Fréttablaðið - 24.08.2012, Blaðsíða 10
24. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR10
REYKJAVÍK Grunnskólar Reykja-
víkur munu notast við 62 færan-
leg kennslurými á lóðum skólanna
í vetur. Flestar eru kennslu-
stofurnar við Dalskóla í Úlfars-
fellshlíðum eða tólf talsins. Þangað
flutti Reykjavíkurborg fjórar
skólastofur til viðbótar í sumar.
Fjórtán þúsund börn munu
stunda nám í grunnskólum borg-
arinnar í vetur. Miðað við að hver
bekkur hafi 20 nemendur opnast
rými fyrir 1.200 börn. Til saman-
burðar hefja um 1.400 börn nám
í fyrsta bekk í haust. Færanlegu
skólastofurnar fá hins vegar
ekki allar hlutverk heimastofu
bekkjanna.
Flestar skólastofurnar, 37 tals-
ins, verða austan Elliðaáa, í Selja-
hverfi og Breiðholti í vetur. Skólar
vestan Kringlumýrabrautar munu
nota 25 stofur ef Laugarnesskóli
er talinn með. Athygli vekur að
engar færanlegar skólastofur er
að finna á lóðum skóla í hverfum
austan Kringlumýrabrautar (ef
Laugarnesskóli er undanskilinn)
og vestan efri byggða í Grafarholti
og Grafarvogi.
Færanlegu kennslurýmin
eru notuð til að anna aukinni
eftir spurn eftir kennslurými í
ákveðnum hverfum. Sú eftirspurn
er hins vegar ekki stöðug og því
eru skólastofurnar fluttar á milli
hverfa eftir þörfum ár hvert.
- bþh
Færanlegar kennslustofur verða 62 í borginni í vetur:
Færanlegu rýmin
flest í efri byggðum
HEILBRIGÐISMÁL Annað árið í röð er
mikil aukning á komum á bráða-
deildir Landspítalans (LSH). For-
stjórinn segir þetta áhyggjuefni en
ekki auðvelt að greina hvað veldur.
Að meðaltali koma yfir 200 manns á
bráðadeild LSH í Fossvogi.
Björn Zoëga, forstjóri LSH, vék að
því í pistli á heimasíðu LSH síðast-
liðinn föstudag að sumarstarfið
hefði gengið vel. Hóflegt álag hefði
verið víða á spítalanum en álagið
þó of mikið á bráðamóttökurnar;
Hjartagáttina á Hringbraut og í
Fossvogi.
Inntur eftir því hversu mikil
aukningin hefur verið síðustu tvö
ár segir Björn að 1.700 fleiri hafi
sótt á bráðadeildina í Fossvogi það
sem af er ári. Það er 4,1% aukning
og á hverjum degi komi því yfir 200
manns í Fossvoginn að meðaltali.
Alls hafa um tvö þúsund fleiri sótt
bráðamóttökurnar nú en í fyrra.
Árið 2011 var aukningin 5,6% allt
árið eða á sjötta þúsund fleiri heim-
sóknir. Þar af var aukningin í Foss-
vogi 4,5% eða 2.700 fleiri.
„Þetta er mikil aukning, sérstak-
lega þegar maður horfir á tölurnar
um fjölda einstaklinga. Við höfum
af þessu miklar áhyggjur og þetta
hefur skapað mikil vandræði, til
dæmis í sumar,“ segir Björn.
Spurður um ástæður þessarar
fjölgunar á bráðadeildunum segir
Björn að það hafi ekki verið skoðað
nákvæmlega hvað veldur. Það sé
ekki lagt á sjúklingana, sem leita
á deildirnar, að spyrjast fyrir um
ástæður heimsóknar þeirra. „En
starfsmenn mínir hafa nefnt að
ástæðan sé einfaldlega sú að erfitt
sé að komast að annars staðar í
kerfinu; að meira sé um lokanir og
samdrátt í þjónustu annars staðar
í heilbrigðiskerfinu. Við höfum
hins vegar ekki yfirlit um slíkt. Við
höfum verið að velta því fyrir okkur
hvort fólk sé veikara; þurfi frekar en
áður á okkar þjónustu að halda. Inn-
lagnir á Landspítalanum benda ekki
til þess. Hlutfall þeirra sem leggjast
inn hefur ekki hækkað. Aukningin
er vegna minni vandamála, ekki
alvarlegri veikinda,“ segir Björn.
