Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2012, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 26.09.2012, Qupperneq 6
26. september 2012 MIÐVIKUDAGUR6 MANNRÉTTINDI „Þetta eru bestu kosningalögin á Norðurlöndun- um,“ segir Guðmundur Magnús- son, formaður Öryrkjabanda- lags Íslands, um fyrirhugaða lagabreytingu á kosningalögum. Breytingin gerir fötluðum kleift að velja sér aðstoðarfólk við kosningar. Guðmundur segir að gott sam- starf hafi verið haft við ÖBÍ og Blindrafélagið við samningu laganna. Farið hafi verið eftir athugasemdum félaganna í nán- ast öllum atriðum. Hann von- ast til að málið fái skjóta með- ferð á þingi, en Ögmundur Jónas- son innanríkis- ráðherra mælir fyrir breytingun- um í vikunni. „Ég er að fara á norrænan fund í næstu viku og þar ætla ég að monta mig af lögunum. Það er mjög sjald- gæft að við getum það, því yfir- leitt erum við þetta 15 til 20 árum á eftir í þessum málaflokki.“ Gert er ráð fyrir því að grund- vallarreglan sé sú að kjörstjórn- ir aðstoði þá sem ekki geta kosið hjálparlaust. Ef viðkomandi vill sjálfur velja sér aðstoðarmann er honum það heimilt. Stefnt er að því að lagabreyt- ingin verði gengin í gildi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá, sem fram fer 20. október. Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla er hafin, en Ögmundur segir það mat manna að vel sé hægt að breyta lögunum þó kosningarnar séu í raun hafn- ar. Um rýmkun á rétti fatlaðra sé að ræða. - kóp Formaður Öryrkjabandalagsins er ánægður með breytingar á kosningalögum: Bestu kosningalög á Norðurlöndum GUÐMUNDUR MAGNÚSSON SÝRLAND Sýrlensk börn upplifa fjöldamorð, pyntingar og önnur voðaverk, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Barnaheill – Save the Children. „Börn eru skotmörk í grimmi- legum árásum og upplifa dráp á foreldrum, systkinum og öðrum börnum, auk þess að vera vitni að pyntingum, eða verða sjálf fórnarlömb pyntinga,“ segir í til- kynningu samtakanna. Vísað er til frásagna barna frá Sýrlandi sem rætt hafa við hjálparstarfsmenn í flóttamannabúðum í Jórdaníu og Líbanon. Haft er eftir Héðni Halldórs- syni, upplýsingafulltrúa alþjóða- hluta Barnaheilla í Amman í Jórd- aníu, að hann hafi rætt við börn og unglinga sem greini frá margvís- legum voðaverkum, eða hvernig þau hafi orðið vitni að því að önnur börn, allt niður í níu ára aldur, hafi verið pyntuð eða myrt. „Vitnisburð þessara barna er ekki hægt að sannreyna fyrr en alþjóðasamtök fá fullan aðgang að Sýrlandi, en þetta er það sem starfsfólk okkar heyrir á hverjum einasta degi,“ segir hann. Barnaheill standa þessa dagana fyrir söfnun vegna ástandsins í Sýrlandi. - óká Barnaheill – Save the Children birta skýrslu með viðtölum við börn frá Sýrlandi: Börn eru fangelsuð, pyntuð og myrt SKÓLAMÁL Skólaárið 2011-2012 lögðu 19.342 nemendur á fram- haldsskólastigi stund á nám í erlendum tungumálum eða 74,0% nemenda, segir í frétt Hagstofu Íslands. Þetta er ívið hærra hlut- fall nemenda en undanfarin ár. Flestir læra ensku og dönsku enda skyldunám flestra fram- haldsskólanema. Þýska er í þriðja sæti en skólaárið 2011-2012 voru 4.547 nemendur skráðir í þýsku- nám; 17,4% framhaldskólanem- enda. Spænska er fjórða algeng- asta erlenda tungumálið. - shá 20.000 í tungumálanámi: Fleiri í mála- námi en áður KJÖRKASSINN PI PA R\ TB W A • SÍ A Skráning fara fram á www.promennt.is og þar má einnig finna allar nánari upplýsingar. BÆTTU VIÐ ÞIG ÞEKKINGU www.promennt.is Skeifunni 11B 108 Reykjavík Sími 519 7550 promennt@promennt.is ALMENNT TÖLVUNÁM Sérstaklega hagnýtt nám fyrir þá sem komnir eru af byrjunarstiginu og nota tölvu í vinnunni eða heima. Tilvalið fyrir þá sem þurfa að auka öryggi sitt í allri tölvuvinnslu með aukinni þekkingu, hraða og færni. Helstu kennslugreinar eru Windows skjalavarsla, Word, Excel, Internet, Outlook tölvupóstur og dagbók. Lengd: 60 std. 54.000 kr. 3. október EXCEL – FRAMHALD Þátttakendur læra hvernig beita má Excel á stórar töflur og vinna úr gögnum á fjölbreyttan hátt, m.a. með Pivot-töflum og gröfum, ásamt notkun Excel við flóknari verkefni og til útreikninga. Að auki verða tekin fyrir nokkur gagnleg fjár- málaföll, uppfletti- og leitarföll ásamt Data Tools verkfærun- um. Áhugasömum gefst færi á að skyggnast í Excel 2013. Lengd: 15 std 29.900 kr. 9. október STYTTRI TÖLVUNÁMSKEIÐ Stutt námskeið í stökum forritum, sjá nánari lýsingu og stundaskrá á promennt.is. HEFST LENGD VERÐ Word 2010 5. okt. 21 std. 29.900 Excel 2010 15. okt 21 std. 29.900 Outlook 2010 24. okt 10 std. 15.000 VEFSÍÐUGERÐ OG MYNDBANDAVINNSLA Í boði eru nokkur mismunandi námskeið í vefsíðugerð og myndbandavinnslu fyrir byrjendurog lengra komna. Meðal námskeiða sem hefjast á næstu dögum eru: HEFST LENGD VERÐ Dreamweaver frh. 22. okt 21 std. 29.900 Joomla 2. okt 20 std. 26.900 WordPress 6. nóv 26 std. 32.000 Myndbandavinnsla og tæknibrellur 2. okt 100 std. 119.000 Einföld myndbandavinnsla 4. okt 18 std. 24.900 BANDARÍKIN Bandaríkjaher hefur síðustu árin í æ meiri mæli notað ómönnuð flugför til að varpa sprengjum á fólk í Pakistan. Til- gangurinn er sagður sá að drepa helstu leiðtoga hryðjuverkamanna, en árangurinn er umdeildur. Tveir hópar fræðimanna við bandaríska háskóla segja Banda- ríkjastjórn ekki segja sannleikann um þann skaða sem þessar árásir valda. „Bandarískir stjórnmálamenn og bandarískur almenningur geta ekki haldið áfram að hunsa vís- bendingar um þann skaða, sem almenningur verður fyrir, og þau þveröfugu áhrif sem þessi hnitmið- uðu mannvíg og skotflaugaárásir hafa í Pakistan,“ segir í nýútkom- inni skýrslu fræðimannanna, sem starfa við lögfræðideildir háskól- anna í Stanford og New York. Eftir níu mánaða rannsóknir, sem gerðar voru bæði á vettvangi í Pakistan og með viðtölum við fórn- arlömb, vitni og sérfræðinga, segja fræðimennirnir engan vafa leika á því að árásirnar hafi kostað hundr- uð almennra borgara lífið á síðustu árum, þar á meðal 176 börn. Þótt árásirnar hafi að öllum lík- indum kostað fleiri hryðjuverka- menn lífið en saklausa borgara, þá eru háttsettir liðsmenn hryðju- verkasamtaka einungis lítið brot af þeim sem látist hafa. Að minnsta kosti er fátt sem styður fullyrðingar bandarískra stjórnvalda um að ómönnuðu flug- förin séu nákvæm og örugg eða að þau bæti öryggi Bandaríkjamanna með einhverjum hætti. Þvert á móti bendi flest til að andstaða almennings við Bandaríkin hafi vaxið og staða hryðjuverkamanna jafnvel styrkst. Þar að auki séu þessi ómönnuðu flugför stöðug ógn í lífi almenn- ings á þeim svæðum í Pakistan þar sem þau eru notuð. „Tilvist þeirra skelfir karla, konur og börn, vekur kvíða og veldur sálrænum áföllum í sam- félagi almennra borgara,“ segir í skýrslunni. „Þau sem búa undir skotflaugunum hafa stöðugar áhyggjur af því að hvenær sem er megi búast við mannskæðri árás, og gera sér grein fyrir því að þau hafa enga möguleika til að verjast.“ gudsteinn@frettabladinu.is Ógnarhernaður gegn almenningi Loftárásir ómannaðra flugfara hafa kostað meira en 170 börn lífið í Pakistan á síðustu árum. Íbúar lifa í stöðugum ótta við sprengjuflygildin sem sveima yfir höfðum þeirra. Bandaríkjastjórn gagnrýnd fyrir að hunsa efasemdarraddir. ÓMANNAÐ ÁRÁSARFLUGFAR Bandaríkjaher hefur í auknum mæli notað flugtæki af þessu tagi í Pakistan, Jemen og Sómalíu. NORDICPHOTOS/AFP „Við verðum að lýsa því yfir í dag að þetta ofbeldi og þetta vægðarleysi eigi ekki heima á meðal Sameinuðu þjóðanna okkar,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Í ræðunni hvatti Obama Sameinuðu þjóð- irnar til þess að ráðast að rótum þeirrar reiði, sem brotist hefur út víða í ríkjum múslíma. Hann minntist í því samhengi á bandaríska myndbandið, sem orðið hefur tilefni til mótmæla og ofbeldis vegna þess að þar er lítið gert úr Múhameð spámanni. Obama sagði þetta myndband ekki síður særa Bandaríkjamenn en múslíma, en Banda- ríkin geti samt ekki bannað mönnum að tjá sig. Engin orð, hversu særandi sem þau eru, geti hins vegar réttlætt ofbeldi af því tagi, sem kostaði sendiherra Bandaríkjanna og þrjá aðra lífið í Líbíu nýverið. „Sterkasta vopnið gegn hatursorðum er ekki kúgun, heldur fleiri orð – raddir umburðarlyndis sem taka höndum saman gegn fordómum og guðlasti og halda á lofti gildum skilnings og gagnkvæmrar virðingar,“ sagði Obama. Vill ráðast að rótum reiðinnar BARACK OBAMA SKOTINN Leyniskytta skaut drenginn hér að ofan í borginni Aleppo í Sýrlandi á föstudaginn var. Drengurinn grætur á sjúkrahúsinu þar sem gert er að sárum hans. NORDICPHOTOS/AFP Drekkur þú gosdrykki daglega? JÁ 25,0% NEI 75,0% SPURNING DAGSINS Í DAG: Tekur þú slátur? Segðu skoðun þína á Visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.