Fréttablaðið - 25.08.2012, Síða 83
LAUGARDAGUR 25. ágúst 2012 51
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Sunnudagur 26. ágúst 2012
➜ Leiklist
21.00 Ferðaleikhúsið að Baldursgötu
37 sýnir nýja uppfærslu á Light Nights.
Þjóðsögur og margvíslegt íslenskt efni
er á dagskránni sem er flutt á ensku.
Aðgangseyrir er kr. 2.000 og 1.500 fyrir
börn 6 til 16 ára.
➜ Opið Hús
13.00 Bærinn Krókur á Garðaholti í
Garðabæ er opinn á sunnudögum í
sumar. Krókur er lítill bárujárnsklæddur
burstabær. Hann er staðsettur ská á
móti samkomuhúsinu á Garðaholti
og stutt frá Garðakirkju. Aðgangur er
ókeypis.
➜ Dansleikir
20.00 Dansleikur Félags eldri borgara
í Reykjavík verður haldinn að félags-
heimili þeirra Stangarhyl 4. Danshljóm-
sveitin Klassík leikur létta danstónlist.
Aðgangseyrir fyrir félaga FEB í Reykjavík
er kr. 1.500 en kr. 1.800 fyrir aðra gesti.
➜ Tónlist
14.00 Owls of the Swamp frá Ástr-
alíu, Elliot Rayman frá Bandaríkjunum
og hljómsveitin The Friday Night Idols
koma fram í verslun 12 Tóna við Skóla-
vörðustíg.
16.00 Hljómsveitin Melchior heldur
stutta og kósý tónleika á Gljúfrasteini.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
17.00 Lokatónleikar Classical Concert
Company Reykjavík í Kaldalóni Hörpu.
Fjölmargir listamenn flytja íslenskar ein-
söngsperlur og þjóðlög.
20.00 Melodica Festival verður haldin
á Café Rosenberg. Ýmsir flytjendur.
21.00 Hljómsveitirnar Grísalappalísa
og Skelkur í bringu halda tónleika á
Hemma og Valda. Grísalappalísa er ný
hljómsveit sem þarna spilar á sínum
fystu tónleikum. Aðgangur er ókeypis.
22.00 10 manna brasssveitin The What
Cheer? Brigade frá Providence í Banda-
ríkjunum spilar á Faktorý.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Niður með puntið!
Bíó ★★★★ ★
Leikstjórn: Mark Andrews,
Brenda Chapman
Leikarar: Kelly Macdonald, Billy
Connolly, Emma Thompson,
Robbie Coltrane, Julie Walters,
Kevin McKidd, Craig Ferguson
Disney-samsteypan hefur smjaðrað
fyrir kóngafólki lengur en elstu menn
muna. Óraunhæfar prinsessufant-
asíur ungra stúlkna eiga nær undan-
tekningarlaust rætur sínar að rekja að
einhverju eða öllu leyti til barnaefnis
sem merkt er Disney, þó vissulega
eigi það oft og tíðum lengri sögu.
Nýjasta afurð fyrirtækisins (og
dótturfélagsins Pixar) er hin tölvu-
teiknaða Brave, og segir hún frá
ungri prinsessu í Skotlandi til forna.
En hér hefur verið hrist rækilega upp
í formúlunni og hin konungborna
aðalpersóna er bæði óhefluð og upp-
reisnargjörn. Hún gefur skít í „dömu-
fræði“ móður sinnar, kærir sig ekki
um neinn af vonbiðlum sínum, og
eyðir mestöllum tíma sínum í bog-
fimi og hangs. Hún biður norn um að
leggja álög á móður sína, rétt til þess
að mýkja hana upp, en ekki vill betur
til en svo að þeirri gömlu er breytt í
skógarbjörn.
Brave er mikið sjónarspil eins
og flest sem frá Pixar kemur, og þó
söguþráðurinn virki ófrumlegur við
fyrstu sýn er nálgunin augljóslega
óhefðbundin séu hin femínísku gler-
augu sett upp. Það er nánast eins og
Disney-bákninu finnist það skulda
heiminum afsökunarbeiðni vegna
prinsessusnobbsins í gegnum tíðina,
og viti menn, hin rytjulega og ódann-
aða Merida sem hér er fylgst með er
langflottasta kvenpersóna sem sést
hefur í teiknimynd lengi.
Húmorinn er ekki langt undan og
oftar en ekki er hann á kostnað kelt-
neskra staðalímynda. Hér eru flestir
rauðbirknir, uppstökkir og illa tenntir,
kumpánlegir en helst til háværir.
Sagan um bjarndýrið fær kannski
helst til mikið pláss miðað við hversu
seint hún fer af stað. Til að byrja með
hélt ég að hún yrði nokkurra mínútna
útúrdúr frá Meridu og vonbiðlunum,
en smám saman tekur hún alfarið
yfir. Skemmtilegt fyrir þau yngstu en
við stóru börnin viljum frekar meira af
berrössuðum Skotum á fylleríi.
Brave er samt glæsileg. Vinsældir
bleiku puntprinsessunnar er sam-
félagsmein sem hefur fylgt okkur allt
of lengi. Skemmtilega kaldhæðnislegt
væri ef Disney ætti á endanum þátt í
að frelsa okkur frá því. Er ég kannski
of bjartsýnn? Haukur Viðar Alfreðsson
Niðurstaða: Fyndin, flott og femínísk
skemmtun fyrir unga sem aldna.
Laugardagur 25. ágúst 2012
➜ Tónleikar
21.00 Söngkonan Jussanam da
Silva heldur tónleika með Agnari Má
Magnússyni í Tónlistarskóla Árnesinga
á Selfossi.
➜ Leiklist
21.00 Ferðaleikhúsið að Baldursgötu
37 sýnir nýja uppfærslu á Light Nights.
Þjóðsögur og margvíslegt íslenskt efni
er á dagskránni sem er flutt á ensku.
Aðgangseyrir er kr. 2.000 og 1.500 fyrir
börn 6 til 16 ára.
➜ Sýningar
14.00 Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar
myndlistarsýninguna Info í nýju hús-
næði Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri.
23.00 Árleg flugeldasýning verður
haldin á Jökulsárlóni. Aðgangseyrir er
kr. 1.000 og rennur hann óskiptur til
Björgunarfélags Hornafjarðar. Sætaferðir
verða frá Höfn.
➜ Hátíðir
14.00 Beikonhátíð verður haldin á
Skólavörðustígnum. Allir velkomnir og
þátttaka ókeypis. Beikonsmakk í boði,
ýmis beikonlist og almenn beikon-gleði.
Hátíðin stendur til klukkan 17.
➜ Tónlist
11.30 Agnar Már Magnússon spilar
á flygil í Hörpu í tilefni af Jazzhátíð
Reykjavíkur.
14.00 Xenia Kriisin frá Svíþjóð, hin
bandaríska The Anatomy of Frank og
Myrra Rós koma fram í verslun 12 Tóna
við Skólavörðustíg. Tónleikarnir eru
haldnir í tilefni af tónlistarhátíðinni Mel-
odica Acoustic Festival.
17.00 Lilja Guðmundsdóttir sópran,
Fjölnir Ólafsson baritón, Ásta María
Kjartansdóttir sellóleikari og Ingileif
Bryndís Þórsdóttir flytja íslenskar ein-
söngsperlur í Kaldalóni Hörpu.
20.00 Melodica Festival verður haldið
á Café Rosenberg. Ýmsir flytjendur.
21.00 Eivör heldur útgáfutónleika á
Græna Hattinum, Akureyri.
22.00 Andrea Gylfadóttir og Bíóbandið
halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da
Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.500.
23.00 Hljómsveitin Árstíðir og banda-
ríski tónlistarmaðurinn Kyle Woolard
halda tónleika á Bar 11 við Hverfisgötu
18 í Reykjavík.