Fréttablaðið - 03.04.2012, Side 42

Fréttablaðið - 03.04.2012, Side 42
3. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR38 lifsstill@frettabladid.is 38 80 FYRIRSÆTUR komu fram á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu um helgina. Ellefu hönnuðir sýndu og var yngsta fyrirsætan níu ára gömul. Fjöldi manns vann baki brotnu baksviðs á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu um helgina þar sem mikill handagangur var í öskjunni. Fyrirsætur æfðu sig í að ganga á himinháum hælum milli atriða. Förðunar- og hárteymi stóðu í ströngu og göldruðu fram ævintýralegt útlit á færibandi. Ljósmyndarinn Eygló Gísladóttir myndaði stemninguna baksviðs. HANDAGANGUR Í HÖRPU SKREYTTUR Daníel Ágúst tróð upp á sýningu Hildar Yeoman. GLIMMER OG GLAMÚR Litadýrðin var mikil í sýningu Hildar Yeoman. MUNSTUR Förðunarmeistarar undir styrkri stjórn Fríðu Maríu Harðardóttur gerðu munstur í anda henna-flúrs á fyrirsæturnar sem sýndu fyrir Zisku. SÆTIR SKÓR Þessir skór voru í sýningu Millu Snorrason. LAGAR FYRIRSÆTURNAR TIL Borghildur Gunnarsdóttir, hönnuður Millu Snorrason, lagar fyrirsæturnar til áður en þær stíga út á sviðið. MÁLAÐUR Krummi söng af innlifun undir sýningu Zisku og fékk að sjálfsögðu förðun. BIÐ Fyrirsætur úr sýningu Ellu biðu spenntar eftir að fara fram á svið. Í GULLBUXUM Fatahönnuðurinn Birna gefur fyrirsætunum sínum fyrirmæli fyrir sýninguna. GOTT SKIPULAG Lykillinn að því að koma fyrirsætunum í réttu fötin á stuttum tíma er að hafa skipulagið gott baksviðs. MYNDIR/EYGLÓ GÍSLADÓTTIR VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Ný heimildarmynd eftir Þorstein J. um eitt stærsta björgunarafrek Íslandssögunnar. Í janúar 1942 lagði breskur herflokkur af stað í ferð frá herbúðunum á Reyðarfirði. Þeir lentu í miklu óveðri og hrakningum og hefðu trúlega flestir farist, ef fjölskyldan á bænum Veturhús hefði ekki komið þeim til bjargar. Þetta er saga sem aldrei hefur verið sögð. EITT MESTA BJÖRGUNARAFREK ÍSLANDSSÖGUNNAR - saga sem hefur aldrei verið sögð PÁSKADAG KL. 20:20 F ÍT O N / S ÍA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.