Fréttablaðið - 25.08.2012, Side 28

Fréttablaðið - 25.08.2012, Side 28
25. ágúst 2012 LAUGARDAGUR28 Tilviljanakenndar ákvarðanir Anna Gunndís flutti á mölina að loknu mennta- skólanámi og valsaði milli deilda í Háskólanum um hríð. Bókmenntafræðin varð meðal annars fyrir valinu því í henni blundaði draumur um að læra til leikstjóra og gerir raunar enn. „Það er hörgull á kvenkyns leikstjórum, bæði í leikhúsi og bíó. Ég veit ekki hvers vegna það er, en ég hef trú á því að þetta sé að breytast. Þegar ég komst inn í leiklistar- námið í Listaháskólanum var ég á leiðinni til Ástr- alíu í skiptinám og fannst dálítið erfitt að þurfa að plana lífið mitt fjögur ár fram í tímann. Ég á það til að taka tilviljanakenndar ákvarðanir og kærast- inn minn segir stundum að hagi mér eins og ég sé stanslaust á shuffle-stillingu því það kemur bara eitthvað! Það finnst mér mjög góð líking.“ Sem dæmi um þetta má nefna að strax eftir útskrift úr Listaháskólanum árið 2010 ákvað Anna Gunndís að hafna hlutverki í gamanþáttaröðinni Hæ Gosi og fluttist þess í stað til Spánar þar sem hún vann fyrir sér sem framkvæmdastjóri í brim- brettabúðum (Surf Camp), án þess að hafa nokkuð stundað þá íþrótt áður að ráði. „Svo bjó ég í Þýska- landi þar sem ég vann með tilraunaleiklistarhópn- um Signa að uppsetningum verka. Með þeim hópi flutti ég líka til Salzburg í Austurríki og það getur vel verið að ég vinni frekar með Signa í framtíð- inni. Það er svo margt í boði í þessum stóra heimi og ég hef engar áhyggjur af framtíðinni.“ Draumahlutverk í Skaupinu Það fyrsta sem þorri almennings sá til Önnu Gunn- dísar var í síðasta Áramótaskaupi þar sem leik- konan þótti fara á kostum í hlutverki Hildar Lífar Hreinsdóttur, með aflitað hár og sokkabuxur inni í brjóstahaldaranum til að fanga betur ásjónu fyrir- sætunnar. „Þetta var auðvitað besta hlutverkið í skaupinu og vakti sjúklega athygli, sem ég bjóst samt ekkert endilega við,“ rifjar Anna Gunndís upp. „Ég var svo heppin að vera með aflitað hár eftir hlutverk í sýningu í Salzburg, en það geri ég aldrei aftur því það fer svo illa með hárið. Ég þurfti að klippa það af mér eftir á, en hvað gerir maður ekki fyrir listina?“ Svo vel tókst Rögnu Fossberg til með gervi Önnu Gunndísar að móðir hennar þekkti dóttur sína ekki fyrir framan sjónvarpið á gamlárskvöld. „Mamma sagði „þetta gæti nú bara verið þú!“ og var stein- hissa þegar ég sagði henni að hún ætti kollgátuna. Það sama var uppi á teningnum með flesta aðra og ég var lítið spurð um hlutverkið því það þekkti mig enginn.“ Aðspurð segst Anna Gunndís enn ekki vita hvort hún verði fengin til að leika í næsta skaupi, en hún sé afar áhugasöm um að fara með hlutverk ákveð- innar persónu sem næsta örugglega muni bregða fyrir. „Ég vil ekki gefa upp hver manneskjan er, en hún er mjög áberandi og kemur víða við í samfé- laginu,“ segir leikkonan sposk að lokum. M aður fyllist bara svo mikilli andagift við það að sjá leik- sýningar og sérstaklega við að kynnast öðruvísi flóru en maður er vanur hér heima. Við fórum til dæmis á ljóðalestur, sem var mjög skemmtilegt. Það eru svo margar háklassa- sýningar á þessari hátíð að oft kostar hönd og fót að komast inn á þær, en ljóðalesarinn bauð okkur frítt því hann vantaði bara áhorfendur,“ segir hin 29 ára gamla leikkona Anna Gunndís Guðmundsdóttir. Hún er nýkomin heim frá Edinborg þar sem hún sótti hinar vinsælu leikhúshátíðir Fringe Festival og International Festival ásamt kærasta sínum Einari Aðalsteinssyni sem einnig er leikari. Parið kynntist á bak við tjöldin þegar það lék saman í Svörtu kóm- edíunni hjá Leikfélagi Akureyrar síðastliðið haust, en Anna Gunndís og Einar eru bæði fastráðin hjá LA í vetur. „Í Edinborg sáum við alls 24 sýningar á átta dögum, sem er dálítið mikið. Líklega voru þrjár eða fjórar þeirra virkilega góðar en við löbbuðum út af nokkrum þeirra. Maður lætur ekki bjóða sér hvað sem er,“ bætir leikkonan við, en hún og kærastinn eru sérlega mikið áhugafólk um ný leikhúsverk eftir unga höfunda. Saman hafa þau stofnað leikfélagið Kusk Theater sem er ætlað að gera slíkum verkum hátt undir höfði og er stefnan sett á að verða með leiklestra á vegum leikfélagsins á komandi vetri. „Leikfélagið er nefnt í höfuðið á kettinum okkar, Fil- ippusi Lóritín