Fram kemur í pistli forstjórans
að hálfsársuppgjör spítalans sé
væntan legt í dag. Hann skrifar að
starfsmenn hafi áhyggjur af því að
spítalanum sé gert að spara, eins og
síðustu ár. „Ég hef reynt að fullvissa
viðkomandi starfsmenn um að það
sé orðið ómögulegt að spara meira á
spítalanum og er því nokkuð bjart-
sýnn á að það sé skilningur fyrir því
hjá ríkisstjórninni,“ segir Björn.
svavar@frettabladid.is
Bráðadeildir Landspítalans
að kikna vegna fjölgunar
Fjölgun á komum á bráðadeildir LSH skiptir þúsundum síðustu ár. Að meðaltali koma 200 manns á dag í
Fossvoginn. Innlögnum af bráðadeild fjölgar ekki, sem bendir til að fólk komist ekki annars staðar að.
Á BRÁÐADEILD Reynt hefur verið að fjölga starfsfólki til að mæta fjölgun á
bráðadeildir LSH. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra vill ekki tjá sig sérstaklega um
tækjamál Landspítalans, en í forsíðufrétt í gær var sagt frá því að endurnýja
þyrfti úr sér genginn tækjabúnað á Landspítalanum fyrir tvo til þrjá milljarða
króna á næstu tveimur árum, að mati forstjóra LSH.
Guðbjartur segir þó að þessi umræða hafi risið upp reglulega undan-
farin ár og „forvitnilegt að skoða tölurnar fyrir hrun,“ og vísar til þess að 210
milljónir á ári hafi verið ætlaðar til tækjakaupa allt frá árinu 2001.
„En við svörum þessu bara í fjárlagagerðinni og umfjölluninni um fjár-
lögin,“ segir Guðbjartur.
Ráðherra: Svarað í fjárlagagerðinni
DANMÖRK Hæstiréttur í Dan-
mörku hefur staðfest dóm Eystri-
Landsréttar um að danska
bílasalan Bukkehave Corpora-
tion greiði tíu milljónir danskra
króna, um 200 milljónir íslenskra
króna, vegna ólöglegra viðskipta
við stjórn Saddams Hussein
Íraksforseta.
Fyrirtækið seldi Írökum vöru-
bíla og varahluti fyrir 125 millj-
ónir danskra króna á árunum
2000 til 2002. Vegna viðskipta-
banns gátu Írakar aðeins keypt
matvæli og lyf fyrir þá olíu sem
þeir seldu úr landi, samkvæmt
frétt danska ríkisútvarpsins.
Til þess að landa samningnum
samþykkti bílasalan að greiða
íröskum stjórnvöldum tíu prósent
af verðmæti viðskiptanna. - ibs
Hæstiréttur í Danmörku:
Milljónasekt
vegna viðskipta
við Saddam
FISLÉTT ÚR FARSÍMA
EÐA SPJALDTÖLVU
MEÐ EINFALDRI
STROKU BEINT Á
SJÓNVARPSSKJÁINN
ideas for life
WWW.SM.IS
0
færanleg
skólarými
37
færanleg
skólarými
25
færanleg
skólarými
Færanleg skólarými í Reykjavík
Engin færanleg skólarými eru á græna svæðinu.
Kópavogur
FÆRANLEGAR KENNSLUSTOFUR Notast
verður við 62 slíkar stofur í Reykjavík í
vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
NAMMINAMM Lamakálfurinn Pippa
japlar hér á vænni tuggu. Hún hefur
heillað gesti og starfsfólk dýragarðsins
í Hannover í Þýskalandi. Hún er afar
fjörug og leikur meðal annars mikið
við flóðsvín sem eru nágrannar
hennar. NORDICPHOTO/AFP
Við höfum af þessu
miklar áhyggjur og
þetta hefur skapað mikil
vandræði, til dæmis í sumar.
BJÖRN ZOËGA
FORSTJÓRI LSH