Fréttablaðið - 25.04.2012, Page 21
Á FERÐ UM ÍSLAND
Þeir sem ætla að ferðast um Ísland í sumar geta kynnt
sér staðhætti, náttúrufar, gönguleiðir og margt fleira
áhugavert á upplýsingavefnum ferdalag.is eða visiticel-
and.com. Á þessum síðum er margt áhugavert fyrir Ís-
lendinga sem vilja ferðast um föðurlandið.
Ástæða þess að við settum upp veitingahús í þessu húsi í Hlíða-smára 3 er sú að skrifstofur
Atlanta eru í sama húsi og við vildum að
starfsmenn okkar gætu gengið að góðum
mat í hádeginu. Hér var áður kaffihús en
því var lokað,“ segir Stefán Eyjólfsson,
einn af framkvæmdastjórum og eigend-
um félagsins.
Stefán segir að upphaflega hafi mötu-
neyti Atlanta verið í húsinu en síðan hafi
félagið leigt út aðstöðuna fyrir kaffihús
þar sem starfsmennirnir gátu borðað
niðurgreiddan mat. „Þegar kaffihúsið
lokaði ákváðum við að gera okkar eigin
veitingastað sem gæti þá þjónað öllu
hverfinu en hér eru margir stórir vinnu-
staðir,“ greinir Stefán frá.
Hann bætir því við að með þessari
ákvörðun hafi félagið séð tækifæri til
að bjóða upp á hollan og góðan mat
í hádeginu. Bæði er hægt að borða á
staðnum eða taka með sér. Einnig er
veisluþjónusta í boði en fólk getur
tekið staðinn á leigu fyrir afmæli, erfi-
drykkju, fermingu, brúðkaup eða aðrar
uppákomur. „Þetta er fyrst og fremst
hádegisstaður en við erum með opið til
fjögur á daginn,“ segir Stefán. „Aðaltil-
gangurinn var að gera þetta almennilega
fyrir okkar fólk og leyfa síðan öðrum að
njóta þess.“
INNRÉTTINGAR ÚR SEIFI
Það sem gerir staðinn skemmtilegan er
að hann er skreyttur með flugtengdu
efni úr sögu Atlanta. Áhugafólk um flug
getur því komið og skoðað áhugaverða
hluti á veitingahúsinu. „Við erum með
myndir af öllum flugvélum sem hafa
verið skráðar á flugfélagið Air Atlanta
en það eru um 140 vélar. Heill veggur er
því þakinn flugvélum. Þá höfum við sett
upp í einu horni staðarins innréttingar
úr flugvélinni Seifi sem flutti ólympíueld-
inn í kringum hnöttinn árið 2004 en hún
var sérinnréttuð. Saga Atlanta kemur því
sterk inn í innréttingu veitingastaðarins,“
bætir Stefán við.
GAMALGRÓIÐ FYRIRTÆKI
Flugfélagið Atlanta er 26 ára gamalt fyrir-
tæki og á því orðið langa sögu. Þóra Guð-
mundsdóttir og Arngrímur Jóhannsson
stofnuðu félagið árið 1986 en núverandi
eigendur eru eingöngu með starfsemi
erlendis. Margir hafa starfað hjá félaginu í
gegnum tíðina. Rúmlega hundrað manns
starfa hjá Atlanta í Hlíðasmára í dag fyrir
utan starfsfólk úti um allan heim.
Stefán segir að veitingahús Atlanta
sé opið fyrir alla og það er matreiðslu-
meistarinn Gaukur Eyjólfsson sem sér
um matargerðina. „Við leggjum áherslu á
fisk og létta rétti en hlaðborð í hádeginu
kostar 1.590 krónur fyrir manninn sem ég
tel vera mjög gott verð,“ segir Stefán.
ATLANTA SETUR
UPP VEITINGAHÚS
FLUGFÉLAGIÐ ATLANTA hefur sett upp veitingahús í Hlíðasmára þar sem 26
ára flugsaga félagsins fær að njóta sín.
GOTT UMHVERFI Stefán Eyjólfsson, Gaukur Eyjólfsson, Herdís Einarsdóttir
og Margrét Grétarsdóttir í nýju veitingahúsi Atlanta. MYND/STEFÁN
FLOTTIR BÚNINGAR
Í veitingahúsi Atlanta
má sjá ýmsa muni úr
flugflota félagsins.
Skokkar
og kjólar
Við erum á Facebook Bæjarlind 6
S. 554 7030
Eddufelli 2
S. 557 1730
www.rita.is
Grænn kjóll
/ skokkur
á 6.900 kr.
Margir litir.
Str. 40 - 58
Túrkisblár kjóll
á 5.900 kr.
Tveir litir.
Ein stærð:
48/50
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · Hljóðlát
Stórt op > auðvelt að hlaða
Sparneytin amerísk tæki.
<Þvottvélin tekur
heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerísk
gæðavara
Amerísk
gæðavara
Vertu vinurSími 551 2070
Opið mán.-fös. 10-18.
Lokað á laugard. 7. apríl
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Hugsaðu vel um fæturna
Í hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað
BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig?
Teg: „ Annapolis“ Fótlaga skór
úr leðri með vönduðu innleggi.
Stærðir: 36 - 42 Verð: 28.900.-