Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2012, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 25.08.2012, Qupperneq 84
25. ágúst 2012 LAUGARDAGUR52 52 popp@frettabladid.is Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur verið áberandi upp á síðkastið. Hverjir myndu leika hvern í kvikmynd um ævi þessa umdeilda manns? Ali, Nixon, J. Edgar, The Queen og nú síðast The Iron Lady eru dæmi um Hollywood-myndir sem fjalla um þekkt fólk. Orðrómur hefur verið uppi um að nokkrir framleið- endur séu að undirbúa kvikmyndir um vefsíðuna Wikileaks og fólkið í kringum hana. Af nógu er af taka þegar lífshlaup forsprakkans Juli- ans Assange er annars vegar. Hann hefur verið mikið í fréttum und- anfarið, enda vill hann sig hvergi hreyfa úr sendiráði Ekvadors í London af ótta við framsal til Sví- þjóðar þar sem hann hefur verið kærður fyrir nauðgun. Þaðan óttast hann að verða framseldur til Banda- ríkjanna þar sem hann gæti fengið þungan fangelsisdóm. Hverjir myndu leika hvern ef gerð yrði Hollywoodmynd um Ass- ange? Að sjálfsögðu myndu Íslend- ingar koma við sögu, þar á meðal Kristinn Hrafnsson, talsmað- ur Wikileaks, Birgitta Jónsdóttir alþingismaður, sem hefur starfað sem sjálfboðaliði fyrir Wikileaks, og innanríkisráðherrann Ögmundur Jónasson sem hefur þurft að tjá sig um málefni Birgittu og Wikileaks. Baltasar Kormákur hlýtur að vera efstur á blaði þegar kemur að leikstjórn, enda er hann þegar reyndur úr Hollywood og veit nákvæmlega hvað til þarf til að mynd sem þessi slái í gegn. - fb Persónur og leikendur í kvikmynd um Assange JAFNALDRAR Þó nokkur líkindi eru með Assange og enska leikaranum Paul Bett- any, auk þess sem þeir eru jafnaldrar, eða 41 árs. NORDICPHOTOS/GETTY SILFURREFIR Gráhærði hjartaknúsarinn ætti auðvelt með að bregða sér í hlutverk talsmanns Wikileaks. ÍSLANDSVINIR Eiginkona Pauls Bettany er vel kunnug Íslandi eftir að hafa leikið í Noah. HARÐJAXLAR Líkindin með harðjaxlinum Keitel og Ögmundi, sem kallar heldur ekki allt ömmu sína, eru augljós. ★★★ ★★ Dætrasynir Á ferð og flugi Útgefandi: Blokkin Stundargaman Dætrasona Dætrasynir er tríó skipað Baldri Ragnarssyni sem einnig er meðlimur í Skálm- öld, Ljótu hálfvitunum og Innvortis, Lofti S. Loftssyni úr hljómsveitinni Hraun og Flosa Þorgeirssyni úr ofursveitinni Ham. Þeir semja allt efni fyrstu plötunnar sinnar, Á ferð og flugi, nema lokalagið sem er ný útgáfa af Gullinu á Raufarhöfn, en það er gamall erlendur rokk-slagari með texta eftir Þorstein Eggertsson sem Lúdó og Stefán gerðu vinsælan einhvern tíma á síðustu öld. Tónlist Dætrasona er léttleikandi sambland af kántrí, rokkabillýi og poppi. Textarnir, sem fjalla flestir um kvennafar, eru mjög húmorískir og skemmti- legir. Platan ber nafn með rentu. Dætrasynir eltast við stelpur úti um allt land; Brú í Hrútafirði, Stykkishólmur, Heimaey, Bolungarvík, Staðastaður, Hallormsstaðaskógur og meira að segja Öskjuvatn eru allt sögusvið texta, að ógleymdri Sundahöfninni. Þetta er létt og hress plata. Lögin eru mörg ágæt, en önnur eru síðri. Dætrasynir eru greinilega fyrst og fremst að hugsa um að skemmta sjálfum sér (og öðrum), og það tekst ágætlega, þó að platan risti ekki djúpt. Ekki frekar en annað stundargaman. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Dætrasynir skemmta sjálfum sér – og öðrum. ÓVINIR Á TÖKUSTAÐ Áströlsku leikararnir Hugh Jackman og Russell Crowe eru ekki góðir vinir ef marka má fréttir. Leikararnir vinna saman við gerð Les Miserables og rífast víst eins og hundur og köttur. „Þeir neita að vera í sama herbergi og það er martröð að vera í kringum þá,“ hafði Star Magazine eftir heimildarmanni. „Helsti draumurinn er að gefa út sjötommu, eða tveggja laga plötu. Það er útgáfuformið fyrir þessa tónlist,“ segir Ásmundur Svavar Sigurðsson í borgfirsku hljóm- sveitinni Brimsteinar. Með Ásmundi Svavari í sveit- inni er bróðir hans Jakob Grétar en þeir eru frá Varmalæk og spila einnig með progg-sveitinni Eld- berg sem gaf út sína fyrstu plötu í fyrra. Þriðji meðlimurinn er Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Brekku- koti. Brimsteinar spila svokallaða brim-tónlist og helstu áhrifavald- ar eru The Ventures, Dick Dale og The Shadows. Fáar íslenskar brim-sveitir hafa starfað hér hin síðari ár. Helst má nefna hljóm- sveitina Brim með Curver Thor- oddsen. Brimsteinar tóku upp tvö ný myndbönd fyrir skömmu á sólar- ströndinni Langasandi á Akranesi og skelltu þeim á síðuna Youtube. Bæði lögin eru eftir belgíska tón- listarmanninn Django Reinhardt. Útlitið á strákunum er undir áhrifum frá sjöunda áratugnum þegar brim-tónlist naut mikilla vinsælda. En hvaðan koma þess- ir flottu búningar? „Ég vil þakka Gísla Árnasyni, formanni Karla- kórsins Heimis fyrir þá. Hann lánaði okkur þessa jakka,“ segir Ásmundur Svavar, sem skemmtir sér vel með Brimsteinum. „Þetta er gífurlega gaman og mikill létt- leiki sem fylgir þessu.“ - fb Sveitamenn spila brimbrettatónlist BRIMSTEINAR Ásmundur Svavar, Jakob Grétar og Helgi Eyleifur skipa hljómsveitina Brimsteina. „Við höfum enn þá mjög gaman af þessu,“ segir Gunnar Bjarni, gítar- leikari Jet Black Joe. Rokksveitin fagnar tuttugu ára afmæli sínu með tónleikum í Íslensku óperunni (Gamla bíói) 31. ágúst. „Hugmyndin með því að spila í Gamla bíói er að þang- að kemur frekar fólk sem er ekki að fara mikið á skemmtistaði eða böll. Þetta er kannski aðeins annar markhópur,“ segir Gunnar Bjarni. „Fólkið sem hlustar á okkur virð- ist spanna tvær til þrjár kynslóðir sem grípa annaðhvort í endann eða upphafið á þessu.“ Flutt verða öll bestu lög Jet Black Joe ásamt nýju efni sem er væntanlegt á safnplötu sem kemur út í október. Gunnar Bjarni lofar hörkustemningu. Sveitin er í góðu formi enda hefur hún spilað víða að undanförnu, meðal annars á Ísafirði, Hvammstanga, í Reykja- vík og Vestmannaeyjum. Jet Black Joe hefur tvisvar sinn- um fengið sjötíu þúsund króna sekt fyrir að spila of hátt en Gunnar Bjarni segist ekki ætla að láta reglugerðavirki ESB stjórna því hversu hátt rokktónlist sé spil- uð. „Þeir sem eru með mjög við- kvæma heyrn geta bara mætt með eyrnatappa og fengið sérhönnuð sæti með öryggisbeltum í Gamla bíói.“ Miðaverð á tónleikana er 3.900 kr. og að sögn Gunnars Bjarna eru örfáir miðar eftir. - fb ESB stjórnar ekki 20 ÁRA Rokkararnir í Jet Black Joe fagna tuttugu ára afmæli sínu 31. ágúst. Ungbarnasund Námskeiðið hefst 5. febrúar nk. í Árbæjarlaug. Sunddeild Ármanns Barnasund Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára hefst laugardaginn 15. janúar nk. í Árbæjarskóla Innritun virka daga frá kl. 17:00 og um helgar frá kl. 13:00 í síma 557-6618 (Stella) og Eygló í síma 866-0122 i ið hefst 1 s ptember 2012 í Árbæjarlaug. Innritun virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00 í síma 557-6618 Stella, stella.gunnars@gmail.com stella.gunnarsdottir@reykjavik.is Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára hefst laugardaginn 15. september nk. í Árb jarskóla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.