Fréttablaðið - 24.08.2012, Side 38
24. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR22 22
menning@frettabladid.is
Mikið ofsalega og innilega fagna
ég aukinni umræðu um jákvæða
upplifun af kynlífi og frelsun kyn-
verunnar. Bókin Fantasíur inni-
heldur 51 fantasíu frá íslenskum
konum. Fantasíurnar eru nafn-
lausar og bæði langar og stuttar;
sögur, ljóð og lýsingar. Að mér vit-
andi hefur slíkt rit ekki verið gefið
út hér á landi áður og því ber að
fagna þessu.
Sögurnar eru ólíkar og innihalda
kynlíf með báðum kynjum og jafn-
vel verum sem ekki eru af þessum
heimi. Ég fagna fjölbreytileika
þeirra og klappa fyrir kyn systrum
mínum, ég vissi að þið ættuð þetta
til. Rauði þráður sagnanna rímar
við það sem erlendar rann sóknir
hafa komist að um fantasíur kvenna
í vestrænum heimi; konur láta sig
dreyma um að vera fullnægðar,
upplifa kynlíf með öðrum konum,
nokkrum aðilum af báðum kynjum
og eldheita ástríðu þar sem þær
gefa sig á vald þess sem fullnægir.
Fantasíur eiga ekki endilega neitt
skylt við raunveruleikann og ekki
langar alla að uppfylla fantasíuna
sína heldur er hún líkt og æsandi
draumur sem hægt er að fram-
kalla að vild. Það er mikilvægt
að muna það við lestur þeirra. Í
fantasíu ert þú leikstýra í ímynd-
uðum kynferðis legum heimi og
gerir nákvæmlega það sem þér
sýnist. Flestar enda fantasíurn-
ar í flóðbylgju fullnægingar enda
oft talinn hápunktur kynlífs og
unaðurinn er ekki flæktur með
höfuðverkjum hversdagsins. Sumar
sögurnar kitla og aðrar ekki, ætli
það fari ekki eftir smekk hvers og
eins. Kynlífsatriði sumra sagna
þóttu mér of flókin og ég náði
ekki að fylgja þeim eftir. Sögurn-
ar eru þó vel skrifaðar, þægilegar
til lestrar og uppsetning aðgengi-
leg. Karlmennirnir eru sterklega
byggðir, ákveðnir og annaðhvort
ókunnugir, ástmenn eða menn í
valdastöðu. Konurnar eru mjúkar,
fallegar og nautnafullar og snert-
ing sem byrjar sakleysislega leiðir
sögupersónuna á óvæntar slóðir. Þá
hefði verið gaman að sjá ögn meiri
flóru í frásögnum, eins og þar sem
konan stjórnar kynlífssenunni
eða sögupersónurnar eru aðrar
en staðalímyndir kynjanna. Sögu-
sviðið er ýmist ofur rómantískt,
framandi eða hversdagslegt. Til-
finningar og þrár endurspeglast í
hraða og ákafa ástaratlotanna. Það
getur nefnilega falist mikil spennu-
losun í því að afsala sér stjórnar-
taumunum. Íslenska konan er sjálf-
stæð og sterk kynvera og hún getur
leyft sér að gefa sig á vald lostans
og njóta. Það að lesa um fantasíur
annarra er eins og að fá að gægjast
í dagbók sem var kyrfilega læst.
Þetta er svo forboðið og svo pers-
ónulegt að það er ekki annað hægt
en að sogast inn í þennan losta-
fulla heim sem hver og ein frásögn
skapar.
Höfundunum þykir vænt um
fantasíuna sína og hafa nostrað
við hana. Þær sem ekki eru jafn
ítarlegar gefa lesandanum færi á
að útfæra hana nánar og gera að
sinni. Þannig mætti nýta bókina
sem leiðar vísi að kynlífi, þar sem
í henni má finna ítarlegar lýsingar
á kynlífsathöfnum, en hún er
einnig kjörin upphitun fyrir ástar-
atlotin. Þið gætuð jafnvel skipst á
að lesa sögur upphátt fyrir hvort
annað. Fínt fyrsta skref í að opna
umræðu um kynferðisleg málefni
og klæmast smá saman.
