Fréttablaðið - 18.08.2012, Page 20

Fréttablaðið - 18.08.2012, Page 20
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR20 S ystkinin Sölvi og Elsa María Blöndal munu ef að líkum lætur hefja rúnt sinn um viðburði menningarnætur á Óðinstorgi í dag. Þar mun eldri systir þeirra, Margrét Kristín, sem flestir kalla Möggu Stínu, koma fram á farandtónleik- um sem haldnir verða til heiðurs lagahöfundinum Ingibjörgu Þor- bergs, í tilefni þess að hún verð- ur 85 ára á þessu ári. „Ég ætla að syngja Man ég þinn koss, sem er mjög þekkt í hennar flutningi, og lagið Nú ertu þriggja ára, sem er mjög fallegt lag,“ segir Magga Stína, gefur okkur smá tóndæmi og rifjar lagið upp fyrir viðstödd- um. Magga Stína getur svo sleg- ið tvær flugur í einu höggi og séð yngri systkini sín bæði tvö spila á sama sviðinu, sem þau hafa reynd- ar aldrei gert áður. Undir hatti tónleikaraðarinnar Undiröldunnar, sem haldin hefur verið í Kaldalóni í Hörpu í vetur, verður í þetta sinn blásið til tón- leika á útisviði við Hörpu á milli klukkan 17 og 19.30. Þar koma nokkur nýleg bönd fram, þar á meðal Dream Central Station, sem Elsa María syngur með, og Halleluwah, nýjasta gæluverk- efnið hans Sölva. „Við spiluðum einmitt í Hörpu á Undiröldunni í vetur og það var mögnuð reynsla. Hljóðkerfið er æðislegt, allt öðru- vísi en litlar rokkhljómsveitir eiga að venjast, sem eru vanar að spila á börum þar sem allir eru fullir og kerfið lélegt. Með Undiröldunni hefur það sem er under ground verið dregið upp á yfirborðið, sem er frábært, því undiröldumúsík- senan á Íslandi er stór og öflug,“ segir Elsa María. Systkini eins og einbirni Þau systkinin hafa öll verið áber- andi í íslenskri tónlistarsenu, en tilheyra ólíkum stefnum. Með flokkunarmiða á lofti mætti tengja Elsu Maríu við rokk, Sölva við rapp og Möggu Stínu við nýbylgju, en það er þó alltof mikil einföldun til að vera réttlætanlegt. Þau passa líka illa í flokka, þegar betur er að gáð. Sölvi: „Margir verða voðalega hissa þegar þeir heyra að við séum systkini. Það skýrist kannski af því að það er svo langt á milli okkar. Við erum fjögur systkini og það eru sjö ár á milli okkar allra. Mamma segir stundum að við séum öll eins og einbirni. Við sem eldri erum segjum þá alltaf: „Sér- staklega Elsa!“. Elsa María: „Þau vilja meina að ég sé dekurbarnið í fjölskyldunni. Það er náttúrlega haugalygi …“ Magga Stína: „Ég kalla þau tvö nú stundum dekurtvistinn. Þetta segi ég sem annað tveggja þján- ingarfullra eldri systkina.“ Elsa María: „Við eigum líka eldri bróður, Hauk. Hann fór ekki út í tónlist, heldur er hann doktor í eðlisfræði.“ Magga Stína: „Hann er lista- maður á því sviði!“ Djúp ást á Zeppelin Foreldrar systkinanna fjögurra eru Sólveig Hauksdóttir, leikkona og kennari með meiru, og Harald- ur S. Blöndal, prentmyndasmiður og kennari til margra ára. Þrátt fyrir að foreldrarnir hafi sjálfir ekki lagt fyrir sig tónlistina var hún alltumlykjandi í æsku systk- inanna. Móðir þeirra gerði til- raunir til að senda þau öll í hljóð- færanám og faðirinn er forfallinn músíkáhugamaður. Sölvi: „Pabbi eignaðist fyrsta geislaspilarann á Íslandi.