Fréttablaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 86
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR50 „Ég skoða bara eitthvað efni sem mamma mín á og teikna svo mynd. Ef hún á ekki svoleið- is efni þá kaupir hún það bara. Svo saumar mamma það sem ég teikna,“ segir Vaka Sif Tjörva- dóttir sem, þrátt fyrir að vera ekki nema fjögurra ára gömul, hefur hannað bæði flíkur og fylgihluti fyrir dúkkurnar sínar. Vaka á ekki langt að sækja hæfileikana en mamma hennar, Guðrún Ásdís, er sjálf hönnuður og hefur meðal annars sérhæft sig í að hanna og sauma tösk- ur af ýmsum stærðum og gerð- um. Frá því að Vaka var pínu- lítil hefur hún fylgst náið með mömmu sinni og deilir meira að segja vinnustofu með henni, þar sem hún hefur sína eigin vinnu- stöð. Vaka hannaði nýverið tvær glæsilegar töskur, með ýmsum nákvæmum smáatriðum, sem mamma hennar bjó til í Barbie- stærð. Vaka er einmitt að leika sér með Barbie-dúkkuna sína þegar blaðamaður og ljósmynd- ari kíkja í heimsókn til hennar þar sem hún býr með litlu systur sinni, mömmu og pabba í Vest- urbænum í Reykjavík. „Mér finnst skemmtilegast að leika mér með þessa Barbie-dúkku og mér finnst gaman að setja hana í þessa gullskó hérna,“ segir Vaka og sýnir okkur hvernig maður fer að því að klæða dúkk- una. Barbie-dúkkurnar hennar Vöku eru nokkuð heppnar, því þær eiga sitt eigið hús í herberginu, sem þær mæðgur eru einmitt að leggja loka- hönd á, en það bjuggu þær til sjálfar. Inni í því er rúm, skápur og fleiri sniðug húsgögn sem þær mæðgur hafa dundað sér við að búa til. Næst á dag- skrá er að klæða húsið að utan- verðu og Vaka sýnir ákveðin og stolt hvernig klæðningin lítur út. Litla systir hennar Vöku, hún Freyja, sem er tveggja ára gömul, hefur líka gaman að leika sér með Barbie-dótið. Hún er samt ekki alveg búin að læra að taka til eftir sig og það kemur fyrir að hún skemmi hlutina. En Vaka tekur það oftast ekki nærri sér, því hún veit að litla systir gerði þetta óvart og svo getur hún alltaf búið til eitthvað nýtt. Næst ætlar Vaka að hanna peysu á sjálfa sig: „Veistu hvað! Mamma ætlar að prjóna á mig ullarpeysu!“ segir hún og tekur fram að það verði samt Vaka sjálf sem ákveði hvernig peys- an á að vera. Hún er ekki búin að klára hönnunina enn þá, en er þó búin að ákveða að peysan skuli verða bleik á litinn. krakkar@frettabladid.is 50 Bókaormur vikunnar Hvað heitir þú fullu nafni? Melkorka Fanný Kristófersdóttir. Hvað ertu gömul? Tíu ára. Lestu mikið? Já, já, mest tímaritið Júlíu og skemmtilegar bækur. Hvenær lærðir þú að lesa? Í 1. bekk. Hvað er skemmtilegt við að lesa bækur? Það er svo skemmtilegt að lesa skemmtilegar bækur. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í upp- áhaldi hjá þér? Heiða, bók sem mamma átti sem stelpa og gaf mér. Hvers lags bækur þykja þér skemmtileg- astar? Spennandi, skemmtilegar og fyndnar eins og Fíasól, Dagbók Kidda klaufa og Joody Moody. Hvaða bók lastu síðast og hvernig var hún? Joody Moody og hún var fyndin. Í hvaða hverfi býrð þú? Staðarhverfi í Grafar- voginum. Í hvaða skóla gengur þú? Kelduskóla/Korpu- skóla. Hvaða námsgrein er skemmtilegust? Textíll. Hver eru þín helstu áhugamál? Hundar, tón- list og að lakka neglurnar. FJÖGURRA ÁRA HANNAR DÚKKUFÖT OG TÖSKUR Vaka Sif Tjörvadóttir er fjögurra ára gömul stelpa sem býr í Vesturbænum í Reykjavík, með litlu systur, henni Freyju, mömmu og pabba. Þó hún sé ekki eldri en þetta er hún löngu farin að hanna föt og fylgihluti fyrir dúkkurnar sínar. FREYJA OG VAKA Hér er Vaka Sif með Barbie-dúkkuna sína. Fyrir aftan hana situr litla systir, Freyja, sem fylgist af forvitni með öllu því sem stóra systir tekur sér fyrir hendur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég skoða bara eitthvað efni sem mamma mín á og teikna svo mynd. Svo saumar mamma það sem ég teikna. Tvær kýr sátu uppi í tré og prjónuðu mjólkurfötu. Hestur flaug hjá. Önnur kýrin spurði: „Sástu þetta?“ „Nei,“ svaraði hin. Hesturinn flaug aftur hjá og enn spyr sú fyrri: „Sástu núna?“ „Já, hann hlýtur að eiga hreiður hér í grennd.“ Kona gengur inn í fataverslun og ávarpar afgreiðslumann- inn: - „Eigið þið hér til ósýnilegar buxur?“ - „Já, við vorum einmitt að fá sendingu af ósýnilegum buxum í dag.“ - „Einmitt, já. Get ég fengið að sjá þær?“ Einu sinni voru tvær appels- ínur að labba yfir brú. Önnur þeirra datt út í ána. - „Hjálp, hjálp, hjálp!“ - „Bíddu aðeins! Ég þarf bara að skera mig í báta!“ Fáðu þér góða mjólkurskvettu! www.ms.is NORRÆNA HÚSIÐ Fjörkálfur er barnasýning með sögumanni og lifandi tónlist í klass- ískum búningi sem verður sýnd í Norræna húsinu á menningarnótt, í dag 18. ágúst, bæði klukkan 12 og 14. Hún er um 30 mínútur að lengd og einkum ætluð fimm til tíu ára fólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.