Sigríður Dögg Arnardóttir
Niðurstaða: Þetta rit er lesning fyrir
konur og karla, unga sem aldna.
Hafðu hana nálægt rúminu því þessar
sögur má lesa aftur og aftur og aftur.
Æsandi draumur með hápunkti
Bækur ★★★ ★★
Fantasíur
Hildur Sverrisdóttir
Forlagið
LEIKHÓPURINN MIND GROUP frumsýnir í kvöld verkið Map of the World. Á sviðinu verður heimskort
teiknað upp og leitast við að komast að því hverjir „við“ og „hinir“ eru. Sýningar fara fram í Nýlistasafninu, í kvöld
klukkan 22 og á sunnudagskvöld klukkan 21. Sýningin er hluti af leiklistarhátíðinni LÓKAL sem nú stendur sem hæst.
Krakkasíðan er í
helgarblaði Fréttablaðsins
krakkar@frettabladid.is
Örn Kjartansson hlakkar
mest til að læra að smíða
í skólanum.
FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20
2. sýn: Föstudaginn 26. október
3. sýn: Laugardaginn 27. október
4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember
5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember
6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember
Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is
WWW.OPERA.IS
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 24. ágúst 2012
➜ Leiklist
21.00 Ferðaleikhúsið að Baldursgötu
37 sýnir nýja uppfærslu á Light Nights.
Þjóðsögur og margvíslegt íslenskt efni
er á dagskránni sem er flutt á ensku.
Aðgangseyrir er kr. 2.500 en kr. 2.000
fyrir nema og 1.500 fyrir börn 6 til 16
ára.
➜ Sýningar
20.00 Listamaðurinn Jóhanna Krist-
björg Sigurðardóttir opnar sýninguna
Umbrot í Gallerí klósett, Hverfisgötu 61.
Er þetta síðasta sýningin í galleríinu en
Jóhanna er ein af stofnendum þess.
➜ Tónlist
12.30 Valgerður
Guðnadóttir
sópran, Sólrún
Gunnarsdóttir
fiðluleikari og
Lilja Eggerts-
dóttir píanóleikari
flytja suðræna
og seiðandi tóna
í Háteigskirkju.
Almennt miða-
verð er kr. 1.000.
14.00 Þýska hljómsveitin Our Blanket
Skies, Svavar Knútur og Halla Norð-
fjörð koma fram í verslun 12 Tóna við
Skólavörðustíg. Tónleikarnir eru haldnir
í tilefni af tónlistarhátíðinni Melodica
Acoustic Festival.
20.00 Hin sænska Xenia Kriisin heldur
tónleika í Norræna húsinu. Aðgangur er
ókeypis.
21.00 Hljómsveitin A Band on Stage
heldur kveðjutónleika sína á Café
Rosenberg.
22.00 Hljómsveitin Varsjárbandalagið
spilar á Græna Hattinum, Akureyri.
Stúlknabandið Upside Drown frá Kali-
forníu hitar upp.
23.00 Sváfnir Sigurðarson skemmtir
á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
23.00 Bandaríska grasrótar-sækadelíu-
sveitin Prince Rama spilar á Faktorý og
Kría Brekkan hitar upp. Tónleikarnir eru
á vegum gogoyoko og er aðgangseyrir
kr. 1.500.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Guðni Th. Jóhannesson sagn-
fræðingur stýrir fyrirlestri þar sem
Þorskastríðin verða endurskoðuð í ljósi
heimilda úr skjalasafni NATO. Fyrir-
lesturinn fer fram í stofu 101 í Odda.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Síðasta leiðsögn sumarsins um
fornleifauppgröft á Alþingis-
reitnum verður haldin næsta
sunnudag en rannsóknin á reitnum
hefur staðið í allt sumar. Lagt er
upp frá Landnámssýningunni
Reykjavík 871+/-2 í Aðalstræti 16
klukkan tvö. Una Helga Jóns dóttir
fornleifafræðingur mun leiða
hópinn og segja frá gangi mála og
nýjustu uppgötvunum.
Minjasafn Reykjavíkur hefur í
sumar verið í samstarfi við Alþingi
og fornleifafræðingana á Alþingis-
reitnum um miðlun á verkefninu.
Sett hafa verið upp upplýsinga-
skilti í kringum uppgraftar svæðið
og haldið er úti heimasíðu um verk-
efnið: http://uppgroftur.reykjavik.
is.
Þar er að finna upplýsingar
um gang mála og fornleifar sem
finnast. Fornleifauppgröftinn við
Alþingisreitinn er einnig að finna
á Facebook: http://www.facebook.
com/Althingisreitur.
Í sumar hefur verið boðið upp á
leiðsögn um reitinn bæði á ensku
og íslensku. Að því er fram kemur í
fréttatilkynningu hefur þessu verið
vel tekið og ferðamenn og heima-
menn sýnt verkinu mikinn áhuga.
Leiðsögn lýkur senn
Sigríður Lára Sigurjóns-
dóttir komst að því fyrir
nokkrum árum að íslensk
þýðing einnar eftirlætis-
bókar hennar, Önnu í
Grænuhlíð, væri stytt
útgáfa sögunnar. Hún hefur
nú þýtt á ný fyrstu bókina
af átta um Önnu.
„Ég hef lengi verið aðdáandi Önnu
í Grænuhlíð en það var fyrst árið
2009 að ég komst að því að bæk-
urnar væri bæði fleiri en ég hélt
og lengri. Ég byrjaði því á að lesa
bækurnar sem ég hafði ekki lesið
og svo þær sem höfðu verið þýddar
á íslensku og komst að því að það
var meira í þær spunnið en ég hélt.
Bækurnar um Önnu eru til dæmis
miklu fyndnari en ég hafði gert mér
grein fyrir,“ segir Sigríður Lára
Sigurjónsdóttir, þýðandi Önnu í
Grænuhlíð sem komin er út á nýjan
leik í óstyttri útgáfu hjá forlaginu
Ástríki.
„Fyrstu fjórar bækurnar af þeim
átta sem höfundurinn Lucy Maud
Montgomery samdi um Önnu voru
þýddar á árunum 1933 til 1937 af
Axel Guðmundssyni. Gömlu þýð-
ingarnar eru mjög góðar að mörgu
leyti en þær voru þýddar inn í
gömlu þýðingarhefðina sem fól í
sér þá hugsun að ekki þyrfti að fara
eftir frumtextanum. Fyrsta bókin
var til dæmis 27 kaflar á íslensku
en 38 á ensku. Og styttingar þýddu
líka að sögunni var breytt á köfl-
um,“ segir Sigríður Lára og lofar
því að lesendum sem þekkja bókina
bara í íslenskri þýðingu verði komið
á óvart í nýju þýðingunni.
Fyrsta bókin um Önnu í Grænu-
hlíð kom út árið 1908. Sögusviðið
eru æskuslóðir höfundar, Prince
Edwards-eyja sem er við austur-
strönd Kanada. „Þetta er sígild
sveitarómantík en sögurnar eru
alls ekki barnabækur eins og sumir
halda. Anna sjálf er bara barn í
fyrstu bókinni og síðustu bækurnar
segja frá börnunum hennar. Ég les
þær að minnsta kosti enn mér til
ánægju og veit að bækurnar eiga
sér fjölmarga aðdáendur á öllum
aldri.“ sigridur@frettabladid.is
FYNDNARI Í FULLRI LENGD
MEÐ ÓSTYTTA ÖNNU Sigríður Lára Sigurjónsdóttir tók sig til og þýddi Önnu í Grænuhlíð á nýjan leik eftir að hún komst að því
að bókin hafði verið stytt verulega í íslenskri þýðingu á sínum tíma. Hér handleikur hún nýja útgáfu bókarinnar sem dreift var í
verslanir í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI