Fréttablaðið - 25.04.2012, Page 16
25. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR16
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
timamot@frettabladid.is
„Það er mikil hvatning fyrir okkur að fá
viðurkenningu á því að við séum á réttri
leið,“ segir segir Estrid Þorvaldsdóttir,
sem ásamt Þórgunni Ársælsdóttur geð-
lækni tók á móti viðurkenningu á árs-
fundi Landspítalans í gær, en þær hafa
undanfarin ár kennt starfsfólki spít-
alans jóga. Nokkrir aðrir starfsmenn
spítalans fengu viðurkenningu fyrir
vel unnin störf.
Í vetur hafa þær Estrid og Þórgunn-
ur jafnframt staðið fyrir kundalini-
jógakennslu á Kleppi. Þar hafa tím-
arnir mælst vel fyrir og þykja þeir góð
viðbót við aðra meðferð. „Slökun og
jóga kemur ekki í staðinn fyrir faglega
vinnu, en það getur verið mjög mikil-
væg viðbót við aðra meðferð. Erlend-
ar rannsóknir hafa sýnt að iðkun jóga
dregur úr þunglyndi, kvíða og streitu,“
segir Estrid og bætir við að mikil
vakning sé að verða á góðum áhrifum
jóga, hvort heldur sem er í heilbrigðis-
kerfinu eða samfélaginu öllu.
Hún segist sjá jákvæðar breytingar
á því fólki sem sótt hafi tíma hennar,
hvort sem er á Kleppi, á átröskunar-
deild Landspítalans eða dagdeildinni
Hvítabandi, þar sem hún hefur líka
kennt jóga.
Þær Estrid og Þórgunnur hafa unnið
saman að því að kynna kosti kundalini-
jóga frá því árið 2009. „Við Þórgunnur
vorum saman í kundalini-jógakenn-
aranámi árið 2008 og fórum í kjölfarið
á því af stað með að kenna starfsfólki
Landspítalans kundalini-jóga,“ rifjar
Estrid upp. „Það var nauðsynlegt að
fara þessa leið, til þess að starfsfólk-
ið gæti opnað sig fyrir jóga. Það hefði
ekki verið hægt að byrja á hinum
endanum. Það tók sinn tíma að opna
nokkrar dyr, en nú er að verða mikil
og almenn vakning á þessu sviði.“
Kundalini þýðir lífsorka og jóga
þýðir sameining. Í kundalini-jóga er
unnið jafnt með hugann og líkamann.
Markmiðið er að temja hugann. „Með
því að stunda kundalini-jóga verðum
við að betri okkur sjálfum. Þegar fólk
er mjög kvíðið á það oft erfitt með and-
ardráttinn. Kundalini getur hjálpað
þar. Þunglyndi getur valdið því að við
náum ekki í kraftinn okkar og kunda-
lini er gott verkfæri til að komast
aftur í tengingu við hann. Félagsfælni
minnkar líka, því ef við náum að lenda
betur í okkur sjálfum erum við ekki
eins mikið með hugann við það sem
hinir eru að gera. Við verðum sáttari
við okkur sjálf,“ segir Estrid að lokum
og hvetur alla til að prófa jóga og finna
hversu góð áhrif ástundun þess getur
haft á sálarlífið.
holmfridur@frettabladid.is
KUNDALINI-JÓGAKENNARAR: HLJÓTA VIÐURKENNINGU LANDSPÍTALANS
Jóga góð viðbót við meðferð
gegn geðrænum vandamálum
SJÁ ÁRANGUR Í STARFI Þær Estrid Þorvaldsdóttir og Þórgunnur Ársælsdóttir hafa í starfi sínu
séð að iðkun jóga getur hjálpað við að draga úr kvíða og þunglyndi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Merkisatburðir
1719 Róbinson Krúsó eftir Daniel Defoe kemur út.
1915 Hótel Reykjavík og ellefu önnur hús við Austurstræti, Póst-
hússtræti og Hafnarstræti brenna í mesta eldsvoða á Íslandi
til þessa tíma. Tveir menn farast.
1944 Fyrsta íslenska óperettan, Í álögum, er frumsýnd í Iðnó.
1974 Nellikubyltingin hefst í Portúgal þar sem einræðisstjórn
landsins er steypt af stóli.
1991 Bifreið er ekið á hæsta tind Íslands, Hvannadalshnúk á
Öræfajökli, í fyrsta sinn.
2005 Búlgaría og Rúmenía skrifa undir samning um inngöngu í
ESB.
JÖKULL JAKOBSSON (14. sept. 1933 – 25. apríl 1978) rithöfundur og leikritaskáld lést á þessum degi.
„Sumt fólk ryður út úr sér heilu fyrirlestrunum, oftast ekki að marka orð af því sem það
segir. Stundum er mest að marka það sem það minnist ekki á.“
Á dramatískum blaðamannafundi
þýska tímaritsins Stern árið 1983 var
því lýst yfir að dagbækur Hitlers, sem
blaðið hafði undir höndum, væru fals-
aðar. Tímaritið hafði nokkrum dögum
fyrr birt brot úr dagbókunum og fullyrt
að það hefði sextíu dagbækur undir
höndum.
