Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2012, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 26.09.2012, Qupperneq 4
26. september 2012 MIÐVIKUDAGUR4 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 22° 23° 13° 19° 23° 13° 13° 28° 15° 26° 24° 38° 13° 16° 18° 14°Á MORGUN 5-10 m/s, en10-18 við V- og S-ströndina. FÖSTUDAGUR Hvöss norðanátt SA-til annars heldur hægari. 6 7 7 6 9 9 3 5 8 8 10 5 6 4 5 5 3 3 44 3 6 2 4 4 6 7 3 4 4 6 8 KÓLNAR Í VEÐRI Það verður víða úrkoma framan af degi en styttir upp í kvöld. Á morgun verður stíf norðaustanátt og rigning um allt sunnanvert landið en á föstudag má búast við úrkomu norðan til en þá léttir til syðra. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður GENGIÐ 25.09.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,6366 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,77 124,37 200,78 201,76 159,75 160,65 21,422 21,548 21,592 21,72 18,883 18,993 1,5905 1,5999 190,72 191,86 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Tækifæri H x b x d: 186 x 60 x 65 sm Kæli- og frystiskápar KG 36VNW20 (hvítur) KG 36VVI30 (stál) (hvítur) (Fullt verð: 129.900 kr.) (stál) (Fullt verð: 179.900 kr.) HEILBRIGÐISMÁL Sveitarstjórn Djúpavogs segist taka undir ályktun læknaráðs Heilbrigðis- stofnunar Austurlands um svokallaða læknislausa daga á Vopnafirði og Djúpavogi. „Sveitarstjórn tekur heilshug- ar undir með læknaráði að slíkar lausnir á rekstrarvanda stofn- unarinnar séu óásættanlegar, hættulegar og mismuni stórlega íbúum á þjónustusvæðinu hvað heilbrigðisþjónustu varðar. Sveit- arstjórn hvetur heilbrigðisyfir- völd til að snúa þessari öfugþróun við hið bráðasta þannig að íbúar svæðisins búi við ásættanlegt þjónustustig að þessu leytinu til framtíðar,“ segir sveitarstjórnin á Djúpavogi. - gar Sveitarstjórn sammála HSA: Óviðunandi að vera læknislaus DJÚPIVOGUR Læknislausir dagar sagðir öfugþróun. SKIPULAGSMÁL Húsi Félags bóka- gerðarmanna við Hverfisgötu 21 verður breytt í íbúðahótel af félaginu RR Hótel sem keypt hefur húsið. Félagið rekur íbúðahótel við Hverfisgötu 45 undir nafninu Reykjavík Residence Hótel. Samkvæmt tilkynningu frá RR Hóteli á að hefjast handa við breyt- ingarnar um næstu mánaðamót og er áætlað að þeim ljúki í febrú- ar. Innrétta á tíu íbúðir á fjórum hæðum; sjö með tveimur herbergj- um og þrjár stúdíóíbúðir. Hverfisgata 21 er eitt hundrað ára á þessu ári og nýtur verndar. Eins og fram hefur komið í Frétta- blaðinu gerir Húsafriðunarnefnd ekki athugasemdir við breytingar innanhúss ef þær taka mið af upp- haflegum frágangi. Þórður B. Bogason, fram- kvæmdastjóri RR Hótels, segir félagið hafa ágæta reynslu af því að gera upp eldri virðuleg hús og vísar þar í að á síðasta ári var Hverfisgötu 45, sem áður hýsti Sendiráð Noregs og Söngskólann í Reykjavík, breytt í fimmtán íbúða hótel. „Í endurbótunum var haldið í upprunalega mynd hússins að utanverðu, enda götumynd þess húss friðuð. Það sama gildir um Hverfisgötu 21, þó svo að breyt- ingum séu fleiri skorður settar. Að innanverðu verður kappkostað að allrar stærri breytingar taki mið af uppruna hússins og byggingar- stíl þess tíma en að húsið uppfylli jafnframt þær kröfur sem gerðar eru til hágæðagistiaðstöðu í mið- borg Reykjavíkur,“ segir Þórður í tilkynningu. - gar Hús Félags bókagerðarmanna fær nýtt hlutverk á aldarafmælinu: Nýjar hótelíbúðir í hundrað ára húsi HVERFISGATA 21 Hér gisti Kristján X Danakonungur ásamt Alexandrínu drottningu í heimsókn til Íslands árið 1926. