Fréttablaðið - 18.06.2012, Síða 14

Fréttablaðið - 18.06.2012, Síða 14
18. júní 2012 MÁNUDAGUR14 Listvinafélag Akureyrar- kirkju stendur fyrir tón- leikaröð í júlí á hverju ári, sem nefnist Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Þetta er næstelsta tónleikaröð á Íslandi og hefur hún verið haldin í vel á þriðja áratug. Boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá í sumar, flutta af framúrskarandi listafólki. Hinn 1. júlí kemur Hjörleifur Örn Jónsson slag- verksleikari fram, en hann er jafnframt skólastjóri Tónlistarskólans á Akur- eyri. Hinn 8. júlí kemur Margrét Bóasdóttir sópr- ansöngkona fram ásamt Chalumeaux-tríóinu, en það skipa þeir Kjartan Óskars- son, Sigurður Ingvi Snorra- son og Ármann Helgason. Viku síðar, 15. júlí, spila organistarnir Sigrún Magna og Eyþór Ingi fjór- hent og fjórfætt á kirkjuor- gelið en 22. júlí koma þær Guðrún Óskarsdóttir semb- alleikari og Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðluleikari fram. Erlendir gestir reka smiðshöggið á tónleika- röðina í Akureyrarkirkju 29. júlí en þá leikur Trio Bruun frá Danmörku list- ir sínar, en það er skipað Steffen Bruun bassasöngv- ara, Hetna Regitze Bruun sópransöngkonu og Philip Schmidt-Madsen orgelleik- ara. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 17 og aðgangur er ókeypis á þá alla, nema á tónleikana 29. júlí þá kost- ar miðinn 1.500 krónur. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Susan B. Anthony fæddist 15. febrúar árið 1820 í Massa- chusetts. Hún var bráðþroska, orðin læs og skrifandi aðeins þriggja ára. Faðir hennar, sem var verksmiðju- eigandi, var framsýnn maður og vildi að dóttir hans fengi menntun. Hins vegar voru kennarar ekki á sama máli og hún var sniðgengin í barnaskóla vegna kynferðis síns. Föður hennar ofbauð og hann tók að sér að kenna dóttur sinni sjálfur. Þessi reynsla varð sennilega til þess að Susan B. Anthony varð ein helsta baráttukona fyrir réttindum kvenna á nítjándu öld í Bandaríkjunum. Síðar launaði hún föður sínum þá trú sem hann hafði á henni og vann sem kennari til að greiða skuldir hans, þegar hann varð gjaldþrota. Hún ferð- aðist víða um heim til að berjast fyrir réttindum kvenna og árið 1873 var hún sektuð um 100 dollara fyrir að greiða atkvæði í forsetakosningum árið áður. Þá höfðu konur ekki kosningarétt og hún var hand- tekin fyrir athæfið. ÞETTA GERÐIST: 18. JÚNÍ 1873 Kona sektuð fyrir að kjósa KRISTBJÖRG KJELD LEIKKONA er 77 ára í dag. „Mér hefur alltaf þótt gaman að glíma við íslensk verk, ekki síst af því ég var gift íslenskum höfundi. Mér finnst alltaf mikið mál að þau fái sem allra besta sjósetningu. Ef það gerist ekki eiga þau það á hættu að gleymast alveg.“ Í Stykkishólmi opnar á næstu dögum nýtt hótel í Egilsenhúsi sem stendur við Aðalgötu 2 þar í bæ. Gréta Sig- urðardóttir hefur rekið gistiheimil- ið Bænir & brauð í þrjú ár en stækk- ar nú við sig og opnar Hótel Egilsen. Áhersla hefur verið lögð á gæði þjón- ustunnar á Bænum & brauði og verð- ur sami háttur hafður á rekstri Hótels Egilsen. „Við þurfum að fresta formlegri opnun um nokkra daga. Ég er svo lán- söm að hafa forsjálni og er bara búin að bóka gistirýmin með fyrirvörum,“ segir Gréta. Vinna hefur staðið síðan í október við að innrétta húsið en upp- haflega var það byggt sem íbúðarhús árið 1867 af Agli Egilsen. „Ég sá það í fyrra þegar ég var búin að bóka öll herbergi allt sumar- ið að það er eftirspurn eftir vandaðri og öðruvísi gistingu,“ heldur Gréta áfram og segist hafa lagt enn meira á sig til að veita hágæðaþjónustu á gisti- heimili sínu. Gæðaúrval gistiplássa er meira með þjónustu hennar. „Svo var Egilshús á sölu í fyrra. Við fórum ekki að huga að því að kaupa það fyrr en í júlí og þá hafði enginn sýnt því áhuga,“ segir Gréta. Húsið var gert upp árið 2008 og er í fullkomnu ástandi að utan og er ytra byrði þess friðað. Gréta segir þó hafa þurft að endurskipuleggja innra rýmið svo það henti hóteli. Vinna við það er að klárast um þessar mundir. Framkvæmdirnar hafa einnig skapað atvinnu fyrir marga í Stykkishólmi. „Við erum að vanda okkur mikið og leggjum áherslu á að fólk verði ekki fyrir ónæði frá öðrum gestum og að það sé engin hætta á ferðum. Það eru bara tíu herbergi svo þetta er bara lítið og kósý hótel. Ég kalla það litla demantinn minn,“ segir Gréta. „Við sýnum húsinu mikla virðingu við breytingarnar. Ég sé þetta ekki sem samkeppni heldur viðbót við það sem fyrir er. Við stefnum að því að hafa opið allt árið og þannig er mark- aðssetning okkar byggð upp.