Fréttablaðið - 25.04.2012, Qupperneq 10
25. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR10
Save the Children á Íslandi
SUÐUR-SÚDAN, AP „Nágrannar okkar
í Khartoum hafa lýst yfir stríði
gegn lýðveldinu Suður-Súdan,“
sagði Salva Kiir, forseti Suður-
Súdans, í Kína í gær á fundi sínum
með Hu Jintao, forseta Kína.
Formleg stríðsyfirlýsing hafði
ekki verið gefin út, en Kiir sagði
sprengjuárásir súdanska hers-
ins undanfarna daga jafnast á við
slíka yfirlýsingu.
Á mánudag gerðu Súdanar
sprengjuárásir á markaðstorg og
olíuvinnslusvæði í Suður-Súdan.
Sprengjuárásir héldu síðan áfram
í fyrrinótt.
Súdanar segja þessar loftárás-
ir gerðar vegna þess að suður-
súdanski herinn hafði farið yfir
landamærin með skriðdreka og
fjölmennt lið hermanna.
Íbúar í Suður-Súdan lýstu yfir
stofnun sjálfstæðs ríkis á síðasta
ári en eiga í deilum við nágranna
sína í norðrinu um olíuauðlindir og
landamæri. Eitt stærsta deilumál-
ið snýst um afnot Suður-Súdana af
olíuleiðslum í gegnum Súdan.
Í síðasta mánuði slitnaði upp
úr samningaviðræðum eftir að
átök hófust á landamærunum.
Suður-Súdanar réðust þá inn í
landamærabæinn Hegling, sem
þeir gera tilkall til.
Suður-Súdanar hafa nú dregið
allt herlið sitt burt frá Hegling, að
eigin sögn vegna alþjóðlegs þrýst-
ings. Súdanski herinn segist hins
vegar hafa hrakið suður-súdanska
herinn frá Hegling.
Omar al-Bashir, forseti Súdans,
hefur sagt að árásum á Suður-Súd-
an verði haldið áfram þangað til
allt suður-súdanskt herlið er farið
frá Súdan.
Á föstudaginn var Bashir harð-
orður, kallaði Frelsisher Suður-
Súdans „eitruð skorkvikindi“
og sagði ekki koma til greina að
semja. Hann muni aldrei leyfa Suð-
ur-Súdönum að flytja olíu í gegn-
um Súdan, „jafnvel ekki þótt þeir
gefi okkur helminginn af afrakstr-
inum“.
Kiir, forseti Suður-Súdans, sagð-
ist hafa farið til Kína þrátt fyrir
það hve ástandið er viðkvæmt
vegna þess að hann vill styrkja
tengslin við Kínverja. Kínverjar
hafa hins vegar reynt að tryggja
góð tengsl við bæði Súdan og
Suður-Súdan og hvetja ráða-
menn ríkjanna til að komast að
samkomulagi. gudsteinn@frettabladid.is
Barist hart
um olíu og
landamæri
Ekkert lát er á árásum súdanska hersins á Suður-
Súdan. Enginn sáttavilji sjáanlegur af hálfu forseta
Súdans. Ágreiningur er um olíu og landamæri.
BRUNNIN OLÍUVINNSLUSTÖÐ Súdanar skoða skemmdir í landamærabænum
Hegling, þar sem helsta miðstöð olíuvinnslu landsins er. NORDICPHOTOS/AFP
FORSETI SUÐUR-SÚDANS Íbúar í Suður-
Súdan lýstu yfir stofnun sjálfstæðs
ríkis í síðasta mánuði. Salva Kiir, forseti
S-Súdans, segir sprengjuárásir súdanska
hersins ekkert annað en stríðsyfir-
lýsingu.
NOREGUR Norski öryggisvörðurinn Tor
Inge Kristoffersen segir að ástandið í mið-
borg Óslóar hafi einna helst líkst stríðs-
vettvangi eftir að Anders Behring Breivik
hafði sprengt 950 kílógramma sprengju
fyrir utan stjórnsýslubygginguna, þar sem
forsætisráðherrann hafði aðsetur.
Kristofferson hafði fylgst með Breivik
leggja bifreið sinni fyrir utan bygginguna
og var að skoða bílnúmerið, til að kanna
hvort bifreiðinni mætti leggja þarna,
þegar sprengjan sprakk.
Átta manns létu lífið og var aðkoman
skelfileg: „Meira en hundrað líkamspartar
fundust í stjórnsýsluhverfinu,“ sagði Ole
Morten Störseth lögreglumaður, sem fékk
það verkefni að bera kennsl á hina látnu.
Þetta kom fram á sjöunda degi réttar-
haldanna yfir Breivik í gær. Yfir-
heyrslum yfir honum er lokið í bili og
þessa dagana lýsa vitni atburðarásinni í
Ósló og á Úteyju, þar sem hann myrti 69
manns.
Thor Langli, sem stjórnaði aðgerðum
lögreglunnar, segir að sig hafi strax grun-
að að sami maður væri að verki þegar til-
kynningar bárust um skotárás á Úteyju
stuttu eftir árásina í Ósló.
„Ég gat ekki ímyndað mér að tveir
menn gætu verið með svona brjálaðar
hugmyndir,“ sagði Langli við réttarhöldin
í gær. - gb
Yfirheyrslum yfir Breivik lokið en réttarhöldin halda áfram:
Skelfileg aðkoma eftir árásina
ANDERS BEHRING
BREIVIK
BRETLAND, AP Harry Bretaprins
hefur hlotið verðlaun Atlantshafs-
ráðsins fyrir leiðandi mann-
úðarstarf í sjálfboðaliðastarfi
til aðstoðar
særðum her-
mönnum.
Frá því var
greint í gær að
Harry taki við
verðlaununum
í Washington í
Bandaríkjunum
í næsta mán-
uði. Hann tekur
einnig við þeim
fyrir hönd Vil-
hjálms bróður síns, en það mun
til marks um starf góðgerða-
stofnunar þeirra.
Prinsarnir eru sagðir hafa
starfað með samtökum á borð við
Walking with the wounded, Help
for heroes og fleirum viðlíka. - óká
Prinsar fá viðurkenningu:
Hjálpuðu særð-
um hermönnum
HARRY
BRETAPRINS