Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2012, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 24.08.2012, Qupperneq 34
24. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR18 BAKÞANKAR Magnús Þorlákur Lúðvíksson 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. pest, 6. voði, 8. langar, 9. slöngu, 11. þurrka út, 12. frenja, 14. gleikka, 16. golf áhald, 17. kopar, 18. kæla, 20. bókstafur, 21. skarpur. LÓÐRÉTT 1. dalverpi, 3. tveir eins, 4. gufuskip, 5. hamfletta, 7. áll, 10. mánuður, 13. atvikast, 15. einsöngur, 16. tæfa, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. kvef, 6. vá, 8. vil, 9. orm, 11. má, 12. skass, 14. víkka, 16. tí, 17. eir, 18. ísa, 20. pí, 21. klár. LÓÐRÉTT: 1. kvos, 3. vv, 4. eimskip, 5. flá, 7. árkvísl, 10. maí, 13. ske, 15. aría, 16. tík, 19. aá. Hey! Hvað skeði Jói? Bakið, ái! Jæja... ÚT! Mamma, geturðu breitt yfir mig? Í alvöru? Mér fannst þetta hljóma betur en „geturðu borið alla skítugu diskana mína niður í eldhús fyrir mig?“ Þú hefur ekki boðið mér inn í herbergið þitt í mörg ár! Hvað kemur til? Ból og hval- spiksbiti FYRSTA BARNIÐ ANNAÐ BARNIÐ ÞRIÐJA BARNIÐ Segið hvað sem er, bara ekki „mamma“. Kannt þú líka að segja mamma? MAMMA! MAMMA! MAMMA! Segja mamma. MAMMA! MAMMA! MAMMA! MAMMA! MAMMA! MAMMA! MAMMA! MAMMA! Segja mamma. Segja mamma.Segja mamma. Segja mamma. Nýverið sótti ég fótboltaleik þar sem markvörður annars liðsins gerði sig sekan um hroðaleg mistök. Eins og oft vill verða með mistök markvarða urðu þau til þess að hitt liðið skoraði og reyndist markið ráða úrslitum í leiknum. Það voru þó ekki mistökin sem slík sem ég vildi ræða heldur fremur viðbrögð markvarðar- ins í kjölfar þeirra. Markvörðurinn gróf ekki andlitið í höndum sínum, hann bölvaði ekki eigin klaufagangi og hann rétti svo sannarlega ekki upp aðra höndina, bað liðsfélaga sína afsökunar og sagðist skyldu standa sig betur næst. Nei, hann öskraði heldur á liðsfélagana að því er virtist brjálaður yfir þeirra frammistöðu í aðdraganda marksins. VIÐBRÖGÐ markvarðarins ber vita- skuld að skoða í samhengi. Þetta gerðist í hita knattspyrnuleiks og ég efast ekki um að hann hefur verið óánægðastur allra með sjálfan sig eftir leikinn. Það er engu að síður forvitnilegt að velta fyrir sér þessum viðbrögðum; að kenna öllum öðrum og öllu öðru um, fremur en að líta í eigin barm. Þetta er nefnilega merkilega algengt. Hver kannast ekki við týpuna sem getur aldrei tekið ábyrgð á eigin mistökum? Ef hún mætir seint var það umferð- inni að kenna, ef verkefni frá henni reynist illa unnið voru fyrirmælin rugl- ingsleg og svo framvegis. Þessi tilhneiging getur einnig tekið á sig aðrar og einkenni- legri myndir. Sé engin hentug afsökun til staðar kemur fyrir að fólk einfaldlega býr til, oft fjarstæðukenndar, ástæður fyrir því af hverju hlutirnir fóru úrskeiðis. „Það var samkrull ríkisstjórnarinnar, fjármála- kerfisins og fjölmiðla sem olli því að ég á nú í fjárhagsvandræðum.“ VIÐBRÖGÐ sem þessi láta manni kannski líða betur til skamms tíma en þau eru klárlega ekki uppbyggileg til framtíðar. Vilji maður bæta eigin frammistöðu á íþróttavellinum, í vinnu, skóla eða bara hverju sem er, er miklu gagnlegra að horfast í augu við eigin þátt í því sem fór úrskeiðis og læra af því fremur en að kenna einhverju öðru um. Þegar út í það er farið er það besta leiðin til að læra því þá gleymir maður aldrei lexíunni. Þegar þetta er haft í huga og eins það að allir gera mistök, meira að segja frekar reglulega, er ljóst að það er fráleitt að skammast sín fyrir mistök, gangast ekki við þeim og reyna að gleyma þeim. SÁ sem keyrir lélegan veg getur ekki kennt steininum um þegar dekk springur, heldur einungis því hvaða vegur var valinn. Þá hefur hann líka vit á því að velja annan veg eða betur búinn bíl næst þegar ferðalag er farið. Sælir eru þeir sem gera mistök Frelsi að geta hlaupið Helgi Sveinsson, sem missti fótinn 19 ára gamall, keppir í þremur greinum á Ólympíumóti fatlaðra, þar á meðal í 100 metra spretthlaupi. Meira teknó og meira stuð Unnsteinn Manuel og Haraldur Ari úr hljómsveitinni Retro Stefson ræða vinsældirnar, væntanlega breiðskífu og breytingar hjá bandinu. Hin árlega busavígsla Innvígslur nema eru aldagamalt fyrirbæri og hafa lengi verið umdeildar. Meðal annars efnis:

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.