Fréttablaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 8
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR8 FORNLEIFAFRÆÐI: Keppast við sjóinn um sögu lands Lilja segir að ef ekki hefði verið spyrnt við fótum myndi sjórinn taka verbúðina á Gufuskálum á Snæfellsnesi á innan við fjórum árum. Verið er að rannsaka eina nú en fleiri eru á svæðinu. „Ég vona bara að hann verði ekki búinn að hrifsa mikið til sín þegar við förum þang- að aftur á næsta ári,“ segir hún. „Ég tel að hún sé frá 15. öld og ég byggi það á aldurs- greiningu úr sárunum þar sem sjórinn er að brjóta úr tóftinni. En ég get ekki fullyrt það fyrr en ég fæ aldursgreiningar innan úr henni sjálfri. Þær munu liggja fyrir í vetur.“ Þó sjórinn sæki á minjarnar þá leggja náttúruöflin líka til óvænt- an liðsauka við varðveisluna. „Það sem er mjög sérstakt þarna er að veggirnir hafa varðveist vel og standa háir,“ segir hún. „Það er náttúrulega mikið sandfok þarna og hefur verið í gegnum aldirnar þannig að af öllum líkindum hefur ver- búðin fyllst af sandi mjög fljótlega eftir að hætt var að nota hana og sandurinn hefur haldið vel við hana.“ En svo nýtist líka hin nýjasta tækni vel en not- aður hefur verið flugdreki sem festa má myndavél við sem síðan smellir af með stuttu millibili. Þannig hefur rannsóknarmönnum tekist að fá loftmyndir af verbúðinni sem sýna herbergjaskipan afar vel og eins það hvernig sjórinn brýtur landið. Fjallað var um þessa rann- sókn í síðasta hefti Archaeology Magazine og þar kemur fram að líklegast hafi verið á svæðinu 154 grjótbyrgi sem talin eru hafa verið nýtt sem birgðageymslur. Það er til merkis um hve umfangs- mikil verstöð var þar á sínum tíma. jse@frettabladid.is Sandurinn geymir en sjórinn tekur Verbúðir á Gufuskálum, sem líklegast eru frá 15. öld, varpa nokkru ljósi á umfang fiskveiða þess tíma. Lilja Pálsdóttir er nýlega komin úr leiðangri þaðan og krossleggur nú fingur og vonar að sjórinn verði ekki búinn að taka mikið til sín þegar hún kemur þar með lið sitt næsta sumar. Sandur lá víða yfir minjunum sem gerir það að verkum að þær hafa varðveist furðuvel þar sem Ægir nær ekki til. FÓLK VIÐ VINNU Í VERBÚÐINNI Fornleifafræðingar vinna í kappi við Ægi að grafa upp verbúðir á Gufuskálum. Sú sem verið er að rannsaka nú er líklegast frá fyrri hluta 15. aldar. Um miðja þá öld hófst mikið kuldaskeið sem gerði landbúnað örðugan og fiskinn því þýðingarmeiri. MYND/FORNLEIFASTOFNUN ÍSLANDS LOFTMYND ÚR FLUGDREKANUM Flugdrekinn og myndavélin gera rannsóknarmönnum kleift að fá þessa heildarsýn yfir verbúð- ina. MYND/SIGURÐUR UNNAR EINVARÐSSON VERBÚÐIN VIÐ VÖRINA Verbúðin hefur líklegast fyllst af sandi fljótlega eftir að hún lagðist af. Það gerir það að verkum að hún hefur varðveist afar vel. MYND/FORNLEIFASTOFNUN ÍSLANDS LILJA PÁLSDÓTTIR GRJÓTBYRGI Hugsanlegt er að þessi grjótbyrgi hafi verið birgðageymslurnar á athafnasvæðinu. MYND/FORNLIEFASTOFNUN ÍSLANDS www.volkswagen.is Frelsi til að ferðast Volkswagen Tiguan Opið í dag frá kl. 12-16 Tiguan Sport & Style kostar aðeins frá 5.790.000 kr. Fullkomið leiðsögukerfifyrir Ísland Volkswagen Tiguan sportjeppi eyðir aðeins 5,8 l á hverja 100 km.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.