Fréttablaðið - 25.04.2012, Síða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011
Miðvikudagur
skoðun 12
3 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Markaðurinn
Fólk
Heitir Pottar
veðrið í dag
25. apríl 2012
96. tölublað 12. árgangur
HEITIR POTTARMIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 Kynningarblað Rafmagnspottar, myndskreyttir pottar, umhirða, nudd og hreinsiefni.
V ið bjóðum upp á gott úrval af heitum pottum og lands-ins mesta úrval af síum, varahlutum og f ylgihlutum,“ segir Steinar Þór Þórisson, fram-kvæmdastjóri Laugarinnar ehf.Meðal vörumerkja Laugarinn-ar eru Portcril og Coast Spa en nýlega yfirtók Laugin potta-deild Poulsen og jók vöruúr-valið til muna. Þá býður Laug-in mikið úrval hreinsiefna frá Aqua Finesse og Bayrol, síur og varahluti.
„Portcril-
pottarnir eru
hágæðapottar, framleiddir í Portú-gal með búnað frá Balboa, en Bal-boa er einn af tveimur stærstu
framleiðendum búnaðar fyrir
heita potta í heiminum,“ segir
Steinar Þór. Nýtískuleg hönnun
einkennir pottana frá Portcril. Þá
er hægt að fá í öllum regnbogans
litum og einnig myndskreytta eftir
eigin óskum.
„Viðskiptavinurinn velur mynd
sem er steypt í pottinn. Þú getur
hannað þinn eigin pott, bara gefa
ímyndunaraf linu laus-an tauminn. Þá hafa kanadísku pottarn-ir frá Coast Spa verið seldir á Íslandi í fjölda ára og reynst einstak-lega vel. Þeir eru í hæsta gæðaflokki og hafa hlot-ið margvísleg verðlaun undanfarin ár.“ Laugin ehf býður upp á við-gerðarþjónustu á öllum gerðum potta þar sem fagmenn vinna verk-ið en ekkert er eins leiðinlegt og
að geta ekki notað pottinn vegna
bilunar. „Þessu höfum við full-an skilning á og bregðumst fljótt
við. Einnig eigum við varahlut-ina í f lestum tilfellum sem flýtir afgreiðslu,“
segir Steinar. „Við veitum einn-ig ráðgjöf í notkun og meðferð
potta en með því að halda lögn-um og búnaði hreinum lengist
líftíma pottanna til muna. Um-hverfisvæna hreinsiefnið frá Aqua
Finesse hefur verið notað í heita
potta og sundlaugar á Íslandi með
góðum árangri. Það sér um að
jafnvægisstilla sýrustig, hreinsa
burtu allt slí og kemur í veg fyrir
þörungamyndun. Þá hafa hreinsi-efnin frá Bayrol reynst mjög vel,“ segir Steinar.
Hjá Lauginni er að finna úrval fylgihluta fyrir heita potta svo sem hitamæla, háfa, klórskammtara og ryk-sugur og fleira.„Við hugsum líka um börnin og eigum mikiðúrval leikf
Heildarlausnir í heitum pottum
Laugin ehf. sérhæfir sig í öllu sem við kemur heitum pottum og sundlaugum. Nýlega yfirtók Laugin pottadeild Poulsen
og jókst vöruúrvalið til muna. Þá býður Laugin upp á viðgerðarþjónustu á öllum gerðum potta.
Laugin ehf. sérhæfir sig í öllu sem við kemur heitum pottum og sundlaugum.
Steinar Þór Þórisson, framkvæmdastjóri Laugarinnar ehf. að Smiðjuvegi 4.
MYNDSKREYTTIR POTTARNýtískuleg hönnun einkennir pottana frá Portcril. Hægt er að fá pottana í öllum regnbogans litum og einnig myndskreytta eftir eigin óskum.