Dagbækurnar, sem voru sextíu
talsins, átti Hitler að hafa skrifað á
árunum 1932 til 1945. Blaðamaður
Stern, Gerd Heidemann, fullyrti að
þær hefðu fundist á heylofti í Austur-
Þýskalandi. Sagðist hann telja að
bækurnar hefðu legið á loftinu frá því
þýsk flugvél hrapaði í stríðslok með
ýmis leynigögn úr híbýlum Hitlers í
Berlín.
Fljótlega eftir birtinguna kom upp
grunur um að dagbækurnar væru fals-
aðar og voru þær sendar í rannsókn.
Kom þá ýmislegt í ljós sem staðfesti
þann grun. Meðal annars það, að
pappírinn í bókunum var framleiddur
eftir lok síðari
heimsstyrjaldarinnar. Þá
fundust ýmsar rangfærslur í
dagbókunum sjálfum. Síðar kom
í ljós að dagbækurnar höfðu
verið keyptar af hinum snjalla
falsara Konrad Kujau, sem hlaut
níu milljónir þýskra marka fyrir
greiðann.
Heidemann og Kujau voru
síðar dæmdir í 4 og hálfs árs
fangelsi fyrir svik og fölsun.
ÞETTA GERÐIST: 25. APRÍL 1983
Upp kemst um fölsun dagbóka
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR
áður Fannborg 8,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
mánudaginn 16. apríl. Jarðarförin fer fram
frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 26. apríl
kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Haukur Högnason
Hildur Högnadóttir
Hildigunnur Davíðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA GUÐBJÖRG
GUNNLAUGSDÓTTIR
frá Efri-Harrastöðum, Skagaströnd,
Kópavogsbraut 1B, Kópavogi,
lést á Landspítala, Landakoti, miðvikudaginn
18. apríl. Útförin fer fram frá Garðakirkju á
Álftanesi föstudaginn 27. apríl kl. 15.00.
Bergdís Ósk Sigmarsdóttir Davíð W. Jack
Gunnlaugur G. Sigmarsson Steinunn F. Friðriksdóttir
Sigurþór Heimir Sigmarsson Þjóðbjörg Hjarðar
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir mín,
UNNUR SÓLVEIG VILBERGSDÓTTIR
Lækjasmára 6, Kópavogi,
sem lést á Landspítalanum v/Hringbraut
16. apríl, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 27. apríl
kl.15.00.
Vilborg G. Hansen
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR JÓNSSON
fyrrv. verslunarmaður,
frá Fossi í Hrútafirði,
til heimilis að Lækjasmára 106, Kópavogi,
lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðviku-
daginn 18. apríl síðastliðinn. Útförin fer fram frá Áskirkju
mánudaginn 30. apríl kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á minningarsjóð Sóltúns.
Bryndís Ólafsdóttir Sigríður Ólafsdóttir
Sigurður Björnsson Sunna Lind Sigríðardóttir
Ólafur Hákon Sigurðarson
Ástkær sonur minn, eiginmaður, faðir,
tengdafaðir og afi,
ÁGÚST G. BERG
arkitekt,
lést að heimili sínu laugardaginn 21. apríl.
Útför hans fer fram frá Neskirkju
miðvikudaginn 2. maí kl. 15.00.
Björg Baldvinsdóttir Signý Guðmundsdóttir
Guðrún Björg Ágústsdóttir Ágúst Ómar Ágústsson
Guðmundur R. Ágústsson Ármann Pétur Ágústsson
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför bróður okkar, mágs, frænda og vinar,
EYJÓLFS PÉTURSSONAR
fyrrverandi bónda á Nautaflötum í Ölfusi,
Úthaga 3, Selfossi.
Starfsfólki Kumbaravogs eru færðar
alúðarþakkir fyrir umönnun og hlýju.
Þorbergur Pétursson Rós Ólafsdóttir
Soffía Pétursdóttir
systkinabörn og fjölskyldur þeirra.
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
AUÐUR JÓNSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
frá Múla í Álftafirði,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
laugardaginn 21. apríl. Útför hennar fer fram
frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. apríl
klukkan 13.00.
Sigurjón Marinósson
Elín María Sigurjónsdóttir Eyþór Kolbeinsson
Marinó Freyr Sigurjónsson Irene Emily Wilkinson
Ásgeir Eyþórsson Birkir Eyþórsson
Auður Eyþórsdóttir Sigurjón Ernir Eyþórsson
Ari Khuzani Marinósson
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR VÍGLUNDSSON
Hlíðargötu 9, Neskaupstað,
lést á heimili sínu laugardaginn 21. apríl.
Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju
mánudaginn 30. apríl kl. 14.00.
Stella Steinþórsdóttir
Ragnheiður Þórðardóttir
Steinþór Þórðarson Elena Zaitseva
Víglundur Þórðarson Sigurjóna Jónsdóttir
og barnabörn.