Fréttablaðið - 26.09.2012, Qupperneq 8
26. september 2012 MIÐVIKUDAGUR8
ÞYRLUR LHG Sjóðurinn á að efla öryggi
með söfnun til kaupa eða leigu á þyrlu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÖRYGGISMÁL Nýverið var undirrit-
uð skipulagsskrá fyrir Þyrlukaupa-
sjóð en stofnandi sjóðsins er félag
fyrrverandi starfsmanna Land-
helgisgæslunnar og Sjómælinga
Íslands, svokallað Öldungaráð.
Stofnfé sjóðsins eru tvær millj-
ónir króna sem Ásatrúarfélagið gaf
í söfnun til kaupa eða leigu á þyrlu
fyrir Landhelgisgæsluna eða bún-
aðar í björgunarþyrlu.
Markmið sjóðsins er að vera
vettvangur allra landsmanna til að
efla öryggi lands og þjóðar með því
að safna fé til kaupa/leigu á björg-
unarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna
eða til kaupa á nauðsynlegum bún-
aði um borð í björgunarþyrluna eða
búnaði fyrir áhafnir. - shá
Fyrrum starfsmenn safna fé:
Stofna sjóð til
kaupa á þyrlu
Listaverk tíu ár í viðgerð
Útilistaverk eftir Jóhann Eyfells sem
var í Hlíðargarði í Kópavogi hefur nú
verið í viðgerð í tíu ár. Formaður lista-
og menningarráðs bæjarins ákvað
að fá upplýsingar um gang málsins
frá forstöðumanni Gerðarsafns eftir
að Hjálmar Hjálmarsson, fulltrúi
Næstbesta flokksins, spurðist fyrir um
afdrif listaverksins.
KÓPAVOGUR
FRÉTTASKÝRING
Hvað er talið að Lýður Guðmundsson
og Bjarnfreður Ólafsson hafi gert?
Ákæra á hendur Lýði Guðmunds-
syni, fyrrum aðaleiganda Existu,
og Bjarnfreði Ólafssyni, eins eig-
enda Logos, snýst um snúning sem
ráðist var í til að tryggja yfirráð
yfir félaginu. Með honum ætluðu
fyrrum aðaleigendur Existu, Lýður
og bróðir hans Ágúst, að þynna út
aðra hluthafa með því að borga tvo
aura fyrir hverja nafnvirðiskrónu.
Þetta telur sérstakur saksóknari
varða við lög og geti varðað tveggja
ára fangelsi.
Exista var skráð á hlutabréfa-
markað fram að hluthafafundi sem
haldinn var 30. október 2008. Sam-
tals áttu aðrir aðilar en bræðurn-
ir Lýður og Ágúst tæplega 55 pró-
senta hlut í Existu á þessum tíma.
Kaupþing, sem var stærsta eign
félagsins, var líka stærsti lánveit-
andi Bakkabraedur Holding B.V.,
hollensks félags sem hélt utan um
eign bræðranna í Existu. Í ákær-
unni yfir Lýði og Bjarnfreði segir
að „miðvikudaginn 3. desember
2008 sendi Nýi Kaupþing banki
hf. [síðar Arion banki] félaginu
og ákærða Lýði tölvupóst þar sem
farið var fram á greiðslu inn á lán
bankans til félagsins og/eða að sett-
ar yrðu frekari tryggingar. Skyldi
það gert eigi síðar en 8. desemb-
er. Að öðrum kosti myndi bankinn
leysa til sín hlutabréf í Exista hf.,
sem félagið […] hafði sett bankan-
um að veði“.
Ljóst var að bræðrunum hugn-
Þynntu út aðra hluthafa
Aðrir hluthafar en Bakkavararbræður áttu 55 prósent hlut í Existu fyrir ólögmætu hlutafjáraukninguna.
Þeir voru þynntir niður í 13 prósent. Fyrirtækjaskrá treysti Logos og Deloitte og skráði því aukninguna.
SNÚNINGUR Eftir að Arion banki reyndi að leysa til sín hlut bræðr-
anna Lýðs og Ágústar í Existu reyndu þeir að þynna út aðra hluthafa
til að halda völdum í félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þegar sérstakur saksóknari fyrirskipaði húsleit og
yfirheyrslur í janúar 2010 var embættið líka að rann-
saka sölu á Bakkavör frá Existu haustið 2008. Þá
seldi stjórn Existu, sem Lýður og Ágúst Guðmunds-
synir stýrðu, 39,6 prósenta hlut í Bakkavör til félags í
eigu bræðranna með kúluláni frá Existu. Samkvæmt
heimildum blaðsins er rannsókn málsins lokið og
liggur nú hjá saksóknara sem þarf að taka ákvörðun
um hvort ákært verður. Síðan hefur Bakkavör gengið
í gegnum endurskipulagningu. Bræðurnir gáfu frá
sér hlutinn sem þeir keyptu af Existu en fengu í
staðinn að eignast 25% hlut fyrir fjóra milljarða
króna. Þeir vilja nú eignast Bakkavör að fullu og
buðu öðrum hluthöfum á annan tug milljarða króna
fyrir hlut þeirra í Bakkavör. Stærstu eigendurnir
Bakkavör, Arion banki, Lífeyrissjóður verzlunar-
manna og Gildi lífeyrissjóður, hafa ekki viljað selja.
Rannsókn lokið á sölu á Bakkavararhlut
aðist illa að missa tökin á Existu.
Í stað þess að afhenda eignarhlut
sinn, sem var rúmlega 45 prósent,
til réttmætra kröfuhafa var ráðist
í 50 milljarða króna hlutafjáraukn-
ingu sem annað félag þeirra, BBR
ehf., skráði sig að fullu fyrir. Eftir
hana átti nýja félagið 77,91 pró-
sent í Existu. Hluturinn sem Arion
banki átti veð í var þynntur úr 45
prósentum í 10,4 prósent. Eign allra
annarra eigenda rýrnaði með sama
hætti.
Ekkert hefði verið hægt að gera
við þessu ef bræðurnir hefðu raun-
verulega greitt 50 milljarða króna
fyrir nýja hlutaféð. Það gerðu þeir
hins vegar ekki. Þvert á móti var
Bjarnfreður, lögmaður þeirra,
fenginn til að skila inn tilkynn-
ingu um að einn milljarður króna
hefði verið greiddur fyrir hið nýja
hlutafé, eða tvö prósent af nafn-
virði þess. Klárt er að það samrým-
ist ekki lögum um hlutafélög þar
sem stendur að „greiðsla hluta má
ekki nema minna virði en nafnvirði
hans“. Í ákærunni kemur reyndar
fram að milljarðurinn hafi í raun
aldrei verið greiddur. Hann „staf-
aði frá Lýsingu hf., dótturfélagi
Exista hf. […] Féð var greitt inn á
vörslureikning hjá lögfræðistof-
unni Logos þar sem innstæðan lá
óhreyfð fram á sumarið 2009. Þessi
milljarður króna rann því aldrei
inn í rekstur Exista hf.“.
Fyrirtækjaskrá úrskurðaði
hlutafjáraukninguna ólögmæta
þann 29. júní 2009, sjö mánuðum
eftir að hún var tilkynnt. Henni
hafði þá borist ábending um málið.
Í úrskurði Fyrirtækjaskráar kom
fram að stofnunin teldi að geng-
ið hefði verið út fyrir ystu mörk
í formi og framsetningu við að fá
aukninguna skráða. Formleg og
efnisleg framsetning tilkynning-
arinnar hafi „á allan hátt vikið
verulega frá því sem lög og venj-
ur standa til […] það ber einnig að
undirstrika að umrædd tilkynning
berst frá einni af stærri lögmanns-
stofum landsins [Logos] og með
fylgir skýrsla endurskoðanda stórr-
ar endurskoðandaskrifstofu [Delo-
itte], sem hefur allt yfirbragð vand-
aðrar sérfræðiskýrslu. Hugsanlega
stafar tiltrú starfsmanna Fyrir-
tækjaskrár af þeirri ástæðu að fag-
aðilar á borð við þá sem hér eiga
í hlut fari ætíð að réttum reglum“.
thordur@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Tæplega fimmtug-
ur maður, sem var handtekinn
fyrir tveimur vikum grunaður um
fíkniefnaframleiðslu í bílskúrnum
sínum, er nú laus úr gæsluvarð-
haldi.
Ekki var talin þörf á að halda
honum í gæsluvarðhaldi og ein-
angrun lengur, þótt málið sé enn
ekki að fullu upplýst.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er talið að maðurinn
hafi framleitt bæði amfetamín og
MDMA, svokallað e-töfluduft, í
aðstöðunni sem hann hafði komið
sér upp. Þó var verksmiðjan langt
frá því að vera eins fullkomin og sú
sem var upprætt í Hafnarfirði sum-
arið 2008 og leiddi til þungra dóma
yfir Tindi Jónssyni og Jónasi Inga
Ragnarssyni.
Maðurinn var handtekinn 13.
september síðastliðinn eftir að
lögreglan fann búnað og efni til
framleiðslu fíkniefna í bílskúr í
Efstasundi. Þá var einnig leitað
í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði í
tengslum við málið. Mikið magn
af efnum fannst og voru þau öll
send Háskóla Íslands til greining-
ar. Þeim greiningum er ekki enn
lokið. - sh
Grunuðum amfetamínframleiðanda laus úr gæsluvarðhaldi:
Einnig talinn hafa framleitt MDMA
MIKIÐ UMSTANG Gríðarlegur viðbún-
aður var í Efstasundinu þegar málið kom
upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SAMFÉLAGSMÁL Hópur kvenna
innan SÁÁ hefur lagt drög að
stofnun sérstaks kvenfélags
innan samtakanna. Markmið
félagsins eru meðal annars að
stuðla að jafnréttismálum, stofna
til umræðu um konur, fíkn og
ofbeldi og huga að sérstökum
meðferðarúrræðum fyrir konur.
Félagið er opið öllum konum
sem aðhyllast markmið félagsins.
Undirbúningsfundur að stofnun
Kvenfélags SÁÁ verður haldinn
annað kvöld, í húsi SÁÁ, Efsta-
leiti 7, klukkan 20.30. - sv
Stofna Kvenfélag SÁÁ:
Munu stuðla að
kynjajafnrétti
1. Hvað vantar mikið upp á að
auknar eldsneytisálögur skili því
sem ætlað var í síðustu fjárlögum?
2. Svisslendingur reynir að fljúga
umhverfis jörðina í einshreyfilsvél.
Hvað er hann gamall?
3. Hverjir eru nýir verndarar sam-
takanna UN Women?
SVÖRIN
1. Hálfan milljarð króna. 2. Hann er tutt-
ugu og tveggja ára. 3. Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir.
www.volkswagen.is
Frelsi til
að ferðast
Volkswagen Tiguan
Komdu og reynsluaktu Volkswagen Tiguan
Tiguan Sport & Style kostar aðeins frá
5.790.000 kr.
Fullkomið leiðsögukerfifyrir Ísland
Volkswagen Tiguan sportjeppi eyðir
aðeins 5,8 l á hverja 100 km.
VEISTU SVARIÐ?