Fréttablaðið - 18.08.2012, Page 8
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR8
FORNLEIFAFRÆÐI: Keppast við sjóinn um sögu lands
Lilja segir að ef ekki
hefði verið spyrnt við
fótum myndi sjórinn taka
verbúðina á Gufuskálum
á Snæfellsnesi á innan við
fjórum árum. Verið er að
rannsaka eina nú en fleiri
eru á svæðinu. „Ég vona
bara að hann verði ekki
búinn að hrifsa mikið til
sín þegar við förum þang-
að aftur á næsta ári,“
segir hún. „Ég tel að hún sé frá
15. öld og ég byggi það á aldurs-
greiningu úr sárunum þar sem
sjórinn er að brjóta úr tóftinni.
En ég get ekki fullyrt það fyrr
en ég fæ aldursgreiningar innan
úr henni sjálfri. Þær munu liggja
fyrir í vetur.“
Þó sjórinn sæki á minjarnar þá
leggja náttúruöflin líka til óvænt-
an liðsauka við varðveisluna. „Það
sem er mjög sérstakt þarna er að
veggirnir hafa varðveist vel og
standa háir,“ segir hún. „Það er
náttúrulega mikið sandfok þarna
og hefur verið í gegnum
aldirnar þannig að af
öllum líkindum hefur ver-
búðin fyllst af sandi mjög
fljótlega eftir að hætt var
að nota hana og sandurinn
hefur haldið vel við hana.“
En svo nýtist líka hin
nýjasta tækni vel en not-
aður hefur verið flugdreki
sem festa má myndavél
við sem síðan smellir af
með stuttu millibili. Þannig hefur
rannsóknarmönnum tekist að fá
loftmyndir af verbúðinni sem
sýna herbergjaskipan afar vel og
eins það hvernig sjórinn brýtur
landið.
Fjallað var um þessa rann-
sókn í síðasta hefti Archaeology
Magazine og þar kemur fram að
líklegast hafi verið á svæðinu
154 grjótbyrgi sem talin eru hafa
verið nýtt sem birgðageymslur.
Það er til merkis um hve umfangs-
mikil verstöð var þar á sínum
tíma. jse@frettabladid.is
Sandurinn geymir en sjórinn tekur
Verbúðir á Gufuskálum, sem líklegast eru frá 15. öld, varpa nokkru ljósi á umfang fiskveiða þess tíma. Lilja Pálsdóttir er nýlega komin
úr leiðangri þaðan og krossleggur nú fingur og vonar að sjórinn verði ekki búinn að taka mikið til sín þegar hún kemur þar með lið
sitt næsta sumar. Sandur lá víða yfir minjunum sem gerir það að verkum að þær hafa varðveist furðuvel þar sem Ægir nær ekki til.
FÓLK VIÐ VINNU Í VERBÚÐINNI Fornleifafræðingar vinna í
kappi við Ægi að grafa upp verbúðir á Gufuskálum. Sú sem
verið er að rannsaka nú er líklegast frá fyrri hluta 15. aldar.
Um miðja þá öld hófst mikið kuldaskeið sem gerði landbúnað
örðugan og fiskinn því þýðingarmeiri. MYND/FORNLEIFASTOFNUN ÍSLANDS
LOFTMYND ÚR FLUGDREKANUM Flugdrekinn og myndavélin gera rannsóknarmönnum kleift að fá þessa heildarsýn yfir verbúð-
ina. MYND/SIGURÐUR UNNAR EINVARÐSSON
VERBÚÐIN VIÐ VÖRINA Verbúðin hefur líklegast fyllst af sandi
fljótlega eftir að hún lagðist af. Það gerir það að verkum að
hún hefur varðveist afar vel. MYND/FORNLEIFASTOFNUN ÍSLANDS
LILJA PÁLSDÓTTIR
GRJÓTBYRGI Hugsanlegt er að þessi grjótbyrgi hafi verið birgðageymslurnar á
athafnasvæðinu. MYND/FORNLIEFASTOFNUN ÍSLANDS
www.volkswagen.is
Frelsi til
að ferðast
Volkswagen Tiguan
Opið í dag frá kl. 12-16
Tiguan Sport & Style kostar aðeins frá
5.790.000 kr.
Fullkomið leiðsögukerfifyrir Ísland
Volkswagen Tiguan sportjeppi eyðir
aðeins 5,8 l á hverja 100 km.