Fréttablaðið - 03.04.2012, Page 22

Fréttablaðið - 03.04.2012, Page 22
22 3. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR Nú hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur komið með enn eitt sjávarútvegsfrumvarpið sem á að leysa allan ágreining um sjávarútvegskerfið. Nú á að ná sáttum við þjóðina – reyndar aðra hluta þjóðarinnar en sjómenn og fiskverkafólk, sem höfum þó af þessarri atvinnugrein lifibrauð. Einn af helstu útgangspunktum ríkisstjórnarinnar er að auka „nýliðun“ í kerfinu með stóraukn- um ríkispottum sem stjórnmála- menn deila eftir eigin reglum og hagsmunum heima í héraði. Þegar stjórnmálamenn tala um nýliðun í greininni sjá þeir fyrir sér syngjandi trillusjómenn haldandi til veiða. Þessi róman- tíska sýn á sjávarútveg er eins og að sjá fyrir sér sveitir lands- ins fullar af fólki – bændur að heyja með ljá og Bjössi á mjólk- urbílnum keyrir um á gömlum Ford T, sækir mjólkurbrúsana heim í hlað og flautar í áttina að heimasætunum. En allir vita að þannig er ekki íslenskur landbún- aður í dag og engum dytti í hug að koma með frumvarp þess efnis að hverfa aftur til þess tíma. Í mínum huga er nýliðun í sjávarútvegi að ungir menn geti farið og menntað sig í vélstjórn eða skipstjórn, komið heim aftur og haft öruggar og góðar tekjur af því að vinna í öruggu starfs- umhverfi. Ég þekki þó nokkuð af mönnum sem skuldsettu sig til að kaupa trillu á 7-10 milljónir og treysta á að geta veitt frítt í boði ríkisins annaðhvort á strand- veiðum eða byggðakvóta. Útgerð þessarra einstaklinga hefur geng- ið mjög illa og það sem hefur bjargað afkomu þessarra manna og heimila þeirra eru afleysing- ar á togurum og nótaskipum hér í Fjarðabyggð. Er þetta nýliðun byggð á öruggri afkomu í öruggu starfsumhverfi? Hins vegar vegnar þeim ágætlega sem fyrir áttu trillurnar, skuldlausar, með nokkra tugi milljóna inni á bók eftir kvótasölu. Þessir einstak- lingar halda nú frítt til veiða í boði ríkisstjórnarinnar og mér segir svo hugur að þeir muni upp- fylla rómantíska sýn Jóhönnu og Steingríms um syngjandi trillu- karlana. Og hver veit, kannski ná þeir að selja sig síðan í annað eða þriðja skiptið út úr kerfinu. Í mínum huga er nýliðun í sjávar- útvegi að ungir menn geti farið og menntað sig í vélstjórn eða skipstjórn, komið heim aftur og … Í aðdraganda biskupskjörs var ég spurður um fyrstu verkefni í starfi ef ég yrði kjörinn biskup. Af þremur forgangsverkefnum er varða ungt fólk, fjármál og starfs- fólk tel ég að mikilvægasta verk- efnið varði æsku þjóðarinnar. Heilbrigð kirkja þjónar fólki. Þjóðkirkjan á að leggja sérstaka rækt við framtíðarfólkið, börn og unglinga, og þjóna barnafjölskyld- um vel. Sem barn naut ég þeirra forréttinda að alast upp í barn- vænu trúarumhverfi kirkjunnar. Þjónusta mín við kirkju Krists í landinu á rætur í þeirri sáningu og umönnun, sem ég naut í æsku. Ég á sjálfur ung börn og uppeldismál eru mér því áhugaefni og daglegt viðfangsefni. Við upphaf 21. aldar er trúarupp- eldi þeirrar kynslóðar, sem nú er að vaxa úr grasi, mikilvægasta