupsembættið Sigurður Árni Þórðarson prestur Sjávarútvegsmál Þórhallur Hjaltason stýrimaður Eskifirði RISALEIKIRNIR Í MEISTARADEILDINNI 8 LIÐA ÚRSLIT, SEINNI UMFERÐIN Barcelona - AC Milan, í kvöld kl. 18.30 Chelsea - Benfica, á morgun kl. 18.30 Mest spennandi hátíð ársins • sérútgáfa • apríl 2012 VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 216 KR. Á DAG Stöð 2 Sport og fylgistöðvar KAUPTU ÁSKRIFT Á STOD2.IS MASTERS FYRSTA RISAMÓT ÁRSINS í beinni Ísland - Chile, föstudag kl. 18.05 Ísland - Japan, laugardag kl. 16.05 Ísland - Króatía, sunnudag kl. 15.50 TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT OG FYLGSTU MEÐ STRÁKUNUM OKKAR! MISSTU EKKI AF STÓRVIÐBURÐUNUM Í APRÍL KOMAST STRÁKARNIR Á ÓLYMPÍULEIKANA? UNDANKEPPNI ÓL Í BEINNI FRÁ KRÓATÍU F ÍT O N / S ÍA Ekkert kemur til greina nema sigur hjá íslenska landsliðinu. Fimmtudag kl. 19.00 / Föstudag kl. 20.00 / Laugardag kl. 19.30 / Sunnudag kl. 18.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.