Fréttablaðið - 03.04.2012, Síða 48
3. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR44
sport@frettabladid.is
GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON skoraði sigurmark Norrköping í 1-0 sigri liðsins
á Svíþjóðarmeisturum Helsingborg í gær en þá lauk fyrstu umferð tímabilsins. Markið skoraði
Gunnar Heiðar með skalla af stuttu færi í fyrri hálfleik en hann spilaði allan leikinn fyrir Norrköping.
KÖRFUBOLTI Svíþjóðarmeistararn-
ir og Íslendingaliðið Sundsvall
Dragons er úr leik í úrslitakeppni
sænsku úrvalsdeildarinnar í
körfubolta eftir tap í oddaleik
rimmu sinnar gegn LF Basket í
fjórðungsúrslitum, 88-79, í gær.
Þetta eru vitanlega mikil von-
brigði fyrir drekana sem lentu
2-1 undir í einvíginu. Þeir náðu
svo að knýja fram oddaleik með
naumum sigri á útivelli í síðustu
viku en urðu svo að játa sig sigr-
aða á heimavelli í oddaleiknum.
Jakob Örn Sigurðaron skoraði
fimmtán stig, Hlynur Bærings-
son sex, auk þess að taka tíu
fráköst, og Pavel Ermolinskij
var með fimm stig fyrir Sund-
svall. Ekkert Íslendingalið komst
áfram í undanúrslitin í Svíþjóð að
þessu sinni. - esá
Íslendingaliðið Sundsvall:
Meistararnir úr
leik í Svíþjóð
JAKOB ÖRN Varð að játa sig sigraðan í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SKÍÐI Skíðamóti Íslands lauk í
Hlíðarfjalli í gær með keppni í
stórsvigi karla og kvenna. Katrín
Kristjánsdóttir frá Akureyri varð
hlutskörpust kvenna og Dalvík-
ingurinn Jakob Helgi Bjarnason
í karlaflokki, en hann er einungis
sextán ára gamall og vann þar
með sinn fyrsta Íslandsmeistara-
titil í flokki fullorðinna. Jakob
Helgi er í hópi bestu skíðagarpa
Evrópu í sínum aldursflokki og
þykir mikið efni. Hann varð í
öðru sæti í svigi á laugardaginn.
Katrín er tvítug og yngri systir
Dagnýjar Lindu sem lengi bar
höfuð og herðar yfir aðrar skíða-
konur á Íslandi. Hún hætti árið
2008 eftir langan og gæfuríkan
feril. Katrín var í öðru sæti eftir
fyrri ferð í sviginu á laugardag-
inn en féll úr leik í seinni ferð-
inni. Sigurvegari í svigi kvenna,
hin átján ára María Guðmunds-
dóttir, meiddist á hné í gær og er
óvíst hversu alvarleg meiðslin
eru. - esá
Skíðamóti Íslands lauk í gær:
Sextán ára Ís-
landsmeistari
FÓTBOLTI Manchester United er í
lykilstöðu á toppi ensku úrvals-
deildarinnar eftir 2-0 sigur á
Blackburn á útivelli í gær. Liðið
er nú með 76 stig og fimm stiga
forystu á granna sína í Manches-
ter City, sem hefur fatast flugið
að undanförnu.
Antonio Valencia og Ashley
Young skoruðu mörk United í gær
á síðustu tíu mínútum leiksins.
Valencia skoraði fyrra markið
með föstu skoti úr þröngu færi og
lagði svo upp síðara markið fyrir
Young en mark hans var einnig
glæsilegt.
Sjö umferðir eru eftir af tíma-
bilinu í Englandi og fátt sem
bendir til annars en að United
verði fyrsta liðið í sögunni til að
vinna 20 deildarmeistaratitla þar
í landi. - esá
United vann Blackburn, 2-0:
Fimm stiga for-
ysta á toppnum
FÖGNUÐUR Ashley Young fagnaði marki
sínu í gær vel og innilega.
NORDIC PHOTOS/GETTY
Sími 570 2400 · oryggi.is
Stöndum vaktina allan sólarhringinn
Fáðu tilboð
á oryggi.is
Það er einfalt að skipta um þjónustuaðila. Gerðu verðsamanburð.
Hringdu núna í 570 2400.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
11
0
49
Borgar þú of mikið
fyrir öryggiskerfið?
Góð ráð frá Trausta á
facebook.com/oryggi
Iceland Express-deild karla:
8-LIÐA ÚRSLIT, LEIKIR NR. 2
Snæfell - Þór Þorl. 94-84 (47-49)
Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 27/7 fráköst, Mar-
quis Sheldon Hall 22/10 fráköst/8 stoðsendingar,
Quincy Hankins-Cole 22/13 fráköst, Pálmi Freyr
Sigurgeirsson 11, Hafþór Ingi Gunnarsson 7,
Sveinn Arnar Davidsson 3.
Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 32/6 fráköst,
Blagoj Janev 18/6 fráköst, Matthew James Hair-
ston 16/7 fráköst, Guðmundur Jónsson 12, Darri
Hilmarsson 4/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2.
Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1.
Keflavík - Stjarnan 88-82 (45-50)
Keflavík: Charles Michael Parker 24/12 fráköst,
Jarryd Cole 22/14 fráköst, Valur Orri Valsson 16/6
stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15/6
stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 6, Almar
Stefán Guðbrandsson 5.
Stjarnan: Justin Shouse 20/8 fráköst, Marvin
Valdimarsson 18/7 fráköst, Keith Cothran 14,
Jovan Zdravevski 11/7 fráköst, Renato Lindmets
9/8 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 4, Dagur Kár
Jónsson 4, Fannar Freyr Helgason 2.
Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1.
ODDALEIKIR
Þorlákshöfn: Þór - Snæfell fim. kl. 19.15
Garðabær: Stjarnan - Keflavík fim. kl. 19.15
ÚRSLIT
KÖRFUBOLTI „Við festumst í 72 stig-
um á föstudaginn og núna fest-
umst við í 73 stigum. Ég get alveg
viðurkennt að ég fékk aðeins fyrir
hjartað þá,“ sagði sigurreifur
þjálfari Snæfells, Ingi Þór Stein-
þórsson, og glotti við tönn. Hans
menn í Snæfelli lögðu Þór frá Þor-
lákshöfn í gær, 94-84, og þarf því
oddaleik til að útkljá einvígið.
Hið sama má segja um rimmu
Keflavíkur og Stjörnunnar en
fyrrnefnda liðið vann sigur í
hörkuleik í gær, 88-82.
Nonni Mæju með stórleik
Snæfell og Þór buðu upp á hreint
frábæran leik í Fjárhúsinu í gær.
Stuðningsmenn Þórsara, Græni
drekinn, fór á kostum í stúkunni
og heimamenn tóku vel undir.
Leikurinn í járnum nær allan
tímann en Snæfellingar sterkari
þegar á reyndi.
Jón Ólafur Jónsson átti stór-
brotinn leik fyrir Snæfell og
þegar hann lenti í villuvandræð-
um undir lokin stigu Hankins-
Cole og Sheldon Hall upp. Þórsar-
ar hættu að hitta og virtust ekki
hafa nógu sterkar taugar þegar
mest á reyndi.
„Nonni var geggjaður og dró
vagninn á meðan þeir hittu ótrú-
lega fyrir utan þriggja stiga lín-
una. Heimavöllurinn gaf okkur
kraft líka. Ég var virkilega
ánægður með spilamennskuna
og menn stigu upp er á þurfti
að halda,“ sagði Ingi sem bíður
spenntur eftir oddaleiknum. „Við
eigum helmingslíkur í þeim leik.
Þessi lið eru það jöfn. Ég er ekk-
ert gapandi hissa að þetta sé að
fara í oddaleik.“
Þeir voru einfaldlega betri
Benedikt Guðmundsson, þjálfari
Þórs, var svekktur en alls ekki af
baki dottinn eftir leikinn í gær.
„Við fáum á okkur allt of mikið
af stigum og svo ræðum við ekk-
ert við Mæjuna [Jón Ólaf] lung-
ann úr leiknum. Hann skildi liðin
að lengi vel. Villuvandræðin fóru
líka illa með okkur og við verðum
að vinna okkur út úr því,“ sagði
Benedikt en hann vildi ekkert
kvarta yfir dómgæslunni samt.
„Við áttum að spila betur og
þeir voru einfaldlega betri í dag.
Nú er hreinn úrslitaleikur fram
undan og ég er ekkert fúll yfir því
enda gaman af svoleiðis leikjum.
Ég hef farið í þá ófáa í gegnum
tíðina. Ég fagna því þó svo vissu-
lega hefði ég viljað klára þetta
dæmi í kvöld.“
Hiti í Sláturhúsinu
Einvígi Keflavíkur og Stjörn-
unnar ræðst í oddaleik en hitinn
í báðum liðum var mikill og bar-
áttan tók yfir gæði körfuboltans á
löngum köflum.
Heimamenn byrjuðu leikinn
betur og leiddu með níu stiga
mun eftir fyrsta fjórðung þar sem
Valur Orri Valsson var að gera
Stjörnunni lífið leitt. Meiri ákefð
var í Garðbæingum í öðrum leik-
hluta sem skilaði þeim fimm stiga
forystu í hálfleik. Marvin Valdi-
marsson var í fararbroddi.
Keflvíkingar voru með eins
stigs forystu í fyrir síðasta leik-
hlutann. Eftir erfiða byrjun á
honum náðu þeir að klára leikinn
á spennandi hátt.
„Þessi leikur tók á taugarnar
fyrir bæði lið eðlilega. Svona á
þetta að vera og svona mun þetta
vera,“ sagði Sigurður Ingimund-
arson, þjálfari Keflavíkur. „Ég er
hrikalega ánægður með barátt-
una hjá okkur. Margir voru voða
öruggir um að Stjarnan myndi
vinna okkur sem mér finnst í raun
og veru fáránlegt.“ - hbg, egm
Lömbin rotuðu drekann
Snæfell og Þór Þorlákshöfn þurfa að mætast í oddaleik í átta liða úrslitum Ice-
land Express-deildar karla. Snæfell lagði Þór, 94-84, í öðrum leik liðanna í Fjár-
húsinu. Keflavík knúði einnig fram oddaleik í rimmu sinni gegn Stjörnunni.
SIGUR Quincy Hankins-Cole átti flottan leik í gær en hann skoraði 22 stig og tók þrettán fráköst. Hér fagnar hann í leikslok.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL