Fréttablaðið - 18.08.2012, Síða 94

Fréttablaðið - 18.08.2012, Síða 94
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR58 Dans ★★★★ ★ Dansdúettar Gaflaraleikhúsið Inga Huld Hákonardóttir, Rósa Ómarsdóttir, Védís Kjartans- dóttir og Louis Combeud Leikur að hreyfing- um, tónum og tali Sífellt fleiri íslenskir dansnem- endur fara í háskólanám í dansi þar sem þeir öðlast aukna færni sem dansarar en ekki síður læra þeir kúnstina að baki góðri dans- sköpun. Sýningin Dans dúettar er dæmi um afrakstur þessa en þar láta nýútskrifaðir danslistamenn úr dansskólanum P.A.R.T.S. í Brussel, þau Inga Huld Hákonardóttir, Rósa Ómarsdóttir, Védís Kjartansdóttir og Louis Combeaud, ljós sitt skína í tveimur einkar áhugaverðum dúettum. Fyrri dúettinn, Out of the Body, verk þeirra Rósu og Ingu Huldar, er einfaldur og hversdagslegur en vel og nákvæmlega unninn. Það var samið í samstarfi við belgísku óperuna La Monnaie sem hluti af viðburðinum DansXmusic og frumflutt með tónlistarmönnum úr óperunni. Í verkinu bjóða stelpurn- ar upp á staðbundnar hreyfingar, endurteknar í sífellu sem smám saman mynda eina samfellda heild í bland við tónlist og orð. Framsetn- ingin, sérstaklega í upphafi, minnti nokkuð á kröftugan kúndalíni-jóga- tíma með tilheyrandi endurtekn- ingum, möntrum og útskýringum á tilvist þess sem verið var að gera. Orðin höfðu mikilvægu hlutverki að gegna í sýningunni en ekki sem sjálfstætt fyrirbæri heldur runnu þau ljúflega inn í hreyfiferlana og kóreógrafíuna. Tónlist Stravinskys, Elegy for viola, var órjúfanlegur hluti verksins enda kveikjan að dans- sköpuninni. Stígandinn var góður í verkinu og samhæfing dansaranna eftirtektarverð en að stórum hluta hreyfðu dansararnir sig algjörlega samtaka eða þá í fullkominni andstöðu við hvor aðra. Stutt var í húmorinn þó að engin svipbrigði sæjust á andliti dansaranna. Verk Védísar og Louis, Natural order is a special case, hófst á söng. Dansararnir komu sér fyrir á mismunandi stöðum á gólfinu og sungu í þjóðlegum stíl. Smátt og smátt létu hreyfingar á sér kræla og tónlist úr hátölurum flæddi um salinn. Fram undan var svo verk sem kom sífellt á óvart. Leikur dansaranna við hvort annað og tónlistina var spenn- andi og skemmtilegur og hélt fullri athygli áhorfandans. Það var ekki síst áhugavert hvernig dansararnir notuðu hljóð og hrynjandi frá eigin hreyfingum til að bæta inn í hljóð- myndina. Hreyfingin var tónlist á köflum. Einn af lokaköflunum, þegar manni leið eins og verið væri að horfa á tölvuleikjafígúrur sem urðu að fylgja tónlistinni eftir til að missa ekki líf, kom líka mjög vel út. Hreyfiforði verksins var krefjandi og sýndi líkamlegan styrk og færni dansaranna. Dansinn sýndi líka ánægju þeirra af því sem þau voru að gera. Dansverkið er útskriftarverkefni höfundanna síðan í júní en hefur síðan þá verið sýnt víða eins og í Belgíu, Hollandi, Þýskalandi, Portúgal, Rússlandi og Tyrklandi. Íslenskir áhorfendur eru því hér að fá innsýn í það sem er í gangi í evrópskum dansheimi. Tónlistin skipaði mikilvægan sess í báðum dúettunum, ekki aðeins sú sem kom frá hátölurunum heldur einnig sú sem dansararnir sköpuðu sjálfir með hreyfingum sínum, andardrætti, söng eða tali. Tengsl dansaranna voru í báðum tilfellum sterk en nánast algjörlega án snertinga. Engin sviðsmynd var í dúettum kvöldsins, aðeins einföld lýsing – sem í seinna verkinu virtist eitthvað klikka á smá kafla – en hún varpaði skuggum