Fréttablaðið - 24.08.2012, Side 42
24. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR26
sport@frettabladid.is
ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR varð í áttunda sæti af níu keppendum í spjótkasti kvenna á Demantamóti IAAF í Lausanne í
Sviss í gærkvöldi en Ásdís kastaði lengst 59,12 metra í öðru kasti sínu. Þetta var annað Demantamót Ásdísar á þessu ári en hún
endaði í 5. sæti í New York fyrr í sumar. Barbora Spotakova frá Tékklandi vann mótið en hún kastaði 67,19 metra.
0-1 Baldur Sigurðsson (18.), 0-2 Baldur
Sigurðsson (40.), 0-3 Gary Martin (66.), 1-3
Hólmar Örn Rúnarsson (87.)
Skot (á mark): 11-18 (4-7)
Varin skot: Gunnleifur 3 - Hannes 3.
FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 5 - Guðjón
Árni Antoníusson 5, Guðmann Þórisson 4,
Freyr Bjarnason 4, Danny Thomas 4 - Bjarki
Gunnlaugsson 3 (71., Einar Karl Ingvarsson -),
Björn Daníel Sverrisson 4, Hólmar Örn Rúnarsson
4 - Emil Pálsson 3 (54., Kristján Gauti Emilsson 4),
Atli Guðnason 4, Albert Brynjar Ingason 4 (78., Jón
Ragnar Jónsson -)
KR (4-3-3): Hannes Þór Halldórsson 6 - Haukur
Heiðar Hauksson 7, Aron Bjarki Jósepsson 7,
Grétar Sigfi nnur Sigurðarson 7, Guðmundur Reynir
Gunnarsson 7 - Bjarni Guðjónsson 8, Jónas Guðni
Sævarsson 8, *Baldur Sigurðsson 8 (83., Atli Sigur-
jónsson -) - Emil Atlason 8, Óskar Örn Hauksson
8 (67., Kjartan Henry Finnbogason 6), Gary Martin
6 (71., Þorsteinn Ragnarsson -) * MAÐUR LEIKSINS
Kaplakriki, áhorf.: 2360 Gunnar Jarl Jónsson (8)
1-3
0-1 Kennie Chopart (17.), 0-2 Atli Jóhanns-
son (45.+1), 1-2 Garðar Gunnlaugsson
(45.+3)
Skot (á mark): 2-13 (2-6)
Varin skot: Páll Gísli 4 - Ingvar 0
ÍA (4-3-3): Páll Gísli Jónsson 6 - Theodore
Furness 4, Ármann Smári Björnsson 6, Kári
Ársælsson 4, Aron Ýmir Pétursson 4 - Jóhannes
Karl Guðjónsson 6, Einar Logi Einarsson 5 (65.
Jesper Jensen 5), Arnar Már Guðjónsson 5 - Dean
Martin 4 (65. Ólafur Valur Valdimarsson 5), Andri
Adolphsson 5 (81. Jón Vilhelm Ákason), Garðar
Gunnlaugsson 6.
STJARNAN (4-3-3): Ingvar Jónsson 6 - Jóhann
Laxdal 7, *Daníel Laxdal 8, Alexander Scholz 7,
Kennie Chopart 8 - Baldvin Sturluson 5 (79. Bjarki
Páll Eysteinsson -), Atli Jóhannsson 7 (73. Snorri
Páll Blöndal -), Mark Doninger 5 (67. Hörður
Árnason 5) - Gunnar Örn Jónsson 6, Halldór Orri
Björnsson 6, Ellert Hreinsson 7. * MAÐUR LEIKSINS
Akranesvöllur, áhorf.: Óuppg. Þorvaldur Árnason (6)
1-2
FH 15 10 2 3 37-17 32
KR 16 9 3 4 31-21 30
ÍBV 15 8 2 5 27-13 26
Stjarnan 16 6 7 3 34-30 25
Keflavík 16 7 3 6 27-23 24
ÍA 16 7 3 6 25-30 24
Fylkir 16 6 5 5 22-29 23
Breiðablik 16 6 4 6 17-21 22
Valur 16 7 0 9 24-25 21
Fram 16 5 1 10 22-28 16
Selfoss 16 4 2 10 23-33 14
Grindavík 16 2 4 10 22-41 10
PEPSI-DEILDIN
FÓTBOLTI Dregið var í 32- og
16-liða úrslit í Meistaradeild
Evrópu í gær. Íslandsmeistarar
Stjörnunnar voru í pottinum
og drógust gegn FK Zorkiy frá
Rússlandi.
„Þetta var svo sem ekki
óskadráttur fyrir okkur því þetta
verður erfitt og dýrt ferðalag,“
sagði Þorlákur Árnason, þjálfari
Stjörnunnar.
„En það ríkir gríðarlega mikil
spenna fyrir þessu verkefni
innan félagsins, ekki síst vegna
þess að ef við vinnum mætum við
Lyon í 16-liða úrslitum,“ bætti
hann við en Lyon er ríkjandi
Evrópumeistari og besta félagslið
heims í dag.
Þorlákur þekkir ekki mikið
til rússneska kvennaboltans.
„Það eru nokkur fjársterk lið
í Rússlandi og í þessu liði eru
nokkrir mjög sterkir erlendir
leikmenn. Ég veit að þetta er gott
lið og það verður bara að koma í
ljós hvort við erum nægilega góð
til að geta slegið það úr leik.“ - esá
Meistaradeild kvenna:
Stjörnukonur
til Rússlands
TIL RÚSSLANDS Harpa Þorsteinsdóttir í
leik með Stjörnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FÓTBOLTI Stjarnan vann í gær sinn
fyrsta sigur í Pepsi-deild karla síðan
5. júlí en liðið gerði þá góða ferð
upp á Skipaskaga og vann ÍA, 2-1.
Kennie Chopart og Atli Jóhannsson
skoruðu fyrir Stjörnuna en Garðar
Gunnlaugsson minnkaði muninn
fyrir ÍA.
Öll mörkin komu í fyrri hálfleik
sem Stjörnumenn áttu nánast skuld-
laust. Þeir náðu sanngjarnri 2-0 for-
ystu í leiknum og þétt varnarlína
liðsins sá til þess að sóknarmenn ÍA
komust nánast ekki að marki sínu.
Skagamenn áttu sitt fyrsta mark-
skot í leiknum í uppbótartíma fyrri
hálfleiks en þá náðu þeir að koma
sér skyndilega inn í leikinn með
marki Garðars. Það kom eftir fast
leikatriði og nánast í eina skiptið
sem vörn Stjörnumanna gleymdi
sér í leiknum.
„Þeir fengu aukaspyrnu og tóku
hana fljótt. Við vorum ekki komnir í
stöðu,“ sagði Daníel Laxdal sem átti
frábæran dag í vörn Stjörnunnar.
„Þess fyrir utan spiluðum við
mjög vel og náðum loksins sigri.
Við þurftum að rífa okkur upp
eftir slæmt gengi í deildinni og
vonandi er þetta allt á uppleið.
Við ætlum okkur að ná Evrópu-
sætinu í deildinni.“
Bjarni Jóhannsson, þjálfari
Stjörnunnar, var einnig ánægð-
ur með sigurinn – ekki síst í ljósi
þess að liðið tapaði fyrir KR í
bikarúrslitunum um helgina.
„Það var erfitt að undirbúa
þennan leik eftir spennufall-
ið sem fylgdi því að tapa um
helgina. Við gerðum það sem var
lagt upp með og það gekk vel.
Helst var að við áttum að skora
meira í fyrri hálfleik og ná meiri
forystu. Engu að síður náðum við
að sigla þessu nokkuð örugglega
í höfn í seinni hálfleik.“ Þórður
Þórðarson, þjálfari ÍA, segir að
sínir menn hafi átt afar slæm-
an fyrri hálfleik. „Við vorum
einfaldlega lélegir. Við vorum
sterkari í seinni hálfleik og þó
svo að Stjörnumenn hafi fengið
betri færi tel ég að við spiluðum
betur,“ segir hann.
Skagamenn hafa verið á ágætri
siglingu að undanförnu en Þórður
segir tapið ekki neitt bakslag.
„Þetta er jöfn deild og allir að
vinna alla, nema kannski neðstu
liðin. Nú er það bara næsti leikur
sem gildir og ekkert annað.“
- esá
Stjörnumenn aftur á sigurbraut eftir 2-1 útisigur á ÍA á Akranesi í 16. umferð Pepsi-deildarinnar í gær:
Ætlum að tryggja okkur Evrópusæti
LANGÞRÁÐ Stjörnumenn fagna hér einu marka sinna í gærkvöldi en þeir voru búnir
að tapa þremur leikjum í röð fyrir leikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐMUNDUR BJARKI HALLDÓRSSON
FÓTBOLTI Þeir sem töldu aðeins
formsatriði fyrir FH-inga að sigla
Íslandsmeistaratitlinum í hús
fyrir stórleik gærkvöldsins gegn
KR höfðu heldur betur rangt fyrir
sér. Íslandsmeistararnir mættu
mun ákveðnari til leiks í Kapla-
krika í gær og uppskáru sjald-
séðan sigur en sanngjarnan sigur
í Hafnarfirði.
„KR-ingarnir mættu til leiks,
voru gríðarlega grimmir og létu
finna fyrir sér. Það var eins og við
gerðum okkur ekki grein fyrir því
að þetta væri síðasti möguleiki KR
til þess að vera með í titilbarátt-
unni. Við vorum engan veginn til-
búnir í baráttuna,“ sagði Heimir
Guðjónsson, þjálfari FH, í leikslok
og gerði ágætlega upp fyrri hálf-
leik liðanna.
Tvö gul spjöld litu dagsins ljós
á fyrstu sex mínútum leiksins á
rennandi blautum Kaplakrikavelli
og ljóst að um harðan baráttuleik
yrði að ræða. FH-ingar fengu for-
smekkinn að því sem koma skyldi
þegar Bjarni Guðjónsson skaut í
þverslá FH-inga úr aukaspyrnu
strax á fjórðu mínútu. Gestirnir
unnu alla lausa bolta, létu vaða
á markið við hvert tækifærið
og aðeins tímaspursmál hvenær
boltinn hafnaði í netinu.
Á 18. mínútu sendi Óskar Örn
Hauksson undir engri pressu bolt-
ann fyrir markið frá vinstri. Bolt-
inn flaut fram hjá varnarmönnum
FH á Baldur Sigurðsson sem skor-
aði af stuttu færi. Baldur skoraði
sigurmark KR-inga í bikarúrslit-
unum gegn Stjörnunni um síðustu
helgi og greinilegt að Mývetning-
urinn kann vel við sig á haustin.
Góður tími fyrir Smalann
„Þetta er góður tími. Það eru
göngur og réttir og maður þarf
að vera klár á þessum árstíma,“
sagði Baldur í leikslok en hann átti
eftir að bæta við marki skömmu
fyrir leikhlé. Smalinn, eins og
Mývetningurinn er oft kallaður,
fékk þá boltann eftir frábæran
undir búning Emils Atlasonar og
hamraði hann efst í markhornið
utarlega úr teignum. 2-0 forysta
gestanna og FH-ingar í stúkunni
hristu hausinn.
Ef einhver Hafnfirðingur bar
þá von í brjósti að heimamenn
gætu snúið dæminu við í síðari
hálfleik sást fljótlega að það
myndi ekki gerast. Gestirnir
höfðu öll tök, bættu við marki um
miðjan hálfleikinn áður en heima-
menn minnkuðu muninn undir
lokin.
„Með þessum leik gefum við
sjálfum okkur möguleika í topp-
baráttunni. Með tapi hefði mögu-
leikinn aðeins verið stærðfræði-
legur en sigurinn opnar aðeins
möguleikann. Við þurfum þó enn
að treysta á önnur lið auk þess að
vinna okkar leiki sem er þrautinni
þyngri,“ sagði Rúnar Kristinsson
þjálfari KR-inga í leikslok.
Rúnar gerði breytingar á sínu
liði, setti Jónas Guðna Sævarsson
á miðjuna með Bjarna Guðjónssyni
og óhætt að segja að sú ákvörðun
hafi borgað sig.
„Jónas Guðni hefur komið
inn á í nokkrum leikjum og átt
misjöfnu gengi að fagna. Við
vitum þó alveg hvað hann getur
en hann þurfti tíma og leikæfingu
sem er smátt og smátt að koma.
Hann átti sérstaklega góðan leik í
fyrri hálfleik og þeir Bjarni voru
frábærir.“
Tapið var það fyrsta hjá FH á
heimavelli í 24 leikjum eða frá því
í júní 2010 þegar Stjarnan vann
3-1 sigur. Guðmann Þórisson fékk
rauða spjaldið stundarfjórðungi
fyrir leikslok og verður því í banni
gegn Fylki á sunnudaginn.
-ktd
Baldur kveikti í titilvonum KR-inga
KR-ingar eru mættir aftur í titilbaráttu Pepsi-deildar karla í knattspyrnu eftir frækinn 3-1 útisigur á FH-
ingum. Baldur Sigurðsson skoraði tvö mörk gestanna og var hetja Vesturbæjarliðsins annan leikinn í röð.
FRÁBÆRIR FIMM DAGAR Baldur Sigurðsson skoraði sigurmarkið í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn og skoraði síðan tvö fyrstu
mörkin í Kaplakrikanum í gær. Hér fagnar hann síðara marki sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN