Fréttablaðið - 25.08.2012, Síða 80
25. ágúst 2012 LAUGARDAGUR48 48
menning@frettabladid.is
Margrét Sara Guðjónsdóttir,
dansari og danshöfundur, er
nýlent á landinu til að heims-
frumsýna verk sitt Tilbrigð
við nánd á hinni alþjóðlegu
leiklistarhátíð Lókal. Sýnt er
í Smiðjunni á Sölvhólsgötu
13 klukkan 21 í kvöld og 17 á
morgun.
„Ég vildi gera ögrandi verk sem
kæmi endalaust á óvart, eins og sjá
má á nafni verksins. Í Tilbrigð við
nánd blanda ég saman ólíkum ele-
mentum til að halda einbeitingu
áhorfandans hundrað prósent allan
tímann,“ segir Margrét Sara um
nýjasta dansverkið sitt sem þrír
reyndir, þýskir dansarar túlka í
Smiðjunni nú um helgina. Þar segir
hún orðlausa nálægð við aðra hafa
orðið henni að yrkisefni og bendir á
sem dæmi að umgengni við mann-
grúa í neðanjarðarlestum stórborga
sé partur af daglegum veruleika
margra. „Við reynum oft að útiloka
þennan veruleika enda yrðum við
brjáluð ef við ætluðum að taka inn
alla þá strauma sem á vegi okkar
verða. En svo getur slíkt afskipta-
leysi orðið að lífsstíl þannig að við
hættum að finna fyrir fólkinu í
kringum okkur í daglega lífinu. Mig
langaði að opna fyrir þessar rásir
og þess vegna fjalla ég um nándina
í mínu verki og velti því upp hversu
mikil raunveruleg samskipti við
höfum við aðra í lífinu.“
Sýningar á Tilbrigð við nánd
(Variations on closer) eru þegar
bókaðar í Frakklandi, Noregi og Sví-
þjóð. „Það er ekki algengt að selja
verk áður en þau eru tilbúin en ég er
búin að selja þetta verk til Bordeaux
í Frakklandi sem styrkti það, segir
Margrét Sara. Velgengnin ætti þó
kannski ekki að koma henni á óvart
því síðasta verk hennar, Soft target,
hefur verið sýnt víða um Evrópu á
undanförnum tveimur árum við
afar góðan orðstír. Sólódansarinn í
því er ein af stúlkunum þremur sem
dansa í Tilbrigð við nánd.
Margrét Sara býr í Berlín og
flaug til landsins seint í fyrrakvöld.
Þá er að koma af stórri tónlistar- og
leikhúshátíð í Salzburg í Austurríki
þar sem hún dansaði aðalhlutverk í
verki Gisele Vienne og Dennis Coo-
per, This is how you will disappear,
en verkið var frumsýnt árið 2010 á
Festival D‘Avignon, stærstu og virt-
ustu leik- og danslistahátíð í Evrópu
og hefur síðan verið sýnt víða um
heim.
Að dansa sjálf í eigin verkum
segir Margrét Sara ekki henta sér
heldur einbeiti hún sér að kóreó-
VILDI GERA ÖGRANDI VERK
MARGRÉT SARA „Ég er í rauninni heima bara eina viku á ári, oftast í kringum danshá-
tíðir í ágúst eða september,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HEIÐURSLISTAMAÐUR Í BORDEAUX
Margrét Sara hefur verið valin heiðurslistamaður frönsku danslistahátíðar-
innar Les Grandes Traversees í Bordeaux 2013. Þar verður hún andlit þeirrar
hátíðar, mun sýna verk eftir sig og velja inn á hátíðina. „Ég fæ algerlega
að hanna hátíðina það árið. Það verður skemmtilegt verkefni. Gaman að
horfa á alls konar verk út frá þeim möguleika að geta boðið þeim. Ég fer á
margar sýningar í Berlín og svo ferðast ég líka mikið á hátíðir með mín eigin
verk. Einnig hef ég farið út um allan heim með Gisele Vienne sem er dálítil
stjarna og vann fyrir nokkrum dögum „The young directors festival price“. Ég
gæti búið til margar hátíðir með öllu því flotta fólki sem ég hef hitt.“
grafíunni í þeim. „Dansari er svo
upptekinn af því að kafa inn í dans-
efnið og túlka það en kóreógra-
fer verður að hafa góða yfirsýn og
halda utan um alla framkvæmdina.
Það er gott að halda þessu aðskildu.“
Um vikulanga heimsókn er að
ræða hjá Margréti Söru að þessu
sinni. „Ég er í rauninni heima bara
í eina viku á ári, oftast í kringum
danshátíðir í ágúst eða septem-
ber,“ segir hún. „Það er svo erfitt
að plana frí þegar maður er í svona
frílansbransa. Ég kom stundum
heim um jólin en er hætt því, það
er svo mikið að gera hjá öllum við
að upplifa jólin á einhvern sérstak-
an hátt samkvæmt hefðum.“ Spurð
hvort hún sé fjölskyldumanneskja
svarar hún: „Ég á bara mann, hol-
lenskan mann og við eigum heimili
í tveimur löndum. Ég bý mestmegn-
is í Berlín en við eigum hús í Rotter-
dam líka. gun@frettabladid.is
SKEYTI Í NÝLÓ Tónleikar og kynning á vegum Skála, miðstöðvar fyrir hljóðlist og tilraunakennda
tónlist, verða haldnir í Nýlistasafninu í kvöld klukkan níu. Spiluð verða verk eftir innlenda tónlistarmenn
en þar að auki mun hinn pólskættaði tónlistarmaður, Konrad Korabiewski, flytja verkið Skeyti sem unnið
var fyrir Europe – a sound panorama og mun verða gefið út í haust á vegum Skála.
FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20
2. sýn: Föstudaginn 26. október
3. sýn: Laugardaginn 27. október
4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember
5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember
6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember
Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is
WWW.OPERA.IS
Bækur ★★★ ★★
Forsetinn er horfinn
Anne Holt
Salka
Góð frásögn af flókinni
fléttu
Anne Holt er í hópi virtustu glæpasagnahöfunda
Norðurlanda og á bókinni Forsetinn er horfinn
má glöggt sjá af hverju það er. Hún er lunkin við
að teikna upp flókna fléttu sem, með örfáum hnökrum, er um leið trú-
verðug. Þá lætur henni vel að vinda fram ólíkum sögum sem renna saman
við lausn málsins, en slíkt er nánast orðin krafa í glæpasögum nútímans.
Í þessari bók segir frá fyrstu opinberu heimsókn fyrsta kvenforseta
Bandaríkjanna og verður Noregur fyrir valinu. Fylgst er með forsetanum
sjálfum og heimamönnum sem þurfa að takast á við gæsluna. Inn í
frásögnina fléttast sögur úr ólíkum heimshornum sem augljóslega tengjast
því atviki að forsetinn hverfur. Með því er ekki verið að eyðileggja neitt
fyrir lesendum, en þýðandi bókarinnar, sem heitir Presidents valg á frum-
máli, leiðir lesendum strax í titlinum fyrir sjónir að forsetinn muni hverfa.
Þýðing Solveigar Brynju Grétarsdóttur er góð og sagan líður vel áfram.
Anne Holt er fínasti rithöfundur. Ýmis atriði í fléttunni eru heldur ótrú-
verðug, en það kemur í raun ekki að sök, sagan er góð. Persónusköpun
er með ágætum, þó vissulega sé fókusinn fullmikið á vandamál söguhetj-
anna. Það er reyndar lenska í glæpasögum, íslenskum sem erlendum, og
á stundum mætti beina sjónum meira að framvindu sögunnar og minna
að heimilisvandræðum.
Forsetinn er horfinn er góð glæpasaga og veltir upp ýmsum spurningum
um valdastöðu í heiminum, mismunandi viðbrögð ríkja við áföllum og
alþjóðapólitík. Ekki skemmir spennandi söguþráðurinn fyrir.
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Niðurstaða: Góð spenna er byggð upp í flókinni fléttu sem að mestu
gengur upp.
Baldvin Einarsson opnar sína
fyrstu einkasýningu á morgun
klukkan 16.00. Sýningin, sem ber
heitið (a), er haldin í sýningarrým-
inu Kunstschlager, Rauðarárstíg
1. Á sýningu þessari ber ýmislegt
fyrir sjónir, svo sem líkama, tákn
og leik segir í tilkynningu. „Áhorf-
andanum er svo boðið að spekúlera
um hinar ýmsu tengingar og lík-
ingar en það má með sanni segja
að snertifletir verkanna á þessari
sýningu séu ófáir.“
Sýningin stendur yfir til 15.
september.
(a) í Kunstshclager
BALDVIN EINARSSON Fyrsta einkasýning
hans verður opnuð í dag.
30 listamenn koma fram á lista-
kvöldinu Vinnslunni sem fram
fer í þriðja sinn í Norðurpólnum
í kvöld. Vala Ómarsdóttir, ein af
listrænum stjórnendum Vinnsl-
unnar, segir hugmyndina að
Vinnslunni eiga rætur sínar að
rekja til reynslu hennar og hinna
þriggja aðstandenda Vinnslunn-
ar til sambærilegs viðburðar í
London, Shumpt. „Listamenn
sækja um að taka þátt í Vinnsl-
unni og svo koma þeir saman og
setja upp verk í öllum Norður-
pólnum. Verkin eru af ýmsu tagi,
tónleikar, listaverk, leik- og dans-
sýningar svo eitthvað sé nefnt.
Áhorfendur þurfa bara mæta og
njóta,“ segir Vala en auk hennar
standa þau Guðmundur Ingi Þor-
valdsson, María Kjartansdóttir og
Birgir Hilmarsson að uppákom-
unni. „Við stóðum fyrir fyrsta
kvöldinu í vor og það gekk mjög
vel og listamönnum sem taka þátt
fer sífellt fjölgandi.
Dagskráin hefst klukkan hálf-
átta í kvöld og stendur til eitt í
nótt. Vala segir hægt að mæta
hvenær sem er og fylgjast með.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur.
30 listamenn sýna
Í VINNSLUNNI Áhorfendur geta fylgst
með margvíslegum listviðburðum í
Vinnslunni í kvöld rétt eins og á fyrri
Vinnslukvöldum í sumar.