“ Elsa María: „Ertu að meina það?! Djö#%”# töffari! Ég er allt- af að komast að einhverju nýju …“ Magga Stína: „Það tók svona hálftíma fyrir þennan geislaspil- ara að opnast, lokast og byrja að spila.“ Sölvi: „Ég lét sérstaklega kaupa fyrir mig geisladisk í útlöndum sem hét Pet Shop Boys, til að geta spilað í honum. Annars man ég best eftir vínylnum. Rolling Stones, Canned Heat og auðvitað Led Zeppelin. Þeir höfðu stórkostleg áhrif á mig og urðu þess valdandi að ég fór að læra á hljóðfæri.“ Magga Stína: „Þeir höfðu líka mikil áhrif á mig. Fyrsta platan sem ég eignaðist var með þeim.“ Elsa María: Ég hef líka djúpar tilfinningar til Led Zeppelin. En þetta er að sumu leyti öðruvísi með mig, því mitt tónlistaruppeldi fór að mestu leyti í gegnum Sölva og Möggu Stínu. Ég fór í gegnum allan skalann, hlustaði á pönk 7, 8, 9 ára gömul og svo tók hiphop við. Ég fékk það beint í æð frá Sölva sem unglingur. Ég tók Beastie Boys alveg inn að hjartanu.“ Sölvi: „Svo fann Elsa sína hillu og síðan fór það sem hún hefur verið að hlusta á að hafa áhrif á mig. Hún kynnti mig fyrir böndum eins og Suicide og Silver Apples.“ Uppskeruhátíð í haust Í september er fyrsta plata Dream Central Station væntanleg, en það er hljómsveit Elsu Maríu og Hall- bergs Daða Hallbergssonar, sem gerði garðinn frægan með hljóm- sveitinni Jakobínurínu. „Það er Hallberg sem semur músíkina. Hann fékk mig til að syngja þrjú lög á plötunni, sem endaði með því að ég söng alla plötuna með honum, en það eru svo fjórir aðrir strákar með okkur í bandinu. Þetta er villt rokk og ról og við spilum inn á fegurðina í myrkrinu. Við Hallberg vinnum vel saman, ég skil hann, hann skilur mig og okkur þykir gaman að búa til skandal.“ Haustið verður viðburðaríkt hjá Elsu, því ekki aðeins kemur plat- an hennar út í september, heldur mun hún þá jafnframt taka þátt í gerð bíómyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty, sem Ben Stiller fer með aðalhlutverkið í. Elsa er útskrifuð úr fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Reynsla hennar þaðan mun líkast til nýt- ast henni í næsta verkefni. „Það kom upp í fangið á mér, fyrir fal- lega tilviljun, að ég fékk stöðu sem aðstoðarmanneskja í búningadeild í bíómyndinni. Það er mjög gaman, því það hefur löngum blundað með mér áhugi á búningahönnun. Ég er að vinna með Helgu Stefánsdótt- ur og er þegar búin að læra heilan helling. Þetta verður mikill skóli.“ Megas var erfiðasta verkið Það má búast við því að við fáum að heyra ýmislegt nýtt úr smiðju Sölva og Möggu Stínu næstu mán- uðina, nú þegar Sölvi er aftur kom- inn á stjá og Magga Stína er tiltölu- lega útskrifuð úr tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Elsa María segist hins vegar ekki hafa lagt sig eftir því að semja tónlist, enda kunni hún því ágætlega að túlka lög annarra. Þá kemur vangavelta frá stóru systur: Magga Stína: „Já, en hvenær býr maður til tónlist? Ég hef reynslu af því að búa til mína eigin tónlist en ekki síður af því að túlka tónlist annarra. Það er náttúrulega bara sköpun í sjálfu sér. Það að nálgast hluti sem aðrir hafa gert er ekki lítill vandi. Maður ber svo mikla virðingu fyrir sköpunarverki ann- arra.