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Stal í Leifsstöð Kona á fimmtugsaldri tók ófrjálsri hendi lítilræði af matvöru í verslun 10-11 í Leifsstöð fyrir fáeinum dögum. Þegar lögreglu bar að gæddi hún sér á þýfinu við brottfararhliðið. Hún vildi gjarnan borga fyrir matinn en eitthvað fannst henni vandræðalegt að hafa hnuplað því lögreglan þurfti að hafa milligöngu um greiðsluna. LÖGREGLUMÁL STJÓRNSÝSLA Mikillar óánægju hefur gætt innan Ríkisendur- skoðunar með hversu lengi hefur tekið að vinna skýrslu um innleið- ingu bókhaldskerfis ríkisins, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kastljós RÚV greindi frá inni- haldi skýrslunnar á mánudag, en þar kemur fram að kostnaður við verkefnið hafi farið langt fram úr áætlun. Skýrslan var í fjög- ur ár í vinnslu undir verkstjórn Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendur skoðanda, og önnur fjögur ár á borði Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að ekki hafi fengist viðhlítandi skýr- ingar á því hjá Ríkisendurskoðun hvers vegna það dróst svo lengi að ljúka skýrslunni og skila henni til Alþingis. Ríkisendurskoðandi sat sameiginlegan fund nefndar- innar og stjórnskipunar- og eft- irlitsnefndar í gær. Björn Valur segist vilja bíða frekari skýringa frá Ríkis endurskoðun, en traustið á milli stofnunarinnar og Alþings hefur beðið hnekki er mat hans. Sveinn Arason ríkisendurskoð- andi segir að vont sé að missa traust þingmanna og -nefnda, en hann verði að sitja uppi með það. „Það er ekkert sem ég get gert til að breyta sjónarmiðum einstakra þingmanna. Ef þeir eru á þeirri skoðun að ég, eða stofnunin sem slík, njóti ekki trausts verðum við bara að búa við það.“ Sveinn segist ekki hafa hug- leitt afsögn í kjölfar málsins. „Það hefur enginn tími verið til að hug- leiða eitt eða neitt í því sambandi. Auðvitað er það náttúrulega þingið sem þarf að láta vita hvort það sé svo í reynd.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er aukafundur í forsætis- nefnd þingsins á morgun, en nefndin ræður og getur, að fengnu samþykki Alþingis, vikið ríkis- endurskoðanda úr starfi. Þuríður Backman, 2. varafor- seti Alþingis, segir að fundurinn hafi verið boðaður vegna máls sem er óháð Ríkisendurskoðun. „Ég er þess fullviss að mál Ríkis- endurskoðunar kemur inn á borð nefndarinnar, en hvort það verður á morgun [í dag] veit ég ekki.“ Björn Valur vill að skýrslu- drögunum verði dreift til þing- manna með þeim fyrirvörum að um óklárað plagg sé að ræða. „Ég tel einboðið í sjálfu sér, fyrst þessi drög eru á sveimi og hafa verið sýnd að hluta til í sjónvarpi, að þau verði prófarkalesin og afhent þingmönnum, hvort sem er í trún- aði eða ekki. Mér finnst líklegt að við gerum kröfu um að fá hana í hendurnar.“ Sveinn segir hins vegar að nú liggi fyrir að fullklára skýrsluna, enda sé um vinnuplagg að ræða sem ekki verði dreift. Slíkt geti tekið tíma. Í umfjöllun Kastljóss í gær- kvöldi kom fram að skýrslan verður birt á vef þáttarins, til að auðvelda milliliðalausa umfjöllun um málið. - kóp / - shá Mikil óánægja starfsfólks með tafir á skýrsluskilum Urgur er meðal starfsfólks Ríkisendurskoðunar vegna vinnu við skýrslu um innleiðingu bókhaldskerfis ríkisins. Formaður fjárlaganefndar segir traust hafa tapast. Ríkisendurskoðandi hefur ekki íhugað afsögn. SKÝRR Skýrsla ríkisendurskoðunar er um innleiðingu nýs tölvukerfis sem samið var um við Skýrr, síðar Advania. Formaður fjárlaganefndar segist ekki hafa séð jafn alvarlegar athugasemdir í skýrslu frá stofnuninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SVEINN ARASON BJÖRN VALUR GÍSLASON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.