Fréttablaðið - 18.08.2012, Side 16

Fréttablaðið - 18.08.2012, Side 16
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR E N N E M M / S ÍA / N M 5 3 7 6 6 KLETTHÁLSI 11 og BREIÐHÖFÐA (Bílakjarninn) VIÐ ERUM Á TVEIMUR STÖÐUM: ISUZU D-Max Nýskr. 07/06, ekinn 127 þús. Dísil, sjálfskiptur. Verð áður: 2.380 þús. kr. Rnr. 150889 NISSAN Navara 4wd SE Nýskr. 09/06, ekinn 83 þús. Dísil, 6 gírar. Verð áður: 2.490 þús. kr. Rnr. 140555 RENAULT Megane Sport Tourer Nýskr. 09/09, ekinn 65 þús. Bensín, 5 gírar. Verð áður: 2.190 þús. kr. Rnr. 150760 TILBOÐSVERÐ 1.490 þús. kr. TILBOÐSVERÐ 2.490 þús. kr. TILBOÐSVERÐ 1.690 þús. kr. TILBOÐSVERÐ 1.590 þús. kr. 525 8000 - www.bilaland.is GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! GERÐU FRÁBÆR KAUP! M.BENZ M ML350 Nýskr. 08/06, ekinn 113 þús. Bensín, sjálfskiptur. Verð áður: 4.390 þús. kr. Rnr. 130263 FORD Explorer XLT 4wd Sport Nýskr. 01/06, ekinn 70 þús. Bensín, sjálfskiptur. Verð áður: 2.220 þús. kr. Rnr. 101824 CHEVROLET Cruze LT Nýskr. 06/10, ekinn 31 þús. Bensín, sjálfskiptur. Verð áður: 2.990 þús. kr. Rnr. 141288 TOYOTA Land Cruiser 150 VX 35 Nýskr. 12/10, ekinn 32 þús. Dísil, sjálfskiptur. Verð áður: 11.900 þús. kr. Rnr. 151250 RENAULT Laguna Berline dísil Nýskr. 12/04, ekinn 155 þús. Dísil, 6 gírar. Verð áður: 1.190 þús. kr. Rnr. 141068 TILBOÐSVERÐ 3.890 þús. kr. TILBOÐSVERÐ 1.290 þús. kr. TILBOÐSVERÐ 9.900 þús. kr. TILBOÐSVERÐ 690 þús. kr. Hér sýnum við aðeins brot af þeim bílum sem við erum með á tilboði í ágúst. Endilega kynntu þér tilboðsbílana á www.bilaland.is Skilgreiningar skipta máli og einnig frá hvaða hlið menn horfa á vandamál sem við er að etja. Undanfarin ár hefur verið tíðrætt um skuldavandann, bæði heima á Íslandi og erlendis. Skuldavanda má hins vegar skil- greina líka sem eignavanda. Skuld eins er eign annars, í samræmi við reglur hins tvöfalda bókhalds. Ef skipt er um sjónarhól og horft er á efnahagsvanda dagsins í dag sem eignavanda gætu áherslur og lausnir breyst að einhverju leyti. Skuldavandi kallar á að finna leið- ir til þess að skuldarinn greiði skuldir sínar, eða þá einhver annar fyrir hans hönd ef hann er ekki borgunarmaður sjálfur. Við eigna- vanda er brugðist við á annan hátt. Hugmyndafræði áhættuleysis Ein af syndum nútíma fjármála- kerfis er hugmyndafræði áhættu- leysis fjármagnseigenda. Að hægt sé að „hedga“ sig í bak og fyrir þannig að sá sem stundar lána- starfsemi er í raun alltaf stikkfrí – án áhættu – og geti ávaxtað sitt pund sama hvað. Á Íslandi kristallast þessi hug- myndafræði í verðtryggingunni. Hún leyfði, og beinlínis hvatti til, ábyrgðarlausrar hegðunar fjármálafyrirtækja á fasteigna- lánamarkaði og ýtti undir mestu fasteignabólu Íslandssögunnar. Í kjölfar hruns er mottóið fyrst og fremst það að þær skuldir skuli innheimtast. Skiptir þá engu máli hvort ábyrgðarlaust var lánað, að verðtryggingarhlutinn hefur vaxið fram úr hófi vegna þess að ábyrgðarleysi lánveitendanna sprengdi upp verðbólguna, að vext- ir umfram verðbólgu voru alltaf fullrausnarlegir og allt uppleggið var byggt á sandi. Nei, skuldarinn skal borga. Með margföldum margföldurum vaxta, vaxtavaxta og verðtryggingar. Dugi það ekki til skal húsið tekið. Dugi það ekki til, skal allt annað tekið. Dugi það ekki til, er kallað eftir ríkisstyrk. Kapítalismi og frjálst markaðshagkerfi á ekki að virka svona. Bjargvættirnir afskriftir, verðbólga og skattar Eignavandi eins og við er