Fréttablaðið - 25.04.2012, Síða 8

Fréttablaðið - 25.04.2012, Síða 8
25. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR8 Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 66 11 eða hjá næsta umboðsmanni. DRÖGUM Í DAG 25. APRÍL Nú er vinningurinn 1O milljónir á einn miða. Í hverri Milljónaveltu drögum við að auki út 5 stakar milljónir, aðeins úr seldum miðum. MILLJÓNAVELTAN VELTUR ÁFRAM! Fáðu þér miða fyrir kl. 16.OO samfylkingin.is LÍFSKJÖR ALDRAÐRA Dagskrá 13.00 Velkomin á málþing Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Landssamtakanna 60+ setur þingið Ljúf tónlist Ingólfur Steinsson og dætur flytja létt lög við ljóð Davíðs Stefánssonar Ávarp Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra 13.30 Endurskoðun almannatrygginga – hvað er í farvatninu? Árni Gunnarsson, formaður starfshóps um endurskoðun almannatryggingalaga Lífeyrir almannatrygginga – fréttir af vettvangi Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar Vanrækt gildi liðinna ára Gunnar Hersveinn, heimspekingur 14.45 Kaffihlé 15.15 Framtíð og hugmyndafræði lífeyrissjóðanna – samtrygging og/eða séreign? Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra Hvernig bætum við lífskjörin? – fyrirspurnir og umræður Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarnefndar 16.30 Áætluð fundarlok Fundarstjórar Gylfi Ingvarsson, varaformaður Landssamtakanna 60+ Jónína Rós Guðmundsdóttir, alþingiskona Málþingið er öllum opið Opið málþing Landssamtakanna 60+ og velferðarnefndar Samfylkingarinnar Hvammi, Grand Hóteli, Sigtúni 38 í Reykjavík, föstudaginn 27. apríl kl. 13.00 27. apríl _________________________________________________________________________________ NOREGUR Rannsóknir á dómkirkj- unni í Bergen í Noregi hafa leitt í ljós það sem menn telja vera hinsta hvílustað Magnúsar lagabætis Nor- egskonungs. Magnús var sonur Hákonar gamla Hákonarsonar og ríkti yfir Noregi frá 1263 til 1280. Magnúsar er minnst fyrir að sam- ræma löggjöf í Noregi með nýjum lögbókum, en hann lét jafnframt gera lögbókina Járnsíðu handa Íslendingum og svo Jónsbók, sem hér var notuð fram á 18. öld. Aftenposten greinir frá því að röntgenrann- sóknir rann- sóknarstofunn- ar SINTEF hafi leitt í ljós stein- kistu í vegg kirkjunnar og að í henni megi greina málmleifar. Þótt heimildir hermi að Magnús hafi verið grafinn í kirkjunni hefur legstaður hans ekki verið kunnur. „Þetta hlýtur að vera Magnús lagabætir. Í kirkjunni er ekki graf- inn annar konungur,“ er haft eftir Gunnari Rosenlund, sem fjármagn- að hefur rannsóknirnar. „Fram- haldið er hins vegar óvíst. Kirkj- an er friðuð og allar framkvæmdir þarf að bera undir Fornleifastofnun ríkisins.“ Gunnar telur þó að fyrsta skref hljóti að vera að bora gat í vegg kirkjunnar til að komast nær stein- kistunni. Dómkirkjan í Bergen er 60 metra löng steinkirkja og 20,5 metrar á breidd, að því er Aftenposten grein- ir frá. Fyrstu heimildir um hana eru frá 1181, en síðan var byggt við hana Fransiskuklaustur. Magnús lagabætir fjármagnaði svo endur- byggingu kirkjunnar eftir bruna 1270 og var grafinn í henni. Að því er fram kemur á alfræði- vef Wikipediu hefur Magnús laga- bætir almennt fengið góð eftir- mæli. Er hans sagt minnst sem konungs sem beitti lögunum frem- ur en sverðinu. „Hann var friðsam- ur og forðaðist stríðsátök og harðar deilur en kaus að tryggja stöðug- leika,“ segir þar. Frá því er greint að Magnús hafi fengið Sturlu Þórð- arson sagnaritara til að skrifa sögu Hákonar föður síns en árið 1278 fól hann Sturlu einnig að skrifa sína eigin sögu. Aðeins mun brot af henni hafa varðveist. „Sturla var talinn friðsemdar- maður en var þó þátttakandi í mörgum helstu viðburðum Sturlungaaldar,“ segir einnig á Wikipedia. Hann barðist með Sig- hvati föðurbróður sínum og sonum hans í Örlygsstaðabardaga og var í liði Þórðar kakala er hann sneri heim frá Noregi. olikr@frettabladid.is Telja fundinn legstað Magn- úsar lagabætis Röntgenrannsóknir á dómkirkjunni í Bergen hafa leitt í ljós forna steinkistu í vegg kirkjunnar. Telja fræðimenn víst að þar hvíli Magnús lagabætir en hann færði Íslendingum landslög á 13. öld. ÚR JÓNSBÓK Hér getur að líta myndstaf við þjófabálk Jóns- bókar sem hér var lögtekin árið 1281 og notuð fram á 18. öld. Löggjöf Magnúsar lagabætis mun hafa byggst á hug- myndinni um að glæpur væri brot gegn ríkisvaldi fremur en ein- staklingum og dró þar með úr vægi hefndarinnar. MYND/STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR MAGNÚS HÁKONARSON FJÖLMIÐLUN Mennta- og menningar- málaráðuneytið mun veita eina milljón króna til hóps íslenskra fræðimanna vegna þátttöku þeirra í alþjóðlegri rannsókn meðal blaða- og fréttamanna. Katrín Jakobsdóttir ráðherra ákvað fjárveitinguna á mánudag. Rannsóknin, The Worlds of Journalism Study, er alþjóðleg könnun á starfsumhverfi blaða- og fréttamanna sem tekur meðal annars til þeirra þátta sem nefnd- ir voru í Skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis um starfshætti og siðferði í íslenskum fjölmiðl- um. 84 lönd taka þátt í rannsókn- inni, en hérlendis er hún sam- starfsverkefni sjö kennara við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Niðurstöðurnar eiga meðal annars að nýtast stjórn- völdum til að bera fjölmiðla hér Menntamálaráðuneytið styrkir alþjóðlega rannsókn: Umfangsmikil rannsókn á starfi fréttamanna

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.