Fréttablaðið - 24.08.2012, Blaðsíða 12
24. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR12
Föstudagsviðtaliðföstuda
gur Áhrif efnahagshremminganna á gríska skólakerfi ð
R
íkisstarfsmenn
eru meðal þeirra
heppnu á Grikk-
landi því þó klipið
hafi verið vel af
launum þeirra frá
því hremmingarnar hófust þá
prísa þeir sig sæla yfir að vera með
örugga vinnu. En þó eru blikur á
lofti þar líka og margsinnis hefur
gríska ríkið staðið frammi fyrir
því að sjá ekki fram á að geta
greitt starfsmönnum sínum. „Ég
man til dæmis þegar ég pantaði
flug miðana til Íslands, það var í
febrúar þó ferðin væri ekki fyrr
en í ágúst, þá hugsaði ég með mér,
hvað í ósköpunum er ég að gera?
Ég hef ekki hugmynd um hvernig
verður ástatt hjá mér í ágúst.“
Háskólanám er engin trygging
lengur
En þó starfsheitið sé það sama
hefur vinnan efalítið breyst síðustu
ár. Hvaða áhrif hafa þessar efna-
hagshremmingar á skólastarfið?
„Menntun barnanna hefur alltaf
verið forgangsmál fyrir gríska for-
eldra. Það var allt sett í sölurnar
svo þau gætu stundað tungumála-
nám fyrir utan skóla og jafnvel tón-
listarnám eða eitthvað því um líkt.
Nú hefur fólk ekki burði til þess
lengur. Síðan var háskólanám álitið
trygging að farsælum ferli. Nú er
hins vegar svo komið að menntað
fólk fær ekki vinnu.
Ég er meðal annars að kenna
átján ára nemendum en þeir
þurfa að þreyta samræmd próf
sem síðan hafa úrslitaáhrif á það
hvað þeir geta lært í há skólunum.
Þess vegna hafa alltaf verið
haldnir sérstakir undirbúnings-
tímar fyrir þessi próf. En í ár voru
óskaplega margir foreldrar sem
höfðu ekki efni á að senda börn
sín í þessa undirbúningstíma svo
við ákváðum að bjóða þeim verst
stöddu að stunda þá endurgjalds-
laust. En þá spurðu sig margir til
hvers í ósköpunum þeir ættu að
vera að hafa fyrir þessu þar sem
framtíð háskólamenntaðra manna
virðist ekkert ljósari en annarra.
Þetta er í fyrsta skiptið sem ég
verð vör við þetta viðhorf. Nú eru
foreldrar frekar farnir að hvetja
börn sín til að læra einhverja
iðn en þá komum við að öðru því
háskólanám var ekki aðeins álitið
lykill að góðum starfsferli, það
var einnig álitið hollt hverjum
manni að fara í háskólanám þó
ekki væri nema til þess að vaxa
og dafna sem manneskja jafnvel
þó fólk ákvæði síðar að taka við
veitingastaðnum hans pabba eða
vinna við eitthvað sem var alls
óskylt háskólanáminu. Nú er þetta
allt breytt og nemendur vita ekki
sitt rjúkandi ráð.“
Sjálfsmorðstíðnin var með þeim
lægstu í heimi
Hvernig bitnar ástandið á sálar-
tetri nemendanna? „Þeir eru nátt-
úrulega ósköp daprir. Enda erfitt
heima hjá mörgum þeirra. Þeir
heyra líka margar raunasögur frá
samnemendum sínum. Ég á dóttur í
framhaldsskóla og hún var að segja
mér af foreldrum eins vinar síns
sem áttu verslanakeðju. Áður gátu
þau nánast bent á hvaða stað sem
var í Atlasnum og ákveðið að fara
þangað en nú snýst lífið bara um
það að komast af og auðvitað fylgir
þessu áfalli erfitt heimilislíf. Svo
veit hvert mannsbarn að sjálfsvígs-
tíðnin hefur snarhækkað og slík
tíðindi eru náttúrlega þrúgandi.
Sjálfsmorðstíðnin á Grikklandi var
með þeim lægstu í heimi en hefur
nú hækkað ógnvænlega. Aðallega
er þetta fólk á aldrinum 40 til 55
sem hefur misst allt og ofan á það
áfall eru lánardrottnar að hamast
á þeim varnarlausu svo fólki finnst
það vera í slíku öngstræti að það
sér enga aðra leið.“
Læknar taka hús á sjúklingum
endurgjaldslaust
Þið kennarar verðið náttúrulega
að standa keikir gagnvart ótta-
slegnum nemendum, hvaða vonar-
neista er hægt að grípa til að gefa
þeim trú á framtíðina? „Það hefur
ýmislegt breyst til hins betra. Til
dæmis hefur samkenndin aukist og
það með áþreifanlegum hætti. Til
dæmis hafa verið sett á laggirnar
apótek og verslanir og þangað getur
fólk sem hefur eitthvað aflögu
gefið vörur eða lyf. Síðan geta þeir
sem á þurfa að halda nálgast það
þar. Ástandið er þannig að fjöl-
margir hafa dottið út fyrir öryggis-
netið sem félagslega kerfið á að
veita þeim og af þeim sökum hafa
læknar tekið sig til og ganga í hús.