Sigrúnu Kusk, sem við köllum alltaf Kusk. Lóritín-nafnið kemur til vegna þess að Einar er með ofnæmi fyrir kettinum og þarf stundum að taka lóritín við því,“ útskýrir Anna Gunndís og hlær. Áður en leikárið hefst fyrir norðan, en leikkonan á rætur sínar að rekja þangað, stendur fyrir dyrum frumsýning á spennumyndinni Frost eftir Reyni Lyngdal. Í henni leikur Anna Gunndís aðalhlut- verkið. Frumsýningin verður 7. september. Þetta er fyrsta kvikmynd Önnu Gunndísar og segist hún að vonum spennt. „Ég hlakka alveg sjúklega til og er alls ekki stressuð, nema þá helst út af frumsýning- arkjólnum sem er enn ekki tilbúinn. Vinkona mín, kjólaklæðskerinn Helena Björg Hallgrímsdóttir, heimtaði nánast að fá að sauma á mig kjólinn og ég hugsa að ég láti það eftir henni.“ Gaman að kyssa Björn Thors Jón Atli Jónasson er handritshöfundur téðrar spennumyndar Reynis Lyngdal, Frost, sem ger- ist uppi á jökli. Anna Gunndís leikur Öglu sem er í sínum síðasta jöklaleiðangri, ásamt hópi fólks, áður en hún heldur utan í mastersnám í jöklafræði. Aðrir leikarar eru meðal annars Valur Freyr Einarsson, Helgi Björnsson, Hilmar Jónsson, Hallur Ingólfsson og Björn Thors sem leikur kvikmyndagerðarmann- inn Gunnar, kærasta Öglu. „Það var gaman að fá að kyssa Björn Thors,“ segir Anna Gunndís og skellir upp úr, en bætir við að hún og leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir, eig- inkona Björns, séu perluvinkonur og því hafi eng- inn núningur átt sér stað. „Kærasti Öglu kemur upp á jökul til að hitta hana og taka upp myndefni, en þá fara undarlegir hlutir að gerast. Ég má ekki segja meira um söguþráðinn, en reyndar hef ég sjálf ekki einu sinni séð myndina enn í heild sinni, bara í brotum. En þessir bútar líta verulega spennandi út. Myndin fjallar mikið til um það hvað leynist undir jöklunum. Í rauninni er fremur lítið vitað um það, þeir eru mörg þúsund ára gamlir og hafa tiltölulega lítið verið rannsakaðir. Flest erum við hrædd við það sem við þekkjum ekki.“ Lenti í undarlegu slysi Í undirbúningi sínum fyrir hlutverk jöklafræð- ingsins Öglu leitaði Anna Gunndís meðal annars til þeirra Helga Björnssonar jarðvísindamanns og Finns Pálssonar verkfræðings, „jöklakempnanna“ eins og Anna Gunndís orðar það, og fræddist um ýmislegt er varðar slíka könnunarleiðangra. „Það var dásamlegt að hitta þá,“ rifjar leikkonan upp. „Helgi var meðal þeirra fyrstu sem rannsökuðu jöklana hér á Íslandi og hann sagði mér frá teng- ingunni sem myndast milli manns og jökuls. Honum líður vel uppi á jökli en vill þó meina að það sé alls ekki allra að vera dögum saman í þögninni einni og jafnvel brjáluðu veðri, dauðþreyttur að vinna.“ Hópurinn að baki Frosti fór heldur ekki var- hluta af veðurguðunum meðan á tökum stóð. Til að mynda var fólki bannað að fara á klósettið nema nokkrir færu saman og með línu strengda milli sín og einn tökudaginn gekk gríðarlegur stormur yfir svæðið og var hópurinn sex klukkustundir að fikra sig niður heimleiðina sem tekur einungis korter í skaplegu veðri. Veðrinu var þó ekki um að kenna þegar Anna Gunndís braut í sér framtennurnar við tökur, held- ur skallaði hún óvart klósettsetu með fyrrgreindum afleiðingum. „Þetta hljómar mjög illa og auðvitað gera flestir ráð fyrir að ég hafi verið dauðadrukk- in en ekki að leika í bíómynd þegar ég skallaði kló- settið,“ segir hún og glottir. „En ég er líka alltaf að slasa mig í leiklistinni. Slysin gerast og ég lifi þetta af. Ég er mest feginn að ég hjó ekki í sundur á mér varirnar eða fékk ævarandi ör í andlitið.“ Þetta hljómar mjög illa og auðvitað gera flestir ráð fyrir að ég hafi verið dauðadrukkin en ekki að leika í bíómynd þegar ég skallaði klósettið. Stanslaust á shuffle-stillingu Anna Gunndís Guðmundsdóttir fór á kostum í síðasta Áramótaskaupi og leikur nú aðalhlutverkið í Frost, nýrri spennumynd eftir Reyni Lyngdal sem verður frumsýnd 7. september. Kjartan Guðmundsson ræddi við leikkonuna sem gerir allt fyrir listina. FROST Við undirbúning hlut- verksins í Frost fræddist Anna Gunndís meðal annars um jökla hjá vísindamönnum í Háskólanum. „Ég horfði líka oft á Alien-myndirnar til að fá inn- blástur. Ripley, sem Sigourney Weaver leikur, er svo magn- aður karakter,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.