Fréttablaðið - 18.06.2012, Side 15

Fréttablaðið - 18.06.2012, Side 15
Saltbjörgu er ætlað að hanga við hlið þér við matseldina og er salt-inu stráð yfir matinn af snærinu. Saltbjörg er einnig sérstök gjöf, hún er tákn og fjandafæla sem heldur því jákvæða inni og því neikvæða úti. Ég hef fengið góð viðbrögð og ætla að þróa verkefnið frekar,“ segir Edda Katrín Ragnarsdóttir, nýútskrifaður vöruhönn- uður frá LHÍ, en í lokaverkefni sínu vann hún með þá gömlu hjátrú að fara skuli með brauð og salt fyrst inn í húsnæði þegar flutt er inn. „Það er gert til að vernda heimilið svo hvorki skorti mat né salt í graut- inn,“ útskýrir Edda og segist hjátrúar- full sjálf. Hún hafi meðal annars sökkt sér ofan í Stóru hjátrúarbókina við vinnslu verkefnisins. „Bókin varð eins konar biblía gegnum allt rannsóknarferlið. Ég ákvað að vinna með saltið því það kemur okkur öllum við. Við gætum ekki lifað án salts. Í hjá- trúnni segir einnig að salt hafi áður fyrr verið tákn vináttunnar,“ útskýrir Edda. „Ferlið við að rækta saltið upp á snærið tók langan tíma eða allt upp í átta vikur. Þetta hæga ferli finnst mér mikilvægt fyrir merkingu vörunnar,“ segir Edda. Aðspurð um framtíðaráformin nú eftir útskrift segist hún ætla að endur- næra sig í sveitaloftinu heima á Flúðum næstu vikur. Eftir það taki ævintýrin við í Suður Frakklandi. „Ég fer á sumarnámskeið hjá breska hönnuðinum Max Lamb í Boisbuchet- School. Í framtíðinni ætla ég svo í masters nám í vöruhönnun en tek mér pásu einn vetur. Ég ætla bara að gera skapandi og skemmtilega hluti. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og ögr- andi og tækifærin liggja alls staðar, ef þau eru ekki til staðar bý ég þau til. Eins og Elsa frænka mín segir; það eru til ráð við öllu nema ráðaleysi.“ ■ heida@365.is SALT Í GRAUTINN GÓÐ INNFLUTNINGSGJÖF Edda Katrín Ragnarsdóttir vöruhönnuður ræktaði saltkristalla á snæri í lokaverkefni sínu út frá gamalli hjátrú. HJÁTRÚARFULL Edda Katrín Ragnarsdóttir vöruhönnuður vann út frá gamalli hjátrú í loka- verkefni sínu við LHÍ. MYND/ANTON LANGT FERLI Allt upp í átta vikur tók að rækta saltið upp á snærið. MYND/HÉÐINN EIRÍKSSON KVENNAMESSA Í LAUGARDAL Á morgun, kvenréttindadaginn, verður Kvennakirkjan með guðsþjónustu við Þvottalaugarnar í Laugardal kl. 20 í sam- starfi við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands. Séra Agnes M. Sigurðardóttir, verðandi biskup, predikar. Hópur kvenpresta mun taka þátt í messunni og fagna þannig kjöri fyrsta kvenbiskups yfir Íslandi. Gerið gæða- og verðsamanburð Sofðu vel - heilsunnar vegna Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 *3,5% lántökugjald TILBOÐ Á ÖLLUM STILLANLEGUM HEILSURÚMUM Með okkar bestu heilsudýnu. Verð frá kr. 339.900 á hjónarúmi. MIKIÐ ÚRVAL AF SVEFNSÓFUM 12 má naða vaxtal ausar greiðs lur*

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.