Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2012, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 25.08.2012, Qupperneq 31
25. ágúst 2012 LAUGARDAGUR Þ egar brunað er í hlað í Útvík í Skagafirði er átöppun að hefjast í brugghúsinu á bænum. Þó vélar vinni verk- ið er eigandinn, Árni Hafstað, á hjólum í kringum þær, velur flöskur úr stæðum á gólfinu og raðar þeim eftir kúnstarinn- ar reglum til að allt gangi smurt. Hann segir átöppunarferlið svona snúningasamt meðan það sé að fara í gang en síðan hægist um. „Við keyptum notaða vél til að minnka stofnkostnað og eins og þið sjáið kannski einangruðum við tank- ana með eigin höndum, kerfið býður upp á aðeins meiri vinnu en annars væri, fyrir vikið,“ segir Árni móður og bætir við örlítið afsakandi: „Við fengum ekki kúlulán og reynum að gera sem mest sjálf. Vorum búin að standsetja húsið þegar að fjárfestum kom og síðan var haft að leiðarljósi að hafa allt eins ódýrt og hægt væri, án þess að það kæmi niður á gæðum framleiðslunnar.“ Vildum hafa þetta sem hobbý Árni er uppalinn í Útvík og tók þar við búi af foreldrum sínum. Hann og Birgitte eru með hvorki meira né minna en sextíu kýr í fjósi. Svo er hann menntaður heyrnar- og tal- meinafræðingur og kveðst ferðast um annað kastið og sinna heyrnar- mælingum. En hvað kemur rótgrón- um bónda með sérhæft starf utan heimilis til að fara út í ölgerð? „Það byrjaði þannig að ég og Jóhann Axel Guðmundsson, aðal- bruggarinn hjá okkur, skelltum okkur saman á námskeið í Dan- mörku til að læra bruggun öls alveg frá grunni. Það var gert okkur til fróðleiks og skemmtunar. Síðan ákvað ég að kaupa græjur. Við vild- um helst hafa þetta sem hobbý en komumst að því að það væri ekki hægt nema ólöglega. Það þurfti að útvega alls konar leyfi og þá kom upp sú staða að grunnkostnaðurinn var sá sami hvort sem við vorum að framleiða 20 lítra eða 200.000 lítra. Þá fórum við að huga að því hvað væri hægt að gera. Við vildum ekki fara út í eitthvað rosa stórt, en samt hafa þetta „alvöru“, þannig að hér yrði til að minnsta kosti eitt starf.“ Ekki býst Árni sjálfur þó við að verða í því starfi. „Ég ætlaði að hafa Það er hrífandi að horfa á öl verða til Brugghús hefur verið rekið í Útvík í Skagafirði í hálft annað ár. Það nefnist Gæðingur-Öl. Gunnþóra Gunnarsdóttir rann á lyktina á leið um Skagafjörð og hitti Árna Hafstað og Birgitte Bærendtsen, stórbændur á staðnum. HLUTI FJÖLSKYLDUNNAR Birgitte heldur á dótturinni April sem er „aðstoðarframkvæmdastjóri eða rúmlega það“ eftir því sem faðir hennar segir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þrjár ólíkar tegundir Gæðings eru til sölu í vínbúðum landsins, misjafn- lega humlaðar: Lager 5,0% Gæðingur, Stout 5,6% Gæðingur og Pale Ale 4,6% Gæðingur. Muninum á létthumluðum bjór og sterkhumluðum lýsir Árni svo: „Pale Ale má líkja við það ef lítill kettlingur pissar í glasið þitt en India Pale Ale er eins og það sé 13 vetra högni. Hann er meira alvöru. Er það ekki það sem maður vill?“ Kettlingur eða högni? þetta sem hobbý því það er svo hríf- andi að horfa á hvernig ölið verður til. Fljótlega réð ég Jóa sem brugg- ara. Hann á ekki í fyrirtækinu en hefur áhuga og gerir það sem gera þarf. Skrapp bara núna í ræktina og því er hann ekki á staðnum.