Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.08.2012, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 18.08.2012, Qupperneq 24
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR24 H inn 11. júní síðastlið- inn var morgunfrið- urinn við Penobs- cot-ána í Maine-ríki í Bandaríkjunum rofinn af nokkrum stórvirkum vinnuvélum. Vélarnar skriðu ein eftir annarri út í árfar- veginn og klukkan átta stundvíslega var tönnum þeirra læst í voldugan steypumúr Great Works-stíflunn- ar og niðurrif hennar hafið. Þegar vatnið byrjaði að sytra í gegnum múrinn markaði það upphafið að viðamestu aðgerð í endurheimt vist- kerfis í bandarískri sögu og niður- staða áralangrar baráttu umhverfis- verndarsinna og almennings. Til fyrirmyndar Verkefnið, The Penobscot River Restoration Project (PRRP), hefur vakið mikla athygli í Bandaríkj- unum (BNA), og reyndar víða um heim. Ástæðan er einfaldlega sú að verkefnið er talið setja ný viðmið í því hvernig staðið er að niðurrifi stíflumannvirkja sem þessara, en framkvæmdirnar eru unnar í fullri sátt allra hagsmunaaðila. Áður en yfir lýkur munu tvær stíflur verða rifnar og fullkomnir fiskvegir verða byggðir við tvær aðrar. Fiskvegir við fjórar stíflur til viðbótar verða endurgerðir. Aðgerðin opnar fiski 1.600 kílómetra leið frá sjó upp í efstu stöðuvötn. Aðrar raforku- stöðvar verða aftur á móti gerðar hagkvæmari í rekstri og orkufram- leiðsla mun í versta falli standa í stað – sérfræðingar útiloka ekki að hún aukist umtalsvert. Fáein þúsund Í nær tvær aldir hafa fjölmarg- ar stíflur í Penobscot-ánni komið í veg fyrir að fiskur nái til bestu hrygningarsvæða á vatnasviðinu. Penobscot, en vatnasvið hennar er eitt það víðfeðmasta í BNA, hafði fram að iðnbyltingu risastofna um ellefu sjógöngufiska, en nú eru þeir allir ekki nema svipur hjá sjón. Laxinn er oftast nefndur á nafn enda í útrýmingarhættu og löngu liðin tíð að hann sé veiddur á stöng eða í önnur veiðarfæri. Banda- ríska haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) gengur svo langt að segja verkefnið síðasta möguleikann til að endurheimta stórar göngur af villtum Atlantshafslaxi í Banda- ríkjunum öllum; að verkefnið sé lokatilraun til að endurheimta Atl- antshafslaxinn. Heimildir greina frá því að laxa- göngurnar í Penobscot hafi numið um og yfir 100.000 fiskum ár hvert. Undanfarna áratugi hafa veiðst tugir, stundum nokkur hundruð laxar, í gildrur við neðstu stífluna í ánni, Veazie-stífluna, sem verður rifin strax og framkvæmdum við Great Works lýkur. Á síðasta ári voru þeir reyndar 3.100 laxarn- ir sem voru fangaðir í gildrur við Veazie-stífluna, sem var það lang- mesta í áratugi og gerir stofninn þann stærsta í BNA, eins sárgræti- legt og það er. Allur lax er keyrð- ur um langa leið upp á hrygning- arsvæðin sem hefur skilað því að laxinn í ánni er ekki horfinn með öllu. Nú standa vonir til þess að sjálfbær hrygningarstofn geti náð að verða tíu til tólf þúsund laxar innan nokkurra ára. 1835 Sögulega er styrjustofn árinn- ar ekki síður mikilvægur auk bæði urriða og regnbogasilungs. Skjaddi, sem er síldfiskur sem hrygnir í ferskvatni, er síður nefndur hérna megin Atlantsála þar sem