Fréttablaðið - 25.04.2012, Page 42

Fréttablaðið - 25.04.2012, Page 42
25. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is FH getur í kvöld tryggt sér sæti í lokaúrslitum N1-deildar karla með sigri á Akureyri norðan heiða í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Rauðarárstígur 10 105 Reykjavík Sími: 562 4082 www.yggdrasill.is Verslunin er staðsett við hliðina á Hlemm. Það er tilvalið að gera stórinnkaupin á afsláttardeginum. Afsláttar dagur 10% afsláttur af öllum vörum Landsins mesta úrval af lífrænum vörum FÓTBOLTI Þegar Barcelona komst 2-0 yfir gegn Chelsea í lok fyrri hálfleiks í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar- innar í gær reiknuðu sjálfsagt flestir með því að það væri borin von fyrir þá ensku að koma sér aftur inn í leikinn, hvað þá að gera nóg til að tryggja sér sæti í úrslita- leik keppninnar. Ekki síst þar sem þeir voru manni færri eftir að hafa misst fyrirliðann John Terry af velli með rautt spjald. En kraftaverkin gerast enn og eitt slíkt átti sér svo sannarlega stað á Nývangi, hinum gríðar- sterka heimavelli Barcelona í gær. Þegar dómari leiksins flautaði leikinn af var staðan 2-2 og leik- menn Chelsea fögnuðu sem óðir væru. Sergio Busquets og Andrés Iniesta komu Barcelona yfir í fyrri hálfleik en á milli markanna fékk Terry beint rautt spjald fyrir að reka hnéð í Alexis Sanchez, leik- mann Barcelona. Þá virtist öllu lokið. En þá gerðu leikmenn Barcelona sig seka um skelfileg mistök. Þeir sváfu á verðinum á meðan Chelsea brunaði í skyndisókn sem lauk með því að Brasilíumaðurinn Ramires komst einn gegn Victor Valdes í markinu. Hann skoraði með glæsi- legri vippu og gaf stuðningsmönn- um Chelsea vonarglætu rétt áður en leikmenn gengu til búningsklefa. Seinni hálfleikur hófst svo á því að Barcelona fékk vítaspyrnu. Lionel Messi, einum mesta marka- hróki sögunnar, hefur þrátt fyrir öll sín afrek aldrei tekist að skora gegn Chelsea og það breyttist ekki í gær. Hann steig á vítapunktinn og þrumaði knettinum í slána. Eftir þetta sóttu Börsungar nán- ast látlaust gegn tíu mönnum Chel- sea sem stilltu þéttum varnarmúr í kringum eigin vítateig. Heima- menn röðuðu sér utan við varnar- línuna og reyndu hvað þeir gátu að troða boltanum í gegn. Minnti seinni hálfleikurinn helst á eina afar langa handboltasókn. Alexis Sanchez kom þó boltanum í markið en það var dæmt af vegna rangstöðu. Messi átti líka skot í stöng. En ekkert gekk og þegar varamaðurinn Fernando Torres skoraði í uppbótartíma var endan- lega búið að máta heimamenn. „Við trúðum á þetta,“ sagði Ashley Cole eftir leikinn. „Ekki margir höfðu trú á okkur en við gerðum það. Það jafnast ekkert á við þann baráttuvilja sem við sýndum í kvöld.“ Fórnarkostnaðurinn fyrir Chel- sea er þó að fjórir leikmenn, John Terry, Branislav Ivanovic, Raul Meireles og Ramires, verða allir í banni í úrslitaleiknum 19. maí í München í Þýskalandi. eirikur@frettabladid.is Kraftaverkið á Nývangi Chelsea tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan leik í Barcelona í gær. Chelsea vann samanlagðan 3-2 sigur þrátt fyrir að hafa verið um tíma tveimur mörkum undir og manni færri á heimavelli Barcelona. ÓSVIKINN FÖGNUÐUR Frank Lampard fagnar jöfnunarmarki Fernando Torres á Nou Camp í gær. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.