VERÐLAUNAPOTTARCoast Spa eru kanadískir pottar sem seldir hafa verið á Íslandi í fjölda ára. Pottarnir hafa reynst einstaklega vel en Coast Spa hefur hlotið margvísleg verðlaun undanfarin ár fyrir heita potta og laugar í hæsta gæðaflokki. Coast Spa býður upp á mikið úrval potta.
HREINSIEFNI OG VIÐHALDMeð því að halda lögnum og búnaði hreinum lengist líf í
Nýtískuleg hönnun einkennir pottanaf á P
Poprtcril fram-leiðir potta í öllum regnbogans litum.
Á FERÐ UM ÍSLANDÞeir sem ætla að ferðast um Ísland í sumar geta kynnt
sér staðhætti, náttúrufar, gönguleiðir og margt fleira
áhugavert á upplýsingavefnum ferdalag.is eða visiticel-
and.com. Á þessum síðum er margt áhugavert fyrir Ís-
lendinga sem vilja ferðast um föðurlandið.
Á stæða þess að við settum upp veitingahús í þessu húsi í Hlíða-smára 3 er sú að skrifstofur Atlanta eru í sama húsi og við vildum að starfsmenn okkar gætu gengið að góðum mat í hádeginu. Hér var áður kaffihús en því var lokað,“ segir Stefán Eyjólfsson, einn af framkvæmdastjórum og eigend-um félagsins. Stefán segir að upphaflega hafi mötu-neyti Atlanta verið í húsinu en síðan hafi félagið leigt út aðstöðuna fyrir kaffihús þar sem starfsmennirnir gátu borðað niðurgreiddan mat. „Þegar kaffihúsið lokaði ákváðum við að gera okkar eigin veitingastað sem gæti þá þjónað öllu hverfinu en hér eru margir stórir vinnu-staðir,“ greinir Stefán frá. Hann bætir því við að með þessari ákvörðun hafi félagið séð tækifæri til að bjóða upp á hollan og góðan mat í hádeginu. Bæði er hægt að borða á staðnum eða taka með sér. Einnig er veisluþjónusta í boði en fólk getur tekið staðinn á leigu fyrir afmæli, erfi-drykkju, fermingu, brúðkaup eða aðrar uppákomur. „Þetta er fyrst og fremst hádegisstaður en við erum með opið til fjögur á daginn,“ segir Stefán. „Aðaltil-gangurinn var að gera þetta almennilega fyrir okkar fólk og leyfa síðan öðnjóta þess “
ATLANTA SETUR UPP VEITINGAHÚSFLUGFÉLAGIÐ ATLANTA hefur sett upp veitingahús í Hlíðasmára þar sem 26
ára flugsaga félagsins fær að njóta sín.
Skokkar og kjólar
Grænn kjóll / skokkur
á 6.900 kr.
Margir litir. Str. 40 - 58
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkar >
Þvottavél Þur kari
12 kg
Amerískgæðavara
Amerískgæðavara
Vertu vinur
Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18.Lokað á laugard. 7. apríl Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is
Hugsaðu vel um fætur a Í hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig?Teg: „ Annapolis“ Fótlaga skór úr leðri með vönduðu innleggi. Stærðir: 36 - 42 Verð: 28.900.-
www.visir.is
Sími: 512 5000 |
Miðvikudagur 25. apríl 2011 | 8. tölublað | 8. árgangur
Nið r töðu að vænta í SpKef deilu í síðasta lagi 10. maíÚrskurðanefnd um fjárhagslegt uppgjör milli Landsbankans og íslenska ríkisins vegna yfirtöku bankans á SpKef mun skila niðurstöðu sinni í síð-asta lagi 10. maí næstkomandi. Málflutningur deilu-aðila fyrir úrskurðarnefndinni fór fram 28. og 29. mars síðastliðinn og hefur hún sex vikur frá lokum hans til að skila niðurstöðu. Ragnar H. Hall hæsta-réttarlögmaður, sem er formaður nefndarinnar, segir niðurstöðuna ekki liggja fyrir en að það styttist í hana.
