Fréttablaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 38
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR38
Það er orðinn árviss viðburður að Arsenal selji fyrirliða og
einn sinn heitast elskaða leikmann
í aðdraganda tímabilsins. Í fyrra
var það Cesc Fabregas og nú Robin
van Persie. Dagsetningin, 15. ágúst,
var sú sama en munurinn er sá að
Arsene Wenger virðist hafa reynt að
fylla í skarðið í tíma. Lukas Podolski
og Olivier Giroud munu skora mörk
en kaupin á Santi Cazorla eru síst
minna spennandi. Vondu fréttirnar
eru þær að Alex Song virðist á förum
auk þess sem óvíst er hvenær Jack
Wilshere verður klár í slaginn. Upp-
haf tímabilsins gæti því reynst Lund-
únaliðinu erfitt en stuðningsmönnum
liðsins er vafalítið ofarlega í huga
hörmunarbyrjun liðsins á síðustu
leiktíð.
Tottenham býður í ár upp á fram-
haldsmyndina „André Villas-Boas
í enska boltanum“. Portúgalski
stjórinn var rekinn vandræðalega
snemma frá Chelsea í fyrra og mátti
svo horfa upp á eftirmann sinn og
aðstoðarstjóra skrá sig í sögubækur
félagsins og hjörtu stuðningsmanna.
Hversu langan tíma Villas-Boas fær
með Tottenham skal ósagt látið en
forverar hans af meginlandinu, ef
Martin Jol er settur innan sviga,
hafa ekki notið mikillar þolinmæði.
Liðið hefur skemmtilega blöndu
enskra og erlendra leikmanna en
vantar sárlega heimsklassa fram-
herja í viðbót við Jermain Defoe.
Fólk ætti ekki að láta sér bregða þó
Gylfi Þór Sigurðsson verði í auka-
hlutverki til að byrja með enda sam-
keppnin á miðju Tottenham hörð þó
óhjákvæmileg brottför Luka Modric
mýki hana.
Stuðningsmenn Liverpool horfa
enn eitt haustið bjartsýnisaugum
á tímabilið. Nýr ungur stjóri er í
brúnni, Luis Suarez , búinn að semja
til enn lengri tíma og menn hættir
að eyða orku í að þvertaka fyrir að
kaupin á Andy Carroll hafi verið mis-
tök. Stjórinn Brendan Rodgers hefur
fengið tvo fyrrum liðsmenn sína
með í ævintýrið og engin launung
að Liverpool hefur á að skipa flottu
byrjunarliði. Frammistaða Stevens
Gerrard á EM gaf fögur fyrirheit og
endurkoma hins áður hataða en síðar
dáða Lucas á miðjunni er ekki síður
til þess að auka á eftirvæntinguna.
Árangur Liverpool á síðustu leik-
tíð getur ekki orðið verri og aldrei
að vita nema spennandi tími sé
fram undan undir stjórn ungs knatt-
spyrnustjóra með hugmyndafræði
um hvernig eigi að spila fótbolta.
M
anchester City land-
aði sínum fyrsta
Englandsmeistara-
titli í 44 ár með
drama tískasta
mögu lega hætti í
maí. Tvö mörk í viðbótartíma tryggðu
liðinu sigur í lokaumferð sem seint
verður leikin eftir. Meistaratitillinn
vannst á markatölu þar sem 6-1 útisig-
ur á erkifjandanum og nágrannanum
United gerði gæfumuninn.
Almennt er talið erfiðara fyrir lið
að verja titil heldur en að vinna hann
en því gæti verið öfugt farið hjá City.
Þrátt fyrir að liðið hafi farið lítinn á
leikmannamarkaðnum samanborið
við undanfarin ár er leikmannahópur
félagsins án nokkurs vafa sá sterkasti í
deildinni. Með tveimur stórum titlum á
tveimur árum hefur skapast sigurhefð á
Etihad-leikvanginum sem hefur aðeins
aukið sjálfstraust og trú stjarnanna í
ljósbláa búningnum.
Mikilvægi fyrirliðans Vincents
Kompany varð augljóst á síðustu leik-
tíð er hann var frá vegna meiðsla. Liðið
má illa við fjarveru hans og ef Roberto
Mancini þarf að styrkja liðið á einhverj-
um vígstöðvum er það í hjarta varnar-
innar. Fá veikleikamerki er að finna
á sóknarleik liðsins þar sem Sergio
Aguero fer fremstur í flokki. Ef Carlos
Tevez og Mario Balotelli einbeita sér að
því sem þeir fá borgað fyrir er erfitt að
sjá nokkuð lið skáka City.
Sá enski byrjar að rúlla
Keppni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst á nýjan leik í dag eftir þriggja
mánaða sumarfrí. Þrjú lið þykja líklegust til afreka þótt stuðningsmenn Arsenal,
Liverpool og Tottenham séu því eflaust ósammála. Kolbeinn Tumi Daðason velti fyrir
sér stöðu mála í vinsælustu knattspyrnudeild í heimi.
