Fréttablaðið - 25.04.2012, Side 32

Fréttablaðið - 25.04.2012, Side 32
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 BANKAHÓLFIÐ Magnús Þorlákur Lúðvíksson Skúli Mogensen fjárfestir ERLENT MYNDBAND Brasilíska hagkerfi ð á fl eygiferð Erindi Harðar Arnarsonar, for- stjóra Landsvirkjunar, á ársfundi fyrirtækisins nýverið vakti verð- skuldaða athygli. Hörður fjallaði um að Íslendingar hefðu aðgang að miklu magni endurnýjanlegrar orku á sama tíma og eftirspurn eftir grænni raforku væri að stóraukast í Evrópu, ekki síst vegna lögbundinna markmiða margra ríkja um að auka hlutfall slíkrar orku í orkubúskap sínum. Fyrir vikið bæri að skoða þá hugmynd alvarlega að selja íslenska raforku til Evrópu um sæstreng og tók Hörður svo til orða að lagning sæstrengs, samhliða iðnaðarupp- byggingu, væri líklega eitt stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar hefðu staðið frammi fyrir. Hörður rak að vísu þann varnagla að frekari rannsókna væri þörf áður en hægt væri að kveða endanlega upp úr um hagkvæmni verkefnisins en kallaði á sama tíma eftir því að lagst yrði í þær rannsóknir sem fyrst. Aðra áminningu var að finna í máli Harðar sem er allrar athygli verð. Þegar hann hafði lokið við að fjalla um það tækifæri sem Landsvirkjun telur felast í lagningu sæstrengs bætti hann við að mikilvægt væri að hafa í huga að sú sérstaða Íslands að geta selt græna raforku til Evrópu væri hugsanlega tímabundin. Það væri með öðrum orðum ekki víst að tíminn ynni með þessu verkefni meðal annars vegna þess að notkun annarra orkugjafa, svo sem sólarorku, vindorku og jafn- vel kjarnorku, gæti orðið nægilega ódýr til að geta uppfyllt eftirspurn Evrópu eftir endurnýjanlegri orku. Áminningin er markverð í þessu tilviki. Tækniframfarir í tengslum við endurnýjanlega orkugjafa hafa verið hraðar síðustu ár en til að mynda hefur kostnaður við nýtingu sólarorku lækkað um að meðaltali 7 prósent á ári síðustu ár. Það er ekki þar með sagt að þróunin haldi áfram á sama hraða en það bendir þó mögulega til þess að samkeppnis- forskot Íslands kunni að minnka eða jafnvel hverfa á næstu árum eða áratugum. Þann möguleika þarf að hafa í huga við stefnumótun um raforkumál og sæstreng. Áminningin er hins vegar einnig markverð í víðara samhengi, en hún byggir í raun á þeirri einföldu athugun að það er rosalega erfitt að sjá framtíðina fyrir. Það mun alltaf ríkja nokkur óvissa í tengslum við hvert það stóra verkefni sem teygir sig út fyrir fyrirsjáanlega framtíð. Vitanlega gæti verkefni í líkingu við sæstreng til Evrópu skilað þjóðar- búinu miklum arði og þess vegna er mikilvægt að grípa til þeirra ráðstafana sem þarf til að svo megi verða. Umræða um atvinnu- og efnahagsmál hér á Íslandi hefur hins vegar í of miklum mæli snúist um að keyra í gang risaverkefni fremur en hitt sem er einfaldlega að tryggja hér gott og stöðugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og skapa jarðveg fyrir nýsköpun. Risaverkefni geta reynst mikil blessun en við þurfum einnig að hlúa að grunninum. Gleymum ekki grunnatriðunum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.