að glíma í dag – fyrst og fremst tengdur peningalegum eignum – hefur við eðlilegt markaðsástand þrjár leið- ir til lausnar: í gegnum afskriftir, með aukinni verðbólgu og/eða í gegnum skattkerfið. Afskriftir geta farið fram með ýmsum hætti, allt frá samningum milli aðila að gjaldþroti skuldara. Millilausnir með aðkomu stjórn- valda eins og 110% leiðin er til- brigði við samningaleið. Ef bók- færð peningaleg eign í formi lána eða skuldabréfa stenst ekki, þá er eðlilegt að afskrifa. Það verða fyrirtækin, heimilin og einstak- lingarnir að gera í sínu bókhaldi, og sama á við um fjármálafyrir- tækin. Ennþá er hins vegar haldið á bókunum „eignum“ sem engan veginn standa undir sér. Við aukna peningaprentun, hvort heldur sem á vegum hins opinbera eða prívatsins, er við því að búast að sá hluti hennar sem ekki byggir á undirliggjandi verðmæta- eða virðisauka hag- kerfisins valdi verðbólgu. Verð- bólga er í reynd ekkert annað en eðlileg afleiðing efnahagslegrar framúrkeyrslu án innstæðu. Hin séríslenska skilyrðislausa verð- trygging – trygging án nokkurs fyrirvara – hefur ýtt undir, og ýtir enn, undir hömluleysi umfram efni í lánveitingum. Sérstaklega var þetta áberandi í innrás bank- anna á húsnæðislánamarkaðinn fyrir hrun. Markaðsmódel þeirr- ar innrásar beinlínis byggði á samspili verðtryggingar og fast- eignaverðs – aukin lán leiddu til hærra verðs sem hækkaði höfuð- stól veittra lána. Í kjölfar hrunsins er verðtrygg- ingin ein af ástæðum þess að ekki hefur verið þorandi að leyfa hag- kerfinu að leiðrétta sig sjálft. Það myndi opinbera það að kerfið er fullkomlega ósjálfbært. Það er sorglegt að ekki sé til staðar póli- tískt hugrekki á Alþingi til að afnema verðtryggingu, eins ein- falt mál og það nú er í núverandi umhverfi gjaldeyrishafta. Ekki þarf meira til en lagasetningu sem bannar verðtryggingu (eða takmarkar hana verulega) og inn- kalla í kjölfarið öll verðtryggð skuldabréf í skiptum fyrir óverð- tryggð (eða fyrir beinharða pen- inga, fersk prentaða). Skattkerfinu má líka beita – með mun róttækari hætti en hing- að til hefur verið gert – til þess að leiðrétta þá skekkju sem er í hagkerfinu eftir hrun. Ákvörð- unin um 100% tryggingu allra innstæðna með pólitískri yfir- lýsingu í miðju hruni var hugs- anlega bæði skiljanleg og að ein- hverju leyti réttlætanleg. Hins vegar hefði í kjölfarið mátt beita einskiptiskattlagningu á móti til að greiða fyrir kostnaðinn vegna tryggingarinnar og til að greiða annan kostnað vegna hrunsins – bæði augljósan og þann sem átti eftir að koma í ljós. Innstæðu- skattur, stórtækur eignaskattur og skuldabréfaskattur hefðu getað komið til greina. Slík einskiptis- skattlagning hefði verið bæði skiljanleg og ásættanleg strax í kjölfar hrunsins. Er tíminn runninn út? En tíminn er líkast til að renna út hvað varðar róttækar aðgerðir í efnahagsmálum. Kreppan er búin segja stjórnvöld og stjórnarand- staðan tekur hálfgildings undir og heldur því fram að hún væri ennþá meira búin ef hún væri við völd…! En áfram lifa þær í kerfinu, ósjálfbæru peningaeignirnar í íslenskum krónum í höndum aflands krónueigenda, jöklabréfa- eigenda, eigenda ríkisskulda- bréfa, lífeyrissjóða og húsnæð- isbréfa. Einblínt er á dagsgengi krónunnar í viðjum hafta og ímyndað sér að þessar froðu- eignir séu sambærilegar við pen- ingaeignir í alvöru gjaldmiðlum. Tímabundin túristasveifla nappar Seðlabankann sofandi á verðinum og ímyndunarveikin nær hámarki í hærra gervigengi löngu ónýts gjaldmiðils. En það kemur að skuldadögum. Hvaða svigrúm verður til rót- tækra aðgerða þá? Eignavandinn Í þessari grein viljum við vekja athygli á nýstofnuðum sam- tökum sem bera nafnið Valkost- ir – Samtök um úrræði við ótíma- bærum þungunum, og heimasíðu samtakanna http://www.valkost- ir.is. Samtökin voru stofnuð þann 6. apríl í Reykjavík og í stjórn Valkosta sitja fjórar konur. Við erum Melkorka Mjöll Kristins- dóttir lögfræðinemi, Lilja Írena Guðnadóttir kennari, Þóra Huld Magnúsdóttir sálfræðingur og Sunna Kristrún Gunnlaugsdótt- ir leikskólakennari. Markmið okkar í samtökunum er að vinna að því að finna fleiri lausnir fyrir þungaðar konur en fóstur- eyðingu og vekja athygli á þeim. Við viljum með þessu móti reyna að styðja ófrískar konur í erfiðri aðstöðu, svo það verði þeim auð- veldara að ganga með börnin sín. Margar íslenskar konur virð- ast standa frammi fyrir ótíma- bærri þungun ár hvert. Á hverju ári eru framkvæmdar tæplega 1.000 fóstureyðingar á Íslandi. Ein af hverjum fimm þungun- um endar með fóstureyðingu. Að svona margar konur telji sig ekki geta gengið með og eignast börnin sín ætti að vera okkur öllum umhugsunarefni. Því miður virðast ekki allar konur fá þann stuðning sem þær þurfa á að halda til að geta haldið áfram meðgöngunni. Og sumar tala um pressu frá maka, ættingj- um, vinum og jafnvel félagsráð- gjafa og/eða læknum um að velja einn valkost umfram annan – til dæmis fóstureyðingu frekar en að eignast barnið eða gefa það til ættleiðingar. Okkur finnst það umhugsunarvert að konur séu að velja fóstureyðingu vegna utan- aðkomandi þrýstings. Það er ekki val, ekki frelsi. Og þess vegna höfum við ákveðið að beina sjón- um okkar að öðrum valkostum og öðrum leiðum en fóstureyð- ingu, í þeim tilgangi að aðstoða þennan hóp kvenna. Á heimasíðunni http://www. valkostir.is er meðal annars hægt að finna upplýsingar um hvers konar aðstoð konur eiga rétt á að fá frá sínu sveitarfé- lagi, kjósi þær að ganga með og eignast börnin sín. Upplýsingar um aðstoð sem hægt er að fá frá einstaklingum og félagasamtök- um og upplýsingar um valkostinn ættleiðingu. Þar að auki höfum við komið á fót eins konar stuðn- ingsneti fyrir konur sem þurfa á aðstoð og ráðgjöf að halda. Sú ráðgjöf fer fram í gegnum tölvu- póst, á netfanginu radgjof@val- kostir.is. Með þessu móti viljum við reyna að hjálpa öllum þeim þunguðu konum sem eru í vafa um hvað þær eiga að gera, veita þeim upplýsingar um hvaða val- kostir eru fyrir hendi ef þær ákveða að klára meðgönguna og hvers konar aðstoð þær hafi möguleika á að fá. Það ríkir 100% trúnaður, og öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt, geta sent okkur línu á netfangið valkost- ir@valkostir.is. Einnig er hægt að nálgast okkur á facebook https://www.facebook.com/gro- ups/333382636698912/. Allir eru velkomnir í hópinn sem styðja markmið hans. Við störfum óháð pólitískum skoðunum og trúar- sannfæringu. Fyrir hönd Valkosta Samfélagsmál Þóra Huld Magnúsdóttir sálfræðingur Stjórnmál Friðrik Jónsson ráðgjafi hjá Alþjóðabankanum Afskriftir geta farið fram með ýmsum hætti, allt frá samningum milli aðila að gjaldþroti skuldara. Millilausnir með aðkomu stjórnvalda eins og 110% leiðin er tilbrigði við samningaleið. Ef bókfærð peningaleg eign í formi lána eða skuldabréfa stenst ekki, þá er eðlilegt að afskrifa.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.