Fréttablaðið - 25.08.2012, Side 33
KYNNING − AUGLÝSINGKranar og kranaleigur LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 20122
Einhver stærsti byggingakrani heimsins hefur verið reistur í
Georgíu í Bandaríkjunum vegna umfangsmikilla framkvæmda
næstu árin. Þar stendur til að bæta tveimur kjarnakljúfum við
Voktle-kjarnorkuverið skammt frá borginni Waynesboro í Burke-
sýslu í miðhluta ríkisins. Kraninn er engin smásmíði. Hann er um
175 metra hár í fullri reisn og getur lyft sem nemur þyngd fimm
Boeing 747 þotna um 400 metra vegalengd. Helstu hlutir sem
kraninn þarf að flytja eru byrjaðir að berast á vinnusvæðið, svo
sem túrbínur sem smíðaðar voru í Suður-Kóreu.
Framkvæmdir við stækkunina hefjast síðar á þessu ári og á að
vera lokið árið 2017, þegar síðari kjarnakljúfurinn verður ræstur.
Framkvæmdin er umdeild eins og alla jafna þegar kjarnorkuver
eru annars vegar. Hið jákvæðasta við málið er að mati stjórnmála-
manna í Georgíu að um það bil 5.000 manns verða að störfum
þegar umsvif við stækkunina verða sem mest.
Voktle-verið þarf að bæta við 800 starfsmönnum þegar allt
verður komið í fullan gang. Þetta eru fyrstu stórframkvæmdir við
kjarnorkuver í Bandaríkjunum í þrjá áratugi.
Reisa stærsta krana
heims við kjarnorkuver
Harry Þór Hólmgeirsson og Ólöf Jónsdóttir stofnuðu fyrirtækið Körfubíla ehf.
árið 1992. Þau hafa sniðið sér stakk
eftir vexti og siglt í gegnum alls
kyns tímabil en ávallt staðið sína
plikt. „Við höfum lagt metnað í að
veita faglega, góða og ódýra þjón-
ustu. Stundvísi og snyrtimennska
er mikilvægur þáttur starfseminn-
ar auk þessa að gæta fyllsta örygg-
is,“ segir Harry Þór.
Vinnum öll verk
Körfubílar eru með fjóra bíla af
mismunandi stærðum. Sá stærsti
og nýjasti nær 35 metra upp og 27
metra til hliðar. Fjórir starfsmenn
starfa hjá fyrirtækinu með mikla
reynslu af vinnu við körfubíla.
„Við þjónustum mikið af iðnaðar-
mönnum; smiði, málarameist-
ara, rafvirkja og f leiri. Hvað
varðar einstaklinga þá þjón-
ustum við þá að sjálfsögðu
og erum með iðnaðarmenn
á okkar snærum ef þörf er á.
Ef það þarf að hreinsa rennur,
þvo glugga, ná í kisu, komast inn
um glugga eða setja upp jólaljós
þá ger u m
við það fyrir
þig.“
Verðlaun frá álverinu
Körfubílar hafa frá upphafi þjón-
ustað álverið í Straumsvík. Þar eru
alla jafna gerðar strangari kröf-
ur um fagmennsku og öryggi en
annars staðar.
„Það er gaman að segja frá því
að í júlí síðastliðnum var fyrirtæk-
ið verðlaunað fyrir framúrskar-
andi öryggisvitund og gott verk-
lag og útnefnt birgjar ársins. Við
sjáum um allt viðhald á mann-
virkjum hjá þeim, oft við erfiðar
aðstæður.
Strangar öryggiskröfur
„Við höfum ávallt gætt fyllsta ör-
yggis, notum fallvarnir og vinnum
eftir stífu öryggiskerfi. Bílarnir eru
reglulega skoðaðir og við sjáum til
þess að þeim sé vel við haldið.“
Gott orðspor
Spurður um galdurinn við að reka
fyrirtæki í tuttugu ár á farsælan
hátt segir Harry margt koma til.
„Það er mikil samkeppni á þess-
um markaði svo eitthvað erum við
að gera rétt.“
Harr y og Ólöf tóku
ákvörðun fyrir mörgum
árum um að hafa rekst-
urinn lítinn. „Ég hitti
eitt sinn gamlan
vörubílstjóra sem
átt i eina gröf u
og einn vörubíl.
Aðrir í kringum
ha n n eig nuð-
ust fullt af tækj-
um sem síðar
hurfu á braut og
þeir urðu eignalausir. Hann
átti hins vegar áfram allt sitt.
Mottóið hefur verið að eiga allt
og sáralítið lánsfé hefur því komið
til. Við höfum rekið fyrirtæk-
ið frá eldhúsborðinu og séð fram
fyrir okkur,“ segir Harry stoltur af
árangrinum.
Blái fíllinn
Einkennismerki körfubíla fyrir-
tækisins af bláa fílnum er vel
þekkt. Það var þó fyrir tilviljun að
hann varð að merki fyrirtækisins.
„Fíllinn var bara á fyrsta bílnum
sem ég keypti frá Svíþjóð. Svo fór
fólk að hringja í okkur og spurði
hvort þetta væri ekki fíllinn. Ég
hringdi til Svíþjóðar og fékk leyfi
til að nota merkið á körfubílana
hjá okkur. Þetta var fyrir tuttugu
árum og enn eru bílarnir merktir
bláa fílnum.“
Umboð og varahlutir
„Körfubílar selja líka nýjar og not-
aðar lyftur og körfubíla sem við út-
vegum erlendis frá allt eftir óskum
viðskiptamanna.“ Einnig f lytja
Körfubílar inn varahluti í allar
gerðir vinnulyftna og körfubíla
með skömmum fyrirvara.
Erum ódýrastir
„Margir halda að það sé ódýrara
að leigja lyftur þegar vinna þarf
verk hátt uppi. En þá þarf bíl sem
kemur með lyftuna og svo þarf
að stilla henni upp og sækja að
lokum. Þegar upp er staðið þá er
ódýrara að hringja í okkur. Við
mætum á staðinn, lyftum þér upp
og svo erum við farnir þegar verk-
inu er lokið.“
Aðspurður hvort halda eigi upp
á afmæli Körfubíla segir Harry
að starfsmenn muni lyfta sér upp
þegar sumarfríum er lokið „En ef
einhver þarf að lyfta sér upp þá er
um að gera að hafa samband við
Körfubíla.“ Sjá nánar allar upplýs-
ingar á www.korfubilar.is.
Körfubílar hátt uppi í tuttugu ár
Körfubílar ehf. fagna 20 ára afmæli um þessar mundir. Einkennismerki fyrirtækisins er blár fíll sem fyrir tilviljun varð eitt
aðaleinkenni þess. Harry Þór Hólmgeirsson eigandi segir körfubíla fljótlega og ódýra leið til að lyfta sér upp.
Fjórir starfsmenn starfa hjá Körfubílum, allir með mikla reynslu af vinnu við körfubíla. MYND/STEFÁN
Kraninn sem notaður verður
við byggingu kjarnorkuversins í
Bandaríkjunum er 175 metra hár.
Ég hef aldrei fundið fyrir loft-hræðslu í krana en þegar ég byrjaði í starfinu kom mér á
óvart hvað kranar svigna mikið til
og frá. Krani er nefnilega áþekkur
veiðistöng þar sem krókurinn virkar
eins og öngull og þegar fiskast
svignar veiðistöngin og kraninn
hagar sér eins og ruggar. Því er
maður dálítið eins og ormur á öngli
í fyrstu og þarf að læra að stíga öld-
una með sem er dálítið óþægilegt
þar til það venst,“ segir verktakinn
Hallgrímur Steingrímsson, sem
vinnur við að reisa byggingakrana.
Starfið útheimtir nákvæmnis-
vinnu þar sem ekkert má klikka.
„Skaðinn getur orðið mikill ef
maður gerir vitleysu. Fallhætta
er vitaskuld mikil sem og önnur
slysahætta þar sem auðvelt er að
klemmast illa eða meiðast á þungu
járnverkinu, jafnvel við lítið fall.“
Hæsti byggingak rani sem
reistur hefur verið hérlendis fór
yfir 100 metra. Þess má geta til
samanburðar að turn Hallgríms-
kirkju er 74,5 metra hár. Turnarnir
á Höfðatorgi og Smáratorgi eru
yfir 80 metrar að hæð og að sögn
Hallgríms rísa byggingakranar
alltaf ofar en byggingarnar sjálfar.
„Góðir dagar fela í sér magnað
útsýni í veðurblíðu en í frosti
og kafaldsbyl veltir maður því
stundum fyrir sér hvers vegna
maður sé í þessu starfi,“ segir Hall-
grímur.
„Strembnasta verkefnið var við
turninn á Höfðatorgi þar sem krana
var „klifrað upp“. Þá var hann fyrst
reistur í hæstu mögulegu frístand-
andi hæð og svo hækkaður eftir því
sem byggingin reis hærra og stíf-
aður af við húsið. Það er talið það
hættulegasta í þessum bransa.“
Hæstu kranar heims komast
langleiðina til himnaríkis eins og
sá sem reis við Burj Dubai, hæstu
byggingu heims í 828 metra hæð.
„Í raun eru engin takmörk á hæð
byggingakrana nema vírinn sem
verður þá svo langur og þungur að
hann skapar ójafnvægi þegar hann
er allur úti og inni,“ útskýrir Hall-
grímur.
„Byggingakranar eru sannkall-
að verkfræðiundur auk þess sem
þeir eru alls ómissandi á bygginga-
svæðum. Reyndar svo veigamiklir
að vinnan stoppar ef kraninn bilar
og varla að menn geti tekið til í kaffi-
skúrnum á meðan. Þá skilur maður
mikilvægi þess að koma krananum
sem fyrst í lag á meðan fjöldi fólks
stendur verkefnalaus á meðan.“
Eins og ormur á öngli
Himinháir byggingakranar krefjast nákvæmnisvinnu við margra tonna
hættulegt járnpúsluspil. Lofthræddir munu seint leggja starfið fyrir sig.
Hallgrímur segir um 95 prósent kranastjórnenda hérlendis stýra krönum með fjarstýr-
ingu af jörðu niðri og aðeins tvo stýra krönum úr stýrishúsum á toppi krana. MYND/GVA
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, s: 512 5432, tp. sverrirbs@365.is.
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.