Fréttablaðið - 18.08.2012, Page 1
Helgarblað
VIÐSKIPTI Framboð á íslenskum
málverkum hefur aukist mjög á
síðustu árum. Um leið hafa mál-
verkin hríðfallið í verði og dæmi
eru um að verið sé að selja verk á
uppboðum fyrir einungis helming
af verðmati.
Eitthvað er um að efnafólk
fjárfesti í dýrari málverkum, en
að sögn Tryggva Friðrikssonar,
eins eigenda Gallerís Foldar, er
það ekki nægilega mikið og mun
minna en fyrir árið 2008. „Fólk er
vissulega að selja málverkin sín í
mun meiri mæli,“ segir Tryggvi.
„En það er alltaf skortur á úrvals-
málverkum. Þau seljast fyrr og
verðið á þeim hefur ekki lækkað.“
Með úrvalsmálverkum er til
dæmis átt við listaverk eftir
„gömlu meistarana“ eins og
Kjarval, Ásgrím Jónsson, Svav-
ar Guðnason, Louisu Matthías-
dóttur, Gunnlaug Scheving, Guð-
mundu Andrésdóttur og fleiri.
Sum verk eftir þau geta selst á
meira en fjórar milljónir króna
í dag.
Gallerí Fold hefur staðið fyrir
uppboðum á málverkum á netinu
í eitt ár og segir Tryggvi það hafa
breytt miklu. Á síðasta ári seldi
galleríið 1.600 myndir á uppboð-
um, þar af 600 á netinu. Árið 2010
voru um þúsund myndir seldar,
einungis á beinum uppboðum.
„Netið hefur breytt markaðnum
alveg rosalega, það er ótrúlegt,“
segir hann. „Maður af gamla
skólanum eins og ég hafði enga
trú á því að það munaði svakalega
miklu að hafa netið.“
Þá hefur dregið mjög úr beinni
sölu í galleríum. „Það er bara brot
af því sem það var fyrir hrun og
mjög hægur bati þar á.“
Viktor Smári Sæmundsson, eig-
andi listaverkasölunnar Stúdíós
Stafns, tekur undir orð Tryggva
og segir sölu á dýrari verkum
hafa dregist verulega saman
eftir hrun, þó hún hafi verið að
glæðast undanfarna mánuði. Þá
sé framboð á ákveðnum verkum
orðið mun meira, sem verði til
þess að þau falla í verði.
„Fólk hefur verið að tína allt til
og endurmeta hvað það á og skoða
hvað það á til að koma því í verð,“
segir Viktor. „En það er oft verið
að láta þessi verk fara á hálfvirði
miðað við matsverð. Ef menn ætla
að eignast gott listaverkasafn
verða þeir að hafa auga fyrir því
sem heldur sér í verði. Oft þarf
næmt auga eða sérfræðing í það.“
Viktor tekur einnig eftir ann-
arri breytingu sem átti sér stað við
hrunið er varðar listaverk og sölu.
„Fólk hugsar betur um listaverk-
in sín og vill halda þeim heilum.
Það er mikið meira að gera í við-
gerðum á verkum,“ segir hann.
„Fólk hugsar betur um hlutina
sína og vill að þeir séu í lagi. Ætli
það sé ekki eitt af því jákvæða við
hrunið.“
- sv
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
18. ágúst 2012
193. tölublað 12. árgangur
Við skutlum Júlíu heim
Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Birtingur treystir okkur fyrir
öruggri dreifingu á Júlíu
Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Birtingur treystir okkur fyrir
öruggri dreifingu á Júlíu
100Mb/s internet
fyrir 1.995 kr.
hringdu.is/ljos
3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu
Háskólar l Fólk l Atvinna
atvinna
Allar
atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.is
Sölufulltrúar
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441
Við erum á fullri ferð!
Bílabúð Benna hefur þjónað bílaáhugamanninum í 37ár
Sölumaður á heildsölusviði á hjólbörðum
Starfssvið:
Hæfniskröfur:
Bifvélavirki á þjónustuverkstæði
Starfssvið:
Hæfniskröfur:
Starfsmaður í standsetningu
Starfssvið:
Hæfniskröfur:
Sölumaður notaðra bíla
Starfssvið:
Hæf i
Bílabúð Benna er ört vaxandi fyrirtæki
Verkstjóri á hjólbarðaverkstæði
Starfssvið:
Hæfniskröfur:
Rekstrarstjóri á hjólbarðaverkstæði
Starfssvið:
Hæfniskröfur:
á hjólbarðaverkstæði
Starfssvið:
Hæfniskröfur:
Sölumaður nýrra bíla
Starfssvið:
ROKKABILLÝ Í ÞJÓÐMINJASAFNINURokkabillý-tónleikar Langa Sela og Skugganna verður í Þjóð-minjasafninu í kvöld kl. 20.00. Á eftir stígur Háskóladansinn á svið og kennir gestum og gangandi rokkabillý-dansspor fyrir rokkabillý-ballið sem stendur til kl. 22.00 í anddyri safnsins.