“ Hún hefur heldur ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í þeim efnum, gaf meðal annars út heila plötu með sinni túlkun af lögum Megasar árið 2006, en þar af voru þrjú óútgefin. Sú plata opnaði eyru undirskrifaðrar fyrir ljóðum Megasar, sem skila sér svo fallega í gegnum mjúka rödd og túlkun söngkonunnar. Elsa María: „Ég heyri þetta oft, að fólk hafi lært að taka á móti Megasi með þessari plötu.“ Magga Stína: „Mikið þykir mér vænt um að heyra þetta. Þetta var eitt erfiðasta verk sem ég hef unnið. Megas var heimilisvinur hjá okkur og svo kynntist ég honum upp á nýtt þegar ég varð fullorð- in. Það var mikið tilfinningalegt ferli að fara í gegnum þessa plötu.“ Dökkt og sjúkt en samt hresst Undanfarin ár hefur Sölvi verið búsettur í Stokkhólmi, eða allt frá því að hljómsveitin hans, Quarashi, lagði upp laupana árið 2005. Hann er hagfræðingur og fær launin sín greidd frá seðlabanka Svíþjóðar, sem styrkir hann til doktorsnáms. „Ég hélt ég væri hættur í tónlist, því ég lagði hana alveg til hliðar þegar ég flutti til Svíþjóðar. Þegar Quarashi kom svo saman aftur á síðasta ári, og við héldum meðal annars tíu þúsund manna tónleika á Hellu, þá gerðist eitthvað. Frá því að strákurinn minn fæddist svo fyrir fimm mánuðum fóru mér að detta alls konar lög í hug aftur.“ Áður en Sölvi stofnaði Quarashi, þegar hann var 21 árs, hafði hann spilað með þó nokkrum pönksveit- um. „Ég spilaði hundrað sinnum í Norðurkjallara MH, en ég fann mig samt aldrei í hljómsveitum, fyrr en ég fékk að ráða öllu! Ég er auðvitað að ýkja … En sannleikurinn liggur þarna inni á milli línanna.“ Magga Stína: Sölvi er magnað- ur maníubolti. Svona kjarnorku- sprengjusmiður. Hann er fæddur leiðtogi og alltaf á leiðinni eitt- hvert. Þess vegna er svo lógískt hvernig tónlist hann hefur alltaf verið í. Hún er eins og beint fram- hald af hans innsta kjarna.“ Elsa María: „Þannig upplifi ég hann líka. Það er engin leið að stöðva hann.“ Hið nýja verkefni hans, Halle- luwah, vinnur hann með Agli „Tiny“ Thorarensen, félaga sínum úr Quarashi. Þeir hafa gefið frá sér eitt lag, K2R. „Við Tiny vinnum vel saman. Hann semur textana, skapar konseptið og ég kem með hljóðheiminn. Konseptið er svolítið dökkt og sjúkt, en samt hresst. Ef þetta væri bíómynd værum við að tala um „early“ Tarantino.“ Magga Stína: „Svona falleg- ur dúkkuleikur og svo allt í einu sagar einhver af sér höndina?“ Sölvi: „Já, eða Reykjavíkur- nætur ársins 2012, kannski, svona fyrst við vorum að tala um Megas.“ Margir verða voðalega hissa þegar þeir heyra að við séum systkini. Það skýrist kannski af því að það er svo langt á milli okkar. Við erum fjögur systkini og það eru sjö ár á milli okkar allra. Mamma segir stundum að við séum öll eins og einbirni. Undir hvers annars áhrifum Systkinin Margrét Kristín, Sölvi og Elsa María Blöndal eru líkari inn við beinið en kann að virðast við fyrstu sýn. Þessu komst Hólmfríður Helga Sigurðardóttir að þegar hún saup á kaffi með þeim á einu heitasta síðkvöldi sumarsins 2012. ÓFLOKKANLEG TÓNLISTARSYSTKINI Þau Elsa María, Magga Stína og Sölvi tilheyra ólíkum tónlistarsenum, en eru þó öll undir sömu áhrifunum þegar vel er að gáð. Led Zeppelin og önnur bönd sem voru á fóninum heima hafa haft mikil áhrif á þau öll, en þau eru ekki síður undir áhrifum af hvert öðru. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.