Fréttablaðið - 25.08.2012, Qupperneq 4
25. ágúst 2012 LAUGARDAGUR4
GENGIÐ 24.08.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
210,5519
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
120,18 120,76
190,38 191,30
150,45 151,29
20,199 20,317
20,571 20,693
18,241 18,347
1,5297 1,5387
182,53 183,61
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SAMGÖNGUR Strætó mun hefja
reglubundinn akstur um mest-
allt norðaustanvert landið eftir
áramót. Þá verður hægt að taka
strætó frá Akureyri til Siglufjarð-
ar, Húsavíkur, Þorlákshafnar og
Egilsstaða.
Forsvarsmenn Strætó hafa nú
þegar gert samninga um fyrir-
komulagið við tilheyrandi sveit-
arfélög og segir Reynir Jónsson,
framkvæmdastjóri Strætó bs., að
aksturinn muni hefjast um og eftir
áramót, en daglegar ferðir á milli
Akureyrar og Reykjavíkur hefjast
2. september næstkomandi, eins og
greint hefur verið frá.
„Það verður enn frekari
útbreiðsla á strætisvagnakerfinu
með því að taka inn allt Norður-
land eystra, Siglufjörð og byggðina
austan Akureyrar,“ segir Reynir.
„Þá sitja Austfirðirnir og Vestfirð-
ir eftir.“
Enn frekara samstarf við sveit-
arfélögin á Suðurnesjum er einn-
ig í undirbúningi. Samtök sveitar-
félaganna hafa óskað eftir svipuðu
samstarfi við Strætó og hefur tíðk-
ast á Suðurlandi og segir Reynir að
takmarkið sé að gera bæjarfélögin
eins samtengd og kostur er.
Um áramótin mun Strætó keyra
til um 40 bæjarfélaga utan höfuð-
borgarsvæðisins á Suðurlandi,
Suðurnesjum, Vesturlandi og aust-
anverðu Norðurlandi.
Aðspurður hvernig vagnarnir
muni ráða við ófærð á vegum að
vetri til segir Reynir það vera í
skoðun.
„Þessir vagnar eru engin
torfæru tröll,“ segir hann. „Strætó-
arnir okkar þola þó meira rok held-
ur en stór rúta sem er upphækkuð,
en hún gæti verið duglegri í snjó.
Það eru alltaf kostir og gallar.“ Þá
bætir Reynir við að öryggismál
farþega verði þó alltaf í forgrunni
og því sé nú unnið að veðurviðmið-
unum vegna aks tursins úti á landi.
Akstursleiðum utan höfuðborg-
arsvæðisins er skipt upp í ellefu
kílómetra belti í loftlínu og fer far-
gjaldið eftir því hversu mörg belti
farið er yfir. Hvert tekur til sín
350 krónur miðað við hæsta gjald-
flokk. Því kostar fargjald á milli
Reykjavíkur og Akureyrar 7.700
krónur, þar sem farið er yfir 22
belti á leiðinni. sunna@frettabladid.is
Strætó býður ferðir
til fjörutíu kaupstaða
Um áramótin hefst reglubundinn akstur Strætó um allt norðaustanvert landið.
Hægt verður að taka strætó frá Reykjavík til Egilsstaða. Akstur til Leifsstöðvar í
skoðun. Aust- og Vestfirðir einu byggðu landshlutarnir sem eru undanskildir.
FER VÍÐA Eftir áramót verða Vestfirðir og Austfirðir einu landshlutarnir sem Strætó
keyrir ekki til, að hálendinu undanskildu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Strætóarnir okkar þola
þó meira rok heldur
en stór rúta sem er upp-
hækkuð, en hún gæti verið
duglegri í snjó. Það eru alltaf
kostir og gallar.
REYNIR JÓNSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI STRÆTÓ BS
Verið er að skoða hvenær hægt
verði að hefja akstur Strætó til
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. „Það
er vilji fyrir því að tengja saman
Reykjavík og Leifsstöð, en það eru
áhöld um hvernig við tengjum
hana í þetta,“ segir Reynir. „Akstur
þangað fer eftir komu og brott-
farartíma flugvéla og hagast því
öðru vísi ef flugi seinkar. En þetta
er í sérstakri skoðun og fer ekki
inn í þetta næsta framkvæmdastig
okkar.“
Strætó í Leifsstöð
ÞÝSKALAND, AP Angela Merkel
Þýskalandskanslari ítrekaði í
gær að hún teldi að Grikkland
ætti ekki að yfirgefa evrusvæð-
ið, þrátt fyrir alvarlegan skulda-
vanda sem hefur valdið evru-
svæðinu öllu verulegu tjóni.
Antonis Samaras, forsætis-
ráðherra Grikklands, heimsótti
hana í gær og reyndi að sann-
færa hana um að veita Grikkj-
um lengri frest til að ráða bót á
vanda sínum.
Hún lofaði engu, en sagðist
ætla að bíða þangað til þriggja
manna nefnd frá seðlabanka
Evrópusambandsins, fram-
kvæmdastjórn þess og frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lyki
rannsókn sinni á ríkisfjármál-
um Grikklands í byrjun septem-
ber. - gb
Samaras á Evrópuferðalagi:
Biður Merkel
um lengri frest
SAMARAS OG MERKEL Samaras ætlar í
dag að hitta Francois Hollande Frakk-
landsforseta. NORDICPHOTOS/AFP
RÚSSLAND Iraida Spasskaja, systir
rússneska stórmeistarans Boris
Spasskí, segist sannfærð um að
hann hafi ekki flúið til Moskvu
í síðustu viku heldur hafi honum
verið rænt þegar eiginkona hans
brá sér af heimili þeirra.
Spasskí sagðist sjálfur í viðtali
við rússneska dagblaðið Komso-
moskaja Pravda hafa flúið til
Moskvu frá París, þar sem honum
hafi verið haldið í einangrun á
sterkum lyfjum og án síma- eða
netsambands.
Spasskí fékk heilablóðfall
fyrir tveim-
ur árum, var
lengi á sjúkra-
húsi en naut
síðan umönnun-
ar hjúkrunar-
fólks og lækna
á heimili sínu
þar í borg.
Iraida segist
hafa heimsótt
bróður sinn
nýverið og hafi hann þá unað sér
vel.
„Ég held að honum hafi verið
rænt af einhverju fólki sem vill
nota nafn hans sér til framdrátt-
ar,“ er haft eftir henni á skák-
fréttasíðunni Chess-News.
Á sama fréttavef er rætt við
Rimmu Bilunovu, fulltrúa rúss-
neska skáksambandsins, sem
segir að Spasskí sé í Moskvu
og njóti þar góðrar umönnunar.
„Spasskí á við fjölskylduvanda-
mál að stríða og systir hans styð-
ur eiginkonu hans, Marinu. Það
voru mistök að senda Boris til
Frakklands eftir heilablóðfallið.“
- gb
Systir rússneska skákmeistarans Boris Spasskí segir honum hafa verið rænt:
Sagður plataður til Moskvu
BORIS SPASSKÍ
DANMÖRK Danskur fríkirkju-
prestur, sem árið 2007 lét yfir-
völd ekki vita af kynferðisofbeldi
gegn 12 ára stúlku, óskar þess nú
að hafa gert meira í málinu en að
boða málsaðila á sáttafund.
Ofbeldismaðurinn, sem er 24
ára, braut aftur gegn ungum
stúlkum, sex og átta ára, árið
2010. Þau brot voru kærð og var
maðurinn í síðustu viku dæmdur
til meðferðar.
Á sáttafundinum sem prestur-
inn hélt árið 2007 voru ofbeldis-
maðurinn, foreldrar hans og for-
eldrar stúlkunnar. Presturinn
kveðst hvorki hafa hvatt málsað-
ila til að leita til yfirvalda né gert
það sjálfur. - ibs
Prestur iðrast aðgerðaleysi:
Þagði um kyn-
ferðisofbeldi
UMHVERFISMÁL Niðurstöður liggja
nú fyrir úr efnagreiningum á
þrávirka efninu hexaklórben-
seni (HCB)
í flugeldum.
Eftir að ljóst
var að efnið
hefði fundist
í flugeldum í
nágrannalönd-
um okkar og að
efnið mældist í
andrúmslofti á
nýársnótt 2011,
var ákveðið að taka sýnishorn hjá
öllum innflytjendum flugelda og
láta greina efnið.
Fengin voru til greiningar flug-
eldar og skotkökur frá níu inn-
flytjendum. HCB mældist ekki
í verulegu magni í sjö af níu
þeirra. Tvö sýnishorn innihéldu
hins vegar HCB yfir leyfilegum
mörkum og hefur innflytjendum
verið gert að gera viðeigandi ráð-
stafanir. - shá
HCB mælt í flugeldum:
Eitur í aðeins
tveimur sýnum
FLUGELDAR
Handbók á vef ráðuneytis
Innanríkisráðuneytið hefur gefið út á
vefnum Handbók um reikningsskil og
fjármál sveitarfélaga. Fram kemur á
vef Sambands íslenskra sveitarfélaga
að í handbókinni sé að finna yfirlit
um öll lög og reglugerðir er varði
reikningsskil og fjármál sveitarfélaga,
auk annars efnis sem tengist fjár-
málum sveitarfélaganna.
SVEITARSTJÓRNARMÁL
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
31°
31°
24°
19°
24°
23°
18°
18°
27°
21°
34°
27°
30°
20°
23°
19°
19°
Á MORGUN
víða 8-13 m/s
FIMMTUDAGUR
Stíf S-átt
vestanlands.
8
9
9
10
8
10
7
7
6
5
8
3
14
7
9
7 5
47
5
6
5
7
7
8
79 8
11
7
6
6
SÍÐSUMAR Vætu-
samt næstu daga
og heldur kaldara
en verið hefur.
Rigning S- og V-til
í dag og á morgun.
Úrkoma N-til að-
faranótt mánudags
en léttir til þegar
líður á daginn. Hiti
5-13 stig næstu
daga, mildast SV-
lands.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
UMHVERFISMÁL Svandís Svavars-
dóttir umhverfisráðherra veitti á
miðvikudag landgræðsluverðlaun-
in. Að þessu sinni voru þrír verð-
launagripir afhentir.
Arnór Benediktsson og Ingi-
finna Jónsdóttir á Hvanná II á
Jökuldal hlutu verðlaun fyrir að
breyta illa förnu landi í nytjaland
og Benedikt Arnórsson og Guðrún
Agnarsdóttir á Hofteigi á Jökuldal
fyrir uppgræðslu. Þá hlutu „Ung-
menni í Öræfum“ verðlaun, en í
því verkefni geta krakkar frá 10
ára aldri sinnt landgræðslu. - kóp
Landgræðsluverðlaun afhent:
Verðlaun fyrir
uppgræðslu