Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2012, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 25.04.2012, Qupperneq 39
MIÐVIKUDAGUR 25. apríl 2012 23 eikhússins hrífandi nærveru. Tinna Sverris- dóttir kann listina að kveikja á háu ljósunum og heilla áhorfend- ur, hvort heldur hún er beinlínis að biðla til fólks eða bara að tjá einhverjar óskir og vonir. Snorri Engilbertsson leikur föður sem er miður sín vegna þess að sonur hans hefur verið ákærður fyrir nauðgun og hyggst hann fá leik- hóp til að sviðsetja atburðina nákvæmlega eins og þeir áttu að hafa gerst. Sú sviðsetning fer aftur á móti á annan veg þar sem aðalleikkonan fær léttasótt í miðju nauðgunaratriðinu. Þeir feðgar sýndu skemmtilegan samleik, en það var Kolbeinn Arnbjörnsson sem fór með hlutverk sonarins. Það hefði kannski mátt fylgja þessari sögu betur eftir en aðrar þurftu að komast að því einkenni hvers og eins varð að fá sitt rými. Ólöf Haraldsdóttir lék stúlkuna, sem einhvern veginn verður útundan og einkenndist túlkun hennar af sársauka og viðkvæmni. Sara Margrét Nordahl ljær sorg- mæddri móður líf, móður sem orðið hefur fyrir því að missa bæði eiginmann og barn. Hún er hefur í þessu verki eins og í Jarð- skjálftum í London fantagóða nærveru. Pétur Ármannsson leik- ur náungann sem er að koma út úr skápnum en vill ekki gera það á neinn venjulegan máta, þannig að í hvert sinn sem hann brydd- ar upp á þessu bresta á hópatriði sem svo sannarlega lyfta sýning- unni í hæðir. Sigurður Þór Óskars- son sýnir einnig að hann kann að kitla hláturtaugar. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Sýningin var öll mjög vel unnin og leikaraefnin sýndu vel hvað í þeim býr, en hún var helst til löng. BRAGI ÓLAFSSON Rómantískt andrúms- loft er hans fyrsta ljóðabók í langan tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/XXX Bragi Ólafsson hefur sent frá sér nýja ljóðabók sem nefnist Rómantískt andrúmsloft. Í Rómantísku andrúmslofti laðar Bragi, „ögrar og hrífur í nýjum ljóðum með auðþekkjan- legum brag og húmor“ segir á heimasíðu Forlagsins. „Ljóðum sem hylla skáldskapinn og tón- listina og fagna hverju nýju and- artaki – en þar sem dauðinn er þó sínálægur, lævís og snöggur upp á lagið.“ Þetta er fimmta ljóðabók Braga, sem hóf höfundarferil sinn með ljóðabókinni Dragsúg árið 1986 en síðasta ljóðabók hans, Klink, kom út 1995. Undan- farin ár hefur hann einbeitt sér að skáldsagnagerð og leikrit- un en síðasta skáldsaga hans, Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna 2010. Rómantískt andrúmsloft Braga Ólafs NÚ GETUR ÞÚ NOTAÐ ÞÍNA ÁVÍSUN Á LESTUR Á EYMUNDSSON.IS STÆRSTU BÓKAVERSLUN LANDSINS NÝJUSTU BÆKURNAR OG FERSKAR FRÉTTIR Á WWW.FACEBOOK.COM/EYMUNDSSON YFIR 100.000 TITLAR Á EINUM STAÐ Nýttu þína ávísun! Ávísunin gildir við kaup á öllum íslenskum: HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 25. apríl 2012 ➜ Söngskemmtun 14.00 Söngvaka verður hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4. Stjórn- endur eru Helgi Seljan og Sigurður Jónsson. Aðgangseyrir er kr. 600. ➜ Listahátíð 10.00 Sameiginleg listadagahátíð verð- ur haldin á Garðatorgi fyrir nemendur í leik- og grunnskólum í tilefni Listadaga barna og ungmenna í Garðabæ. ➜ Dans 20.30 Gömlu dansarnir verða dansaðir hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur, Álfa- bakka 14a. Allir velkomnir og aðgangs- eyrir er kr. 800. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Zhang Boyu prófessor talar á fyrirlestri með yfirskriftinni Modernity and Identity í Sölvhóli, Listaháskóla Íslands. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og aðgangur er ókeypis. 12.15 Jóhannes M. Gunnarsson læknir og Gyða Baldursdóttir hjúkrunarfræð- ingur halda kynningu um nýjan spítala og þýðingu hans fyrir fólk sem greinist með krabbamein. Fyrirlesturinn er undir yfirskriftinni Landspítali fyrir framtíðina og er haldinn í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands á fyrstu hæð húss Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Allir velkomnir. 20.00 Rósa Þorsteinsdóttir heldur fyrir- lestur um ævintýri, erlend og íslensk, prentuð og sögð, í ReykjavíkurAkademí- unni, Hringbraut 121. Allir velkomnir. 20.00 Bjarni Guðmundsson á Hvann- eyri segir gestum frá því hvernig dráttarvélarnar Ferguson og Farmall breyttu lífinu í sveitunum á bókakaffi í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. ➜ Umræður 17.00 Ferðamálasamtök Hafnarfjarðar standa fyrir hraðstefnumóti í Gaflara- leikhúsinu þar sem boðið verður upp á kynni meðal þeirra sem hafa áhuga á ferðaþjónustu og tengdri starfsemi í Hafnarfirði. Hagsmunaaðilar, leik- menn og fagaðilar hvattir til að mæta og styrkja tengslanetið. Veitingar verða seldar á staðnum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.