Þá er auglýst í fjölmiðlum í hvaða
hverfi þeir eru þann daginn og þá
geta íbúar þess hverfis haft sam-
band og beðið þá að koma við hjá
sér. Þetta hefur verið ómetanleg
hjálp fyrir marga. Við vitum dæmi
þess að krabbameinssjúklingar, til
dæmis, hafa ekki átt fyrir lyfjum
eða meðferð. Svo er búið að koma
á koppinn þjónustuskiptamarkaði.
Hann fer þannig fram, svo að við
tökum nú dæmi, að ég get þá boðið
fram einkatíma en fengið pípulagn-
ingamann í staðinn til þess að redda
stíflaða vaskinum hjá mér,“ segir
Eleni og hlær við.
Spillta liðið í kerfinu
En það er fleira sem breyst hefur
til hins betra. Fyrir nokkrum árum
var „umslagið“ svokallaða opinbert
leyndarmál. Þó ekki færi það hátt
vissu allir að hægt var að kaupa
sér greiðari afgreiðslu mála, nær
hvarvetna í kerfinu, með því að
lauma þykku umslagi með dágóðri
summu til lækna, embættismanna
og annars áhrifafólks. „Nú höfum
við lært af þessari hörðu reynslu að
þetta er eitt af þeim meinum sem
leiddu okkur í þetta sjúklega ástand.
Það er því búið að skera upp herör
gegn þessu hátterni. Eins vissu það
allir að embættismenn hlóðu vinum
og ættingjum í vinnu, til dæmis
með því að óska eftir tólf hreingern-
ingarmönnum á stað þar sem fjórir
hefðu hæglega getað séð um verkið.
Með þessu móti var hægt að skaffa
vinnu fyrir frænku og frænda.
Þetta hátterni er nú loksins komið á
svartan lista. Eins voru margir iðnir
við það að sækja um styrki sem áttu
að fara til góðra verka en voru síðan
notaðir til að reisa villu eða einka-
sundlaug.“
Íslendingar missa ekki glampann í
augunum
Eleni er í stuttu fríi hér á landi og
hefur reynt eftir fremsta megni
að ferðast um landið og þar hefur
margt komið á óvart. „Ég man eftir
því að ég fór í gróðrarstöð í Mos-
fellsdal og þar var verið að selja
blóm og ávexti. Það var hins vegar
enginn að afgreiða heldur borgar
fólk í bauk sem stendur þar hjá. Á
Grikklandi væri lík legast einhver
búinn að taka varninginn og
baukinn líka,“ segir Eleni og skellir
upp úr. „En það hefur komið mér
skemmtilega á óvart að Ís lendingar
eru hjarta hlýir, opnir og hamingju-
samir. Það skín alveg fölskvalaus
ánægja úr augum þeirra. Svona
var þetta á Grikklandi fyrir
nokkrum ára tugum, meira að segja
í síðasta þorpinu í dalnum var þér
tekið opnum örmum og boðið í
bæinn. Nú erum við með harðari
skráp. Ég vona hins vegar að þið
Íslendingar látið engar hremm-
ingar slökkva þennan hamingju-
glampa í augunum.“
Grikkir eru reynslunni ríkari
Kennslukonan Eleni Anthimidou frá Þessalóníku sagði Jóni Sigurði Eyjólfssyni frá áhrifunum sem efnahagshremmingarnar hafa
haft á gríska nemendur og foreldra. Hún hefur einnig verið vitni að því hvernig landar sínir deyja ekki ráðalausir þó pyngjan sé
tóm. Hún segir Íslendinga ljóma af einlægri gleði og minna sig á það hvernig Grikkir voru meðan allt lék í lyndi.
ELENI ANTHIMIDOU Grikkir deyja ekki ráðalausir þó pyngjan sé tóm. Til dæmis hafa þeir komið upp þjónustuskiptimarkaði þar sem til dæmis kennari getur fengið aðstoð pípara gegn því að gefa börnum píparans einka-
tíma. Aðrar afleiðingar efnahagshremminganna eru mun ógnvænlegri. Til dæmis hefur sjálfsmorðstíðnin hækkað gífurlega á Grikklandi en áður var þar ein lægsta sjálfsmorðstíðni í heimi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ástandið er þannig að fjölmargir hafa dottið út fyrir
öryggisnetið sem félagslega kerfið á að veita þeim og af
þeim sökum hafa læknar tekið sig til og ganga í hús.