Fréttablaðið - 25.08.2012, Side 50
LAUGARDAGUR 25. ágúst 2012
Starfsmenn á heimili
fyrir fatlað fólk
Starfsmenn óskast til starfa á heimilið við Túngötu 15 – 17
í Grindavík. Störfin felast í umönnun, þjálfun og aðstoð
við unga íbúa heimilisins. Um er að ræða vaktavinnu í mis-
munandi starfshlutföllum, að lágmarki 50% starf er ætlað
fagaðila með uppeldismenntun. Starfsmenn heyra undir
forstöðumann heimilisins.
Ábyrgðarsvið fagaðila:
• Faglegt starf innan heimilisins
• Umsjón með frekari liðveislu í sveitarfélaginu
Ábyrgðasvið annarra starfsmanna:
• Umönnun, þjálfun og aðstoð við íbúa
Hæfniskröfur
• Þroskaþjálfun eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í
starfi (fagaðili)
• Stuðningsfulltrúa- eða félagsliðanám æskilegt
• Reynsla af störfum með fötluðu fólki æskileg
• Góð samskiptahæfni
• Góðir skipuagshæfileikar
• Jákvæðni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Karlar
jafnt sem konur eru hvattar til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veita Guðný Sigfúsdóttir í
síma 660-7303 og Nökkvi Már Jónsson í síma 420-1100.
Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil
skal skilað rafrænt á netfangið nmj@grindavik.is.
Umsóknarfrestur er til og með 7. september nk.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Okkur vantar starfsfólk
Óskum eftir að ráða heiðarlega og trausta
starfsmenn í steypusögun og kjarnaborun.
Við leitum að fjölhæfum og metnaðar-
fullum einstaklingum sem vilja bætast í hóp
samhentra starfsmanna Sagtækni.
Allar nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn í
síma 5674262.
Umsóknir sendist á sagtaekni@sagtaekni.is
Sérkennari við Vogaskóla
Vogaskóli óskar eftir að ráða sérkennara í námsver skólans.
Um er að ræða 100% starf
Helstu verkefni
• Umsjón með nemendum í námsveri
• Ábyrgð og skipulag á teymisvinnu
• Samvinna við starfsfólk skólans og annað fagfólk
Hæfniskröfur
• Kennarapróf
• Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu með börnum með
sérþarfir
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Hafa góða samstarfsfærni og vera lausnarmiðaður
• Faglegur metnaður
• Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
Umsóknarfrestur er til 14. september 2012
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og KÍ.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu
Reykjavíkurborgar,
www.reykjavik.is/storf
Allar frekari upplýsingar gefur skólastjóri Vogaskóla,
Jónína Ólöf Emilsdóttir í síma 411 7373 eða
netfangið jonina.olof.emilsdottir@reykjavik.is
Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja í
störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það
margbreytilega samfélag sem borgin er.
Skóla- og frístundasvið
Nánari upplýsingar veitir Anna Jónsdóttir, starfsmannastjóri,
í síma 525 9803. Umsóknarfrestur er til 3. september 2012
og eru umsækjendur beðnir að senda umsókn á netfangið:
anna.jonsdottir@radissonblu.com.
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir til að leggja sig alla fram
í starfi. Viðkomandi verður að hafa ríka þjónustulund, vera útsjónarsamur, heiðarlegur, hafa
gott auga fyrir gæðum og vera tilbúin að taka þetta auka skref sem þarf til að gera gestinn
ánægðan.
Á Radisson BLU Hótel Sögu er starfað eftir alþjóðlegum stöðlum virtrar hótelkeðju,
þar er sterk liðsheild sem setur mikinn metnað í fagleg vinnubrögð.
SKRÁÐU NAFN ÞITT Á SPJALD SÖGUNNAR
Helstu verkefni:
• Samskipti við gesti
• Innritun og útritun gesta og frágangur reikninga
• Daglegt uppgjör deildar
• Símsvörun
• Eftirlit og öryggi
Menntun og hæfni:
• Góð þjónustulund
• Stundvísi
• Íslensku og enskukunnátta skilyrði,
önnur tungumálakunnátta kostur
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
• Mikil samskiptahæfni
GESTAMÓTTAKA
Laus eru til umsóknar störf fyrir gestamóttöku á næturvöktum og dagvöktum.
Helstu verkefni:
• Uppsetning og umsjón með nýju birgða-
og sölukerfi
• Innkaup
• Birgðaeftirlit
Menntun og hæfni:
• Viðskiptafræðimenntun eða önnur
sambærileg menntun
• Reynsla af birgðarkerfum
• Mikil þjónustulund og góð samskiptahæfni
• Stundvísi og sveigjanleiki
• Íslensku og enskukunnátta skilyrði
• Öguð og vönduð vinnubrögð
UMSJÓN MEÐ BIRGÐA– OG SÖLUKERFI
Leitað er eftir jákvæðum og talnaglöggum einstaklingi til að halda utan um nýtt birgða-
og sölukerfi hótelsins ásamt því að sinna innkaupum.
Helstu verkefni:
• Allur daglegur rekstur Grillsins í samvinnu
við yfirmatreiðslumann
Menntun og hæfni:
• Rík þjónustulund
• Heiðarleiki
• Íslensku og enskukunnátta skilyrði,
önnur tungumálakunnátta kostur
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
• Mikil samskiptahæfni og sveigjanleiki
GRILLIÐ – YFIRFRAMREIÐSLUMAÐUR
Vilt þú komast á toppinn? Leitað er eftir faglærðum framreiðslumanni í fullt starf fyrir
veitingastaðinn Grillið á 8. hæð Hótels Sögu.
Barþjónn - fullt starf
• Vinnutími 12:00-24:00
Morgunfjólur eða morgunherrar - 50% starf
• Vinnutími 07:00-13:00
Þjónar á kvöldvaktir - 50% starf
• Vinnutími 17:00-23:00
Þjónar í veisludeild - aukavinna
• Aðallega kvöld- og helgarvinna
FRAMREIÐSLA
Leitað er eftir þjónustulunduðum og brosmildum starfsmönnum í veitingadeild hótelsins.
Starfsmenn þurfa ennfremur að búa yfir góðri samskiptahæfni, öguðum og vönduðum vinnu-
brögðum. Íslenska og enskukunnátta skilyrði.
Radisson BLU Saga Hotel • Hagatorg • 107 Reykjavík • Ísland