Fréttablaðið - 25.08.2012, Side 85

Fréttablaðið - 25.08.2012, Side 85
LAUGARDAGUR 25. ágúst 2012 53 Bíó ★★★ ★★ The Expendables 2 Simon West Leikarar: Sylvester Stallone, Jason Statham, Yu Nan, Jean-Claude Van Damme, Dolph Lundgren, Terry Crews, Arnold Schwarzenegger, Bruce Willis Árið 2010 safnaði hinn hálfsjötugi Sylvester Stallone saman mörgum af þrútnustu sláturkeppum hasar- myndanna og tróð þeim öllum í hina misheppnuðu The Expenda- bles. Þrátt fyrir að innihalda aðeins brotabrot af því fjöri sem hún lofaði sló myndin rækilega í gegn, og nú er að sjálfsögðu komin framhaldsmynd. Að þessu sinni er söguþráðurinn jafnvel þynnri, en líkt og í fyrri myndinni fjallar framhaldið um fullt af brjáluð- um gamlingjum að drepa fullt af öðrum brjáluðum gamlingjum. Munurinn er hins vegar sá að nú er betri leikstjóri við stjórnvölinn og léttleikinn fær að ráða ríkjum. Persónusköpun fyrri myndarinn- ar var fyrir neðan allar hellur, meira að segja á mælikvarða B- klassa hasarmynda, en æðaberu ofurmennin fá úr meiru að moða í þetta sinn. Líklega hefur það verið meðvituð ákvörðun að hafa sögu- þráðinn á leikskólastigi til að búa til meira pláss fyrir grín og glens, og til að hver persóna fyrir sig fái að njóta sín betur. Fyrri myndin var nefnilega merkilega húmors- laus og sumir jötnanna urðu hálf ósýnilegir, enda margir að berjast um sviðsljósið. En þó hér séu ýmis mistök for- verans leiðrétt er margt sem betur mætti fara. Myndatakan er afar furðuleg og oft breytist áferðin í miðju atriði. Nærmynd ef til vill pixluð og gróf (og jafnvel úr fókus) en í næsta skoti er allt komið í gljá- fægða háskerpu. Tölvugerða blóðið er enn til staðar og ég þverneita að trúa því að einhverjum finnist það flott. Þá verður það svolítið þreyt- andi til lengdar hvað mikið er gert úr því „hver birtist næst“. Dæmi um þetta er örhlutverk Chucks Norris, en hann gæti eins verið að sýna kjól á tískusýningu. Hann gengur inn, snýr sér, og gengur aftur út. Í svona mynd skiptir þó mestu máli að hasarinn sé í lagi, og það er hann svo sannarlega hér. Sem fyrr er það Íslandsvinurinn Dolph Lundgren sem stelur sen- unni, Stallone og Statham smella betur saman en áður, Terry Crews á nokkur góð atriði og Schwarze- negger reytir af sér brandarana. Sumir eru fyndnir, aðrir dansa á línu pínlegheitanna. Þá átta ég mig ekki alveg á því hvert Stallone er að fara með alpahúfuna og yfir- skeggið. Verður hann með líru- kassa og lítinn apa í mynd númer þrjú? Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Engin meistarasmíð, en talsvert betri en fyrri myndin. Betri en forverinn Leikkonan Gwyneth Paltrow hyggst opna veitingastað í Los Angeles. Staðurinn mun sérhæfa sig í spænskri matargerð og mun kokkurinn Mario Batali reka stað- inn ásamt leikkonunni. Paltrow heldur úti veftíma- ritinu Goop þar sem hún fjallar meðal annars um mat og matar- gerð. Batali er sagður hafa ýtt undir mataráhuga leikkonunnar enn frekar. Opnar veitingastað Í VEITINGAREKSTUR Gwyneth Paltrow hyggst opna spænskan veitingastað í Los Angeles. NORDICPHOTOS/GETTY Styrkir Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/styrkir Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsókn- um um styrki vegna starfsemi á árinu 2013. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til sam starfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstak linga um uppbyggilega starfsemi og þjón- ustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangs röðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: • félags- og velferðarmála • skóla- og frístundamála • íþrótta- og æskulýðsmála • mannréttindamála • menningarmála Á vefsíðunni www.reykjavik.is/styrkir er hægt að sækja um og finna leiðbeiningar um umsóknar ferli. Einnig er þar að finna reglur um styrkveitingar og nánari upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum málaflokkum. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. og eru einungis teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Við mat á umsóknum munu reglur Reykjavíkurborgar um styrki og mannréttindastefna Reykjavíkurborgar vera höfð til hliðsjónar. Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. Þá eru styrkir alla jafna hvorki veittir til kaupa á húsnæði né til greiðslu fasteignagjalda. Umsóknir verða metnar með hliðsjón af eftirfarandi: • markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að þeim verði náð • hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf • hvort unnt sé að meta framvindu verksins • hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem styrk hafa hlotið uppfylli lágmarkskröfur • væntanlegum árangri og ávinningi fyrir umrædda starfsemi • fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra fjármögnun sem einnig skal fylgja umsókn Styrkumsókn felur í sér að umsækjendur undir- gangast ákvæði reglna Reykjavíkurborgar um styrki. Gert er ráð fyrir að úthlutun nefnda og ráða verði lokið í ársbyrjun 2013. h u n a n g ·s Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má senda á netfangið styrkir@reykjavik.is More information: styrkir@reykjavik.is Wiecej informacji: styrkir@reykjavik.is Reykjavík City grants Granty Miasta Reykjavík Vegna breyttra aðstæðna eiganda er sólbaðstofa í góðum rekstri og vel búin tækjum fáanleg. Árstekjur yfir 30 milljónir og góður hagnaður. H a u ku r 0 7 .1 2 Áhugasamir aðilar vinsamlega hafið samband við gunnar@kontakt.is eða brynhildur@kontakt.is með tölvupósti eða í síma 414 1200. Við bjóðum 20% af bíómiðanum og meira popp og gos Þegar þú greiðir með Stúdentakorti Íslandsbanka í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri færðu stórt gos og popp á verði miðstærðar og 20% afslátt af bíómiðanum – alla daga. Sjáðu nánari upplýsingar um námsvild á islandsbanki.is *Afslátturinn gildir hvorki með öðrum tilboðum né á sýningar í lúxussölum. Við bjóðum góða þjónustu www.facebook.com/ Islandsbanki.Namsmenn ÞÚSUNDIR MYNDBANDA FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.