Fréttablaðið - 25.04.2012, Side 24

Fréttablaðið - 25.04.2012, Side 24
KYNNING − AUGLÝSINGHeitir pottar MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 20122 Vandaðir akrílpottar á góðu verði „Við erum með eina gerð af pott- um í þremur litum frá framleið- anda sem við höfum þekkt í ára- tugi,“ segir Ágúst Óskarsson, eig- andi og stofnandi fyrirtækisins Á. Óskarsson ehf. sem sérhæf- ir sig meðal annars í búnaði og ýmsum vörum fyrir sundlaug- ar. „Við höfum mikla reynslu af flestu sem tengist sundi og bað- menningu og höfum sjálfir byggt þó nokkrar sundlaugar víða um landið. Það fer því afskaplega vel saman við reksturinn hjá okkur að bjóða upp á heita potta fyrir heim- ili og sumarbústaði líka.“ Pottarn- ir eru tveir sinnum tveir metrar á breidd og níutíu sentimetra háir þannig að það flæðir vel yfir axl- irnar á fólki. „Svo er hægt að fá barnayfirfall sem læk k- ar vatnsyfir- borðið þegar það hentar. Pottaskelj- a r n a r er u þyk k a r og sterkbyggð- ar. Þær eru framleiddar úr trefja- og akrílplasti en akrílplast- ið er einmitt lykilatriði þegar kemur að því að kaupa pott og ekki mikið vit að mínu mati að velja annað efni. Akrílplastið held- ur eiginleikum sínum svo árum skiptir. Það verður hvorki lint eða stamt með tímanum og upplit- ast hvorki né rispast auðveldlega. Það hrindir einnig mjög vel frá sér óhreinindum sem auðveldar þrif í alla staði,“ segir Ágúst. Alvöru nudd Á. Óskarsson ehf. býður upp á nudddælur sem fyrirtækið hefur um árabil selt til íslenskra sund- staða. Dælurnar eru talsvert öfl- ugri og vandaðri heldur en geng- ur og gerist í nuddpottum sem eru seldir til heimabrúks. „Með því að velja góða dælu hjá okkur og rétt- an fjölda nuddstúta er hægt að fá kraftmeira nudd sem gerir al- mennilegt gagn,“ segir Ágúst „Lagn- i r n a r h j á ok k u r e r u mu n s v er- a r i heldu r en í mörg- u m öðr u m pottum. Við höf u m séð potta og þá sérstaklega rafmagns- p ot t a s em eru með allt of mjóar lagnir fyrir íslenskar aðstæður. Þessar lagnir gefa sig fljótlega ef það frýs í þeim en hjá okkur er lítil sem engin hætta á skemmdum.“ Sparnaður að velja hitaveitu sé þess kostur Á. Óskarsson ehf. leggur aðal- áherslu á potta sem eru tengdir við hitaveitu enda eru þeir tölu- vert ódýrari bæði í innkaupum og í rekstri heldur en rafmagns- kyntir pottar. Á vef Orkuveitunn- ar má finna reiknivél sem sýnir að munur á rekstrarkostnaði getur hlaupið á tugum þúsunda á ári. „Það er svolítið merkilegt að geta setið í pottinum í kannski klukku- tíma og drukkið eina öldós sem er síðan dýrari en allt vatnið sem maður notar. Það er líka stór kost- ur að geta alltaf notað ferskt og hreint vatn og þurfa ekki að vera að sulla í klór eða öðrum hreinsi- efnum.“ Þeir sem búa á köldum svæðum þurfa eðli málsins sam- kvæmt að leita annarra lausna en Ágúst segir að þá sé lítið mál að tengja hitakút við pottinn. Vandaðir pottar og alvöru nudd Ágúst Óskarsson, sem á og rekur fyrirtækið Á. Óskarsson ehf. í Mosfellsbæ, hóf sölu á heitum pottum fyrir meira en þrjátíu árum og var einn af þeim fyrstu til að bjóða Íslendingum upp á slíkan munað. Hann leggur aðaláherslu á potta sem eru tengdir við hitaveitu. „Með því að velja góða dælu hjá okkur og réttan fjölda nuddstúta er hægt að fá kraftmeira nudd sem gerir almennilegt gagn,“ segir Ágúst Óskarsson. MYND/PJETUR Þekktasta náttúrulaug lands-ins er vafalaust Bláa lónið í Grindavík sem laðar að sér tugþúsundir ferðamanna hvað- anæva að úr heiminum allan árs- ins hring. Lónið hefur um langt skeið verið vinsælt umfjöllunar- efni í fjölmiðlum og nýverið setti tímaritið National Geographic það á lista með 25 undrum ver- aldar sem flokkuð voru niður eftir því hvort þau tengjast vatni, himni eða landi. Lónið er sett í fyrsta f lokkinn og því lýst af ritstjórn sem paradís í umhverfi sem lík- ist helst yfirborði tunglsins. Auk náttúrufegurðar og vandaðrar bað aðstöðu er þar þjónustumið- stöð sem er búin helstu nauðsynj- um, veitingasala og margt fleira. Ylströndin við Nauthólsvík f lokkast sem náttúrulaug. Hún var tekin í notkun árið 2000 þegar ákveðið var að gera Nauthólsvík að útivistarsvæði með áherslu á úti- vist, sjósund, siglingar, sólböð og almenna afslöppun í fallegu um- hverfi. Þar er nú að finna fallegt lón innan sjóvarnargarða sem voru reistir, uppstreymispott til hitun- ar á lóninu, þjónustumiðstöð með búnings- og sturtuaðstöðu fyrir baðgesti, heita setlaug fyrir fram- an miðstöðina og grill og leiktæki fyrir bæði börn og fullorðna. Vatnsfjörður er vestastur þeirra smáfjarða sem ganga inn úr Breiðafirði. Þar er meðal annars að finna heita fallega náttúrulaug við Brjánslæk sem er vinsæll við- komustaður ferðamanna. Einnig er eftirsótt að sigla með ferjunni frá Brjánslæk og út í Flatey þar sem hægt er að skoða fallega byggð og kirkju, fjölbreytt fuglalíf, gista og njóta veitinga og einstakrar nátt- úrufegurðar. Grettislaug á Reykjaströnd í Skagafirði. Hún er kennd við Gretti Ásmundarson sem er sagður hafa „bakast þar lengi um nóttina, því honum var kalt orðið eftir (Drang- eyjar)sundið nokkuð svo“. Fram á 20. öld voru þar tvær laugar en þær eyðilögðust í óveðri sem gekk yfir Skagafjörð árið 1934. Jón Eiríks- son bóndi á Fagranesi stóð fyrir því að Grettislaug var endurgerð árið 1992. Vinsælt er að gera sér ferð inn í Landmannalaugar á Fjallabaks- leið nyrðri, austur af Heklu. Þar er náttúruleg laug (34-43 stiga heit) í göngufæri frá skála og er ágætt vatnsrennsli í gegnum laugina. Hreinlætisaðstaða, salerni, hand- laugar og sturtur, er í húsi skammt frá. Mörgum þykir tilvalið að hvíla þar lúin bein og njóta einstaks út- sýnis yfir falleg og litskrúðug fjöll. Unaðssemdir náttúrunnar „Heitir pottar“ leynast víða í náttúrunni. Hér á landi er fyrir hendi fjöldi heitra náttúrulauga þar sem aðdráttaraflið er tengt heilnæmi þeirra og fallegu umhverfi. Hér verða nokkrar þeirra nefndar sem tilvalið er að gera sér ferð í, safna þar kröftum og njóta lífsins í góðum félagsskap. Ylströndin í Nauthólsvík laðar til sín fjölda gesta. Bláa lónið er sjálfsagt þekktasta náttúrulaug lands- ins. NORDICPHOTOS/GETTY Í Landmannalaugum á Fjallabaksleið nyrðri er hægt að gera sér til góða með því að skella sér í laugina. MYND/VILHELM Pottaskeljarnar eru sterkbyggðar úr trefja- og akrílplasti. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson sverrirb@365.is s. 512 5432. | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.