“ Gréta segir enn fremur að hótelið eigi að vera sögu- og heiðarleikahótel. Gest- um mun standa til boða að afgreiða sig sjálfir á barnum og þarna verða dýrir hlutir sem Gréta treystir gestum fyrir að ganga vel um. Gestir verða hvattir til að skilja eftir sig sögu og frásagnir af sínum ferðum og af sér, hvort sem það eru myndir, frásagnir skrifaðar á serví- ettur eða teikningar. Gréta segir að gaman sé að skilja eitthvað eftir sig auk þess að taka með sér minja- gripi. „Hver einasti hlutur í húsinu hefur verið valinn með það í huga að hann hafi að geyma einhverja sögu. Við reynum að halda í það gamla, án þess að það verði gamaldags. Þetta er svona nútímahótel með gömlu ívafi.“ „Húsgögnin eru skandínavísk og íslensk hönnun. Við erum til dæmis afskaplega stolt af því að eiga fimm stóla eftir Svein Kjarval. Sagan er ekki bara það sem hefur verið ritað, heldur lítum við svo á að lífið okkar sé saga,“ segir Gréta að lokum. birgirh@frettabladid.is HÓTEL EGILSEN Í STYKKISHÓLMI: ÁHERSLA Á AÐ GESTIR SKILJI EFTIR SIG SÖGU Hótelið verður viðbót við ferðaþjónustu í Stykkishómi AKUREYRARKIRKJA Sumar- tónleikaröðin er sú næstelsta á landinu. Sumartónleikar á Akureyri Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og systir, KRISTÍN HRÖNN RAGNARSDÓTTIR BRANTLEY Savannah, Missouri (áður Smáratúni 44, Keflavík) lést á heimili sínu 29. maí sl. eftir langvarandi veikindi. Minningarathöfn fer fram frá Keflavíkurkirkju, mánudaginn 18. júní kl. 13. Fyrir hönd aðstandenda hinnar látnu, John Richard Brantley Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, BIRKIR ÞÓR GUNNARSSON Ljósuvík 14, Reykjavík, sem lést 9. júní verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 19. júní kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Líknar- og styrktarsjóð Oddfellowa. Gunnar Birkisson Jóhanna B. Þórhallsdóttir Stefán Hjálmar Birkisson Margrét Björk Kjartansdóttir Dagný Björk Stefánsdóttir Steindór Hjartarson Aron Birkir Stefánsson Herdís Helgadóttir Hanna Björt Stefánsdóttir EGILSENHÚS Húsið var gert upp að utan árið 2008 og hafa endurbætur að innan staðið yfir síðan í október. Vandað er til verka og reynt að halda í söguna án þess þó að hótelið verði gamaldags. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ og að á þessu ári eru Ólympíu- leikar í London hófst sérstök ólympíuvika 16. júní sem stendur til 22. júní. Í ólympíuvikunni bjóða sambandsaðilar ÍSÍ upp á íþróttakynningar fyrir þá sem eru með sumar- námskeið, einnig ætlar íþróttafólk að kíkja í heimsókn. Það sem verður meðal annars í boði í ólympíuvikunni er strandblak í Fossvoginum, skylmingar í Baldurshaganum, hafnabolti í Laugardalnum, borðtennis, frjálsar íþróttir, heimsókn í Íþróttahús fatlaðra í Hátúni, keila, knattþrautir KSÍ og fleira. Markmiðið er að hafa gaman og kynna fyrir krökkunum ýmsar íþróttir og ekki síst sjálfa Ólympíuleikana. Ólympíu- vikan er einnig vettvangur til þess að veita krökkum tæki- færi til að kynnast ólympísku gildunum og fá ýmsar upplýs- ingar um sjálfa leikana. Fyrir hvað standa hringirnir fimm, hví er Ólympíueldurinn tendraður á fjögurra ára fresti? Svör við þessu og ýmsu öðru er hægt að kynna sér á www. olympiuleikar.com. Ólympíuvika hafin SKYLMINGAR Eru meðal þess sem er í boði í ólympíuviku, auk hafnabolta, keilu og fleira. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi HJALTI GUÐMUNDSSON meindýraeyðir Huldugili 6, Akureyri, lést fimmtudaginn 7. júní. Guðný Ósk Agnarsdóttir Ingibjörg Jóhannsdóttir Heiður Hjaltadóttir Arnar Már Sigurðsson Gígja Hjaltadóttir Agnar Kári Sævarsson Heiðrún Georgsdóttir Sigurlaug Sævarsdóttir Hilmar Þór Ívarsson afabörn og aðrir aðstandendur verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 19. júní kl. 13.30.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.