MEISTARAEFNI Belginn Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, lyftir bikarnum eftir ótrúlegan lokadag ensku úrvalsdeildarinnar í maí síðast-
liðnum. Liðið hefur farið sér óvenju hægt á leikmannamarkaðnum í sumar en hópurinn er þó sá sterkasti í deildinni. NORDICPHOTOS/AFD
MEISTARADEILDARSÆTI? Ítalinn Fabio Borini, nýr framherji hjá Liverpool, og hinn enski Kyle
Walker hjá Tottenham verða væntanlega í eldlínunni í vetur.
Íslendingaleysi
Gylfi Þór Sigurðsson verður fimmtándi Íslendingurinn sem
spilar í ensku úrvalsdeildinni frá formlegri stofnun hennar
árið 1992. Þegar best lét, tímabilið 2005-2006, spiluðu fimm
Íslendingar með liðum í úrvalsdeildinni. Fjórir léku með úrvals-
deildarliðum í fyrra en ýmist féllu eða hafa haldið á ný mið.
Gylfi Þór stendur því einn fjórmenninganna áfram vaktina fyrir
Íslands hönd í vetur. Auk Gylfa Þórs er Brynjar Björn Gunn-
arsson á mála hjá nýliðum Reading og reiknað er með því að
hann verði í 25-manna leikmannahópnum sem tilkynna þarf
fyrir lok mánaðarins. Flest benti til þess að Vesturbæingurinn
spilaði með KR í sumar en Brynjar, sem verður 37 ára í október
og er í miklu uppáhaldi stuðningsmanna Reading, var beðinn
um að vera til halds og trausts í eitt ár til viðbótar. Spilatími
kappans verður þó að öllum líkindum af skornum skammti.
ÍSLENDINGAR Í ÚRVALSDEILDINNI
89 stig hefðu dugað Manchester United til sig-urs öll keppnistímabilin í ensku úrvalsdeild-
inni ef frá er talið það síðasta. Ótrúlegur árangur
hjá liði sem glímdi við meiðslavandræði sem aðeins
Arsene Wenger kannast við, auk þess
sem liðið þótti spila vel undir pari.
Tímabilið var það fyrsta bikarlausa
frá því 2004-2005 og því tímabil von-
brigða hjá félagi sem hefur verið
nánast óstöðvandi undanfarna tvo
áratugi.
Markvarðarstaðan er enn áhyggju-
efni hjá United og sömu sögu má
segja um bakvarðarstöðurnar þar
sem Patrice Evra má muna sinn fífil
fegurri og enginn virðist augljós
fyrsti kostur hægra megin. Endur-
koma Nemanja Vidic eftir átta
mánaða fjarveru er fagnaðarefni
enda um jafnbesta varnarmann
deildarinnar að ræða.
Með kaupunum á Robin van
Persie stendur liðið vel að vígi
sóknarlega enda með fjóra frá-
bæra framherja og er þá Dimit-
ar Berbatov ótalinn. Shinji
Kagawa er kærkomin viðbót í
sköpunarferlið á miðjunni en
hvort honum tekst að láta til
sín taka svo tekið verði eftir
á sínu fyrsta tímabili á Old
Trafford kemur í ljós.
ÍSLENDINGAR Í
ÚRVALSDEILDINNI FÉLÖG
Þorvaldur Örlygsson Nottingham Forest
Guðni Bergsson Tottenham, Bolton
Heiðar Helguson Watford, Fulham, Bolton, QPR
Jóhann Birnir Guðmundss. Watford
Arnar Gunnlaugsson Bolton, Leicester
Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea, Tottenham, Stoke,
Fulham
Þórður Guðjónsson Derby
Lárus Orri Sigurðsson WBA
Hermann Hreiðarsson Crystal Palace, Wimbledon,
Ipswich, Charlton, Portsmouth
Jóhannes Karl Guðjónsson Aston Villa, Wolves, Burnley
Ívar Ingimarsson Reading
Brynjar Björn Gunnarsson Reading
Grétar Rafn Steinsson Bolton
Eggert Gunnþór Jónsson Wolves
Gylfi Sigurðsson Tottenham
(hefur ekki enn spilað leik)
Eina liðið sem telja má líklegt til að veita Man-
chester-risanum keppni
fram í rauðan dauðann er
Evrópumeistaralið Chel-
sea. Segja má að martröð
hafi orðið að ótrúverðugum
draumi þegar Lundúna-
liðið fagnaði ekki aðeins
sigri í ensku bikarkeppn-
inni heldur kom langþráð-
ur Meistaradeildarbikar í
hús. Allt féll með Chelsea
á vormánuðum og varð til
þess að bráðabirgðastjór-
inn Roberto Di Matteo fékk
tveggja ára samning.
Didier er farinn en tveir
afar spennandi leikmenn
mættir á svæðið. Belginn
Eden Hazard er loksins
mættur í ensku úrvalsdeildina en besti leikmaður
frönsku deildarinnar undanfarin tvö ár fær sam-
keppni frá Brasilíumanninum og jafnaldra sínum
Oscar í skapandi hlutverki í sóknarleik Chelsea.
Þá má ekki gleyma því að Chelsea á inni Fernando
Torres sem mun dæla inn mörkum um leið og sjálfs-
trauststankurinn fyllist.
■ CHELSEA
■ MANCHESTER UNITED
Gætu háð baráttu um þriðja sætið í deildinni
■ ARSENAL, TOTTENHAM OG LIVERPOOL
Hazard loksins mættur
Titlaleysi sæmir United ekki