Fréttablaðið - 25.04.2012, Side 25
Kynning − auglýsing Heitir pottar25. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR 3
Tengi hefur um árabil selt vandaða nuddpotta frá bandaríska f y rir tæk inu
Sundance Spas. Þeir koma í þrem-
ur gerðum og eru tæknilega þró-
aðir og ríkulega búnir. Einar Guð-
jónsson, sölumaður í hreinlætis-
tækjadeild Tengis, segir sölu potta
hafa dregist þó nokkuð saman
síðan 2008. „Við höfum selt potta
frá Sundance Spas í mörg ár. Við-
skiptavinir okkar treysta þessu
merki vel og við bjóðum upp á
mjög góða viðgerða- og varahluta-
þjónustu sem skiptir miklu máli.“
Ódýrustu pottarnir eru með færri
dælum og stútum. Miðstærð býr
yfir hringrásardælu þannig að
vatnið er alltaf á hreyfingu. Dýr-
ustu pottarnir innihalda síðan
vatns- og loftnudd. „Þetta er mjög
kröftugt nudd þar sem dæla sér
um að dæla lofti svo nuddið verð-
ur harðara. Dýrustu pottarn-
ir hafa líka útvarp, Ipod-tengi,
geislaspilara og fleira.“
Góð umhirða skiptir öllu máli
Þegar fjárfest er í heitum potti
skiptir umhirða mjög miklu
máli til að fyrirbyggja bilanir og
skemmdir að sögn Einars. „Nauð-
synlegt er að fólk hugsi vel um
pottana sína, regluleg þrif og um-
hirða gerir hlutina einfalda og
þægilega. Þess vegna hefur Tengi
lagt mikla áherslu á rétta notkun
hreinsiefna til að koma til móts
við þarfir viðskiptavina sinna.“
Hann segir sjaldnast við pottana
að sakast þegar vatnið verður fúlt.
Þegar leitað er ráða hjá honum
sagði hann enga eina töfralausn
vera til við að hreinsa rafmagns-
potta. Þó sé auðvelt að halda vatn-
inu hreinu með nokkrum samverk-
andi þáttum og eftirfylgni. „Allir
pottar þurfa hreinsiefni því með
mönnunum berast sápuleifar, fita,
sviti og húðflögur í pottinn. Mörg-
um verður á að gleyma því að fara
í sturtu áður en farið er í pottinn.
Það er aldrei of oft brýnt fyrir fólki
að þrífa sig vel áður en farið er ofan
í.“ Hann segir mælingar hafa sýnt
fram á 200 sinnum meiri mengun
af völdum þeirra sem ekki þrífa
sig áður en farið er í pottinn en hjá
þeim sem fara í sturtu á undan og
þrífi sig vel.
Hreinsiefni fyrir ólíka notkun
Einar segir Tengi bjóða upp á
þrenns konar hreinsiefni fyrir
pottana: klórtöf lur, Bromin og
silfurhylki. Klórtöf lurnar segir
Einar vera notaðar þar sem pott-
urinn er í stöðugri notkun. Þær eru
settar í pottinn fyrir og eftir notk-
un. „Ég brýni fyrir fólki að muna
ætíð að setja klórtöflu í pottinn
eftir notkun til að hreinsa hann, en
ef pottur er mikið notaður yfir dag-
inn er ekki þörf á því að láta töflu út
í eftir hverja notkun.“
Bromin er fjölvirkt tvíþátta
klórfrítt efni og er lyktin daufari en
af klórnum. Bromin-töflurnar eru
settar í hólf eða skammtara og svo
er efni, sem Einar nefnir Spachock,
sett í vatnið eftir notkun. „Bromin-
töflurnar eru lengi að leysast upp,
eða um tvær til þrjár vikur. Þær
henta því vel þar sem potturinn
er ekki í notkun í lengri tíma, til
dæmis í sumarbústöðum. Einnig
eru þær hentugar fyrir þá sem hafa
klórofnæmi.“
Þriðja leiðin til sótthreinsunar
Sundance-potta er notkun silfur-
hylkja. Einar segir silfur vera nátt-
úrulega leið til sótthreinsunar og
minnki um leið þörfina fyrir klór.
„Silfurhylkin henta vel þeim sem
eru með klórofnæmi og þar sem
hylkið dugar í fjóra mánuði hent-
ar það vel þeim sem skilja við pott-
inn án eftirlits í lengri tíma. Eftir
hverja notkun skal setja Díklór til
frekari hreinsunar.“ Einar segir
þróunina vera í þá átt að nota nátt-
úrulegri hreinsiefni og minnka
klórnotkun.
Vellíðan í vönduðum pottum
Mikil áhersla er lögð á góða umhirðu potta hjá Tengi. Viðskiptavinir fyrirtækisins njóta auk þess góðrar varahluta- og viðgerðarþjónustu.
Starfsmenn hreinlætisdeildar Tengis aðstoða viðskiptavini við val á pottum. Einar Guðjónsson er lengst til hægri. mynd/stefán karlsson
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050
Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is
Gæði,þjónusta og ábyrgð- það er TENGI
Heilsunuddpottar
í úrvali
Hreinsiefni fyrir heita potta