Um gríðarlega fjárhagslega hagsmuni er að ræða fyrir bæði Landsbankann, sem tók yfir starf-semi SpKef sparisjóðs í byrjun mars 2011 og íslenska ríkið Ríki
…við
prentum!
COCA COLA – 33 cl
Á réttri leið með jóga
Estrid Þorvaldsdóttir og
Þórgunnur Ársælsdóttir
hljóta viðurkenningu
Landspítalans.
tímamót 16
Ný plata frá Bubba
Bubbi Morthens sendi frá
sér plötu í gær og hyggst
setjast aftur í dómarasætið
í maí.
popp 30
TÓNLIST Hljómsveitin Sigur Rós
er með aðra plötu í undirbúningi
sem mun fylgja eftir plötunni
Valtara sem kemur út 28. maí.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er
þessi óvænta
plata þegar
tilbúin og
verður gefin
út á næsta ári.
Hún mun vera
gjörólík hinni
rólegu og inn-
hverfu Valtara.
Hljómsveit-
in er þessa
dagana stödd
í Bretlandi þar sem hún kynnir
Valtara fyrir þarlendum fjöl-
miðlum. Sveitin spilar á fjölda
tónlistarhátíða víða um heim í
sumar. Þar að auki spilar hún
ein á báti á níu tónleikum og er
uppselt á alla nema eina.
- fb / sjá síðu 30
Með tvær plötur tilbúnar:
Plata frá Sigur
Rós á næsta ári
Ljótur að utan
– ljúfur að innan
Ný
ju
ng
!
Paratabs®
ALÞINGI Algjör óvissa ríkir um
hvernig starfi Alþingis verður
háttað fram á vor. Alls liggja 93
stjórnarfrumvörp fyrir Alþingi og
29 stjórnartillögur. Ljóst er að ekki
tekst að ljúka þeim málum fyrir
sumarleyfi, en þingi á samkvæmt
dagskrá að ljúka 31. maí.
Frá því að þing tók aftur til
starfa eftir páskafrí hafa aðeins tvö
mál verið samþykkt til þingnefnd-
ar, tillaga um breytingu á stjórnar-
ráði og Rammaáætlun um vernd og
nýtingu náttúrusvæða.
Björn Valur Gíslason, formaður
þingflokks Vinstri grænna, sakar
stjórnarandstöðuna um að ástunda
nýja tegund af málþófi sem felist
í því að málum sé ekki hleypt til
nefnda. „Þau eru búin að hertaka
löggjafasamkunduna.“
Stjórnarandstæðingar sem
Fréttablaðið ræddi við sökuðu
stjórnina hins vegar um að for-
gangsraða ekki þeim málum
sem ljúka ætti á yfirstandandi
þingi. Sigurður Ingi Jóhanns-
son, varaformaður þingflokks
Framsóknarflokksins, segir stjórn-
ina hafa komið fram með mál sem
gríðarlegur ágreiningur sé um í
stjórnarflokkunum sjálfum. Alla
forgangsröðun vanti.
„Það hefur komið til tals á þing-
flokksformannafundum og forsæt-
isnefndarfundum að það sé nauð-
synlegt að fá fram forgangsröðun
ríkisstjórnarinnar á þeim málum
sem hún vilji klára, því augljóst sé
að öll mál verði ekki kláruð.“
Sigurður segir að því lengur sem
það dragist því færri mál muni
klárast.
Björn Valur segir hins vegar að
ljóst sé á hvaða mál stjórnin leggi
áherslu: kvótann, Rammaáætlun
og breytingar á stjórnarráði. Þessi
mál hafi komið fram fyrir tilskilinn
frest og stefna stjórnarinnar varð-
andi þau sé ljós og því verði ekki
samið um þau.
„Það er hins vegar óheilbrigt að
ekki skuli vera hægt að taka þetta
til umfjöllunar í nefndum, þar sem
þingmenn og aðrir í samfélaginu
sem hafa áhuga á málinu geta
komið að þeim og haft áhrif á þau.“
Magnús Orri Schram, formaður
þingflokks Samfylkingarinnar,
segir mikilvægt að koma málum
eins og Rammaáætlun sem fyrst til
nefndar. Í annarri umræðu sé hægt
að fjalla efnislega um umsagnir og
faglega vinnu nefndarinnar.