fiskurinn þekkist lítt. Hann er hins vegar algengur með Atlantshafsströnd Norður-Amer- íku, allt frá Nýfundnalandi til Flór- ída. Um stórvaxinn fisk er að ræða, gómsætan mjög og eftirlæti fjöl- margra stangveiðimanna á þess- um slóðum. Stofn skjadda í Penobs- cot er hins vegar líka svo gott sem horfinn, enda er fiskgengur hluti árinnar nú aðeins um fáeinir kíló- metrar, en rétt norðan við borg- ina Bangor stendur Veazie-stífl- an, áður nefnd, sem var byggð árið 1835, einu ári á eftir Great Works. Bygging þessara tveggja stíflna markaði endinn á fiskgöngum upp ána, þó löngu fyrr hafi stíflur, stór- ar sem smáar, verið byggðar ofar á vatnasviðinu og telja á annað hundrað enn í dag í Penobscot og ótal hliðarám þessa mikla fljóts. Eitt skref í einu Niðurrif Great Works er aðeins fyrsta skrefið – Veazie-stíflan verð- ur rifin næst. Þetta þýðir að tvær stærstu hindranirnar verða að baki, en einnig verða fiskvegir byggðir töluvert ofar í ánni, við Milford- og Howland- stíflurnar. En steyp- an og fiskurinn segja aðeins brotabrot af sögunni því verkefnið er aðeins einn þráður margslunginnar sögu. Forsögu verkefnisins má rekja til ársins 1999 þegar orkufyrirtæk- ið PPL, sem á höfuð- stöðvar í Pennsylvaníu, keypti fjölmargar stífl- ur í Penobscot af fyrir- tækinu Bangor Hydro Electric. Stjórnendur PPL vissu af reynslu annarra orkufyrirtækja að þeirra beið flókin skriffinnska við leyfisveitingar og kröfur um endur- bætur mannvirkja, að ógleymdum átökum við umhverfissinna sem um árabil höfðu krafist þess að stífl- urnar yrðu rifnar. Í stað alls þessa ákvað yfirstjórn fyrirtækisins að fara aðra leið og hafði samband við fulltrúa Penobscot-þjóðflokks- ins, frumbyggja svæðisins, og aðra sem barist höfðu gegn virkjunum og orkuframleiðslu við ána. Til að gera langa sögu stutta náðist samkomu- lag um að orkufyrirtækið myndi selja nokkrar stíflur til niðurrifs gegn því að raforkuframleiðsla sex orkustöðva yrði aukin. Skipulags- og eftirlitsyfirvöld í Maine skrif- uðu upp á samkomulagið 2004. Átta ár liðu hins vegar áður en fyrsti steypumolinn var hreyfður úr stað. Ástæðan var fjármögnun uppkaup- anna og framkvæmda. 7,5 milljarðar Stofnaður var sjóður vegna verkefn- isins, The Penobscot River Restora- tion Trust (PRPT). Ljóst var frá upphafi að verkefnið myndi kosta umtalsverða fjármuni. Eftir langa þrautagöngu keypti sjóðurinn fyrrnefndar stíflur af PPL fyrir 24 milljónir Bandaríkja- dala, en féð kom bæði frá hinu opinbera, sjóðum og frá almenn- ingi. Þrautaganga var það, því ólíkt PPL þurfti sjóðurinn að verða sér úti um fjölda leyfa frá Maine-ríki og alríkisstjórn inni. Að því loknu þurfti að fjármagna fram- kvæmdina sjálfa og lokareikningurinn hljóðar upp á 62 millj- ónir Bandaríkjadala – 7,5 milljarða íslenskra króna. Söfn- un fjárins er lokið og mönnum því ekkert að vanbúnaði. Fólkið Daginn sem hafist var handa við að rífa Great Works-stífluna var haldin stutt athöfn við ána. Ken Salazar, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, var einn þeirra sem þar hélt tölu. Mál sitt hóf hann á því að tilkynna 2,5 millj- óna dollara framlag stjórnvalda til verkefnisins. Einnig vakti hann athygli á því