“ Fyrst á landinu með ósíaðan bjór Þá er komið að því að fræðast aðeins um ölgerðina sjálfa. Árni kveðst sjóða um þúsund lítra í einu og segir það taka um þrjá tíma en hversu lengi þarf lögnin að vera í gerjun? „Svona mánuð, annars er það svolít- ið misjafnt eftir tegundum.“ En á hvern hátt skyldi Gæðingur skera sig frá öðrum bjórtegundum? „Sko, það hefur ýmislegt breyst í bjórframleiðslunni í landinu frá því við byrjuðum,“ segir Árni. „Við vorum hér fyrst bara með Gæð- ing lager og Gæðing Stout, sem er svartur. Síðan bættist Pale Ale við, ósíaður bjór með botnfalli, ég tel að við höfum verið fyrst á landinu til að bjóða upp á þannig bjór. Sumir héldu að hann væri skemmdur en þegar fólk þorði að smakka hann þá mæltist hann vel fyrir. Síðan eru komnir ósíaðir bjórar hjá Ölgerðinni og Vífilfelli á markað en við vorum ein í nokkurn tíma. Þetta er uppá- haldsbjórinn okkar,“ segir Árni og réttir fram flösku af Pale Ale. Á henni stendur: „Ósíaður bjór, skýj- aður, með botnfalli, hellist varlega.“ Spurður hvort þau hjón gætu sjálf ræktað kornið í ölið svarar Árni: „Við getum auðvitað ræktað korn og mal- tað það, sem er tiltölulega einfalt í sjálfu sér en krefst bæði töluverðs pláss og búnaðar. Sennilega yrði samt erfitt að hafa kornið alltaf eins, þannig að bjórinn yrði breytilegur. En það sem gerir vel gerðan bjór sér- lega góðan eru einkum humlarnir.“ Þrjár tegundir af Gæðingi fást nú í Ríkinu auk jóla-, þorra- og páskaöls á réttum árstímum, að sögn Árna. „Svo eru nokkrar tegundir á barnum okkar í Reykjavík, Micro bar í Aust- urstræti 6, við ákváðum að hafa eina þeirra sem húsöl á krana.“ E N N E M M / S ÍA / N M 5 3 8 7 5 KLETTHÁLSI 11 og BREIÐHÖFÐA (Bílakjarninn) VIÐ ERUM Á TVEIMUR STÖÐUM: M.BENZ E220 cdi Nýskr. 02/07, ekinn 236 þús. Dísil, sjálfskiptur. Verð áður: 5.320 þús. kr. Rnr. 200146 SUBARU Legacy Wagon Nýskr. 01/08, ekinn 82 þús. Bensín, sjálfskiptur. Verð áður: 2.690 þús. kr. Rnr. 100176 MAZDA Tribute I 4wd Nýskr. 07/05, ekinn 82 þús. Bensín, sjálfskiptur. Verð áður: 2.050 þús. kr. Rnr. 101930 TILBOÐSVERÐ 2.990 þús. kr. TILBOÐSVERÐ 690 þús. kr. TILBOÐSVERÐ 2.190 þús. kr. TILBOÐSVERÐ 1.590 þús. kr. 525 8000 - www.bilaland.is GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GMC Yukon XL DENALI Nýskr. 03/03, ekinn 101 þús. Bensín, sjálfskiptur. Verð áður: 2.350 þús. kr. Rnr. 102163 SUBARU Impreza 2.0R Nýskr. 12/07, ekinn 65 þús. Bensín, 5 gírar. Verð áður: 1.990 þús. kr. Rnr. 100996 NISSAN Primera Acenta Nýskr. 06/03, ekinn 125 þús. Bensín, sjálfskiptur. Verð áður: 990 þús. kr. Rnr. 150998 VW Jetta Comfortline Nýskr. 10/07, ekinn 62 þús. Bensín, 5 gírar. Verð áður: 1.950 þús. kr. Rnr. 141017 CHRYSLER Pt Cruiser Limited Árg. 2006, ekinn 46 þús. Bensín, sjálfskiptur. Verð áður: 2.480 þús. kr. Rnr. 141025 TILBOÐSVERÐ 1.850 þús. kr. TILBOÐSVERÐ 1.490 þús. kr. TILBOÐSVERÐ 1.480 þús. kr. TILBOÐSVERÐ 1.180 þús. kr. Hér sýnum við aðeins brot af þeim bílum sem við erum með á tilboði í ágúst. Endilega kynntu þér tilboðsbílana á www.bilaland.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.