„Svo virðist hins vegar að það
sé stefna stjórnarandstöðunnar að
hægja verulega á öllum málum.“
Heimildir Fréttablaðsins herma
að andrúmsloft á Alþingi sé við
frostmark. Dómur Landsdóms
hafi ekki bætt þar á. Á meðan ekki
er samið um þingstörf bíður fjöldi
mála umfjöllunar.
Af öðrum málum sem gætu orðið
tímafrek má nefna breytingar á
stjórnarskránni, en tæpur mánuður
er síðan þær voru ræddar. - kóp
Þingmál ná ekki í nefndir
Engin sátt er um hvernig dagskrá Alþingis verður fram á vor. Alls liggja 93 stjórnarfrumvörp fyrir þingi og
29 stjórnartillögur. Aðeins tvö mál hafa verið samþykkt til nefndar eftir páska. Ásakanir um málþóf.
Framlögð á þessu þingi 126
Samþykkt 33
Bíða 1. umræðu 51
Í nefnd á milli 1. og 2. umr. 28
Bíða 2. umræðu 10
Í nefnd á milli 2. og 3. umr. 2
Bíða 3. umræðu 2
93 stjórnarfrumvörp bíða
enn afgreiðslu á Alþingi
VIÐSKIPTI Bakkavör Group, móðurfélag rekstrar-
félagsins Bakkavarar, mun breyta kröfum sínum
á félagið í nýtt hlutafé á næstu dögum. Umbreyt-
ingin á sér stað rúmum tveimur árum fyrr en upp-
haflega var áætlað. Bræðurnir Lýður og Ágúst Guð-
mundssynir áttu að geta eignast allt að 25 prósent
í félaginu sem þeir stofnuðu, ef tækist að greiða
kröfuhöfum fyrir mitt ár 2014. Nú er ljóst að þeir
munu tapa allri eign sinni í Bakkavör Group.
Stærstu eigendur félagsins eru Arion banki, skila-
nefnd Glitnis, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins,
Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verzlunar-
manna. Heildarfjárhæð skulda Bakkavar Group
nam um 64 milljörðum króna við gerð nauðasamn-
ings félagsins fyrir um tveimur árum.
Bakkavör Group endurfjármagnaði lán dóttur-
félaga sinna í byrjun síðasta árs með því að gefa út
350 milljónir punda, 71,5 milljarða króna, skulda-
bréfaflokk og fá sambankalán upp á 380 milljónir
punda, 77,7 milljarða króna. Skuldabréfaflokkurinn
er á gjalddaga í febrúar 2018 en sambankalánið um
mitt ár 2014. - þsj / sjá Markaðinn
Kröfum á Bakkavör Group mun verða breytt í hlutafé á næstunni:
Bræðurnir munu tapa Bakkavör
HÆGLÆTISVEÐUR Í dag má
búast við hægum vindi víðast hvar
en aðeins hvassara verður við
SA-ströndina. Víða verður skýjað
með köflum en léttir heldur til
norðvestanlands er líður á daginn.
VEÐUR 4
8
4
3
0
3
JÓN ÞÓR
BIRGISSON
BLÓMARÓSIR Ráðhús Reykjavíkur iðaði af lífi í gær þegar á annað hundrað kvenna á öllum aldri
komu saman til að sauma og sníða Mæðrablóm í hundraðavís. Blómin verða boðin til sölu til að byggja upp
menntunarsjóð á vegum Mæðrastyrksnefndar. Sjóðurinn mun styrkja tekjulágar konur til að bæta við sig
menntun og veita þeim þannig ný tækifæri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kraftaverkamaðurinn
Roberto Di Matteo kom
Chelsea í úrslitaleik
Meistaradeildar Evrópu.
sport 26