að þrátt fyrir að þungamiðja verkefnisins væri nið- urrif þá væri honum hugstæð sú uppbygging sem í því felst. Verk- efnið, sem tekur nokkur ár í heild, skapar mörg hundruð störf. Þegar til framtíðar er litið er mat sér- fræðinga að störfin sem skapast muni skipti þúsundum, aðallega í ferðaþjónustu. Þá er litið til þess að stórir stofnar fiska í Penobs- cot muni hafa víðtæk áhrif á nær- liggjandi svæði. Það er nefnilega svo að fiskistofnarnir allir taldir saman eru svo stórir að þeir hafa áhrif á fæðuframboð í Maine-flóa og viðkomu annarra tegunda þar, og svo koll af kolli. Reyndar ganga menn svo langt að segja að þetta „litla“ verkefni hafi ruðningsáhrif sem eiga sér vart hliðstæðu, hvert sem litið er. Loksins En það var annar maður en ráð- herrann Salazar sem vakti mesta athygli við athöfnina við Great Works-stífluna þennan dag. Áin hefur alltaf verið hluti af landi frumbyggjanna sem bera nafn hennar. Í 10.000 ár leitaði Penobs- cot-ættbálkurinn í gnægtahorn náttúrunnar og lifði á fiskveiðum að mestum hluta. Því lauk árið sem Veazie-stíflan var byggð, eins og höfðingi ættbálksins Kirk Franc- is minnti á. Hann sagði mikilvægi þessarar framkvæmdar ekki síst liggja í því að frumbyggjar svæð- isins endurheimta það sem þeim er kærast – og kannski möguleikann til að endurheimta glatað stolt í leið- inni. Barátta þeirra fyrir að end- urheimta fyrri landkosti á svæð- inu hófst nefnilega árið 1835, 164 árum áður en PPL, orkufyrirtækið bandaríska, sá sér leik á borði við að losna við skriffinnskuna í kring- um umsvif þess í Penobscot. Lokatilraun til bjargar laxinum Stærsta verkefni við endurheimt vistkerfis í bandarískri sögu er hafið með niðurrifi tveggja stíflumannvirkja í Penobscot-ánni. Í fyrsta skipti í nær 200 ár nær fiskur að ganga upp á hrygningarsvæði sín. Um samvinnuverkefni orkufyrirtækja, stjórnvalda og almennings er að ræða. Svavar Hávarðsson kynnti sér framgang verkefnis sem leggur línuna í umhverfisvernd upp á nýtt. 11. JÚNÍ Þegar framkvæmdir hófust voru liðin þrettán ár frá því hugmyndin að framkvæmdunum kom fyrst fram. Stíflurnar sem verða rifnar hafa lokað fyrir gönguleið laxa, skjadda, síldar, styrju og fleiri tegunda í hartnær tvær aldir. Stofnarnir eru allir svo gott sem horfnir. MYND/PRRP GREAT WORKS-STÍFLAN Lokið verður við að rífa Great Works-stífluna að mestu leyti á næstu vikum. Þrátt fyrir að tvær stíflur verði rifnar þá tapar orkufyrirtækið sem átti þær engu af rafmagnsframleiðslu sinni sökum þess að aðrar orkustöðvar verða endurbættar. VEAZIE-STÍFLAN Liggur niður við árósa Penobscot-árinnar og hefur lokað nær alveg fyrir göngur laxa síðan 1835. Allur lax sem þó gengur í ána hefur verið fangaður í gildrur við þessa stíflu áður en hann er fluttur upp á hrygningarsvæðin á vörubílum. BIÐINNI LOKIÐ Um aldir gekk Penobscot-ættbálkurinn í gnægtabúr náttúrunnar. Því lauk þegar stíflurnar voru byggðar. Það var því táknræn athöfn þegar reykur af tóbaki og jurtum var látinn leika um steypuvirkið áður en vélarnar tóku til óskiptra málanna. 3.100 Laxar fangaðir í gildrur 2011 og fluttir með vörubílum á hrygningar- svæðin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.