af dönsurunum á vegginn á skemmti- legan hátt. Það voru því fyrst og fremst hreyfingarnar sem glöddu áhorfendur og leikur þeirra við tóna og tal. Sesselja G. Magnúsdóttir Niðurstaða: Bæði verkin voru vönduð og vel gerð. Hátíðarstemning ríkti í Hörpu í gær þegar Stór- sveit Reykjavíkur marseraði inn í tónlistarhús- ið klukkan 12 á hádegi. Þar mun hljómsveitin framvegis eiga fast aðsetur, við hlið Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar. Stórsveit Reykjavíkur var stofnuð í febrúar árið 1992. Aðalhvatamaður að stofnun hljóm- sveitarinnar var Sæbjörn Jónsson og var hann jafnframt aðalstjórnandi Stórsveitarinnar fram til ársins 2000. Síðan þá hefur sveitin starfað án fasts aðalstjórnanda en fengið til liðs við sig fjölmarga innlenda og erlenda stjórnendur. Stórsveitin hlaut Íslensku tónlistarverðlaun- in 2005 sem djassflytjandi ársins og 2011 fyrir djassplötu ársins. Í heild hefur sveitin sent frá sér fimm geisladiska í eigin nafni og sinnt fjöl- breyttum verkefnum. - hhs Stórsveitin flytur í Hörpu VELKOMINN! Steinunn Birna, tónlistarstjóri Hörpu, býður Sigurð Flosason, saxófónleikara og stjórnarformann Stór- sveitar Reykjavíkur, velkominn í húsið en Stórsveit Reykjavíkur mun eiga fast aðsetur í Hörpu framvegis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is Öll verð eru á mann í tvíbýli. Ef bókað er á skrifstofu bætist við 1.500 króna bókunargjald. ÍS LE N SK A S IA .IS V IT 6 07 04 0 8/ 12 Helgarferðir með VITA í haust ÍRLANDI SPÁNI SPÁNI Dublin á Írlandi er einstök borg sem hefur unnið hug og hjörtu margra Íslendinga í gegnum árin, enda er varla annað hægt en að hrífast af umhverfinu, menningunni og lífsgleði innfæddra. Verð frá 79.840 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í tvíbýli á hótel Camden Court í 4 nætur. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn. *Verð án Vildarpunkta 89.840 kr. Sevilla er höfuðborg Andalúsíu. Þróttmikil og lifandi borg með sjarmerandi göngugötum, tapas-börum, iðandi mannlífi og flottum verslunum. Risastór El Corte ngles vöruhús og auðvitað H&M.I Verð frá 89.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í tvíbýli á hótel Novotel í 3 nætur. nnifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting I með morgunverði og íslensk fararstjórn. *Verð án Vildarpunkta 99.900 kr. Madrid er borg menningar og listar, fótbolta og mannlífs, og það fram á rauða nótt. Borg sem kemur skemmtilega á óvart með breiðstræti sín, öngstræti, göngugötur, lista- söfn og svo að sjálfsögðu H&M. Verð frá 102.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í tvíbýli á hótel Husa Princesa í 3 nætur. nnifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting I með morgunverði og íslensk fararstjórn. *Verð án Vildarpunkta 112.900 kr. Fallegasta borg Skotlands og umfram allt einstaklega þægileg. Gott að versla og allt í göngufæri. Heillandi borgarstæði, fallegar byggingar og tignarlegur Edinborgarkastali. Verð frá 79.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í tvíbýli á hótel Mercure Edinburgh City (áður Mount Royal) í 3 nætur 4. okt. nnifalið: Flug, flugvallarskattar, gistingI með morgunverði og íslensk fararstjórn. *Verð án Vildarpunkta 89.900 kr. DUBLIN SEVILLAMADRID EDINBORG 11. - 14. ko t. 3 nætur 5. – 8 . ko t. 3 nætur 4. og 18. okt., 1. og 15. nóv. 3 eða 5 nætur 25. - 29. ko t. 4 nætur SKOTLANDI Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.