fjár- festing kirkjunnar. Brýn verkefni eru að tryggja góða þjónustu við börn og unglinga óháð búsetu og að efla fagmennsku í æskulýðsstarfi. Æskulýðsstarf kirkjunnar er grunnþjónusta, sem á að vera í boði í öllum sóknum. Aðstæður eru ólík- ar og söfnuðir í dreifbýli og þétt- býli hafa ólíkar þarfir. Þess vegna skiptir höfuðmáli að greina þarfir sóknanna á landsvísu og byggja upp frá grasrótinni glaða og ríka kirkju. Uppbygging í barna- og unglinga- starfi hefur margfeldisáhrif því á bak við hvert glatt barn í kirkju- starfi eru ánægðar fjölskyldur. Kirkjan þarf að tryggja faglegt umhverfi fyrir barna- og æsku- lýðsstarf. Það verður aðeins gert með fagmenntuðu fólki, sem hefur umsjón með og ber ábyrgð á starf- inu. Á landsbyggðinni sinna sókn- arprestar barna- og unglingastarfi og þeim þarf að tryggja aðgang að kennsluefni og faglegu baklandi til að sinna unga fólkinu sem best. Nýta þarf samstarfssvæði safn- aða þar sem margar sóknir starfa saman líkt og nýtt átaksverkefni í æskulýðsmálum í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi er vísir að. Þar verður ráðinn æskulýðsfulltrúi í hálft starf til að styðja minni söfn- uði í prófastsdæminu við uppbygg- ingu æskulýðstarfs. Þá þarf að tryggja aðgang ungs fólks að leið- togaþjálfun. Samstarf er lykillinn að árangri. Með því að færa efnisgerð og for- ystu um einstaka þætti æskulýðs- starfs út til safnaðanna nýtist mannauður kirkjunnar til fulls. Þannig gætu sóknir, sem skara fram úr á einstökum sviðum, feng- ið fjárveitingu til að leiða þann málaflokk í ákveðinn tíma og orðið „móðurkirkjur“ þess starfs. Með því að færa verkefni út í söfnuðina má nýta sérþekkingu þeirra í þágu heildarinnar. Hlutverk biskupsstofu verður síðan að miðla því efni, sem til verður og samþætta samstarf safnaðanna. Barna- og æskulýðsstarf er flagg- skip kirkjunnar og ætti að vera for- gangsverkefni á komandi árum. Unga fólkið er framtíð kirkjunnar og starf í þess þágu kallar fjölskyld- ur í landinu til liðs við kirkjuna. Flaggskip þjóðkirkjunnar Nýliðun fyrir hvern? Biskupsembættið Sigurður Árni Þórðarson prestur Sjávarútvegsmál Þórhallur Hjaltason stýrimaður Eskifirði RISALEIKIRNIR Í MEISTARADEILDINNI 8 LIÐA ÚRSLIT, SEINNI UMFERÐIN Barcelona - AC Milan, í kvöld kl. 18.30 Chelsea - Benfica, á morgun kl. 18.30 Mest spennandi hátíð ársins • sérútgáfa • apríl 2012 VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 216 KR. Á DAG Stöð 2 Sport og fylgistöðvar KAUPTU ÁSKRIFT Á STOD2.IS MASTERS FYRSTA RISAMÓT ÁRSINS í beinni Ísland - Chile, föstudag kl. 18.05 Ísland - Japan, laugardag kl. 16.05 Ísland - Króatía, sunnudag kl. 15.50 TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT OG FYLGSTU MEÐ STRÁKUNUM OKKAR! MISSTU EKKI AF STÓRVIÐBURÐUNUM Í APRÍL KOMAST STRÁKARNIR Á ÓLYMPÍULEIKANA? UNDANKEPPNI ÓL Í BEINNI FRÁ KRÓATÍU F ÍT O N / S ÍA Ekkert kemur til greina nema sigur hjá íslenska landsliðinu. Fimmtudag kl. 19.00 / Föstudag kl. 20.00 / Laugardag kl. 19.30 / Sunnudag kl. 18.00

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.