Hrífandi náttúra einstök menning og
Upprifjun fyrir SAMRÆMDU PRÓFIN í september í 4., 7. og 10. bekk
NÁMSAÐSTOÐ
Öll skólastig - Réttindakennarar
Nemendaþjónustan sf www.namsadstod.is s. 557 9233
Við eigum bara daginn í dag, hvort sem við erum frísk eða alvarlega veik. Því ættu sem flestir að taka fyrir einn dag í einu, njóta þess sem
lífið hefur gefið og lifa því til fulls.“
Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörns-dóttir sem hyggst hlaupa tíu kílómetra maraþon með Nínu Kristínu, systur
sinni, sem bundin er við hjólastól.
„Hugdettan þótti djörf í fyrstu en við erum klárar í slaginn. Hlaupið verður ugglaust strembið og svipað því að
hlaupa með kj í f
Þá fyrst kom í ljós að hún hafði verið ranglega sjúkdómsgreind og í dag ríkir óvissa um hvað hrjáir hana í raun.“
Áslaug segir alvarleg veikindi oft
feimnismál og utanaðkomandi skorti stundum orð eða viðbrögð.
„Það er skiljanlegt en aðstandendum er nauðsyn að tala um veikindin, bæði til að létta á sál sinni og líða betur. Það gerir illt verra að byrgja allt innra með sér og um leið ágætt fyrir þá sem ganga í gegnum það sama að vita að fleiri
ALLT FYRIR MÖMMU DUGNAÐARFORKAR Kærleikur, virðing og stuðningur hafa verið veganesti systranna Áslaugar og Nínu frá blautu barnsbeini. Í dag gefa þær til baka.
VERTU MEÐ
Hver sem er getur
METNAÐARFULLAR
Þrjú ár skilja þær systur
að í árum. Áslaug Arna
er 21 árs og Nína Kristín
verður 19 ára í ár. Hún
stundar nám við Fjöl-
brautaskólann í Ármúla.
MYND/GVA
Þjóðminjasafn
Íslands
vill vekja athygli á því að
Langi Seli og Skuggarnir
spila rokkabillý í safninu
í kvöld frá kl. 20.00-20.30.
Allir velkomnir – Aðgangur ókeypis
HÁSKÓLAR
LAUGARDAGUR 18
. ÁGÚST 2012
Kynningarblað
MBA
Atferlismeðferð
Endurmenntun
Samkennd
Stjórnun
Samningafærni
Systkini með
tónlist í æðum
menningarnótt 20
Breyti ekki venjunum
Gylfi Þór Sigurðsson hefur
miklar væntingar til
tímabilsins með Tottenham.
fótbolti 18
Þótti sérviskulegur
Sigurður P. Sigmundsson
er meðal frumkvöðla í
langhlaupum hérlendis.
hlaup 26
Dramatískt
haust
Litadýrðin
og munstrin
halda áfram
í haust-
tískunni.
tíska 34
spottið 10Síldarverksmiðjan
í Ingólfsfi rði
minjar 30
Margir selja
málverkin sín
eftir hrunið
Mikil breyting hefur orðið á listaverkamarkaðnum á
Íslandi síðan haustið 2008. Framboð á ódýrari verk-
um hefur aukist mjög og verð lækkað. Eitthvað er um
að fólk fjárfesti í listaverkum, en þó minna en áður.
Skóla
dagar
14.-27. ágúst
Opið til
18
í dag
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
3
4
5
6
Meira
fyrir
peninginn
Full búð af spennandi
vörum á frábæru verði
Opið frá 11 - 20 alla daga
Fólk hefur verið
að tína allt til og
endurmeta hvað
það á og skoða
hvað það á til að
koma því í verð.
VIKTOR SMÁRI SÆMUNDSSON
EIGANDI STÚDÍÓS STAFNS
FRELSIÐ PUSSY RIOT! Á annað hundrað manns komu
saman við rússneska sendiráðið í Garðastræti í gær til þess að sýna
hljómsveitinni Pussy Riot stuðning. Konurnar þrjár, sem skipa sveitina,
hafa verið sakfelldar fyrir guðlast og óspektir í kirkju í Moskvu. Þjóðarleið-
togar víða um heim fordæma dóminn. Sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM