Fréttablaðið - 25.08.2012, Page 87

Fréttablaðið - 25.08.2012, Page 87
LAUGARDAGUR 25. ágúst 2012 55 sér stað 1988. Þá veifaði hann hlaðinni byssu í skrifstofuhúsnæði sínu og krafðist þess að fólkið þar hætti að nota salernin hans. Eftir að hafa verið eltur í bíl af lögregl- unni í gegnum tvö ríki Bandaríkj- anna var hann loksins handsamað- ur. Síðar kom í ljós að hann hafði notað eiturlyfið PCP sem veldur ofskynjunum. Tíu dagar í Tókýó Bítillinn fyrrverandi Paul McCart- ney þurfti að dúsa í tíu daga í fang- elsi í Tókýó í Japan 1980 eftir að hafa verið handtekinn á flugvell- inum í Tókýó með marijúana í far- angri sínum. Hann átti yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi en slapp vel. Honum var vísað úr landi og var bannað að snúa aftur til Jap- ans. Hann sneri samt aftur til eyj- arinnar og hélt þar tónleika en ekki fyrr en tíu árum síðar. Ein nótt í fangelsi Rollingarnir Mick Jagger og Keith Richards þurftu að dúsa í eina nótt í Brixton-fangelsinu á Eng- landi árið 1967 vegna eiturlyfja- misferlis. Daginn eftir var þeim sleppt lausum gegn tryggingu. Jagger var síðar dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa dóp í fórum sínum og Richards var dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að leyfa kannabisreykingar á heimili sínu. Dómarnir þóttu alltof strangir og voru þeir felldir niður eftir að málinu var áfrýjað. GARY GLITTER PETE DOHERTY JA G G ER O G R IC H A R D S LIL WAYNE Katy Perry og John Mayer eru hætt að hittast ef marka má frétt Us Weekly. Parið átti í mánaðar- löngu sambandi og segir sagan að Mayer hafi ákveðið að slíta sam- bandinu. „Katy er miður sín. Hún lætur eins og sambandið hafi ekki verið alvarlegt, en er mjög sár,“ segir heimildarmaður blaðsins. Fyrst sást til Perry og Mayer saman þann 19. júní þegar þau snæddu saman kvöldverð á veit- ingastaðnum Soho House í Holly- wood og síðast sást til þeirra í sundlaugarveislu í byrjun mán- aðarins. Aftur á lausu Á LAUSU Katy Perry er hætt að hitta söngvarann John Mayer. NORDICPHOTOS/GETTY gr af ik a. is 12 AUGLÝSING UM INNTÖKU NÝNEMA Í LÖGREGLUSKÓLA RÍKISINS   Auglýst er eftir hæfum umsækjendum til að stunda almennt lögreglunám við grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins.   Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2012.   NÁMIÐ Námið skiptist í bóknám og starfsnám og hefst í janúar 2013. Það stendur yfir í a.m.k. tólf mánuði og þar af verður starfsnám í lögreglu ríkisins a.m.k. fjórir mánuðir.   RÉTTINDI SEM NÁMIÐ VEITIR Hver sá sem lýkur almennu lögreglunámi með fullnægjandi árangri er hæfur til að sækja um laus störf lögreglumanna í lögreglu ríkisins. Hann þarf að uppfylla skilyrði lögreglulaga, sbr. einnig reglugerðar nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglunnar, til að geta hlotið skipun til slíkra starfa til fimm ára í senn.   AÐ HVERJUM ER LEITAÐ Lögreglustarfið er um margt spennandi og krefjandi vettvangur fyrir dugandi fólk enda eru líklega ekki gerðar jafn fjölþættar kröfur til umsækjenda um mörg önnur störf. Gerð er krafa um lágmarks menntun en einnig gott andlegt og líkamlegt atgervi því í lögreglustarfinu reynir á ýmsa ólíka eiginleika þeirra sem því sinna. Reyndin er sú að umsækjendur hafa fjölbreyttan bakgrunn og lögreglan hefur gegnum tíðina fengið til liðs við sig afbragðs starfsfólk með t.d. iðnmenntun og aðra fagmenntun, auk þess sem háskólamenntuðum hefur fjölgað á síðustu árum. Þá er góður kostur að hafa fjölþjóðlega reynslu. Leitað er að skynsömum, jákvæðum, hraustum og reglusömum konum og körlum sem eiga auðvelt með mannleg samskipti.   NÁNARI UPPLÝSINGAR Upplýsingar um inntökuskilyrði, námið, feril umsókna, inntökupróf, umsóknar- eyðublöð, læknisvottorð og handbók valnefndar er að finna á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir Lögregluskóli ríkisins - Inntaka nýnema.   Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur V. Snævarr formaður valnefndar í síma 577-2200.   24. ágúst 2012.   RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDÖGUM Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu 30. ágúst | kl. 8:30 | Borgartúni 27 Kynntar verða niðurstöður könnunar KPMG á þeim áhrifum sem fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á gistingu mun hafa. Innan ferðaþjónustunnar gilda flóknar reglur um virðisaukaskatt og misjafnt hvort aðilar innan hennar eru í virðisaukaumhverfi eða ekki. Skráning og nánari upplýsingar á kpmg.is STÖÐUGT NÝJAR FRÉTTIR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.