Fréttablaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 102
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR66 sport@frettabladid.is STUÐNINGSMENN KR OG STJÖRNUNNAR ætla að taka daginn snemma og hita upp fyrir bikarúrslitaleikinn sem hefst klukkan 16.00. KR-ingar hittast á Rauða Ljóninu klukkan 12.00 og svo verða rútuferðir á völlinn klukkan 15.00. Silfurskeiðin verður aftur á móti á Ölveri frá klukkan 13.00 og svo verður skrúðganga í Laugardalinn þaðan. FÓTBOLTI Hollenski framherjinn Robin Van Persie skrifaði undir fjögurra ára samning við Man- chester United í gær og hitti síðan blaðamenn eftir að hafa farið á fyrstu æfingu sína með nýju félögunum. Eflaust trúðu ekki margir í fyrstu fréttunum af komu Van Persie á Old Trafford þegar þær láku fyrst út enda ekki á hverjum degi sem fyrirliði og markakóngur eins af stóru klúbb- unum er seldur til erkifjendanna. Arsene Wenger, stjóri Arse- nal, reyndi allt sem í sínu valdi stóð til að halda Van Persie hjá Arsenal en Hollendingurinn var búinn að ákveða sig að fara og vildi umfram allt komast til Sir Alex Ferguson. Samningaviðræð- ur Manchester United og Arsenal tóku langan tíma en Wenger gat ekki annað á endanum en sam- þykkt gott tilboð United í Van Persie. Wenger vildi selja hann til PSG Frá því að Wenger tók við sem knattspyrnustjóri Arsenal árið 1996 hefur hann aldrei selt leik- mann til Manchester United. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá reyndum við að komast hjá því að þetta gerðist. Ef ég hefði mátt ráða þá hefðum við selt hann til félags utan Englands, til dæmis til PSG,“ sagði Arsene Wenger í viðtali við frönsku sjónvarpsstöð- ina TF1, en franski stjórinn sér bjarta hlið á brotthvarfi Robin van Persie. „Hann skilur eftir sig skarð sem aðrir fá nú tækifæri til þess að fylla,“ sagði Wenger. Robin Van Persie var með 30 mörk og 14 stoðsendingar í 38 leikjum með Arsenal á síðustu leiktíð og skoraði þremur mörk- um meira en næstmarkahæsti maðurinn Wayne Rooney nýr liðsfélagi hans. Það er því örugg- lega ekki fyrir viðkvæma stuðn- ingsmenn Arsenal að sjá Van Persie hlaupa um í búningi Man- chester United. „Við héldum að við gætum aldrei fengið Van Persie og það var enginn möguleiki að sjá þetta gerast fyrir sex mánuðum,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man- chester United. „Ég hélt að Arse- nal ætlaði ekki að sleppa honum en við stukkum á þetta um leið og við fréttum að hann ætlaði ekki að skrifa undir nýjan samn- ing. Þetta hefur tekið sinn tíma,“ sagði Ferguson. Engin leiðindi í gangi „Arsene (Wenger) vissi að strák- urinn vildi fara og hann vissi líka að hann vildi koma til okkar. Það gerði þetta aðeins auðveldara en þó ekki í að ákveða kaupverðið. Wenger gæti rekið pókerskóla í Govan. Hann fékk fínt verð fyrir leikmanninn en við erum líka ánægðir með að hafa náð að klára þetta mál. Arsene hefur staðið sig vel í þessu máli frá fyrstu við- ræðum,“ sagði Ferguson. Robin Van Persie var sjálf- ur í skýjunum þegar hann hitti blaðamenn. „Það eru engin leið- indi í gangi, hvorki hjá mér eða hjá Arsenal. Arsenal er hluti af mínu lífi og félagið hefur reynst mér vel. Við vorum ekki sammála um framtíðina og svona er bara lífið,“ sagði Robin Van Persie á blaðamannafundinum. Hlustaði á litla strákinn inn í sér „Þegar ég þarf að taka erfiðar ákvarðanir í mínu lífi þá hlusta ég á litla strákinn inni í mér. Þessi litli strákur öskraði Man- chester United. Hjá Manchester United snýst allt um fótboltann og þetta er fullkominn staður fyrir mig,“ sagði Van Persie. „Það er mikil áskorun fyrir mig að spila með þessum leik- mönnum. Það eru allir tilbúnir til að hjálpa mér og þetta er eins og koma inn í stóra fjölskyldu. Þetta er samt stærsta áskorun- in á mínum fótboltaferli,“ sagði Van Persie sem myndar nú magn- að framherjapar með Wayne Roo- ney. Saman skoruðu þeir 57 mörk og gáfu 21 stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. ooj@frettabladid.is FULLKOMINN STAÐUR FYRIR MIG „Við héldum að við gætum aldrei fengið Van Persie,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, þegar Robin Van Persie var kynntur sem leikmaður Manchester United í gær. Van Persie fær treyju númer 20 og spilar væntanlega fyrsta leikinn með sínu nýja liði á móti Everton á mánudagskvöldið. MÆTTUR Á OLD TRAFFORD Robin Van Persie fær hér góð ráð frá stjóranum Sir Alex Ferguson á sinni fyrstu æfingu með United-liðinu í gær. NORDICPHOTOS/GETTY GOLF Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er á meðal efstu manna fyrir loka- keppnisdaginn í Áskorendamóta- röð Evrópu. Keppt er í Horsens í Danmörku en um er að ræða næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu. Birgir lék á 69 höggum í gær, eða þremur höggum undir pari, og er hann samtals á átta höggum undir pari. Klas Eriksson frá Sví- þjóð er efstur en hann er á ellefu höggum undir pari. Birgir tapaði aðeins einu höggi í gær er hann fékk skolla á 17. braut. Á móti kom að hann fékk fugl á 1., 7., og 10. braut. Hann er í 8.-10. sæti en fyrir ofan hann eru tveir kylfingar á níu höggum undir pari og svo eru fjórir á tíu höggum undir pari. Mótið er hluti af Áskorenda- mótaröð Evrópu og er þetta þriðja mótið hjá Birgi á þessu tímabili í Áskorendamótaröðinni. Hann endaði í 26. sæti á fyrsta mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn á því næsta. Birgir Leifur mun bæta stiga- stöðu sína verulega á þessu móti þar sem hann er í góðri stöðu fyrir lokahringinn en Birgir var í 225. sæti peningalistans í Áskor- endamótaröðinni fyrir þetta mót. - seth Birgir keppir í Danmörku: Er á meðal efstu manna BIRGIR LEIFUR Hefur gengið vel í Horsens. NORDICPHOTOS/GETTY GOLF Arnar Snær Hákonarson úr GR setti nýtt og glæsilegt vall- armet á Kiðjabergsvelli í gær er hann lék á 66 höggum af hvítum teigum, eða fimm höggum undir pari vallar, á fyrsta hring á Eim- skipsmótaröðinni, Securitas- mótinu. Guðrún Brá Björgvins- dóttir úr Keili er í efsta sæti í kvennaflokki en hún lék á 72 högg- um eða einu höggi yfir pari vallar. Arnar Snær bætti gamla vall- armetið um tvö högg, en það var í eigu Birgis Leifs Hafþórssonar og Örvars Samúelssonar. Arnar Snær lék skollalausan hring – fékk fimm fugla og þrettán pör og var þetta jafnframt besti hringurinn hans á ferlinum. Andri Þór Björnsson úr GR er á -3 í öðru sæti, Einar Hauk- ur Óskarsson úr GK kemur þar á eftir á -2 í þriðja sæti. Arnar Snær sagði þetta skor gefa honum aukið sjálfstraust fyrir næstu tvo hringi, en hann hefur aldrei náð að sigra á Eim- skipsmótaröðinni. Guðrún Brá er með fjögurra högga forskot en Karen Guðnadótt- ir úr GS er á +3 og Ingunn Gunn- arsdóttir úr GKG er á +4. „Ég spila bara mitt golf og vona að það dugi til,“ sagði þessi unga og efnilega golfkona sem var Íslandsmeistari unglinga einmitt á Kiðjabergsvelli í síðasta mánuði. Hún setti þá einnig vallarmet er hún lék á 68 höggum. - seth Arnar Snær og Guðrún Brá efst í Kiðjaberginu: Vallarmet hjá Arnari SJÓÐHEITUR Arnar Snær lék stórkostlegt golf í gær og setti glæsilegt vallarmet. MYND/VALUR JÓNATANSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.